Þjóðviljinn - 04.09.1981, Page 3

Þjóðviljinn - 04.09.1981, Page 3
Föstudagur 4. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Vetrarstarf LR kynnt: Synnöve Persem, Emil Rosing, Sigrún Guðjónsdóttir og Bodil Kaalund sem sitja aðalfund norrænna myndlistarbandalagsins. Ljósm. gel. Norrænir myndlistarmenn þinga í Reykjavík Aðild Sama sam- þykkt samhljóða Þing um listir og sjónvarp 1983 Haustið er komið, skólarnir byrjaðir og leikhúsin eru að hefja vetrarstarfið. A blaðamanna- fundi i gær kynntu leikhússtjórar Iðnó, Stefán Baldursson og Þor- steinn Gunnarsson, það sem fram- undan er hjá Leikfelagi Reykja- vikur. Er þar fyrst að nefna, að annan laugardag, 12. september, verður frumsýnt nýtt islenskt leikrit, „Jói”, eftir Kjartan Ragnarsson. Þetta nýja leikrit Kjartans fjallar um fatlaðan pilt, Jóa, sem leikinn er af Jóhanni Sigurðssyni, nýútskrifuðum leikara frá Leik- listarskóla Islands. Þegar leikur- inn hefst hefur móðir hans fallið frá og spurningin stendur um hver eigi að annast hann. I ljósi þeirrar spurningar eru innviðir fjölskyldu hans skoðaðir, og koma við sögu systur hans og mágur, faðir hans, bróðir og mágkona, auk þekktrar persónu sem tilheyrir annarri fjölskyldu, en það er Súpermann sjálfur. Kjartan leikstýrir verkinu sjálfur, en Ásdis Skúladóttir er aöstoðarleikstjóri og stjórnar hún siöustu æfingunum i fjarveru Kjartans, sem um þessar mundir er að setja upp „Blessað barna- lán” i Helsinki. Auk Jóhanns eru i aðalhlutverkum Sigurður Karls- son og Hanna Maria Karlsdóttir. Leikmynd gerir Steinþór Sigurðs- son og Daniel Williamsson er ljósameistari. Næsta frumsýning hjá Iðnó verður á einu af þekktustu verk- um bandariska leikskáldsins, Eugene O’Neill. Það heitir á ensku „Desire under the Elms”, ognefnist i vinnuhandriti þýðand- ans, Árna heitins Guðnasonar, „Ymja álmviðir”. Hallmar Sigurðsson verður leikstjóri, Steinþór Sigurðsson gerir leik- mynd og aðalhlutverk verða i höndum Gisla Halldórssonar, Ragnheiðar Steindórsdóttur og Karls Agúst Olfssonar. Karl er nýliði á sviðinu i Iðnó, en hann út- skrifaðist úr Leiklistarskóla ts- lands siöastliðið vor. Þann 11. janúar n.k. verða lið- in 85 ár frá stofnun Leikfélags Reykjavikur og afmælissýningin veröur ný leikgerð á skáldsögu Halldórs Laxness, Sölku Völku. Leikhússtjórarnir, Stefán og Þor- steinn, hafa unnið þessa leikgerð i sameiningu, og er stefnt að þvi að frumsýning geti farið fram sem næst afmælisdeginum. Raunar sagði Stefán, að um tvöfalda af- mælissýningu yrði að ræða. Sýn- ingin væri einnig hugsuð sem virðingarvottur við skáldið Hall- dór Laxness, sem verður áttræð- ur i april á næsta ári. Guðrún Gisladóttir mun leika Sölku Völku, Margrét Helga Jó- hannsdóttir Sigurlinu, móður Sölku, Þorsteinn Gunnarsson Steinþór, Jóhann Sigurðsson Arnald og Jón Sigurbjörnsson Bogesen kaupmann. Þórunn Sigriöur Þorgrimsdóttir mun gera leikmynd og búninga og Stefán Baldursson verður leik- stjóri. Eru þá enn ótalin þrjú'verk, sem LR frumsýnir i vetur. Er þar fyrst að nefna spánskt barnaleik- rit, sem ætlunin er aö fara með i grunnskóla Reykjavikur og ná- grennis, en slik farandsýning var einnig i gangi hjá LR i fyrra. Þór- unn Sigurðardóttir mun leikstýra þvi verki en Þórarinn Eldjárn þýðir. Darió Fó kemur lika á fjal- ir Iönó undir vorið. Leikrit hans nefnist „Hassið hennar mömmu,” háðleikur um fikni- efnavandamálið. Stefán Baldurs- son þýðir og Jón Sigurbjörnsson leikstýrir. Þriðja verkið hefur ekki verib ákveðib, en böndin ber- ast að nýju islensku leikriti. Og aö lokum: Verk frá fyrra leikári fara að koma upp hvert af öðru, Rommi, Barn i garðinum, Ofvitinn og Skornir skammtar, sem nú verða sýndir á miðnætur- sýningum i Austurbæjarbiói, vegna þrengsla i gamla Iðnó. — j Norrænir myndlistarmenn hafa þingað undanfarna daga i Norræna húsinu. Þar hefur verið rætt um sameiginleg hagsmuna- mál myndlistarmanna, ráðstefnu sem fyrirhuguð er og stöðu mynd- listarmanna I samfélaginu. Einn- ig var aðild Sama aö myndlistar- bandalaginu mjög til umræðu en I gær var samþykkt samhljóða að veita þeim fulla aðild. Fundinum lýkur i dag, en jafnvel þessum að- alfundi norræna myndlistar- bandalagsins hefur Nordfag sem er hagsmunasamtök sömu aðila haldið hér fund. Blaðamaður brá sér út i Norræna hús til ab forvitnast um hvað þar væri á seyði. Fyrsta hittum við Sigrúnu Guðjónsdóttur sem er formaður FIM. Hún sagði aö samstarf norrænna myndlist- armanna ætti sér langa sögu, það var stofnað árið 1945 og sá það fyrstu áratugina einkum um norrænar samsýningar. Nú hefur listamiðstöðin i Sveaborg utan við Helsinki i Finnlandi tekið þaðverk að sér og bandalagið sinnir nú ýmsum öðrum málum. I bigerð er ráðstefna um listir og sjónvarp árið 1983 og sagði formaður bandalagsins Bodil Kaalundað á henni yrði fjallab annars vegar um myndlistarkynningu i sjón- varpi, hins vegar umþaðhvernig nota má sjónvarpið sem mynd- miðil. Hún bætti þvi við að einnig ætti aö gera skrár yfir þær mynd- ir sem gerðar hafa verið um myndlist og myndlistarmenn á Norðurlöndum. Með slika skrá i höndum væri auðveldara að benda á það sem ógert er. Bodil varpaði fram þeirri spurningu til Sigrúnar Guðjónsdóttur hvort hér hefði verið gerð mynd um Sigur- jón Ólafsson, einn kunnasta myndlistarmann islenskan, en auðvitað var svarið nei, sjón- varpib hefur ekki nýtt þann myndasjóð sem er að finna meðal listamanna. Staða Sama A fundinum hér hefur verið til umræöu aðild Sama, Grænlend- inga, Færeyinga og Alandsey- inga, reyndar sóttu Samar form- lega um aðild. All skiptar skoðan- irkomu fram um aðild þeirra, en eins og kunnugt er lita Samar á sig sem eina þjóð, en póliliskir aðilar eru tregir til að viöurkenna rétt þeirra. Þegar blaðamaður yfirgaf Norræna húsiö voru þær Sigrún Guöjónsdóttir og Bodil Kaalund fremur bjartsýnar á að þeim yrði veitt aðild. Einn fulltrúi Sama situr fund- inn,Synnöve Persem.Hún er mál- ari og býr I Noregi. Ég spurði hana hvernig það væri fyrir hana að sitja undir umræðum um það hvortSamar teldust þjóö og hvort þeir ættu að fá aðild að norrænum samtökum myndlistarmanna. Hún sagöi að það væri vægast sagt sorglegt að slikar umræður skyldu fara fram áriö 1981 og ekki sist þar sem i hlut ættu myndlist- armenn sem jafnan væru þekktir fyrir baráttu fyrir frelsi og jafn- rétti. Þarna kæmu fram sömu viðhorf og hjá stjórnmálamönn- um. Hún sagði að aðstaða samiskra listamanna væri slæm. Þeir byggju afskekkt og þyrftu aö fara langar leiðir til að koma verkum sinum á framfæri og til að sjá það sem abrir væru að gera. Þeir væru utan við styrkja- kerfi norskra myndlistarmanna og þeim væri hættara en öðrum við stöðnun og einangrun. Samiskir listamenn fást við allar listgreinar, margir byggja á gömlum heföum i handverki, en Synnöve taldi ekki vera nein sér- stök einkenni á samiskri list sem ekki væri aö finna annars staðar. Samar hafa sin myndlistarsam- tök, sem i eru 24 félagar og ná yfir landamærin frá Noregi yfir til Sviþjóöar og Finnlands. Synn- öve taldi Sama i Noregi vera hvað best setta, en þeir þyrftu stöð-- ugt að berjast fyrir einföldustu mannréttindum.eins og hún hefði reyni að skýra á þessum fundi. Grafikin vinsæi Næstan hittum vib að máli fulltrúa Grænlendinga.Emil Ros- ing.Hann er grafiklistamaöur, en vinnur dags daglega á þjóöminja- safninu i GodthSb. Hann sagði aö grænlenskir myndlistarmenn væru að stofna eigin samtök, en i janúar á þessu ári tók mvndlist- arskóli til starfa i Godthab, sem gerir það aö verkum að nú geta myndlistarmenn menntast að nokkru heima. Emil sagði að grafikin væri vinsæl grein meðal Grænlendinga, myndefnið væri mikið sótt i náttúruna og dýralif- iö, en i skólanum eru einnig kenndar aðrar greinar myndlist- ar. Grænlendingar hafa mikinn áhuga á samstarfi við Islendinga ekki sist i menningarmálum, enda ætlar Emil að ræða hér við safnmenn um hugsanlegar sýn- ingar og samvinnu. Varðandi fundinn hér sagöi hann að fróð- legt væri fyrir sig að fylgjast með þvi hvernig norrænir félagar i listinni hefðu skipulagt sin sam- tök og barist fyrir hagsmunamál- um sinum, en það kæmi upp i hugann hvað eftir annab hve Framhald á 13 Þorsteinn Gunnarsson og Stefán Baldursson kynna vetrarstarfiö i Iönó. Bókaútgáfan Þjóðsaga: Annáll síðasta árs í máli og myndum Bókaútgáfan Þjóösaga hefur sett á markaöinn bókina „Arið 1980 — stórviöburöir liðandi stundar I máli og myndum — með islenskum sérkafla”. Þetta er stór bók, 344 bls., i sama broti og simaskráin. Þjóðsaga hefur nú gefið út þessa árbók i 16 ár en i 15 ár hefur hún verið með islenskum sér- kafla. 1 ár sem endranær er upp- lagið um 6000 eintök, fjórðungur i áskrift, og kostar kringum 385 kr. án söluskatts. 1 þessum bókaflokki voru Is- lendingar fyrstir til þess að taka upp innlendan sérkafla, en siðan hafa aðrar þjóðir fylgt i kjölfarið. Þetta er fjölþjóöaútgáfa, að frátöldum islenska kaflanum, og kemur hún út á 8 tungumálum. Móðurforlagið er Weltrundschau Verlag AG i Sviss. Bókin er prent- uð i Winterthur I Sviss og bundin i Eschenbach I Þýskalandi, en setning og filmuvinna islensku út- gáfunnar er unnin hjá Prentstofu G. Benediktssonar i Reykjavik. Myndefni bókarinnar er geysi- mikiö, alls eru myndirnar rúm- lega 500, þar af rétt tæpur helm- ingur I litum og eru margar þeirra heilsiðumyndir. Hér er, eins og nafnið bendir til, um að ræða annál, raktir eru I timaröð helstu heimsviöburöir ársins frá mánuði til mánaöar. Hver mán- uður byrjar á fréttaskýringu, sið- an eru atburöir raktir frá degi til dags allan mánuöinn, siöan kem- ur meginefnið: myndir og textar af helstu viðburðum. A eftir þess- um annál ársins koma greinar um ýmis mál eftir sérfræðinga, hvern á sinu sviði. Fyrst er grein um Mibausturlönd, sem nefnist „Islamska byltingin”, þá er grein um Afriku, sem heitir „Neyöin mikla I Afríku”, siöan er grein um efnahagsmál og heitir hún „Aö lifa við oliukreppuna”, næst er grein um vigbúnaöartæknina 1980: „Aö sjá allt, hæfa allt og eyða öllu”, þá er grein um tækni: „Billinn settur I megrun — hvern- ig bilasmiöirnir glima viö oliu- kreppuna”, einkar fróöleg grein og athyglisverð fyrir bilaáhuga- menn, og loks er grein um kvik- myndir ársins 1980 og nefnist hún „Gamalreyndir snillingar og ungir”. Á eftir þessum greinum kemur Itariegur kafli um Iþróttir og fer þar mest fyrir myndum og frásögnum af Vetrar- og Sumar- ólympiuleikunum 1980. Þá kemur islenski sérkaflinn, sem er 30 siö- ur með 77 myndum, þar af 9 I lit- um, og eru eldgosin á árinu og forsetakosningarnar eins og vænta má fyrirferöamest. Aftast I bókinni er svo nafnaskrá, staöa- og atburðaskrá og skrá yfir höf- unda ljósmyndanna i Islenska kaflanum. Þjóösaga býöur þeim, sem þess óska, að kaupa árbókina með af- borgunarkjörum. Aðsetur Þjóö- sögu er i Þingholtsstræti 27, simi 12310. Forstjóri Þjóðsögu, Hafsteinn Guðmundsson, hannaði Islenska kaflann, GIsli ólafsson, ritstjóri, annaðist ritstjórn erienda hluta islensku útgáfunnar, en Islenska sérkaflann tók Björn Jóhannsson, ritstjórnarfulitrúi, saman. Laxness og Fo íIðnó

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.