Þjóðviljinn - 04.09.1981, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 04.09.1981, Qupperneq 5
Föstudagur 4. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Minning Gunnar Benediktsson rithöfundur F. 9. okt. 1892 — D. 26. ágúst 1981 Einhvern tima laust fyrir 1930, þegar ég var aö fá nasasjón af veröldinni i kringum mig og ásaka máttarvöldin fyrir aö láta mig fæöast einmitt þegar allir merkisatburöir höföu gerst og engir áttu eftir aö gerast.bárust tiöindi austur isveitir af ógurlega guölausum klerki, sem byggi á Saurbæ eins og Hallgrimur Pétursson foröum. Þessi frétt orkaöi talsvert á mig, þvi aö hversdagsleikinn var svo yfir- þyrmandi i þann tiö i afskekktu hverfi austur i Holtum. Ég haföi heyrt getiö um eldgos, styrjaldir, hafís, útilegumenn og drauga, sem nú voru úr sögunni eins og allt annaö spennandi, en aldrei heyrt minnst á guölausan klerk. Hann var mér hugstæöur um stund, og ég reyndi aökomast aö því, i hverju villa hans væri fólg- in, en fólk var tregt til aö fræöa mig um þá hluti. Ég komst þó á snoöir um aöhann bæri brigöur á ritninguna og aö Kristur væri rétt feöraöur. Þetta þóttu mér mikil tiöindi, og mig tók aö gruna aö heimurinn væri ekki jafnleiöin- legur og mér haföi virst. Nokkr- um árum eftir rosafréttina varö mér ljóst aö guölausi presturinn haföihvorki veriö guölaus né búiö á Saurbæ á Hvalf jaröarströnd. Gunnar Benediktsson var hraustmenniog vinnuþjarkur um dagana og lá aldrei á sjúkrahúsi fyrstu 87 ár ævinnar. Hann var bóndasonur fæddur aö Viöboöi á Mýrum I Austur-Skaftafellssýslu 9. okt. 1892rfjórum árum siöar ai meistari Þórbergur leit heims- ljósiö á Hala nokkru austar. Gunnarvarðstúdent frá MR 1917, kandidat I guöfræöi 1920 og prestur til Grundarþinga i Eyja- firöi sama ár og bjó aö Saurbæ i Eyjafirði. Hann sagöi af sér prestskap 1931, fluttist suður og stundaöi eftir þaö ritstörf.kennslu, verkamannavinnu, erindis- rekstur, stjórnunarstörf á ýmsum stigum og boöun, sósialisma i ræöu og riti. Gunnar kom úr foreldrahúsum hlaöinn rétttrúnaöi 19. aldar og setti sér ungur aö gerast kenni- maöur. 1 Játningum segir hann m.a.: „Þegar ég 21 árs er að leggja út á lifsbrautina meö ákveöiö mark fyrir augum... þá viröast mér meinsemdir mann- lffsins liggja i vanrækslu þess aö ala böm upp i kristilegum anda og kristilegum bróöurkærleika1'. Þess vegna veröur „allt samlff milli heimilismanna, millinábýla, milli sveita, milli þjóöa, kalt og kærleikslaust.Til þess aö bæta úr þessu tók ég þá ákvöröun aö veröa prestur og hafa áhrif á þekkingar- og tilfinningalif landa minna.” Stefnuskrá umbótamannsins, Gunnars Benediktssonar, var ekkert merkileg á sinum tima, snemma á öldinni. Þá voru Is- lendingar hugumstórir og sam- einaðir i fátækt sinni og fáfræöi um félagsmál. Auövaldiö átti þá ekki marga talsmenn hérlendis. Agúst H. Bjarnason reistiþvi nið- stöng I Yfirliti yfir sögu manns- andans, Karl Finnbogason i landafræöinni, sem börnum og unglingum var kennd, og Guö- mundur bróðir hans barðist fyrir menntun alþýöunnar, og kirkjan var áhrifamikil stofnun. „Það er margt sem til þess bendir, að aldrei I allri sögu mannkynsins hafi nokkurt rikisverndaö trúar- bragöafélag staöið i jafninnilegu sambandiviö dýpstu menningar- hræringar þjóöarinnar og barist fyrir þeim af jafnfölskvalausri einlægni og þjóðkirkja íslands á tveimur fyrstu tugum þessarar aldar”, segir Gunnar Benedikts- son á einum staö, og hann gekk i þjónustu heimsundursins. Þriöji áratugurinn var mikill reynslu- timi fullvalda samfélagi á Islands þegar kreppur og góöæri, hags- munaárekstrar og stéttabarátta ráku hvort annaö. Kennimaöur- inn Gunnar komst aö raun um aö samfélagsbreytingar voru nauö- synlegri mönnum til sáluhjálpar en fyrirbænir eins og á stóö. ,,Þaö skipulagsform,sem áttiviöfram- leiösluhætti 18 aldarog barist var fyrir aö koma i framkvæmd á-19. öld.hlýtur nú meö öllu aö vera úr- elt”. Eitt sinn var Gunnari Bene- diktssyni faliö aö setja saman stefnuskrá handa nýstofnubu Framsóknarfélagi I Eyjafiröi. Viö stefnuskrárstörfin varö honum ljóst aö hann var sósialisti. Þegar hann sagöi Jónasi Jónssyni frá niðurstööunni, varö honum aö orði: Fjandi var aö þú fórst aö grufla út i þetta Gunnar. Gunnar var maður hreinskipt- inn og hvergi hálfur I starfi. Hann tók aö boöa fagnaðarerindið um bætt samfélag, en leiö kirkjunnar þóttihonum of seinfarin aö þvi marki. Hann baö hennar ágætu þjóna og alla.sem teldu sig guös vini, aö sýna trú sina i verki. Hann klæddist hempu öðru hverju og vann prestsverk fyrir vini sina allt fram á siðustu árin, og tók virkan þátt i félagsstarfi presta. Hann var ósvikinn baráttu- maöur fyrir breyttri samfélags- skipan, átti sæti 1 stjórn Kommúnistaflokks Islands 1934—38, en gerðist þá einn af stofnendum Sameiningarflokks alþýöu og sat I stjórn hans meðan hann var. Gunnar var kommún- isti á gamla og góöa visu og óhvikull; ritaöi Sóknina miklu 1940 gegn svonefndum Finna- galdri og stofnaöi Nýtt dagblað þegar Þjóöviljinn var bannaöur og ritstjórnin hemumin i breskt fangelsi. Margir dáöu Gunnar Benediktsson i þann tfð. Gunnar var mikilvirkur rithöf- undur. Eftir hann liggja tugir bóka: trúfræöi, samfélagsmál, pólitfk, skáldsögur, leikrit, ævi- sögur, minningar, um daginn og veginn.þýöingar og fjöldi blaða- greina. Hann hóf feril sinn sem rómantiskur rithöfundur en gerö- ist siðan raunsætt sagnaskáld. Skáldsagan Anna Sighvatsdóttir 1929 er nöpur þjóöfélagsádeila. Eftir útkomu hennar mun kenni- maöurinn Gunnar Benediktsson hafa talið áhrifameira aö ræða viö fólk á annan hátt en i skáld- sögum. Hann kvaddi þó ekki fagurfræðina, þvi aö siðar sendi hann frá sér bæöi skáldsögur og leikrit og nokkrar þýöingar. Mestu ritverk sin vann hann sem fræðimaður og ævisagna- höfundur, og þykir mér vænst um bókina, sem hann reit um Snorra skáld i' Reykholti. Herstövamáliö beindi sjónum aldamótamannsins Gunnars Benediktssonar aö Sturlungaöld, þvi mikla örlagaskeiöi I sögu okkar Islendinga. Saga þin er saga vor kom út 1952 um her- stöövamáliö, og annað bindi er til ihandriti. Bókin tsland hefur jarl birtist 1954 og þremur árum siðar Snorri skáld i Reykholti. Fræöi- menn höföu verið margsaga um þann valdagráðuga meistara, sem nægöi ekki minna viðfangs- efni en heimskringlan sjálf, þegar hann sat við skrifpúltið uppi I Reykholtsdal. Hjá Gunnari þjónaði höföinginn hinum alskyggna rithöfundi, en rit- höfundurinn ekki höföingjanum. Halvdan Koht, mikilsvirtur norskur sagnfræöingur og sér- fræðingur i ritum Snorra, vottaði Gunnari þakklæti sitt og aödáun á verkinu. Bjart og glatt er yfir endur- minningum Gunnars Benedikts- sonar, fjórum bindum. Hann Stingur niður stilvopni 1973 og kom Aö leikslokum 1978, áöur en hann veiktist um haustið. Hinum mikla baráttumanni þótti vænt um fóik og hann var svo jákvæöur igarð náungans.svo bjartsýnn,aö hann átti sér ekki óvildarmenn, þvi aö öll erum viö bestu skinn, þegar aö kjarnanum kemur. Hann var heilsteyptur maöur og hreinskilinn, hraustur og hug- fanginn af þvi sem hann fékkst viö hverju sinni. Þess vegna ligg- ur eftir hann mikiö dagsverk. Gunnar var einn þeirra örfáu manna, sem hafa vasast i pólitik meö miklum árangri án þess aö vera nokkru sinni aö pota sjálfúm sér til svokaliaöra mannviröinga. Hann haföi unun af þvi aö vinna og skammaöíst sin siðustu árin fyrirdugleysiö. Samtvarhann si- vinnandi. Siöast vann hann að sögu fullhugans séra Odds Gísla- sonar frá Stað i Grindavik, og honum tókst aö ljúka henni, áöur en heilsan þraut algjörlega og hann var lagöur á sjúkrahús þremur vikum fyrir andlátiö. Hann andaöist sáttur viö guö og menn og haföi veriö þaö alla daga. Baráttumái hans voru björgunarstörf undan hinu illa og boÖOTÖ hans var: Sýn mér trú þina af verkunum. „Maöurinn einn er ei nema hálfur”, og jafnan er ekki hálf- sögö sagan.efhelminginn vantar. Gunnar var tvigifur. Fyrri kona háns var Sigfiður Gróa Þor- steinsdóttir sjómanns i Reykja- vik. Þau áttu þrjá syni: Benedikt tæknifræöing i Kópavogi, Styrmi stýrimann á Akureyri og Þorstein kennara I Kópavogi. Þau Sigriöur skildu. SRari kona Gunnars var Valdis Halldórsdóttir bónda og skálds á Asbjarnarstöðum. Þau áttu: Heiðdlsi fóstru á Selfossi og Halldór starfsmann hjá S.A.A. Valdiser kennari, skáld og rithöf- undur, og hefur birt sögur og kvæði I timaritum, m.a. Perlum og Emblu. Gunnar Benediktsson átti sér traustan bakhjari um dagana. Hann var óvenjulegt karlmenni og drengur góöur. Björn Þorstrinsson Meö Gunnari Benediktssyni er hniginn i valinn einn af merkustu mönnum vorrar aldar. Hann skildi samtið sina óvenjulega djúpum skilningi og stóö jafnan i fylkingarbrjósti og hiiföi sér hvergi i þeirri orrustu upp á lif og dauöa, sem háö hefur veriö næst- um látlaust meöan hann dvaldist meö okkur á þessari jörö. Samt var hann aö allri gerðmiklu likari bestu mönnum -éndurreisnar- timabilsins en þeirri einhæfu manngerö, er svo mjög einkennir vora tima. En viö þurftum ein- mitt harla mjög á slikum manni að halda. Þessvegna var Gunnar svo einstakur I okkar hópi. Sagan heföi annan svip og minna áunnist, hefði hans ekki notið viö. Þaö voru stundir, þar sem enginn gat komiö i hans staö. Þaö varöar miklu bæöi fyrir nútft og framtið að gera sér sem ljósasta grein fyrir sögulegum staðreyndum þessara örlagariku tima. Og Gunnar vissi mjög vel um gildi sögunnar. Þessvegna tók hann sér fyrir hendur aö skrifa pólitiska samtimasögu okkar. Ariö 1952 kom út á forlagi Heims- kringlu bók hans: „Saga þin er saga vor”. Þaö er saga Islands frá vordögum 1940 til jafnlengdar 1949, eins og stendur á titilblaöi. Þetta var mikiö nauösynjaverk, og ég sé þaö enn betur nú, eftir aö hafa gluggaönokkub iskrif þeirra manna um þetta timabil og önnur, sem þekkja þau aðeins af afspurn eöa skráðum heimildum. Oft er maöur i besta falli jafnnær eftir þann lestur og stundum er verr fariö en heima setiö. Maöur situr þá eftir með alrangar eða brenglaöar hugmyndir um það, sem mestu máli skiptir, ef maöur veit ekki betur. En saga Gunnars er lifandi saga. Hún er skrifuö af manni, sem liföi sjálfur þá sögu, er hann var aö skrifa. Hann var i senn sögumaður og ein af söguhetjun- um, þótt hann fliki þvi litt. Aö þvi leyti má likja skrifum hans viö hina ágætu bók Einars Olgeirssonar: Island i skugga heimsvaldastefnunnar. Þeir, sem ekki hafa lifaö þessa tima, vita harla litiö um veruleika þeirra, ef þeir hafa ekki lesið siikar bækur. En Gunnar lét ekki sitja viö aö skrifa sögu þessa timabils. Ef hann vissi um óunnið nauösynja- verk, þá vann hann þaö, æ tti hann þess nokkurn kost. Hann hélt áfram sögunni allt fram til 1971. Þaö varö mikib verk, tvö bindi. Hann hefur fyrir löngu lokiö þvi, en þaö er ennþá i handriti, óút- gefiö. Ég hef ekki lesið handritið, en nú spyr ég útgefendur og þó fyrst og fremst Heimskringlu og Máiog menningu: Hversvegnaer þetta handrit ekki gefið út? Ég átti þess kost að sannreyna aö Gunnar var sjálfum sér samkvæmur, trúr sjálfum sér og lifsköllun sinni til hinstu stundar. Ég ieit inn til hans á Borgar- spitalanum rétt fyrir andlátiö. Gunnar vissi þá vel aö hverju dró. Ég spuröi um liðan hans. Þá svaraði þetta einstaka ljúfmenni og prúömenni: „Ég er reiöur, mjög reiöur”. Gunnar var mjög skapheitur maöur en svo stilltur, aö ég sá hann aldrei reiöast. En nú var hann reiöur viö dauöann, kominn hátt á niræöisaldur og haföi þá skilaö lifestarfi, sem mjög er fágætt á okkar tímum, staöið alla tiö i eidi baráthinnar til varnar lifinu og skrifaö yfir 30 bækur. Aður en hann fór á sjúkra- húsiö haföi hann lagt siöustu hönd á nýja bók, sem ég geri ráð fyrir aö komi út á næstunni. En allt þetta var honum ekki nóg. Honum fannst hann ætti fjölmargt ógert i þjónustu lifsins. Og nú kom eitt- hvert framandi afl, sem vildi taka i taumana og stööva ferð hans. Það var eins og hann viidi skora dauðann á hólm. Þetta var hinn sanni Gunnar Benediktsson, ávallt reibubúinn aö berjast tií þrautar f yrir lifiö þótt viö ofurefli væri að etja, jafnvel sjálfan dauðann. Við tókum nú upp léttara hjal, sem færöi mér heim sanninn um, að ekki hafði Gunnar glatað hinni sérstöku kimnigáfu sinni. Gunnar haföi aldrei hugsaö mikib um dauöann. Hann hafbi i allt ööru ab snúast um dagana, sem honum fannst mikilvægara. En nú sagöi hann, ab það hlyti að vera fróðleg reynsla, sem hann ætti fyrir höndum, aö deyja. Viö komum okkur saman um, aö þaö hlyti aö vera mikil lifsreynsla. Og nú hefur hann fengið hana. Þvi miður getur hann ekki miölað henni til okkar, sem eftir lifum. Hana veröur hver og einn aö reyna sjálfur. Ég veit ekki neitt. Ég get aðeins tekiö undir meö Jónasi Hallgrimssyni: „Sist vil ég tala um svefn viö þig”. Og ég kann enga betri ósk en þá, sem hann lét fylgja þessum orðum, ,aö vinur minn fái „meira aö starfa guös um geim”. Valdisi og börnum Gunnars sendi ég innilegar samúöar- kveöjur og ég samhryggist þeim við hinn mikla missi. En ég samgleöst Valdisi lika, aö hafa átt þvi láni að fagna að eiga slikan lifsförunaut á virkasta og gifturikasta skeiði hans. Brynjólfur Bjarnason. Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.