Þjóðviljinn - 26.09.1981, Side 8

Þjóðviljinn - 26.09.1981, Side 8
g stÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. — 27. september 1981 Aðalstöövar PRI. Minnismerkiö um byltinguna. Mexíkópistill Framhald £f 7. siöu. Samkvæmt ofansögðu hafa 9 flokkar fulla viöurkenningu og geta boöiö fram i kosningum i eigin nafni. Auk þessara 9 eru einir 8 vinstriflokkar, sem eigi hafa viðurkenningu en láta þó nokkuö aö sér kveöa. Fjórir þessara flokka hafa mynd- aö kosningabandalag viö PCM. Tveir þeirraeru Marx-Leninfskir flokkar: PPM (Partido del Pueblo Mexicano) stofnaöur 1977, og telur 70 þúsund félaga, og PSR (Pardido Socialista Revolucionario) stofnaöur 1976 og telur 10 þúsund félaga. Hinir tveir kalla sig róttæka þjóöeris- flokka: MAUS (Movimiento de Acción y Unidad Socialista), stofnaöur 1969 og tel- ur 7 þúsund félaga, og PMT (Partido Mexicano de los Trabajadores), stofnaður 1974 og telur viölfka fjölda félaga og MAUS. Þá eru enn eftir fjórar hreyfingar. UIC (Unidad de Izquierda Comunista), stofn- uö upphaflega sem baráttuhreyfing innan PCM en klauf sig algerlega frá honum 1977. UIC telur 7—8 þúsund innan sinna vébanda. CS (Corriente Socialista) var stofnað 1977 af nokkrum félögum úr „Liga 23. september”, er náöaöir höföu veriö, auk gamalla stúdentaleiötoga og nokk- urra Spartakista. CS telur um 2 þúsund virka félaga. Svo kann aö fara aö UIC og CS gangi einnig til samstarfs viö áöurnefnt banda- lag vinstri manna. Tvær hreyfingar eru enn ónefndar, LOM (Liga Obrera Marxista), stofnuö 1971 og telur um 1500 félaga, og POS (Partido Obrera Socialista), stofnuö 1980 og telur 325 manna baráttusveit. Þessir tveir ræöa nú um sameiningu, en báöir eru Trotsky-sinnar (Moreno-linan). Hins vegar munu þeir ekki taka þátt i vinstra kosningabandalaginu. Auk þeirra 17 flokka og hreyfinga er nefnd hafa verið eru enn nokkrar hreyf- ingar, bæöi til vinstri og hægri við áöur- nefnd 17, en ekki er ástæöa til aö tef ja viö þær. Er nú mál aö linni. í næstu grein veröur reynt aö fjalla um pólitiska lifiö i landinu almennt, alræöi PRI og pólitíska spillingu þvi samfara, svo og þaö „lýö- ræöi” sem PRI básúnar svo mjög. 5. sept. '81 Jóna og Siguröur Fimm feögar á biskupsstóli Pétur Sigurgeirsson verður ekki fyrsti biskup- inn, sem sest í stól föður síns í íslenskri sögu. Áður hafa fernir feðgar setið í þessu æðsta embætti ís- lensku þjóðkirkjunnar og mun oftar hafa náin skyld- menni fyrri biskupa sest í biskupsstól. Verður þetta rakið hér til gamans í til- efni af embættistöku Pét- urs Sigurgeirssonar en vafalaust koma þó ekki öll kurl til grafar. Fyrsti biskupinn á Islandi, sem ekki var farandbiskup, var Isleif- ur Gissurarson Skálholtsbiskup 1056-1080. Aö honum látnum tók við embætti sonur hans, Gissur Isleifsson, en hann var biskup i Skálholti 1082-1118. Eru þeir þvi fyrstu feögarnir i biskupsstóli. Reyndar má bæta þvi hér viö aö Ketill Þorsteinsson biskup á Hól- um 1122-1145 var tengdasonur Gissurar og Magnús Gissurarson biskup I Skálholti 1216-1237 var kominn af Isleifi Gissurarsyni aö langfeðgatali. Aðrir biskupar sem voru ná- skyldir á fyrstu öldum voru þeir Arni Þorláksson Skálhoitsbiskup 1269-1298 og Arni Helgason Skál- holtsbiskup 1304-1320. Sá siðar- nefndi var systursonur hins. Tvær næstu aldir voru nær aliir biskupar á Islandi útlendir menn og eru þeir þvi ekki meö i þessari skyldleikakönnun. Þó má nefna þaö aö Gottskálk Nikulásson biskup á Hólum 1496-1520 er kallaöur var hinn grimmi var bróöursonur ólafs Rögnvalds- sonar biskups á Hólum 1460-1495. Þeir voru norskir menn. Jón Arason biskup á Hólum 1524-1550 var fyrsti tslendingur- inn i biskupssæti þar frá 1341. Eftir liflát hans kusu norölenskir prestar Sigurö son hans til biskups en konungur tók þaö ekki i mál og var hann þvi aldrei vigö- ur. Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum 1571-1627 er einhver áhrifamesti einstaklingur sem setið hefur i biskupsstól á Islandi. Aöhonum látnum tók viö stólnum á Hólum dóttursonur hans, Þor- lákur Skúlason 1628-1656. Hvorki meira né minna en tveir synir Þorláks uröu siöan biskupar og eru þar komnir hinir aörir feðgar Sigurgeir Sigurösson i þessari upptalningu. Synir Þor- láks voru Gisli Þorláksson Hóla- biskup 1657-1684 og Þóröur Þor- láksson Skálholtsbiskup 1674-1697. Til gamans má og geta þess aö Einar Þorsteinsson Hóla- biskup 1692-1696 gekk aö eiga ekkju Gisla Þorlákssonar forvera sins i embætti. Pétur Sigurgeirsson Samtiöa Guöbrandi Þorláks- syni var Oddur Einarsson Skál- holtsbiskup 1589-1630. Hann var frægur fyrir aö hygla ættmönnum sinum og afkomendum enda ieið ekki á löngu þangaö til aö flestir prestar landsins voru út af honum komnir. Aö honum látnum tók viö biskupsembætti i Skálholti sonur hans GIsli Oddsson 1632-38. Þá eru komnir þrennir feögar. Næst er komið aö siöustu biskupunum I Skálholti, feög- unum Finni Jónssyni sem sat i embætti 1754-1785 og Hannesi Finnssyni sem sat 1777-1796. Reyndar er ekki öll sagan sögð þvi aö Jón Halldórsson, faöir Finns var um hrið settur biskup og tengdasonur Finns var Jón Teitsson Hólabiskup 1780-1781. Einnig má geta þess að Stein- grimur Jónsson biskup yfir ts- landi 1824-1845 gekk aö eiga Val- geröi, ekkju Hannesar Finns- sonar biskups. Þá er komiö aö fimmtu feðg- unum i embætti biskups þeim Sigurgeiri Sigurðssyni 1939-1953 og Pétri Sigurgeirssyni 1981-? Olafur Skúlason var helsti keppinautur Péturs um biskups- embætti. Náfrændi hans var As- mundur Guömundsson biskup yfir Islandi 1954-1959. Aö lokum má geta þess aö frá- farandi biskup, Sigurbjörn Einarsson á 3 presta fyrir syni og þar á ofan einn tengdason. Ekki er þvi meö öllu útilokaö aö ein- hver þeirra geti orðið biskup meö tiö og tima. —GFr

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.