Þjóðviljinn - 26.09.1981, Síða 11

Þjóðviljinn - 26.09.1981, Síða 11
Helgin 26. — 27. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Inga Dóra Björnsdóttir mannfræðingur: Á hugtakið kvenna- menning rétt á sér? I grein.sem birtisti helgarblaði Þjóðviljans 15.—16. ágúst siðast- liðinn, heldur Halkiór Stefánsson mannfræðingur þvi fram að hug- takiö kvennamenning sé vægast sagt villandi og eigi engan rétt á sér. Mali sinu til stuönings vitnar hann i hinar mörgu mislukkuðu tilraunir mannfræðinga að skil- greina hugtakið menning, og seg- ir að svo sé komið innan mann- fræðinnar f dag, að hugtakið menning „tákni svona hérumbil allt og ekki neitt”. 1 skýrri og skorinorðri grein viku síðar gerði Sigriður Krist- mundsdóttir mannfræöingur at- hugasemdir við fullyrðingar Halldórs. bar bendir hiln rétti- lega á, að hugtakið menning er ekki aðeins ifullu gildi, heldur og eitt af grundvallarhugtökum mannfræðinnar. 1 lok greinar sinnar óskar Sigriöur eftir þvi, að hið umdeilda hugtak kvennamenning hljóti nánari umfjöllun „áöur en það er hafið á loft í nafni jafnréttisbar- áttu eða þvi kastað á dyr sem öfugmæli”. Hugtakið menning Hugtakið menning gegnir þvi Hlutverki innan mannfræðinnar i dag að vera leiðandi. Eins og Sigriður benti á fer merking hug- taksins yfirleitt eftir þvi hvaða vandamálum viðkomandi fræði- maður er að velta fyrir sér og hvaða spumingum hann er að leita svara við hverju sinni. Eitt af þeim spursmálum, sem mannfræðingar hafa velt fyrir sér undanfarna áratugi er „heims- mynd” hinna ýmsu þjóða, þjóðar- brotaog stétta. Heimsmynd, sem hefur að geyma skynjun fólks og hugmyndir um umheiminn, sem mótast hafa af sögu þeirra, þekk- ingu; reynslu og stööu. Þessir þættir setja siðan mark sitt á tungutak fólks, athafnir þess, hvers þaö telur sig geta vænst af lifinu og hvaða kröfur það gerir til samfélagsins. Menningarleg eindtun Rannsóknir, sem hafa haft áö- urnefnda skilgreiningu á hugtak- inu menning að leiðarljósi hafa leitt margt nýstárlegt i ljós. Þær hafa meðal annars sýnt fram á að oft gætir mikils menningarlegs munar milli félagshópa, sem tala sömu tungu og eiga að heita þjóð. Gott dæmi um rannsókn, sem sýndi fram á menningarlegan mun stétta er rannsókn franska fræðimannsinsPierre Bourdieu á menntakerfinu i Frakklandi. Hann komst að þeirri niöurstöðu, að hvorki fjárhagslegtné lagalegt misrétti eittog sér ráöi,aðsvo fá- ir afkomendur verkamanna og annars láglaunafólks ljúki há- skólanámi i Frakklandi. Orsak- irnar eru ekki siður menningar- legar. Þvi er nefnilega þannig fariö að menntun í æðri skólum Frakklands byggist eingöngu á menningu yfirstéttarinnar. Börn, sem alin eru upp við tungutak og hugmyndaheim rikjandi stétta, eiga tiltölulega auðvelt meö að komast þar i gegn. Afkomendur verkamanna og annars láglauna- fólks heltast flestir úr lestinni, þar sem þeir hafa hvorki full- an skilning á hugsunarhætti né vald á máli hinna rikjandi stétta. Bordieu heldur þvi fram að þráttfyrir boðskap sinn urti frelsi, jafnrétti og bræöralag, þá einoki yfirstéttin visvitandi æöri skóla Frakklands á þennan hátt og tak- istþar meö aö viðhalda rikjandi þjöðskipulagi. Því aðeins þeir, sem lokiö hafa háskólanámi ( og þá helst frá hinum svo kölluöum Écoles) komast i æöri stööur, fá aögang að fjölmiðlum og listum. Varla þarf að taka fram i þessu sambandi aö meiri hluti þeirra, sem ráða rikjum innan franska menntakerfisins og þjóöfélagsins i heild, eru karlmenn. Menning minnihlutahópa og kvennamenning Rannsóknir af þessu tagi hafa einnig sýnt aö hinir ýmsu minni- hlutahópar búa oft að rikri sögu og menningu, þó önnur sé en sú, sem talin er sú eina „sanna og rétta”. Verk mannfræðinga (félagsfræðinga, sagnfræðinga) hafa oft styrkt sjálfsvitund þess- ara hópa og markað upphaf á baráttu fyrir auknum réttindum og bættum kjörum. Kannanir þessar hafa þó ekki aðeins sýnt að menningarlegs munar gætir á milli stétta. Þær iiafa lika leitt i ljós að hans gætir oft milli kynja innan sömu stétta og þjóðarbrota. Rannsóknir, sem leitast hafa við aö varpa ljdsi á heimsmynd kvenna hafa sýnt aö hún er oft frábrugöin heimsmynd karla. Að saga kvenna, reynsla og þekking hefur að mörgu leyti mótast af öörum öflum en karla. — Eða, i stuttu málisagt.þærhafasýntog sannað aö til er menning, sem með fullum rétti má kalla „kvennamenningu”. Inga Dóra Björnsdóttir Frá þvi fyrir aldamótin siðustu börðust islenskar konur ötullega fyrir auknum réttindum og unnu marga sigra. Þær fengu kosn- ingarétt og rétt til að taka þátt i stjórn landsins. Þeim er veittur aðgangur aö æöriskólum og rétt- ur til aö gegna opinberum em- bættum. En hver er staða kvenna i dag? Þó að mikill fjöldi þeirra ljúki háskólaprófi árlega eru þær fáar, sem sitja i opinberum em- bættum og enn færri við stjórn landsins. Orsakimar fyrir þvi, að konur hafa ekki náö lengra þrátt fyrir alla lagabókstafi, eru bæði flókn- ar og margslungnar. Ein þeirra er að minu mati sú, að konur efuðust aldrei um réttmæti rikj- andi menningar og leikreglur þær, sem á henni byggðust. Fyrir vikið stóöu þær álika vel aö vigi i riki karlmanna og afkomendur franskra verkamanna í æðri skól- um Frakklands. Aöeins hámennt- aðar, kjarkmiklar konur, sem nutu einstaks stuönings og hvatn- ingar lögðu á sig að gerast karl- menn i kvennmannsklæöum. Flestar sátu heima og sitja enn. Hugtakið k venna- menning öfugmæli? Vitneskjan um að til er sérstök kvennamenning er einn af mikil- vægustu lifgjöfum jafnréttisbar- áttunnar i dag. Hún hefur ekki að- eins styrkt sjálfsvitund kvenna, heldur einnig gert konum betur ljóst, af hverju þrátt fyrir alla lagabókstafi þær hafa átt svo erfittuppdráttar i riki karla. Þaö sem er þó mikilvægara, er að konur geta nú i ljósi þessara rannsókna krafist að fullt tillit sé tekiö til leikreglna þeirra og að sagaþeirra og menning fái jafnan sess i þjóöarvitundinni og menn- ing og saga, sem mótuð hefur verið af karlmönnum. Og siðast en ekki sist að reynsla þeirra og þekking verði talin jafn mikilvæg við stjórn landsins og reynsla og þekking karlmanna. Það verður ekki fyrr en karl- menn fara aö taka þátt i hefö- bundnum störfum kvenna til jafns við konur, sem hugtakið kvennamenning verður aö öfug- mæli i jafnréttisbaráttunni (þó það verði áfram fullgilt sögulegt hugtak). Og þaö verður ekki fyrr en konur fara að taka þátt til jafns við karlmenn i hefðbundn- um störfum þeirra, sem hin rikj- andi menning getur til fulls talist sameign kynjanna. — En eins og málin standa i dag, á hugtakið kvennamenning ekki aðeins full- an réttá sér, heldur er það fiitt af mikilvægustu vopnum kvenna i baráttunni fyrir auknu jafnrétti. Að gefnu tilefni Að gefnu tilefni vil ég taka það fram, aö það er alls ekki skoðun min, að menning kvenna sé á nokkurn hátt „göfugri” eða „æðri” en menning karla. Og, ef konur komist til valda muni ald- ingarðurinn Eden verða endur- reistur hér á jörö. Það er hins vegar tnl min og sannfæring, ef konur verða jafn virkar v-iö stjóm landsins og karl- menn muni meira tillit veröa tek- iötilmálefna og þarfa kvenna. Ef menn trúa því, að aukið jafnrétti innan þjóðfélagsins komi ölhim til góöa, þá mun hagur karlmanna einnig batna. Tucson, Arizona 6. september 1981 GOLF JETTA PASSAT AUDI 100 Um helgina verður bílasýning hjá Heklu hf. að Laugavegi 170—172, þar sem sýndar verða 1982 árgerðirnar af Volkswagen og Audi. Opnunartímar: Laugardagur, frá kl. 10.00—18.00 Sunnudagur, frá kl. 13.00—18.00 NÝJIR BÍLAR • BETRI BÚNAÐUR • BETRIVERÐ Komið, skoðið og reynsluakið Vestur þýskum „TOPP KLASSA" bílum IhIHEKIAHF J Laugavegi 170 -172 Sími 21240

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.