Þjóðviljinn - 28.10.1981, Side 3

Þjóðviljinn - 28.10.1981, Side 3
Miðvikudagur 28. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Skjald- hamrar / • a svioi í norsku leikhúsi t lok janúar verður frumsýnt hjá norska leikhúsinu Sogn og Fjordane Teater ieikritiO Skjald- hamrar eftir Jónas Árnason og heitir Operasjon Skjoldhammar á norsku. LeikhúsiO er héraOsleik- hús fyrir Sognfylki, sem telur sig nátengt lslandi i sögu og menn- ingu. I kynningu á leikritinu segir á þá leiö, aö i þessum gamanleik frá striðsárunum hittist tvær mjög ólikar manneskjur — bresk njósnakona og islenskur vita- vörður. Mikið af góðum húmor kemur út úr þessum fundi i vitan- um — á dapurlegu baksviði striðs og njósna. Ljóðræn ástarsaga fylgir meö og á bak við allt saman hlý kennd fyrir lifi náttúrunnar og sterk ósk um frið og samkennd manna. Skjaldhamrar hafa verið leikn- ir i Finnlandi, Texas, á Irlandi og i Færeyjum. Leikstjóri þessarar Norræna húsið og sænska sendiráðið! S trlndb ergskynning Norræna húsið og sænska sendiráðið halda upp á Strindbergsárið með þvi að Jón Viðar Jónsson fjall- ar um leikritun Strindbergs á fimmtudagskvöldið 29. okt. kl. 20:30 og sýnd verður kvikmynd um Strindberg sem listmálara. Sviar hafa minnst Strindbergs á þessu ári með leiksýningum, fyrirlestrum og annarri dagskrá, t.d. helgaði Dramaten i Stokk- hólmi honum næstum allt vorið 1981 og sýndi leikrit hans. Utan heimalands sins er Agúst Strind- berg (1849—1912) liklega sá rit- höfundur sænskur sem mest er lesinn og viðkunnastur hefur orð- ið, og leikrit hans eru sviðsett oft- ar en nokkurs annars landa hans. Sænsk kvikmyndagerð leitar stöðugt fanga i hinum margvis- legu verkum Strindbergs, og sjálfur var hann alla tið hleypi- dómalaus gagnvart kvikmynd- um. „Kvikmyndið leikritin min eins og ykkur lystir”, þannig hljóðaði simskeyti sem hann sendi kvikmyndafélagi einu löngu áður en þessi listgrein hefði slitið barnsskónum. Ef Strindberg væri á meðal okkar i dag hefði hann ef- laust orðið mikilvirtur og hæfur kvikmyndahöfundur, sjálfstæður og sérlundaður og hrist upp i fólki eins og fyrrum. Eftir fyrirlestur Jóns Viðars Jónssonar verður sýnd kvikmynd um Strindberg, sem nefnist Strindberg sem listmálari. Það er sænska útvarpið sem framleiddi myndina og Bengt Lagerkvist stjórnaði töku hennar. 1 þessari kvikmynd er reynt að kynna Strindberg sem málara og ljós- myndara. Jafnframt er brugðið upp myndum úr lifi hans, eins og það endurspeglast i málverkum hans, frá hinni leitandi myndum æskunnar til tjáningarikra verka ellinnar. A laugardaginn 31. okt. og sunnud. 1. nóv. kl. 13:00 verða sýndar tvær kvikmyndir i Regn- boganum, sem gerðar hafa verið eftir leikriti og sögu eftir Strind- berg. FAÐIRINN, gerð 1969 undir stjórn Alfs Sjöbergs eftir sam- nefndu leikriti og GIFTAS, sem gerð var 1926 undir stjórn Olofs Molanders og byggir á smásög- unni Mot betalning, sem birtist i Giftas II. Kvikmyndirnar verða sýndar i B og D sal, og er aðgang- ur ókeypis- Ferðamenn og fjallagarpar! Kennt á áttavita Hjálparsveit skáta i Reykjavik gengst að venju fyrir námskeiði i meðferð áttavita og landabréfa fyrir ferðamenn og stendur það i kvöld og annaðkvöld i kjallara Armúlaskóla, og hefst kl. 20 bæði kvöldin. Þátttökugjald er kr. 50. Nánari upplýsingar eru gefnar i Skátabúðinni viö Snorrabraut, simi 12045. Safnráð Lista- / safns Islands: Kosningu lokið Kosningu i safnráð Listasafns tslands er lokið. Forstöðumaður safnsins er formaöur ráðsins, menntamálaráðuneytið skipar einn mann og varamann hans eft- ir hverjar alþingiskosningar, en islenskir myndlistarmenn kjósa þrjá menn i safnráð til fjögurra ára i senn. tvo iistmálara og einn myndhoggvara og jafnmarga til vara. Kosningu hlutu myndlistar- mennirnir Hringur Jóhannesson og Edda Jónsdóttir og mynd- höggvarinn Magnús Tómasson. Varamenn eru myndlistarmenn- irnir Einar Hákonarson og Kristján Daviðsson og mynd- höggvarinn Sigurjón Ólafsson. Fulltrúi menntamálaráöuneytis- ins i safnráði er Svava Jakobs- dóttir. —ekh Jónas Arnason sýningar er Karvel Hlavaty frá Tékkóslóvakiu ættaður Frumsýningin fer fram i Florö. Nýjung í kjötpökkun: stað grisju Hrjúfur piastpokinn er hitaður i ofni og herpist hann þá að skrokknum. Frá tilraununum í sláturhúsi KÞ á Húsavik. Plast í ( Sláturhúsi Kaupfélags þingeyinga á Húsavík og víðar er nú verið að gera tilraunir með að pakka dilkaskrokkum í nýjar plastumbúðir á vegum Bú- vörudeildar SIS, Plast- prents h.f. og finnska fyr- irtækisins Wiig og Hög- lund. Tvær aðferðir eru reyndar, annarsvegar er skrokkur settur i frostþolinn plastpoka og grisju slegið utanum, og hinsvegar er skrokkurinn klæddur i poka úr plasti með mjög hrjúfu yfirboröi. Skrokknum er siðan rennt i gegn- um ofn, sem hitar plastið upp þannig að það herpist aö skrokkn- um. Þetta hrjúfa plast er nýjung og er framleitt af finnska fyrir- tækinu Wiig og Höglund. Pökkunin með báðum þessum aðferðum hefur gengið vel, en eft- ir er að fá á það reynslu hvernig kjötið geymist i plastinu. Verður sérstaklega fylgst meö þvi á næstu mánuðum. Vænst er að þessar nýju plastumbúðir hindri þornun og upplitun kjötsins og verji þaö betur gegn óhreinindum og rýrnun i geymslu og flutningi. 1 frétt um málið frá þeim sem fyrir tilrauninni standa segir að gerðar séu siauknar kröfur um meðferð matvæla, og t.d. sé út- flutningur á dilkakjöti til Banda- rikjanna i hinum gömlu og al- kunnu grisjupokum útilokaöur meðöllu. —ekh Sinfónían: Þriðju áskriftartónleikarnir Þriðju ’ áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar verða i kvöld ki. 20.30 i Háskólabiói. A efnisskrá eru Konsert fyrir tvö pianó eftir Bruch, Rondo fyrir tvö pianó eftir Chopin og Sinfónia nr. 6 eftir Dvorák. Stjórnandi er Jean-Pierre Jacquillat, og ein- leikarar eru tveir, þau Anna Mal- friður Sigurðardóttir og Martin Berkofsky. Þetta er i fyrsta sinn sem Anna Málfriður kemur fram með Sin- fóníuhljómsveitinni i Reykjavik, en hún hlaut mjög lofsamlega dóma er hún lék ásamt Martin Berkofsky með Sinfóníunni i Tri- er i Þýskalandi. Aöur hefur Anna Málfriöur leikið með hljómsveit- inni á Akureyri. Parisarbúinn og Bandarikjamaðurinn Berkofsky hefur á siðustu árum vakið æ meiri athygli fyrir snilldarlegan leik á verkum rómantisku pianó- meistaranna og telst t.d. meöal allra fremstu Lisztspilara nútim- ans. Hann hefur einnig lagt drjúgan skerf til að endurvekja áhuga manna á gleymdum tón- verkum, og m.a. flutt óþekkt verk eftir Mandelsohn, Bruch og Liszt við mikla hrifningu segir i frétt fráSI. —ekh Rodkál Rödkal ogrnmn

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.