Þjóðviljinn - 28.10.1981, Síða 7
Miðvikudagur 28. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Arni Reynisson
Frá flutningi óperunnar La Traviata á sl. vetri
Það er trúlega orðið á vitorði Reykvíkinga, flestra
a.m.k., og áreiðanlega ýmissa fleiri, að stofnaður
hefur verið félagsskapur, sem nefnist íslenska óper-
an. Nafniðsegir okkur allt um eðli félagsskaparins og
tilgang. Eðlilegt þykir að hverskonar félög og samtök
ráði sér framkvæmdastjóra og það þó að verkefni séu
smærri í sniðum en þau, sem islenska óperan hefur á
prjónunum. Framkvæmdastjóri óperunnar hefur ver-
ið ráðinn Árni Reynisson, kunnur fyrir ágæt störf á
vegum Náttúruverndarráðs, en framkvæmdum þess
hefur hann stjórnað um árabil. Okkur lék forvitni á að
fræðast um hið nýja starf Árna, sem tók þeirri mála-
leitan Ijúfmannlega, og mæltum við okkur mót í húsa-
kynnum Söngskólans eina síðdegisstund í næstliðinni
viku.
Ekki svo mjög fjarskylt
— Er það ekki töluverð breyt-
ing, Árni, að vera nú allt i einu
farinn að fást við að koma á fót is-
ienskri éperu i stað þess að
hlynna að og gæta dýrgripa is-
lenskrar náttúru?
— Svo kann nú að virðast, i
fljótu bragði a.m.k. Og þó er
þarna, með vissum hætti, um
hliðstæð störf að ræða. Bæði eru
störfin I þvi fólgin, að koma þvi i
verk, sem gera þarf. Þú talaðir
um verndun dýrgripa islenskrar
náttúru. Jú, það er rétt. En með
starfi minu við óperuna tel ég mig
aftur á móti vera að stuðla að þvi,
að þjóöin fái að kynnast dýrgrip-
um, þar sem eru óperuverkin.
Þetta er kannski ekki svo mjög
fjarskylt. Ég var búinn að gegna
störfum hjá Náttúruverndarráði
nokkuö lengi. Og það er alltaf
hvild i þvi að skipta um viðfangs-
efni og umhverfi. Aður voru
vinnustaðir minir einir 50 til 60,
dreifðir um allt land. Þeytingur-
inn vill verða þreytandi til lengd-
ar.
1 þessu starfi er auövitað i mörg
horn að lita. Maður leysir ekki öll
viðfangsefni sitjandi hér i stóln-
um. En ferðirnar verða þó a.m.k.
yfirleitt styttri en áður.
Undraðist ráðninguna
— Nú varst þú hættur hjá Nátt-
úruverndarráöi nokkru áður en
þú réðist til óperunnar.
— Já, ég var það og var farinn
að vinna i stjórnarráðinu. t upp-
hafi var svo ráð fyrir gert að ég
ynni þar aö ákveðnu verkefni eitt-
hvað fram á næsta ár. En svo var
þess óskað að verkinu yrði hraðað
alveg sérstaklega og þegar þvi
var svo lokið þá nennti ég ekki að
sitja þarna lengur og naga á mér
neglurnar á kostnað rikisins.
— Og þá datt þér í hug að sækja
um framkvæmdastjórastarfið við
óperuna?
— Datt i hug og datt ekki i hug. I
raun og veru bjó litil alvara að
baki þeirri hugmynd til að byrja
með. Ég sá starfið auglýst og
spurði kunningja minn einn i
hverju það mundi einkum vera
fólgið. Hann upplýsti mig um það
i stórum dráttum. Ég hugsaði
sem svo, að ekki væri hundrað i
hættunni, gaf mig fram við stjórn
óperunnar og var ráðinn, sjálfum
mér til mikillar undrunar.
Stöku sinnum hitt á réttan
tón
— Það þarf náttúrlega ekki að
spyrja að þvi, að sá, sem sækir
um svona starf, hefur áhuga á
músik.
— Já, ég hef alltaf verið áhuga-
maöur um músik en þó kannski
sist óperutónlist, svo kátlega sem
það kann nú að hljóma. Söngmað-
ur er ég ekki þótt komið hafi það
fyrir mig að hitta á réttan tón. Ég
býst nú lika við að svo verði einn-
ig eftirleiðis að ég geri meira af
þvi að hlýða á söng en að taka
þátt i honum. Ætli ég láti það ekki
öðrum eftir.
En svo að það misskiljist nú
ekki, sem ég sagði um óperutón-
listina, þá vil ég benda á, aö það
er auðvitað allt annað að hlýða á
hana af plötum en að sjá hana og
heyra flutta. Óperuflutningur á
sviöi er lifandi, hann er bæði fyrir
augaö og eyrað, hann er tjáning
bæði i fasi og söng, jöfnum hönd-
um leiklist og sönglist.
Fyrsta verkefnið
— Núertþú tiltölulega nýtekinn
við þessu starfi. Hvert var eða er
þitt fyrsta verkefni?
— Fyrsta verkefniö er að koma
óperunni i hús. Stjórn óperunnar
hefur alið með sér þann draum,
aö geta heilsað nýju ári með óp-
eruflutningi. Að þvi er stefnt að
setja óperu á svið næsta nýárs-
Aö
fara
fram
úr
sjálfum
sér
dag. Og þá er það Sigaunabarón-
inn, sem hafður er i sigti. Fyrir
þennan tima þarf husnæði að vera
fengið og annaö það, sem til sviö-
setningarinnar þarf. Æfingar eru
þegar byrjaðar og að mestu búið
að ráða i hlutverkin. Það er auð-
vitað bjartsýni að ætla sér að
koma öllu þvi i verk sem gera
þarf til að koma óperu á svið á
þessum stutta tima, sem eftir er
fram að áramótum en þetta ætl-
um við okkur nú samt aö gera.
— Islensk ópera er sem sé oröin
staöreynd á þvi herrans ári 1981.
Garöar Cortes, formaður ts-
lensku óperunnar frá byrjun og
var endurkosinn s.l. laugardag.
— Já, islensk ópera er ekki
lengur neinn loftkastali eða
draumur. Hún er til i formi sjálfs-
eignarstofnunar og öflugs styrkt-
armannafélags.
Góðar horfur með húsnæði
— Hverjar vonir gerið þið ykk-
ur um að ná eignarhaldi á hent-
ugu húsnæði?
— Mér sýnist mjög góðar horfur
á að það takist.
— Nú hefur maður einkum
heyrt minnst á Gamla bió i þessu
sambandi. Lýst ykkur best á það
hús til svona starfsemi?
— Kaup á Gamla biói eru eink-
um i sigtinu, þvi er ekki að neita.
Við höfum ekki komið auga á
annað hús hentugra. Og núna,
bara á næstu minútum, mun
stjórn óperunnar ganga til samn-
inga við eigendur Gamla biós.
(Viðtal þetta fór fram sl. fimmtu-
dag). Takist samningar verða
þeir lagðir fyrir styrktarmanna-
félagsfund á laugardaginn en
hann hefur úrslitavaldið. Mér
kæmi ekki á óvart þótt Gamla bió
ætti eftir að verða fyrsta óperu-
hús á Islandi og væri það vel við
hæfi. (Nú, þegar þetta viðtal birt-
ist, hefur verið gengið frá kaup-
um íslensku óperunnar á Gamla
biói og er kaupverðið 8,5 milj. kr.
Baróninn eða eftirkomendur hans
þurfa þvi ekki að ganga i Leigj-
endasamtökin).
— Er nokkuð farið að huga að
þvi verkefni, sem við tæki af Bar-
óninum?
— Rætt hefur verið um að taka
fyrir annað verkefni slðar i vetur
ef vel gengur meö þetta en það
verður á valdi næstu stjórnar óp-
erunnar að ákveöa það.
— Og þið óttist ekki að reisa
ykkur fjárhagslegan hurðarás
um öxl með húsakaupunum?
— Nei.það gerum við ekki. Með
hinni stórmannlegu dánargjöf
þeirra hjóna, Sigurliða Kristjáns-
sonar og Helgu Jónsdóttur, er
fjárhagshlið húsakaupanna leyst.
Við gerum ráð fyrir að sú fjárhæð
nægi fyrir kaupum á húsinu og
nauðsynlegum breytingum á þvi.
Teljum að bjart sé til lofts
— En nú er ekki nóg að eignast
hús. Rekstur óperu hlýtur að vera
dýr. Vex ykkur hann ekki i aug-
um?
— Það er rétt, óperuflutningur
er kostnaöarsamur þvi þar hljóta
jafnan margir að koma við sögu.
A hinn bóginn hefur það aldrei
tiðkast á Islandi að þeir, sem list-
sýningar sækja, greiði allan
kostnað við þær með verði að-
göngumiða. Við gerum ekki ráð
fyrir að sala á aðgöngumiðum
greiöi meira en beinan kostnað
við hverja sýningu fyrir sig en þá
er eftir að standa straum af ótal
mörgum útgjöldum öðrum. En
styrktarmannafélag okkar telur
nú þegar nokkur hundruð manns
og við höfum fyllstu ástæðu til að
ætla að það verði liðtækt við f jár-
öflun. Ýmsir aðilar aörir hafa
styrkt okkur á einn og annan veg
og sjálfur er ég að velta fyrir mér
ýmsum f járaflaplönum. Við
væntum okkur einnig einhvers
styrks frá þvi opinbera og þá
gjarna þannig, að nokkrir söngv-
arar viö óperuna fái laun á svip-
aðan hátt og aðrir túlkandi lista-
menn. Söng- og tónlist nýtur mik-
illa vinsælda á Islandi, eins og
glöggt má marka af ötulu starfi
kóra og tónlistarfélaga vitt og
breitt um landið. Ég kviði þvi
ekki að aöstoð skorti til þess að
halda verði aðgöngumiða i þvi
hófi, að almenningur geti notið
óperulistarinnar þvi hún má
aldrei verða forréttindi þeirra
efnuðu. Ég hef mjög viða orðið
var við mikinn áhuga fólks á
þessu „ævintýri”, sem sumir
kannski nefna svo, og er þvi fyrir
mitt leyti nokkuð viss um góðar
undirtektir og stuðning almenn-
ings.
óttast ekki skort á söngv-
urum'
— Nú hafa heyrst efasemdir um
að við eigum á að skipa nægilega
mörgum góðum söngvurum til
þess að við völdum reglubundn-
um óperuflutningi. Það er
kannski óþarft að spyrja þig um
álit þitt á þvi?
— Ég hygg að viö þurfum engan
ótta að ala um það. Við eigum
margt hæfileikafólk, sem lagt
hefur fyrir sig langt og dýrt söng-
nám án þess að geta búist við að
hafa nokkurn tima nokkurn hlut
út úr þvi nema ánægjuna. Ekki er
að efa, að stofnun óperu verður til
að hvetja söngfólk til þess að
þroska þessa hæfileika sina svo
að hér verði enn meira úrval
góöra söngvara en nú, — og er þó
ekki litið.
— Má það ekki kallast ærið af-
rek hjá rúmlega 200 þúsund
manna þjóð að koma á fót og reka
óperu?
— Afrek? Jú, sjálfsagt má
segja þaö. En er það ekki lfka
ótrúlegt afrek, út af fyrir sig, af
ekki fjölmennari þjóð norður i
hafsauga, að halda uppi sjálf-
stæðu menningarþjóðfélagi? Með
rekstri óperu má kannski segja
að við séum að fara fram úr sjálf-
um okkur en þvi skyldi okkur ekki
takast þaö?
—mhg
islenska óperan hefur nú fest kaup á Gamla bíoi
og þar með hafa Islendingar eignast sitt fyrsta
óperuhús.