Þjóðviljinn - 03.11.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.11.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJ.ÓÐVILJINN Þriöjudagur 3. nóvember 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtalið AAaturinn er tilbúinn, — tíndu krakkana af trénu! Gjafir forsetans $ íí "ifi „ •. ‘ íw*ríft,í,; *f•-' * * Ashildarmýri á Skeiöum, veggmynd eftir Hildi Hákonardðttur vefara. Viö komuna til Stokkhólms færöi Vigdis Finnbogadóttir sænsku konungshjónunum góðar gjafir. Karl Giístaf fékk silfurskeifu á hrafntinnu og er letraö á gripinn „Mikit má kon- ungsgæfa”, tilvitnun úr kon- ungasögu Snorra Sturlusonar, Heimskringlu. Þá færði forsetn Silvlu Sviadrottningu aö gjöf ofna mynd eftir Hildi Hákonar- dóttur, landslagsmynd frá Ashildarmýri á Skeiöum. Börn konungshjónanna fengu lopa- peysur. Gæfutákn: Skeifa á hrafntinnu eftir Einar Ezrason gullsmiö. Hlutu styrk úr Thoresenssj óðnum Arið 1978 stofnuöu hjónin Lis og Ingvard Thorsen, stórkaup- maöur i Danmörku, sjóö til styrktar ungum tslendingum, sem ætla sér aö stunda nám eöa eru viö nám á hinum Noröur- löndunum i garöyrkjueöa land- búnaöi aimennt. Ingvard Thor- sen heíur um langt árabil selt kartöflur og grænmeti til islands, er mikill íslandsvinur og á hér stóran kunningjahóp. Arum saman hafa þau hjón átt fslenska hesta, og stunda þau hestamennsku af miklum áhuga. Nú hafa i fyrsta sinn verið veittir styrkir úr sjóönum. Sam- þykkt var i sjóösstjórninni á fundi 20. okt. sl. aö veita tvo styrki, aö upphæö kr. 10.000 hvorn. Styrkþegar aö þessu sinni eru: Guöni Tómasson og Þórhallur Bjarnason. Hafa þeir báöir stundaö nám viö Garö- yrkjuskóla rikisins aö Reykjum og eru nú við nám i garðyrkju- tækniskólanum Vilvorde i Dan- mörku. Guðni er i framhalds- námi I skrúðgarðyrkju og Þór- hallur i framhaldsnámi í ylrækt. Rætt við Huldu Jóhannesdóttur, starfsstúlku á Kópavogshæli Að halda samstöðu meðal stúlknanna... minu og get þvi ekki sagt annaö en aö ég sé ánægö. — Hvert er hlutverk þitt sem trúnaöarmaður á vinnustaön- um? — Ég mundi segja aö þaö væri fyrst og fremst fólgiö i þvi aö halda uppi samstööu á meöal stúlknanna á staönum. Svo höldum viö vinnustaöafundi þar sem viö ræöum okkar sameigin- legu hagsmunamál, og þegar eitthvaö kemur upp á þá erum Blaöamaöur Þjóðviljans brá sér á trúnaöarmannanámsskeiö Verkakvennafélagsins Sóknar fyrir helgina og hitti þar aö máli Huldu Jóhannesdóttur starfs- stiilku á Kópavogshæli og trún- aöarmann fyrir Sókn á vinnu- staönum. Viö spuröum hana fyrst hvernig vinnustaöur Kópavogshæli væri. — Kópavogshæli er vistheim- ili fyrir vangefiö og þroskaheft fólk. Þar dveljast aö jafnaöi um 200 vistmenn. Ég vinn á deild þar sem dveljast 14 vistmenn. Viö starfsstúlkurnar göngum þarna i öll almenn störf, sjáum um þrifnaö á vistmönnum, gef- um þeim aö boröa og sjáum þeim fyrir afþreyingu. Þetta er vaktavinna og höfum viö þri- skiptar vaktir yfir sólarhring- inn. — Ertu ánægö meö starfiö þitt, Hulda? — Já, ég hef áhuga á starfi viö trúnaöarkonurnar tengiil á milli vinnustaöarins og stéttar- félagsins. — Hvaö eruð þiö að gera hér á þessu námsskeiöi? — Viö erum fyrst og fremst aö læra lög og reglur og fræöast um skyldur okkar I starfinu sem trúnaöarmenn. Þetta hefur ver- iö mjög fræöandi, og þaö ætti aö gera meira af þvi aö halda slik námsskeiö. Þaö er afar mikil- vægt fyrir okkur aö fá tækifæri til þess aö skiptast á skoöunum viö trúnaöarmenn af öörum vinnustööum. — Hvert telur þú vera brýn- asta hagsmunamál ykkar Sókn- arkvenna um þessar mundir? — Hærra kaup, tvimælalaust. — Hvaö hafiö þiö I kaup? — Við höfum 5.122.- kr. á mánuöi I fastakaup. Siðan er hægtaö fara á svokölluð kjarna- námskeið, sem stéttarfélagiö stendur fyrir. Þar er kennd heilsufræöi, almenn sálarfræöi og hjálp í viðlögum. Tvö slik námsskeiö gefa rétt á 11% kaupauka. — Ert þú fjölskyldukona? — Já, og ég á eitt litið barn. Ég hef ekki getaö fengiö dag- vistarpláss fyrir barniö en hef það hjá dagmömmu á daginn. A Kópavogsheimilinu er reyndar dagheimili, en þaö er einungis fyrir börn faglærös vistfólks. Svo veröur aö segja það eins og þaö er, að vaktavinnan sam- rýmist illa fjölskyldulífinu. — Ertu ánægö meö þær kröf- ur sem ASÍ setti fram fyrir komandi kjarasamninga? — Nei. Viö þökkum greinargóö svör, kaffi og meðlæti hjá þeim Sókn- arkonum á Freyjugötunni. Ól.G. Þeir sem fálma... Maður sem nefnir sig VL rétti blaöamanni Þjóðviljans þessa visu á Landsfundi Sjálfstæöis- flokksins: Þeir sem fálma um feigðar skálm flestum tálma valda. Eöalmálm þeir eiga i hjálm er á pálma halda. Skagamenn hættír að ganga í það heilagaV 1 nýjasta Bæjarblaöi þeirra Skagamanna er frá því greint aö i septembermánuöi hafi eng- inn i bænum gengið f þaö heil- aga og ,,er þaö miöur” aö sögn blaösins. 1 sama mánuöi voru hins vegar skírö fimm börn og þrír voru jarðsungnir á Akra- nesi. Laufabrauö á jólamerkjum. Þrjú ný frímerki 24. nóvmeber n.k. gefur Póst- og simamálastofnunin út þrjú ný frimerki, sem Þröstur Magnússon hefur hannað. Er eitt merkiö, aö verögildi tvær krónur, gefið út i tilefni 1000 ára kristniboös á Islandi, en hin tvö, sem eru aö verögildi 2 kr. og 2,50, eru jólafrimerki. Kritniboðsmerkið er mynd af róðukrossi frá kirkjunni aö Alftamýri viö Arnarfjörö. Hann er nú I Þjóöminjasafninu og mun aö likindum vera frá miö- öldum. Krossinn er skorinn úr rekavið, eintrjáningi, og eru greinar nýttar sem armar krossins. Þær visa eölilega nokkuö upp á viö og þvi skapast hiö óvenjulega form róöunnar — hinn krossfesti viröist lyfta höndum og blessa. A jólafrlmerkjunum tveimur eru myndir af laufabrauöi. Laufabrauösgerð hefur veriö mjög útbreidd fyrir norðan og 11» » II H'lT'l'ytH'WFIiiH l Í5LAN D 200 ' 981 •KRISTNIBOÐ-1981 Hvaö ætli þeim heföi munað um aö segja: „Viö trúum á þig Maggi litli, viö vitum aö þú munt ná langt. Þess vegna sklrum viö < götuna á höfuöiö á' þér”.. Róöukrossinn frá Alftamýri. austan, en hefur nú breiöst út víöa um land, einkum um jólin. Fyrrum var laufabrauðsgerð viðhöfð fyrir aörar stórhátiöir ársins og brúökaup. Skilurðu ekki hvernigj þeir kúga okkur strax/ frá byrjun?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.