Þjóðviljinn - 03.11.1981, Page 3

Þjóðviljinn - 03.11.1981, Page 3
Þriöjudagur 3. nóvember 1981 ÞJöÐVILJINN — SIÐA 3 Merkir áfangar í þjónustu við þroskahefta: Nýr vinnustaður og nýtt dagheimili Sibastlibinn föstudag var nýtt dagheimili fyrir vangefna tekiö I notkun hér I borginni, Lækjarás viö Stjörnugróf, og er á vegum Styrktarfélags vangefinna. Fór formleg opnum dagheimilisins fram aö viöstöddum mörgum gestum, vist- og starfsmönnum og mönnum úr forystuliöi borgar og rikis. Fluttu þar ræöur og ávörp Magnús Kristinsson, for- aöur Styrktarfélags vangefinna, biskupinn yfir tsiandi hr. Pétur Sigurgeirsson, Svavar Gestsson, félagsmálaráöherra, Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri i félagsmálaráöuneytinu og Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri. Upphaf aö stofnun þessa heim- ilis má rekja til landssöfnunar Hjálparstofnunar kirkjunnar haustið 1976. Það ár helgaði Hjálparstofnunin málefnum van- gefinna og safnaði fé til bygg- ingar svonefnds „afþreyingar- heimilis”. AIls söfnuöust kr. 15 milj., sem afhentar voru Styrkt- arfélaginu til byggingarinnar. Byggingarkostnaður nemur nú um 250 millj. g.kr., sem skiptist þannig: frá Styrktarsjóöi vangef- inna 65millj., frá Framkvæmda- sjóði öryrkja og þroskaheftra 110 millj., frá Styrktarfélaginu 60 millj. og 15 millj. frá Hjálpar- stofnun krikjunnar (allar upp- hæöir i g.kr.). Húsið er 757 ferm, eða rúmlega 2700 rúmm, og ætlað 25—30 Lækjarás, nýtt dagheimili þar sem vinnustofan As hefur lika aöstööu. Ljósm.—Arí. . manns. Forstöðukona Lækjaráss hefur verið ráðin Arnheiður Andrésdóttir þroskaþjálfi. Arki- tektar byggingarinnar voru þeir Helgi og Vilhjálmur Hjálmars- synir. I bygginganefnd hafa setið frá upphafi: Davið Kr. Jensson, byggingameistari, Gréta Bach- mann forstöðukona og Hafliði Hjartarson verkþj. stjóri Heimilinu hafa borist ýmsar góðar gjafir. Arið 1979 afhenti Kvennadeild Reykjavikurdeildar Rauða kross Islands 7 milj. til kaupa á húsgögnum i borð- og dagstofu og Oddfellowstúkan ‘framhald^ 14 Iðjuþjálfafélag íslands: Kynnir iðjuþjálfun i tilefni af ári fatlaöra gengst Iðjuþjálfafélags islands fyrir sýningu um iðjuþjálfun i anddyri Landspitaians. Sýning þessi er kynning á iöjuþjálfun i myndum og máli og er gerö i Sviþjóö, en þýdd af félögum i Iöjuþjálfafélag- inu. 1 ræðu, sem Kristjana Fenger hélt við opnun sýningarinnar, sagði hún að þessi sýning væri farandsýning, sem hefði verið staðfærð við islenskar aðstæður. Iðjuþjálfun er ekki ný starfs- grein hér á landi. Hefur einn iðjuþjálfi starfað á Klepps- spitalanum frá 1945, en rekstur iðjuþjálfadeilda hófst ekki á al- mennum sjúkrahúsum fyrr en 1974. Nú eru starfandi 17 iðjuþjálfar hér á mismunandi stofnunum. Fámenni stéttarinnar hefur það I för með sér, að unnið er á fáum sviðum miðað við önn- ur lönd. T.d. eru engir iðjuþjálfar á heilsugæslustöðvum, i skóla- kerfinu eða á vernduðum vinnu- stöðum. Iðjuþjálfafélagið var stofnað 1976. Þrátt fyrir ungan aldur félagsins, hefur það haft fræðslu- fundi fyrir félagsmenn, verið i launabaráttu, haft um hönd ýmiss konar kynningarstarfsemi og kennslu s.s. um vinnustell- ingar og vinnuvernd. Félagar þess hafa einnig unnið að tillögum um innréttingar og tilhögun á nýjum iðjuþjálfunardeildum og ibúðum fyrir fatlaða. Nú eru einkum tvö mál á dag- skrá félagsins. 1 fyrsta lagi að koma á samningum milli félags- ins og Tryggingastofnunar rikis- ins vegna göngudeildarþjónustu og meðferðar i heimahúsum. Siaukinn þrýstingur er frá lækn- um og öðrum starfsstéttum um að fá iðjuþjálfa fyrir fólk, sem ekki er innlagt á stofnanir. Með þjón- ustu utan stofnana má koma i veg fyrir innlagnir og þarf þá ekki að slita fólk úr tengslum við um- hverfisitt. 1 öðru lagi þurfa iðjuþjálfar að sækja menntun sina til útlanda. Þessu þarf að breyta, að mati iðjuþjálfa, þvi bæði komast fáir að i skóla erlendis og i lögum um iðjuþjálfun er gert ráð fyrir að komið verði á námsbraut i grein- inni við Háskóla Islands. Ekki verður ráðin bót á hinum mikla skorti sem nú er á iðjuþjálfum, nema hægt verði að stunda námið hér á landi. 1 samtali við blaðiö kom fram hjá þeim Guðrúnu Arnadóttur, Ingibjörgu Asgeirsdóttur og Kristjönu Fenger að Iðjúþjálfa- félagið hefði ekki samning við Tryggingastofnunina og þvi gætu iðjuþjálfar ekki fylgt sjúklingum eftir þegar þeir færu af stofnun- um, en það v æri afar mikilv ægt til Frá sýningu Iöjuþjálfafélags tslands I anddyri Landspitalans. — Ljósm..: — eik. að fylgjast með hvernig gengi. Mikilvægt væri að slikir samn- ingar næðust, þvi með þvi væri hægt að koma i veg fyrir að fólk legðist á spitala I mörgu mætti lagfæra aðstæður heima fyrir hjá fólki, þannig að það yrði meira sjálfbjarga. Þá sögðu þær, að starfí iðjuþjálfa væri i mörgu likt starfi' sjúkaþjálfa, en iðjuþjálfar ynnu ætið með verkefni, þeir æfðu upp réttar hreyfingar hjá fólki miðað við ástand og heilsu hvers sjúklings. Tilgangurinn væri sá að gera viðkomandi sjúkling færan um að taka sem mestan þátt i hinum daglegu störfum. Sýning Iðjuþjálfafélagsins verður i Landspitalanum til 11. nóvember, en fer siðan i Mennta- skólann við Hamrahlið og verður þar til 23. nóv. og fer þá i Norræna húsið. 1 bigerð er að hún fari út á land, en allt er það óvist enn. ' — Svkr. ISð látum ebdsgæði og vmnuvondun silja1 fyrirrunti! Húseiningar h/f á Siglufirði er ekki venjulegt trésmíðaverkstæði, heldur fúllkomin verk- smiðja, sem framleiðir staðlaðar húseiningar, sem geta stytt byggingartímann verulega. Sigluíjarðarhúsin hafa verið reist við mjög mismunandi aðstæður um allt land. Sérstök framleiðslutækni Bygging einingahúss sparar ekkert i efnis- kostnaði. Þvert á móti. Húseiningar h/f leggja rika áherslu á sérlega vandað efni, trausta samsetningarhluta og góðan frágang. Spamaðurinn felst i notkun nýtisku fram- leiðslutækni, sem lækkar byggingarkostnað- inn á öllum stigum byggingarinnar. Ræðum saman. Bygging einbýlishúss frá Húseiningum h/f er ekki bundin við fáeinar staðlaðar teikning- ar. Þess vegna er best að bera saman teikning- ar okkar og hugmyndir ykkar - og ræða svo saman um óteljandi möguleika, $em koma til greina, - ám nokkurra skuldbindinga. Sðtu- skrifstofa okkar er i Skipholti 19, Reykjavík, sími: 1 59 45 Ókeypis kynningarbók Hringið - og við sendum ykkur ókeypás teikningabók með rúmlega 30 spennandi ein- býlishúsateikningum, m.a. teikningum af nýju tvílyftu húsunum, sem vakið hafa svo mikla athygli. HÚSEININGAR HF - Nýtt hús á nokkrum dögum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.