Þjóðviljinn - 03.11.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.11.1981, Blaðsíða 15
Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum Skrefatalningin mælist mis- jafnlega fyrir Fullorðinn austurbæingur vildi koma eftirfarandi á framfæri: Það hefur ýmislegt vantað inn i umfjöllun fjölmiðla i sambandi við skrefamálið svokallaða. Það er i sjálfu sér ágæt hugsjón að jafna sima- kostnað landsmanna. Nú hef- Kapitalistarnir geta blaðrað djöfulinn ráðalausan allan liðlang- an daginn — án þess aöborga krónu fyrir. lesendum Óþolandi órættiæti ur reyndar komið i ljós að til var einíaldari og ódýrarileið til að jafna út þennan kostnað einsog „jöfnunin” er hugsuð. Það er að segja, að hægt hefði verið með mun minni tilkostn- aði og óréttlæti, að lengja skref i langlinusamtölum i stað þess að koma upp dýrum tækjaútbúnaði til að gera venjulegu fólki erfiðara að brúka simtólin heima fyrir. Það er nefnilega svo, að skrefatalningin innanbæjar kemur verst niður á þeim sem sist skyldi. B’ólk sem ekki hef- ur bilundir botninn á sér, fólk sem sökum elli eða fátæktar þarf að nota simann. Það er réttlætismál sem alltof litið hefur komið til umfjöllunar i sambandi við skrefatalninga- málið. Simnotkun fólks sem ekki hefur aðstæður til að sinna erindum sinum öðruvisi en i gegnum sima, af þvi það hefur ekki bifreið til umráða eða þær aðstæður sem máske meðalsamborgari hefur. Þetta fólk á nú að gjalda fyrir það að búa við verri aðstæður en þorrinn. Hér er ekki um jöfnun að ræða —• heldur hrikalegt óréttlæti. Það er hægt að benda á fleiri atriði i þessum dúrnum. Em- bættismenn rikisins geta hringt út og suður i sinum vinnutima — á rikisins kostn- að. Þeir þurfa ekki að gjalda fyrir að skrafa liðlangan dag- inn i simtólin. Kapitalistarnir hafa jafn auðveldan aðgang að sima og embættismenn. Þeir geta blaðrað djöfulinn ráðalausan allan liðlangan daginn — án þess að borga krónu fyrir. Þeir setja simreikninginn ein- faldlega á reksturskostnað hjá fyrirtækinu. Siðan ekki söguna meir. Ef menn vilja raunveruleg- an jöfnuð simakostnaðar, þá þyrftiað taka þennan aðstööu- mun með i reikninginn. En þaö er sama gamla kúgunar- sagan, það eru búnar til and- stæður á milli venjulegs fólks, i þessu tilfelli á milli fólks útá landi og i þéttbýli til að blekkja alrpenning um hinar raunverulegu andstæður sem- sé á milli rikra og fátækra. Það er enginn jöfnuður sima- kostnaðar fenginn með skrefatalningunni það er ver- ið að auka misréttið. Stjórn- málamenn hvar i flokki sem þeir standa ættu að taka þessi atriði með i reikninginn. Só- sialistar ættu auðvitað að sjá hinn raunverulega aðstöðu- mun i hendi sér. KOMIÐ I VEG EYRIR SKREFATALN- INGUNA. Sósialisti i Austurbænum. P.S. Ég biðst afsökunar á þvi hve langt mál þetta er — en hér um svo stórt mál um- fangs að ég trúi ekki öðru en mér verði fyrirgefið. Sami Barnið Barnið stækkar mest fyrsta árið, sem það lifir. Þá þyngist það að meðaltali um 7,5 kíló, eða tvöfaldar þyngd sína. Ef börn héldu áfram að þyngjast jafnrösklega næstu árin, myndu þau vega eina smálest (1.000 kg) þegar þau væru á áttunda ári. Krókódílar Þegar krókódílar synda, draga þeir að sér lappirnar en sveif la sporðinum, líkt og högg ormar gera. Þeir synda svo hratt að róandi maður á báti hefur ekki við þeim. aho Aldur jarðar Aldur jarðarinnar fer eftir átrúnaði fólks. Gyðingum er t.d. kennt að jörðin sé ekki nema tæplega sexþúsund ára, en grísk-kaþólska kirkjan kennir það sem heilagan sannleika, að hún sé einhvers staðar á milli sjö og átta þúsund ára gömul. Vísinda- menn telja að hún sé kringum 2000 miljón ára gömul. Þriðjudagur 3. nóvember 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 ' Stjórnendur Afanga, Guðni Rúnar og Asmundur. , ,Áf angar Útvarp kl. 20.00 1 útvarpinu kl. 20,00 i kvöld er þátturinn „Afangar” á dag- skránni. t þessum þáttum hafa þeir Guðni Rúnar Agn- arsson og Asmundur Jónsson kynnt þjóöinni ýmsa þá músik, sem ekki hefur hljóm- að daglega i eyrum hennar. Þessi þáttur hefur gefið mörgum tækifæri á þvi aö fylgjast með hinu nýjasta og frumlegasta sem verið hefur á döfinni hverju sinni. Einnig hafa þeir spilað músík hinna mörgu snillinga, sem ekki eru hátt skrifaöir á vinsældalist- um óskalagaþáttanna. Vist má telja að i kvöld veröi á boð- stólum einhver þau raritet er láta muni vel i eyrum hlust- enda. . . Sjónvarp kl. 20.40 Víkingamir 4^ Sjónvarp yrT kl. 21.15 Hart á móti hörðu t kvöld kl. 21,15 munu Jonat- han Hart og frú berja á ein- hverju illþýði, sem ekki fetar hinn mjóa stíg laga og réttar. Er þessi þáttur hinn fjórði i röðinni meö þeim heiðurs- hjónum. I fyrri þáttum hafa þau fengið margan skellinn, i við- ureign sinni við alls kyns „delikventa”, en ævinlega hafa þau haft betur eins og vera ber, þegar hiö góða berst viö hið illa. Merkilegt má þykja, hversu vel til höfð og litt sár hjónakornin hafa sloppið hingaö til, enda væri þaö á skjön við allt velsæmi, Er hún ekki sæt? að láta góðan ameriskan mil- jóner verða fórnarlamb ein- hverra illa hugsandi tudda, er hugsa ekkert um annað en græöa peninga á sem auðveld- astan hátt. t sjónvarpinu i kvöld verður sýndur þriðji þátturinn um vikingana. í dönsku vikingasamfélagi voru gerðir einstakir listmun- ir og skartgripir, sem urðu eftirsóttir viða um heim. Hederbý, sem nú er i Vest- ur-Þýskalandi, var til forna markaösbær og gera menn sér „ vonir um, að fornleifarann- sóknir þar muni veita vit- neskju um bæjarlif viking- anna. Vikingarnir voru oft frunta- legir i framkomu og stunduðu strandhögg. Fylgst er með einum ránsleiðangri viking- anna til ttaliu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.