Þjóðviljinn - 03.11.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.11.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJóÐVILJINN- Þriöjudagur 3. nóvember 1981 Guðrún Helgadóttir með þingsályktunartillögu um starfsmat Leiðrétta verður misrétti í launum Konur víða með lægri laun en karlar Guörún Helgadóttir hefur lagt fram á þingi þingsályktunartil- iögu um endurskoöun starfsmats fyrir rikisstarfsmenn og starfsfók rikisbankanna. i tillögunni segir aö alþingi áiykti aö fela rikis- stjórninni aö hlutast til um aö starfsmat fyrir félaga BSRB og starfsfók rikisbankanna veröi endurskoöað i samvinnu viö sam- tök þeirra. Skal sérstaklega kannaö hvort launamisrétti eigi sér staö milli karla og kvenna viö sömu störf svo og hvort ábyrgö- arstörf, sem konur gegna sér- staklega, séu metin tii lægri launa en sambærileg störf karla. Svohljóöandi greinargerö fylgir frumvarpinu: Viö athugun á félagaskrá og launum Starfsmannafélags rikis- stofnana i nóvember 1980 kom eftirfarandi I ljós: Félagar voru alls 4185, þar af voru konur 2447 eöa 58.47%, en karlar 1738 eöa 41.52%. Alls voru starfsheiti 290, og segir sig sjálft hversu heppilegt er aö þau séu svo mörg. ' Skipting félagsmanna Starfs- mannafélags rikisstofnana i launaflokka var f nóvember 1980 eins og hér segir: 327 karlar, og þegar komiö er aö 26. fl. er þar engin kona en 19 karlar. Ef litiö er á ástandiö hjá starfs- mönnum rikisbankanna kemur eftirfarandi i ljós (upplýsingar frá 1. jan. 1981); Launaflokkur. Karlar: Konur: Samtals: i 0 0 0 2 0 1 í 3 0 6 6 4 10 53 63 5 . . . 36 133 169 6 . . 41 215 256 7 ... 119 476 595 8 . 77 358 435 9 . . . 107 171 278 10 . 138 46 184 11 ... 132 28 160 12 ... 134 6 140 Launaflokkur: Karlar: Konur: Samtals: % 1,—4. .. 12 30 42 1,09 5,—10. . 522 1476 1998 51,79 11,—15. . 645 660 1305 33,83 16.—20. . 327 128 455 11,79 21,—25. . 25 14 39 1,00 26 19 0 19 0,50 Skrifstofumenn ........... Sérhæfðir aðstoðarmenn .... Rannsóknarmenn ............ Starfsmenn heilbrigðisstofnana Tæknimenn .................. Lífeyrisþegar .............. 38.26% 5.14% 3.87% 18.70% 30.30% 3.73% 1 launaflokkunum á bilinu 5.-10. fl. eru konur 1476, en karlar aö- eins 522 eöa nær þrisvar sinnum færri. Þar fyrir neöan eru sárafá- ir starfsmenn og munur litill eftir kynjum. 1 11.-15. fl. er hlutfalliö nokkuö jafnt, eöa 645 karlar og 660 konur. En þegar launaflokkar fara yfir 16. fl. breytist hlutfalliö á ný. i 16.-20. fl. erusl28 konur og Starfsgreinar eru aö þvi er bankamenn varöar miklu færri og þar vinna menn afar svipuö störf. Hlýtur þvi aö vekja athygli og forvitni hverju þaö sæti, aö launamunur karla og kvenna skuli vera svo mikill. þingsjá Kjararannsóknarnefnd geröi úrtakskönnun á launakjörum karla og kvenna innan ASl á 1. ársfjóröungi 1981. Eftirfarandi kom i ljós: Verkamenn á höfuöborgarsvæöi höföu i mánaöarlaun....4856 kr. Verkakonur á höfuöborgarsvæöi höföu I mánaöarlaun....4210 kr. Sams konar könnun var gerö á launum karla og kvenna innan Verslunarmannafélags Reykja- vikur og leiddi hún eftirfarandi I ljós: Karlar á höfuöborgarsvæöi höföu I mánaðarlaun....6408 kr. Konur á höfuöborgarsvæöi höföu I mánaöarlaun....4858 kr. Tekiö er fram aö hér sé talað um hreinan kaupliö samkv. taxta, yfirborganir og álagsgreiöslur og kaupauka, svo sem almenna ferða-, fæöis-, fata- og verkfæra- peninga. Ekki er reiknaö meö auka- greiöslum vegna afbrigöilegra vinnuskilyrða eöa vinnustöövar, orlofsgreiðslum, eftirvinnu-, næt- urvinnu-, bónusar- eöa premiu- greiöslum. En þessar tölur sýna allar verulegan launamun, hvert sem litiö er. Meö samkomulagi BSRB og fjármálaráöherra snemma árs 1967 var hafinn undirbúningur aö starfsmatskerfi fyrir opunbera starfsmenn. Megintilgangur var aö finna leiö til þess, aö sömu laun yröu greidd öllum þeim, sem ynnu sömu eöa sambærileg störf, i stað þess aö yfirmenn gætu á- kveöiö mönnum laun eftir eigin mati á veröleikum starfsmanna, enda slikt mat taliö hæpið i meira , lagi. Agæti starfsmanna skyldi' vera ráöningarmál, en ekki launamál. Mikil vinna var lögö framviö gerö starfsmatsins og voru þessir þættir lagöir til viömiöunar: 1. Menntun .................... 23,8% 2. Starfsþjálfur .............. 15.8% 3. Sjálfstæði og lrumkvæði . .. 17.8% 4. Tengsl við aðra ............. 5.9% 5. Ábyrgð ..............'.. 24.8% 6. Áreynsla .................... 9.9% 7. Vinnuskilyröi ............... 2.0% Margvislegir öröugleikar komu þegar fram viö framkvæmd röö- unar i launaflokka sem tæplega yröu sömu vandræöi nú. Má þar t.d. nefna menntunarþáttinn, sem ekki er eins óllkur og þá var, og hann fer auövitaö minnkandi i störfum sem krefjast ákveöinnar menntunar. Margir höföu þvi horn I siöu starfsmatsins, og ó- hætt er aö segja, aö eftir þvi hefur ekki verið fariö sem skyldi. Viöa hefur veriö fariö fram hjá þvi markmiði, sem starfsmatiö upp- haflega haföi, þ.e. aö tryggja sömu laun fyrir sömu störf. Yfir- mönnum hefur veriö leikur einn aö sniöganga matiö meö þvi aö breyta um starfsheiti til þess aö ♦ ‘ ‘ ' lliifc lyfta launum manna, burt séð frá þvi hvort starfið breyttist aö nokkru. óumdeilt er aö oftast nutu karlmenn þessara hækkana vegna langlifra hugmynda manna um fyrirvinnuhlutverk þeirra. Það er þvi ljóst að starfs- matiö hefur engan veginn náö til- gangi sinum gagnvart öllum launþegum. Þar sem skilgreindr- ar menntunar er krafist er launa- flokkarööun auöveldari og launa- munur minni. Enginn vafi er á, aö félagar Starfsmannafélags rikis- stofnana og starfsfólk rikisbank- anna á þarna erfiöast uppdráttar eins og töflurnar hér aö ofan sýna. Nauðsynlegt er þvl aö láta ekki þar viö sitja aö raöa stööum i flokka. Kanna þarf einnig störf manna á vinnustöðunum og ganga úr skugga um, hverjir vinna sambærileg störf.Ljóst er aö starfsmat, sem gert var fyrir túmum áratug, er löngu úrelt vegna breyttra atvinnuhátta, aukinnar vélvæöingar viö skrif- stofustörf og önnur störf, t.d. auk- innar tölvunotkunar, sem ekki haföi rutt sér til rúms i svo rlkum mæli þá sem nú. Þaö er skoöun flutningsmanns þessarar tillögu, aö fjölmörg störf séu nú launuð eftir alröngu starfsmati. Þá er einnig ljóst aö ábyrgöar- störf af ýmsu tagi, sem konur gegna aö mestu eöa eingöngu enn sem komiö er, eru metin langtum lægra en jafnvel ábyrgöarminni störf sem karlar gegna að mestu. Nægir t.d. aö nefna störf forstöðu- manna dagvistarheimila, sem bera ábyrgö á allt aö 70-100 smá- Tryggja framtíð mennta- og menningarseturs Þegar verði hafist handa á Laugarvatni Baldur óskarsson hefur lagt fram þingsáiyktunartillögu á alþingi um íþróttam annvirki á Laugarvatni og framtiö Laug- arvatns sem menntaseturs. Þar segir aö alþingi álykti aö fela rfkisst jórninni aö sjá svo um aö nú þegar veröi hafist handa viö byggingu fyrirhugaöra iþrótta- mannvirkja á Laugarvatni, sem samþykkt voru af menntamála- ráöuneytinu 9. júni 1980, til aö tryggja starfsemi íþróttakenn- araskóla islands og annarra skdla á Laugarvatni og um leiö framtfö Laugarvatns sem mennta- og menningarseturs. Meö tillögunni fylgir greinar- gerö, þar sem segir m.a.: „iþróttakennaraskóli Islands hefur lengi búiö viö þröngan kost. Þaö sem einkum hefur háð starfsemihans er að öll aöstaða til iþróttakennslu og iþróttaiök- ana hefur verið algerlega óvið- unandi. Aörir skólar á Laugar- vatni hafa auk þess um langt árabil liöiö mjög fyrir ófull- komna aöstööu til iþrótta- kennslu, og er nú svo komið að skólarnir geta aöeins veittnem- endum slnum helming lögboö- innar kennslu i iþróttum, enda sum iþróttamannvirkin að falli komin. A Laugarvatni eru auk Iþróttaskólans starfræktir eftir- taldir skólar: Héraösskólinn, Menntaskólinn, Barnaskólinn og Hússtjórnarskólinn, og eru nemendur þessara skóla alls tæplega 400 talsins. Yfirvöld fræöslumála i land- inu hafa sýnt mikla tregðu viö hugmyndir um byggingu nýs iþróttahúss og sundlaugar á Laugarvatni, sem i áraraöir hefur veriö helsta baráttumál Iþróttakennaraskólans, ann- arra skóla á Laugarvatni og Ibúa hreppsins og nálægra byggöa. Á fjárlögum 1979 veitti Al- þingi 10 millj. g.kr. til bygging- ar iþróttahús og sundlaugar á Laugarvatni, 50 millj. g.kr. á fjárlögum 1980 og 100 millj. g.kr. á fjárlögum 1981. Með þessum f járveitingum má segja aö Alþingi hafi fyrir sitt leyti markað stefnu um framtiö Iþróttakennaraskóians á Laug- arvatni. Menntamálaráöuneyt- iö samþykkti. hinn 9. júni 1980 teikningar að Iþróttamann- virkjum. Og samstarfsnefnd um opirúierar framkvæmdir sam- þykkti loks hinn 22. mai s.l. að bjóöa skyldi út grunn og botn- plötu bygginganna og 2/3 hluta húsa. Skyldu framkvæmdir við grunn hefjast þegar á þessu ári. Sveitarstjórn og skipulagsyfir- | völd hafa einnig samþykkt teikningar mannvirkja og ákveöiö þeim staö. Nú berhins vegar svo við, að i fjárlagafrumvarpi fyrir áriö 1982 eru einungis 250 þúsund krónur ætlaðar til þessara bygginga og ekki útlit fyrir aö J hafist veröi handa um fram- kvæmdir í ár. Þess hefur einnig oröið vart,að ýmsir stjórnendur menntamála i landinu hafa látið uppi efasemdir um réttmæti þess, að Iþróttakennaraskóli Is- lands veröi áfram á Laugar- vatni og framtiö staöarins sem skólaseturs sé óviss. Af þeirri ástæðu sé rétt að draga þetta mál og taka það allt til endur- skoöunar.” börnum dag hvern sem foreldrar eru viö störf. Þessar konur hafa laun sem eru mörgum launa- flokkum lægri en laun fulltrúa á skrifstofum sem margir hverjir hafa litla sem enga ábyrgö. Sömu sögu er aö segja um fjölmörg störf sem eru tiltölulega ný af nálinni hér á landi, svo sem fé> lagsráðgjöf, meinatækni, sjúkra- þjálfun, iðjuþjálfun og önnur slik, sem krefjast umtalsverös náms og nákvæmni. Starfsmannafélag rikisstofn- ana hefur nýlega ályktað um þörfina fyrir nýtt starfsmat. Oll- um er þeim ljóst aö röng starfs- heiti ráöa miklu um launamis- rétti, ekki sist milli karla og kvenna viö sambærileg störf. Launþegar una ekki lengur þessu misrétti sem vafalltiö á ómældan þátt I erfiöleikum viö kjarasamn- inga. Konur una þvi heldur ekki lengur aö vinna mestallt hiö raunverulega starf fyrir langtum lægri laun en svokallaöir yfir- menn, sem augljóslega leggja fram miklu minni vinnu. Oft á tiö- um hafa þessar sömu láglauna- konur verið kennarar hins nyja yfirmannsá skrifstofunum. Hygg ég aö margar konur kannist viö þaö. Þá er löngu kominn timi til aö hreinsa til I launaflokkum rik- isins og kanna hvaöa starfsmenn eru raunverulega nauösynlegir á vinnustaö — og þó fyrr heföi ver- iö. Samviskusamir starfsmenn rikisins eiga betra skiliö en áróö- ur almennings um aö þeir sinni ekki starfi sinu I þágu hans vegna fárra manna, sem aldrei leggja fram neina vinnu. 1 þeirri sjálfheldu sem launa- mál I landinu eru væri meö sam- þykkt þessarar tillögu unniö mik- ilsvert framlag til leiöréttingar þess launamisréttis sem nú viö- gengst og torveldar alla skyn- samlega umræöu um launamál. — óg Baðvagnlnn kominn á Fjórðungs- sjúkrahúsið Þann 20. mal sl. afhenti starfs- fólk verksmiöja SIS á Akureyri Fjórðungssjúkrahúsinu höföing- lega peningagjöf til minningar um fyrrverandi formann Iöju, Jón Ingimarsson. Skyldi pening- unum variö til kaupa á baövagni, ásamt nauösynlegum hjálpar- tækjum. Baöútbúnaöur þessi er nú kom- inn til sjúkrahússins og er hann staðsetturá lyflækningadeildinni. Baövagninn er notaöur til aö baöa sjúklinga lyflækningadeildar, sem eiga erfitt meö eöa geta ekki notaö venjulegt baöker. Meö til- komu þessa baðútbúnaðar breyt- ist öll aöstaöa til aö baða lasburða og lamaöa sjúklinga mjög til hins betra. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.