Þjóðviljinn - 07.11.1981, Side 13
Helgin 7.—8. nóvember 1981
Helgin 7.-8. nóvember 1981 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 13
Forseti Islands spjallar við blaðamann og Ijósmyndara Þjóðviljans um reisu sína
Forseti islands tók sig til og kastaði blómsveig til barnanna, sem léku I Kardimommubænum. Hér sést kransinn á fljúgandi ferð. Þetta uppá-
tæki mæltist vel fyrir — einkum meðal barnanna, sem urðu himiniifandi — (Ljósm. gel)
Exi Ingólfs Arnarsonar og fleiri fornar gersemar. Það er dýrt að vera Sænskir blað'amenn fengu kennslustund hjá forsetanum um skaut-
fátækur! bdninginn. — (Ljósm. gel).
„Ja hérna, Gunnar. Náð-
irðu svona dæmalaust fal -
legri mynd af þessum
augnablikum. Þetta var
meðal þó nokkurra stunda,
að„maður" hitti „mann".
Þannig var síðdegisstund-
in, þegar þroskaheftu
börnin sýndu okkur Karde-
mommubæinn."
Gunnar Elissson, ljósmyndari
Þjóðviljans, fylgdi forseta Is-
lands, Vigdisi Finnbogadóttur, á
ferð hennar um Noreg og Sviþjóð,
en óhætt er að segja að sú ferð
hafi aukiö sæmd hennar og þjóð-
arinnar allrar um leið. Við Gunn-
ar fengum aö tefja hinn önnum
kafna forseta eina morgunstund i
vikunni i þeim tilgangi að rifja
upp ferðina og skoða ljósmyndir.
Skautbúningurinn
Gunnar dregur upp úr pússi
sinu mynd af forsetanum i skaut-
búningi og biður hana að segja,
hvað sé þarna að gerast.
prinsessa höfðum nærri gleymt
stað og stund og vorum komnar
nokkuðlangt i burtu, kallaði hann
i tækiö sitt og aö okkur renndi bill
sem kom okkur til byggða. Siðan
var sest að borðum og Marta litla
Louisa sat hjá okkur og spjallaði.
Þetta fannst mér afar skemmti-
legt — gott og eðlilegt i samskipt-
um manna.”
„Svíadrottning"
Nú, hér erum við Sylvia Svia-
drottning á göngu. Ekki man ég
um hvað við vorum að skrafa
þessa stund, en við vorum að
sjálfsögðu til skiptis fjarskalega
skynsamar um lifiö og tilveruna.
Sylvia drottning er undurfalleg
kona. (Nú kinkar Gunnar ljós-
myndari kröftuglega kolli til
samþykkis, enda tekið mikinn
fjölda mynda af þeirri tignarkonu
I feröinni). Hún er einnig mjög
ljúf i viðmóti og frá henni stafar
mikil mannleg hlýja. Þar fer
kona mér að skapi.”
,,Og hér erum viö Bertil prins,
föðurbróðir Sviakonungs, hágáf-
aður og gagnmenntaöur maöur.
Kona hans, Lillian prinsessa, og
völd né Þjóöminja safniö (þ.e.a.s.
rikiö sem fjármagnar það) teldu
sig hafa þá fjármuni, sem þyrfti
tilað varöveita gripina.Upphæðin
sem hér um ræðir er 75 þúsund is-
lenskar krónur. Þaö er dýrt að
vera fátækur.”
Gunnar kveðsteiga ljósmynd af
gripunum I sýningarskápnum og
hér fá lesendur Þjóöviljans að lita
þá augum. Kannski kemst ein-
hver skriður á málið. Vonandi.
Aöbúa...
En hvernig fannst forseta ts-
lands að ferðast um og búa meðal
konungborinna?
„Mér er sagt, að ferðin hafi tek-
ist einstaklega vel.” Vigdis Finn-
bogadóttir brosir eins og henni
einni er lagið. ,,Ég get ekki neitað
þvi, að mér þótti kynlegt að
vakna allt i einu við tifandi 18.
aldar klukkur og horfa i litrlka
gullspegla. íburðurinn i höllunum
var eins og i ævintýrunum. Stund-
um gat ég ekki varist þeirri
hugsun, að gott væri aö eiga
heima þó ekki væri nema örlitið
brot af þessum auði — svosem
„Þarna er ég liklegast aö reyna
að útskýra skautbúninginn fyrir
sænskum blaðamönnum. Búning-
in saumaði móðir min og hún
skatteraði hann sjálf. Beltiö er
frá föðurömmu minni, prestfrú
Magdalenu Jónasdóttur i Sauð-
lauksdal i Rauðasandshreppi.
Það smiðaði óþekktur smiður við
Breiðafjörð um miöja siðustu öld.
Koffrið — þaö er silfurspöngin.
Nei, það er ekki von þú áttir þig á
þessu. Þú ert ung og þessi þjóðar-
hefð er fyrir þér eitthvað sem við
búum með 17. júni, en það skaðar
ekki, að þú kunnir skil á skaut-
búningnum.” Og forseti Islands
hlær. „En koffriö, það er sumsé
einnig úr fjölskyldu minni.”
„Skautbúningurinn er skart-
búningur og ákaflega fallegur.
Hann sómir sér einstaklega vel
innan um hvaða drottningarklæði
sem er.”
Sonja krónprinsessa
Nú tinir Gunnar fram á borðið
ljósmyndir af forsetanum meö
konungbornu fólki: forsetinn meö
Sonju, krónprinsessu Noregs, for-
setinn með prinsinum Bertil og
forsetinn með Sylviu drottningu
Svia. Greinilega hefur Gunnar
smellt af á réttum andartökum:
hér eru engir ljósmyndarar i aug-
sýn, engir lifveröir, enginn mann-
fjöldi — aðeins forseti Islands i
einkasamræðum viö konungboriö
fólk.
„Þarna þakka ég Sonju krón-
prinsessu fyrir gjafir, sem hún
færöi dóttur minni frá börnunum
sinum, Mörtu Louisu og Hákoni.
Við erum að kveðjast á flugvellin-
um, og þá færði hún mér þetta:
tvö lítil og ljúf glerdýr og með
þeim fylgdi kort frá börnunum.”
Forsetinn hallar sér aftur á bak
og horfir út i fjarskann. „Þegar
ég núna skoða þessar myndir finn
ég hversu dagsstund, sem viö
Sonja krónprinsessa áttum sam-
an, var rik. Hún bauð mér til há-
degisverðar á meðan svo átti að
heita að við ættum báðar „fri”, og
viö vorum aöeins tvær saman. —
A undan fórum við i langa fjall-
göngu og töluðum saman eins og
tvær mannverur tala best. I hum-
átt á eftir okkur gekk ungur mað-
ur með talstöövartæki. Hann átti
að gæta forsetans af tslandi — að
ekkert illt kæmi fyrir. Hann hefði
getað verið piltur úr fjölbrauta-
skólanum I minni sveit. Hann var
orðinn eins og góöur vinur — allt-
af einhvers staöar meö kimni i
augum hvar sem farið var. Þegar
sýnt var, að viö Sonja krón-
þau
eru
mitt
fólk
hann náöu ekki saman fyrr en
seint um sföir. Prinsessan er
meðal indælustu kvenna sem ég
hef kynnst.”
Næst bendir Gunnar forset-
anum á mynd, þar sem hún faðm-
ar að sér konu, sem er henni
greinilega kærkomin.
„Þetta er æskuvinkona min,
Anna Larsson I Uppsölum”, segir
forsetinn. „Hún var sendikennari
i sænsku hér i nokkur ár — kom
fyrst ’52 eöa ’53 og bjóð heima hjá
foreldrum minum,”
„Þá vorum viö ungar stúlkur á
lslandi hættar að hneigja okkur
eins og á dansiböllum i gamla
daga, en það tiðkaðist þá enn i
Sviþjóð og tlðkast reyndar enn i
dag. Þetta kunni pápi minn, pró-
fessorinn upp á gamla visu, svo
skemmtilega i gamla timanum,
að meta. Við Anna Larsson erum
miklar vinkonur siðan.”
Exi Ingólfs
„Eitt er gott að benda á, sem ég
veit ekki til að hafi komið fram i
blööum á tslandi. A Vikingasýn-
ingunni i Stokkhólmi var útbúinn
vegna tsiandsheimsóknarinnar
sérstakur sýningarskápur, sem
haföi að geyma þá muni, sem
fundust viö Aöalstræti, þegar leit-
aö var uppruna Reykjavikur fyrir
nokkrum árum. Meðal þessara
gripa var forn exi, sem allt eins
gæti veriðexi Ingólfs Arnarsonar.
Þegar búið er aö grafa slika hluti
úr jörðu geta þeir orðiö loftbólum
að bráð, og þvi fylgir einatt mikill
kostnaöur að varðveita dýrgripi
fortiðarinnar. Þessa gripi verð-
um viö að fá heim.
Forráðamaöur safnsins sagði
hins vegar, aö hvorki borgaryfir-
eins og I eitt borgarleikhús.” Og
forsetinn brosir enn.
„Þó má aldrei gleyma þvi, aö
þarna er veriö að varðveita ómet-
anlega listmuni fortiðar og það er
útaf fyrir sig ákaflega kostnaöar-
samt.”
Vmisleg mál
En'var dagskráin ekki stff?
Jjú, vissulega var hún þaö, en
sem betur fer er ekki svona mikið
umleikis á hverjum degi. Það
gerist svo margt skemmtilegt, aö
maöur gleymir sér. Leikmaður-
inn lætur auðvitað ekki tæla sig til
að fara að syngja I sjónvarps-
þætti, eins og ég gerði með leikur-
unum I „Kardemommubænum”
nema vegna þess, að stundin sem
er aö liða hefur svo mikiö gildi.
Þessi þáttur i norska sjónvarpinu
átti að styðja landssöfnun fyrir
börn i vanþróuðum löndum. Ég
haföi sjálf óskað eftir þvi að sjá
leiksýninguna og fór með börnun-
um á eftir upp i sjónvarpssal til
þess aö styðja gott málefni, og
var þaö bæöi ljúft og skylt. Þenn-
an sama dag söfnuðust I Noregi
um 80 milljónir norskra króna.
Vissulega mikil upphæð.”
Ekki í kotvísað
Nú snýr forsetinn sér að Gunn-
ari. „Þegar ég nú hef farið þrisv-
ar sinnum fyrir hönd tslands i op-
inberar heimsóknir til annarra
landa, þykir mér heldur miður,
að ekki skuli vera leyft aö taka
myndir i þeim veislum, sem gest
urinn af tslandi heldur gestgjöf-
um. I öll þrjú skiptin hafa þar
vakið mikla athygli listamennirn-
ir okkar, sem ég hef fengið til liðs
við mig til að standa sem best að
gestrisni tslands.”
Það kemur i ljós, að i Dan-
merkurferö forsetans komu fram
i veislu forseta tslands þau ólöf
Haröardóttir og Gisli Magnússon.
1 Noregi fékk forsetinn Sigriði
EIlu Magnúsdóttur til Oslóar frá
Lundúnum og Jónas Ingimundar-
son, pianóleikara, til liös við sig
og I Sviþjóð Einar Jóhannesson,
klarinettleikara, og Þorkel Sigur-
björnsson, tónskáld. Auk þess sá
Ingvar Jónasson, fiölumeistari
okkar tslendinga i Sviþjóð um
tónlist i veislunni i Sviþjóð. Tón-
listamennirnir okkar fóru þarna á
kostum með islenska tónlist og
þótti i veislum forsetans ekki I kot
vísað.
Framhald á bls. 14
Hér eru börnin, sem forsetinn hitti fyrir á æfingu með útvarpssinfóniunni i Stokkhólmi. „Þau voru svo
þjálfuð, að þau iitu ekkieinu sinni við, þegar við gengum inn. En um ieið og ég kastaði á þau kveðju, litu
þau upp sem einn maður og brostu svo elskuiega.” (Ljósm. gel)
Uppsala-Edda hafði mikil áhrif á forseta tslands.
„Eitt af merkustu augnabiikum lifs mins að fá að
fletta henni”, sagði forsetinn. — (Ljósm. gel)
Einkar vel virðist hér fara á með forsetanum og
prins Bertil. — (Ljósm. gel)