Þjóðviljinn - 12.11.1981, Side 2

Þjóðviljinn - 12.11.1981, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. nóvember 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ Lilli situr þarna aleinn inni og eyðir brosunum sinum! Ég heiti Jón Svan.og kem hingaO aöeins til aö minna ykkur á aö nú (er I hönd erfiöur timi fyrir oss fiöurfé. Vetrarhörkur og bágindi. Á þaö ekki sist viö um mina smæstu bræöur. Munum eftir smáfuglunum! Ljósm.: — gel — viðtalið Rætt við Þorstein Bergsson, framkvæmda- stjóra Torfu- samtakanna „Höfum ekki getað sinnt öðru” Þorsteinn Bergsson heitir framkv æmdastjóri Torfusam- takanna I Reykjavik, en þau samtök hafa eins og kunnugt er unnið ötullega aö þvi aö endur- reisa Bernhöftstorfuna og hefur útlit hennar tekiö miklum stakkaskiptum á þessu ári. Viö spurðum Þorstein hvernig framkvæmdum miöaöi. „NU er verið að ljúka við inn- anhússframkvæmdir i húsinu, sem stendur viö Bankastrætið. Sú vinna fer aðallega fram á nóttunni, þvi rekstur veitinga- staðar er þegar hafinn i'húsinu. Við stefnum að þvi, að ljúka öllu i þessari viku — hvernig svo sem sú áætlun stenst.” — H vað er annaö á döfinni? „Við erum að vinna að bráða- birgöaathugun á fjárreiðum samtakanna. Það er ljóst, að þau eru skuldum hlaðin, a.m.k. i bili, en við erum bjartsýn aö vanda. Beiðni frá okkur hefur legið alllengi hjá borgarfulltrU- um uppá 150 þúsund krónur — viö köllum það „viðbótarfjár- veitingu”, en styrkurinn, sem borgin úthlutaði okkur á þessu ári, fór i að greiða fasteigna- gjöld af húsunum, þannig að um eiginlega fjárveitingu var kannski ekki að ræða.” — Hvernig fjármagniö þið þessar viðgeröir? „Ríkið veittiokkur styrk uppá 400 þúsund krónur á þessu ári, en sá styrkur fór i það a ð greiða gamlar skuldir við rikissjóð — hér er tekið með annarri hend- inni þaðsem er gefiðmeð hinni. Allar framkvæmdir i' framtíð- inni ráðast af þeim viðræðum borgar og rikis, sem fram fara núna. Rikið á bæði hUsin og lóð- irnar, og þvi verður hér um verulega eignaaukningu að ræöa fyrirrikissjóö þegar fram- kvæmdum er lokið. Það er þvi ekkert óeðlilegt, aö rikið hlaupi hér undir bagga. Nú, við fjár- mögnum þetta á tvennan hátt: annars vegar með fyrirfram- greiðslu á leigu húsanna hér og hins vegar með framlagi hjálp- legra aðila. Bankastofnanir hafa verið liðlegar með að fá okkur langtimalán og veitt góöa fyrirgreiðslu.” — Hvernig nenniö þiö aö standa f þessu? „Ja, það er nú það. Það er nú ljóst, aö ef samtökin stæðu ekki i þessu stappi myndu þessi hús drabbast niður og fyrr eöa siðar yrðu byggð hér stórhýsi. Þess vegna voru samtökin stofnuð. Hitt skal játað, aö róðurinn hef- ur verið öllu þyngri en menn kannski héldu iupphafi. En við erum öll bjartsýn.” — Nú hafið þiö annaö á stefnuskránni en aö varöveita Torfuna. Hvaö er þar efst á blaöi? „Efst á blaöi er að vinna aö umhverfismálum almennt — verksviðið er auðvitað viðtæk- ara en þetta, það er ljóst. Stjórn samtakanna hefur rætt á sinum fundum Utgáfumál og kynning- arstarfsemi; sömuleiðis höfum viö áhuga á að fá teiknikennara til liðs við okkur um teiknisam- keppni i grunnskólum, til að fá börnin og foreldra þeirra til að velta fyrir sér umhverfismál- um. Þá er einnig áhugi á að komast i samband við svipaðan félagsskap i öðrum löndum, einkum á Norðurlöndunum. Við höfum sumsé áhuga á að stofna til viðtækrar umhverfismála- umræðu, en áhugi á umhverfis- málum er sivaxandi hér á landi. Það er hins vegar á hreinu, að við getum vart sinnt öðru verk- efni en þessu stærsta, þ.e.a.s. uppbyggingu Torfunnar. Það er svo mikil blóðtaka fyrir sam- tökin, að öðru geta þau tæpast sinnt, a.m.k. ekki i bili.” — ast Nýtt jólakort / frá Asgrímssafni BODIES á Borginni Hljómsveitin BODIES mun leika á Hótel Borg i kvöld, fimmtudag 12. nóv. A myndinni sjáum viö einn „skrokkanna” Mike Pollock. Jólakort Ásgrimssafns 1981 er prentaö eftir vatnslitamyndinni Vor á Þingvöllum, Tindaskagi. Myndin var máluö 1945-50 og er ein af stærstu vatnslitamyndum safnsins. Kortið er i sömu stærð og fyrri listaverkakort safnsins (I6x 22cm) og er með islenskum, dönskum og enskum texta á bakhliö, Grafik h/f offsetprent- aöi. Listaverkakortið er til sölu i Ásgrimssafni Bergstaðastræti 74 á opnunartima og i Ramma- gerðinni Hafnarstræti 17. Asgrimssafn er opið sunnu- daga, þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 13.30-16. Spakmæli Francios de la Rochefoucauld: — Margir fyrirlita auölegöina', en fáum auönast aö gefa hana frá sér. — Sú þvingun, sem aörir beita okkur, er oft léttbærari en sú, sem viö beitum okkur sjálf. — Sú þvingun, sem menn beita sjáifa sig til þess aö elska ekki, er oft þungbærari en grimmd hins elskaöa.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.