Þjóðviljinn - 12.11.1981, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 12.11.1981, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. nóvember 1981 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir. Umsjónarmaður sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. tþrótta- og skákfréttamaður: Helgi Ólafsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. HUsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: SigrUn Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. útkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavik, simi 8133J Prentun: Blaöaprent hf. Þarna liggja 27 miljarðar gamlir # Það sem langmestu máli skiptir í ákvörðunum ríkis- stjórnarinnar f fyrradag er það samkomulag, sem nú hef ur tekist um að nota hagnað Seðlabankans í þvf skyni að létta undir með útf lutningsatvinnuvegunum. # Hér í Þjóðviljanum var f gær frá því skýrt að á síð- ustu þremur árum, frá árslokum 1977 til ársloka 1980, hefði eigið fé Seðlabankans vaxið um hvorki meira né minna en 27 miljarða gamalla króna að raungildi. Þessar upplýsingar eru ekki hafðar eftir neinum ótraustum heimildum, heldur er hér um að ræða tölur sem bankinn hefur sjálfur staðfest. # Þegar fjallað var um efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar fyrir síðustu áramót lagði Alþýðu- bandalagiðríkaáhersluá aðgróði Seðlabankans yrði not- aður til stuðnings atvinnulífinu og í því skyni að forða kjaraskeðingu. Það er hins vegar f yrst nú sem verulegt tillit er tekið til þessarar kröf u Alþýðubandalagsins við ákvörðun um stuðning við úrflutningsatvinnuvegina. # Allttil þessa hafa f lestir látið eins og þeir hefðu ekki hugmynd um hinn gífurlega hagnað sem myndast hefur hjá Seðlabankanum á síðustu árum, og Alþýðubandalag- ið hef ur verið eitt um að benda á hann. En sannleikurinn er svona: % Eigið fé Seðlabankans var í árslok 1977 (án endur- mats fasteigna) 2.67 miljarðar gamalla króna. Til að halda verðgildi sínu hér innanlands hefði þessi sami sjóður áttað standa í um 9 miljörðum gamalla króna um siðustu áramót. I reynd var eigið fé Seðlabankans í árs- lok 1980 hins vegar ekki 9 miljarðar heldur 36.45 miljarð- ar. # Mismunurinn sem er beinn hagnaður á þessum þremur árum er því rösklega 27 miljarðar gamalla króna, þar af 15—16 miljarðar á síðasta ári. Fróðlegt væri að kanna raunverulegt tap útflutningsfyrirtækj- anna i landinu á sama tíma og bera þær tölur saman. # Nú kynni einhver að spyrja hvernig Seðlabankanum haf i tekistað áavaxta fé sitt, miðað við að mælikvarðinn sé ekki innlendar vístölur heldur gengi dollarans. — Þá líta málin svona út: # Á árinu 1978 óx eigið fé Seðlabankans um 133.7% í krónum talið, en dollarinn hækkaði þá í verði um 49.3. Á árinu 1979 óx eigið fé Seðlabankans um 113.1% í krónum talið, en á þvi ári hækkaði dollarinn í verði um 24.1%. Á árinu 1980 óx eigið fé Seðlabankans enn og þá um 174.5% í krónum ta lið, en það ár hækkaði dollarinn um 58%. # Með öðrum orðum sagt: Eigið fé Seðlabankans var i árslok 1977 2.67 miljarðar gamalla króna. Til þess að halda verðgildi sinu í dollurum hefði þessi sjóður átt að nema tæplega 8 miljörðum um síðustu áramót, en í sjóðnum voru ekki bara 8 miljarðar heldur 36.45 miljarð- ar. i dollurum mælt var Seðlabanki islands því 28—29 miljörðum gamalla króna ríkari um síðustu áramót heldur en þremur árum fyrr. # Það er sem sagt sama hvort mælt er á kvarða inn- lendrar verðlagsvisitölu, ellegar spurt um verðmæti i dollurum. i báðum tilvikum er niðurstaðan sú að eigið fé Seðlabanka islands hefur vaxið að raungildi um 27—29 miljarða gamalla króna á aðeins þremur árum, 1978, 1979, og 1980. Á sama tima hefur fjármagnskostnaður verið að drepa fjölmörg þjóðnýt fyrirtæki í landinu. # Það er að vísu gott að f járgæslumenn kunni vel að ávaxta pund sinnar stofnunar, en það þarf líka að hugsa um pund hinna — þeirra sem eiga að greiða fólkinu kaup. # Krafa Alþýðubandalagsins er ekki sú að sjóðir Seðlabankans verði brenndir til ösku, en Alþýðubanda- lagið hefur lengi boriðfram þá kröf u að hluta af þessum mikla hagnaði verði varið til að blása meira lífi í fram- leiðslustarfsemina. Fyrst nú hef ur verið komið að marki til móts við þær kröfur, en hér gæti þurft að ganga lengra. # Sums staðar erlendis, t.d. í Svíþjóð er sá háttur hafð- ur á, að allur hagnaður af starf i Seðlabanka rennur beint írfkissjóð. k. Plássleysið Sagt er aö helsta vandamál kvennaframboös I Reykjavík sé aö þar sé ekki pláss fyrir konur. Fœði og húsnœði Alþýöubandalagsmenn naga sig nú i handarbökin yfir þvi að Morgunblaði og Þjóð- vilja skyldimistakast sú ætlan sin að gera Ragnhildi Helga- dóttur að varaformanni Sjálf- stæðisflokksins. Sýnt þykir að hún hafi ekki stöðu til þess nú aö koma þvi áhugamáli sinu fram að setja alla Alþýðu- bandalagsmenn á opinbert framfæri i fangelsum landsins vegna öryggishagsmuna rikisins. Kommar hafa lengi viljaö mata krókinn hjá þvi opinbera og eru súrir yfir glöt- uðu tækifæri til þess aö kom- ast i fritt fæði og húsnæði hjá rikinu. Annars hefur Ragnhildur sent þættinum nótu þar sem þvi er mótmælt að hún hafi viöurkennt aö þaö hafi verið rétt að Ólafur Thors hafi ólm- ur viljað fá kommúnista með I rikisstjórnina. Þá hafa eyrun brugðist á þeim sem viöstadd- ir voru á landsfundi ihaldsins, ef hún sagði ekki einmitt, að Ólafur Thors heföi viljaö ef allir væru þvi sammála i þing- flokki Sjálfstæðismanna. Þar væri munurinn á honum og Gunnari Thoroddsen. Hvernig væri aö Ragnhildur birti ræöu sina. Hún hlýtur aö vera til á Valhallarspólu. Frjálshyggjan Aöalgúrú ungra Sjálfstæðis- manna, Jónas Haralz, segir I -viötali við Stefni, að frjáls- hýggjumenn séu I öllum flokk- jim. Frjálshyggjan sé ekki einkamál neins flokks. Jafnvel sósialistar verði að átta sig á þvi að hugsjón þeirra var i öndverðu frjálshyggjuþjóðfé- lag. „Frjálshyggjumenn eiga þvi að vinna stefnu sinni fylgis i öllum flokkum en ekki að binda sig viö einn flokk”. Mik- ið er fjálshyggjuhugtakið orð- ið rúmt og huggulegt. Bara formaður Sjálfstæðismenn eiga sér formann og varaformann. En eins og Guðmundur Glslason i Kópavogi sagöi á landsfundi er fortiöin þó sýnu fegurri en nútiðin. „Aður áttu Sjálf- stæöismenn foringja, en nú klÍPPt Herœfingar ÍMdsoZZ Ragnhildur Helgadóttir er góöur fulltrúi ofstækisfyllsta arms Sjálfstæðisflokksins. Margir kunna þvi að hafa haldiö aö tal hennar á Alþingi um nauösyn öryggislögreglu til þess að berja á kommum o.s.frv. sé ekki I takt viö meginstefnu inn- an Sjálfstæöisflokksins. Það er þó mikill barnaskapur að halda aö svo sé. I raun komu ofstækis- fyllstu vigbúnaöarsinnarnir kringum Geir Hallgrimsson öllu sinu fram á landsfundi varðandi utanrikis-og öryggismál, og ber sú stefnuyfirlýsing ljósan vott um þaö hvers er að vænta, þeg- ar leiftursóknarliöiö kemst til valda. íslensk rannsókn á varnar- þörfinni og fyrirkomulagi varn- anna mundi einnig taka til at- hugunar núverandi stað varnar- stöðvarinnar. Mörg fleiri atriði þarf aö rannsaka i sambandi við varnir íslands! Sumt liggur þó i augum uppi án sérstakrar at- hugunar. Ef lagðir veröa nýir milli- landaflugvellir, þarf t.d. að huga aö vörnum þeirra. (Sbr. tillögur Björns Bjarnasonar um herstöð á Sauðárkróksflugvelli — aths. klippara). Við þurfum að efla almanna- varnir og auka skilning á nauö- syn þeirra. Við þurfum að taka þátt i áætlunum og heræfingum Atlantshafsbandalagsins, sem Ragnhildur Helgadóttir Ragnhildur Helgadóttir gerði litið annað á þinginu en lesa upp úr ályktun landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um utanrikis- mál. Hún vitnaði m.a. til þess- arar málsgreina i ályktuninni: „tslensk varnarstefna felst i þvi að tslendingar geri sinar eigin tillögur um varnir, meti varnarþörfina og fyrirkomulag varnanna.” — Og nokkrum setningum siöar segir svo: „Jafnframt þarf að huga að örygginu inn á við og gera nauð- synlegar ráðstafanir til að er- lend riki eða útsendarar þeirra, útlendir eða innlendir grafi ekki undan öryggi rikisins og sjálf- stæði þjóðarinnar innan frá.” Nýjar herstöðvar Nú er þetta almennt orðað, og mönnum getur dulist hvað I raun er átt við. En athyglisvert er aö þessar setningar koma nær orðréttar fyrir I texta sem Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- , flokksins og hermálafræöingur, las á ráöstefnu flokksins um ut- anríkismál. Og þar kemur skýrt fram hvaö að baki býr. „Við eigum að gera okkar eigin til- lögur um varnirnar, meta varn- arþörfina, og fyrirkomulag varnanna.” — (Islendingar koma i staðinn fyrir VIÐ i Landsfundarályktuninni, — aths. klippara). „Liklegt er aö slikt mat mundi t.d. leiöa i ljós aö ekki ætti aöeins aö heimila smiði þeirra þriggja sprengju- heldu flugskýla, sem nú þegar hefur verið leyft að reisa, heldur allra skýlanna sem varnarliðiö hefurfarið fram á.Slik flugskýli eru nauðsynlegur þáttur i ör- yggi varnarstöðvarinnar. Þá gæti innlend athugun á fyrirkomulagi varnanna leitt til þess, aö óskað yröi eftir smiði nýrrar ratsjárstöövar á Langa- nesi til aö bæta enn eftirlit meö ókunnum flugvélum. ----------------oa Kjartan Gunnarsson snerta ísland. Þaö væri t.d. ekki óeðlilegt, aö tslendingar færu fram á, að herafli sá, sem ætti að hafa afnot af landinu i ófriði, æföi hér hlutverk sitt, þ.á.m. liðs- og birgöaflutninga til landsins. Þannig gætu islensk stjórnvöld fengiö að kynnast þeim vandamálum, sem þessu væru samfara. Viö þurfum einnig aö efla öryggi i landinu inn á viö og hugleiða, hvernig við brygð- umst best við hugsanlegum styrjaldarátökum. Og við þurf- um að kanna rækilega hvort Is- lendingar geti sjálfir á einhvern hátt tekið meiri þátt I vörnum landsins en þeir gera nú. Minn- umst þess og, að i 75. grein stjórnarskrárinnar er sérhverj- um vopnfærum manni beinlinis lögð á heröar sú skylda, að taka þátt i vörnum landsins.” Það sem koma skal Þetta voru orð Kjartans Gunnarssonar og lykilsetningar þessa texta er aö finna i utan- rikismálaályktun landsfundar- Sjálfstæöisflokksins: Nýjar her- stöðvar á tslandi við flugvelli og á útnesjum, stórfelldar heræf- ingar á Islenskri grund, stofnun islensks herstyrks og einhvers- konar öryggislögreglu til innan- landsnjósna, simhlerana og annarra þarfaverka i nafni rikisöryggis. Þetta er það sem koma skal nái leiftursóknarliðið völdum á ný i islenskum stjórn- málum. Vinstri menn á íslandi þurfa aö huga vel aö þessum viðhorfum sem leiftursóknarliö- ið hefur fengið landsfund Sjálf- stæðisflokksins til þess aö skrifa uppá. Ýmiskonar lúxusóánægja veður uppi á vinstri væng stjórnmálanna, en það er hollt að hafa það hugfast, aö verði látið undan leiftursóknaröflun- um hefst hér „blitzkrieg” i ut- anrikis- og efnahagsmálum, sem munu færa okkur hiö evrópska 10—15% atvinnuleýsi og stóraukin hernáðarumsvif. — ekh skorio

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.