Þjóðviljinn - 13.11.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.11.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. nóvember 1981 UOBVIUINN IVIálgagn sósialisma, verkalýds- Hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Áuglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Afgreiðslustjo Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar Guömundsson íþrótta- og sk Útlit og hönn újósmyndir: llandrita- og Auglýsingar: dóttir. Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. tfréttamaöur: Helgi Ólafsson. : Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. nar Karlsson, Gunnar Elisson. rófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. fildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- : Valþór Hlööversson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. lnnheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halia Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siðumúla 6, Keykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Bandarískur heilaþvottur • Umallan heim reka risaveldin bæði fjölþætta starf- semi í því skyni, að veiða menn sem einhver áhrif teljast hafa í net sín. Með hvers kyns gylliboðum reyna sendi- menn risaveldanna að koma sér upp hjálparkokkum, sem gagn megi hafa af í því skyni að koma fram mark- miðum stórveldisins í þessu ríkinu eða hinu. • Sumir gerast verkfæri vitandi vits, aðrir í barnaskap sínum undir merkjum heilagrar einfeldni, flestir falla fyrir fé og fríðindum, svo sem ókeypis ferðalögum. • Sennilega hef ur meiriháttar starfsemi af þessu tagi hér á okkar landi aldrei verið afhjúpuð jafn rækilega og gert var á Alþingi í gær, en þar kynnti ólafur Ragnar Grímsson, þingheimi skýrslu frá svokallaðri Menning- arstofnun Bandarikjanna á íslandi um starfsemi þess- arar virðulegu stof nunar. • Þessi skýrsla er frá árinu 1978, og hefur að geyma upplýsingar um áform „menningarstofnunarinnar" hérlendis f yrir árin 1979 og 1980, og tilmæli til yf irboðara vestra um nægar f járveitingar fyrir þessa heilaþvottar- stöð hér á Neshaga 16. • Við birtum plaggið hér i Þjóðviljanum í dag og hvetj- um landsmenn alla til að lesa það vel og vandlega. • Og það eru vinsamleg tilmæli okkar að sérhver les- andi setji sér rækilega fyrir sjónir hvernig hið víðlesna Morgunblað hefði litið út, ef þetta upplýsandi plagg um starfsaðferðir erindreka risaveldanna hefði verið rússneskt en ekki bandarískt. • í þessari „Áætlun um Island" (Country plan for lce- land) er tekið skýrt fram að markmiðið með starfsemi „menningarstofnunarinnar" sé að „auka stuðning Is- lendinga við bandaríska varnarliðið á íslandi og áfram- haldandi aðila íslands að NATO". • Við tökum hér upp sýnishorn úr þessari trúnaðar- skýrslu en þar segir m.a. orðrétt: • „Ferðalög sem við höfum f jármagnað til Bandarikj- anna og á vegum NATO hafa reynst árangursríkasta að- ferð til þess að fá islendinga til að átta sig á öryggis- og varnarmálum. I þessum ferðalögum er sérstaklega mik- ilvægt, að þátttakendur séu einnig frá öðrum NATO-löndum. Vegna fjarlægðar islands hefur of oft orðið að styðjast eingöngu við upplýsingar frá Banda- rikjamönnum. Hins vegar eru þátttaka og erindi frá Norðmönnum og Dönum vænlegri til þess að sannfæra íslendinga um mikilvægi þess að hafa herstöðina i Keflavík og að island sé í NATO heldur en fyrirlestrar fluttir af Bandaríkjamönnum! Við ráðgerum að fjár- magna sérstaka NATO-ferð sem 7 íslenskir stjórnmála- menn eða blaðamenn tækju þátt í í október 1978 og eina eða tvær slíkar ferðir til viðbótar á árinu 1979. I þessum ferðum verður lögð sérstök áhersla á erindi sem starfs- menn Bandaríkjanna hjá NATO munu flytja og farið verður í heimsókn um borð í f lugvélamóðurskip og einn- ig um austur- og vesturhluta Berlínarborgar. Reynslan hefur kennt okkur, að það hef ur mjög hagstæð áhrif á Is- lendinga að láta þá sofa eina nótt um borð í f lugvélamóð- urskipi. Slík næturgisting jafnast á við margar tylftir af greinum um hernaðarmálefni Atlantshafsbandalagsins og hernaðartækni." • Við spyrjum: — Hverjir eru þeir Islendingar sem svo vel hefur gefist að láta sofa eina nótt um borð í f lugvél- amóðurskipi? — Þeir skyldu þó ekki sumir sitja á hinu háa Alþingi? • Og það er miklu meira blóð í kúnni. I skýrslunni segir orðrétt: • „Við gerum ráð fyrir að auka sérstaklega á kerfis- bundinn hátt persónuleg samskipti og auka þá þjónustu sem við veitum í bókasafni okkar (!). Með slfkum persónulegum samskiptum getum við komist að því hvaða einstaklingar eru heppilegastir til þess aö þiggja boð í NATO-ferðir og til að taka þátt í ráðstefnum um ör- yggismál. Enn fremur gegna slík persónuleg sambönd mikilvægu hlutverki í því að koma á framfæri við blöðin og fá birt efni, sem okkur er hagstætt." • Við látum þessar tilvitnanir duga hér. Lesendur Þjóðviljans fá að sjá alla skýrsluna og þar er margari fróðleik að finna um samskipti stórveldis við sína ís- lensku handlangara. Það er I jótur leestur. k. Ormurinn á gullinu kláppt (^oc/R^eí- 'iV Dr. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri hefur hjá ýmsum alþjóöastofnunum gengið undir nafninu ,,Eyja- kóngurinn”, sem öllu ræður og vill ráða á tslandi. Nú er búiö að skipta um nafn á honum og faríð að kalla hann „Orminn á gullinu” Jóhannes Lítið TAS Sumir hlutir eru svo al- vöruþrungnir að það er bara hægt að tala um þá i gamni. Það gerir hinn góðkunni Art Buchwald i' New York Her- ald Tribune sl. sunnudag f viðtali við Wakko nokkurn sem sagður er hafa skrifað metsölubókina „Nuclear War — Keep it small, keep it simple”. Það útleggst um þaðbilsvona: „Atómstrið — höfum það litið, höfum það einfalt”. Wakko þessi segir frá þvi að tölvurnar hafi reiknað það Ut að Luxem- borg sé hinn kjörni staður fyrir atómstrið milli Sovét- rikjanna og Bandarikjanna. Þar seu landkostir ákjósan- legir, þjóðin fámenn og geislavirkt úrfelli færi ekki viða. Ef hinsvegar ekki væri hægt að takmarka atdm- striöio við Luxemborg séu menn reiðubúnir að láta það einnig ná til Swiss, að sögn Wakko. Swisssé að visu hlut- laust, en ekki tjói að fást um vindáttina, og þvi sé ákveðið að fórna Genf. Smátt er fallegt 1 samtali þeirra Wakko og Buchwalds kemur og fram að höfuðstöðvar hinna tak- markaða atómstriða, skammstafað TAS, verði i París, þvi þar séu hótelin betri en i Brussel. Ekki sé . hægt að tryggja það að hægt sé að hlifa öllum borgum i TAS, t.d. gæti London farið veg allrar veraldar, en meg- inreglan sé þó sú að hlifa stærri borgunum. En ef hins- vegar Rússinn bombar Par- is, sé Berlín að sjálfsögðu rokinút i veður og vind. Þeir félagar eru sammála um að ef takist að halda TAS við minni borgir getienginn haft á móti þvi, nema nytsamir sakleysingjar sem spenntir hafa verið fyrir áróðursvagn kommúnista. Að endingu skal spurt hvernig geti staðið á þvi að Islendingar eru móttækileg- astir fyrir NATÓ áróðri eftir nótt um borð i flugvélamóð- urskipi. Ætli séu stelpur þar? Minkur í hœnsnahási Það er ekki nema um ára- tugur siðan \ hagfræjðingar á Vesturlönduiþ vori/ yfirleitt drjúgir með sig, og töldu sig hafa milli handanná módel til spásagna og! rjýðgjafar um skynsamlega Tfnahagsstjórn. Hugsanlega mættibæta módelin eitthvað,en i megindráttum var mikil samstaða um að þeir hefðu i höndum góð og visinda- leg tæki i fræðum sinum. En veruleikinn reyndist hagfræð- ingunum viðsjáll og nú á timum verðbólgu, atvinnuleysis og við- skiptahalla er eins og minkur hafi komist i hænsnabú hag- fræðinganna. Charles Wolf Jr. rektor Rand Corp’s Graduate Institute ritar um þetta efni skemmtilega grein i Newsweek 9. þ.m. Hann segir að hagfræðingar og hag- fræði hafi aldrei verið eins mikið i sviðsljósinu og um þessar mundir, og um leið hafi ágreiningur þeirra og misvis- andi spásagniraldrei legiðeins i augum uppi. Enda hafi hag- fræðin og þeir sem leggja á hana stund sjaldan verið i eins litlu áliti og nú. Astæðan sé ein- faldlega sú að svörin við mikil- vægum spurningum um efna- hagsmál eru jafnmörg og hag- fræðingarnir sem til svara eru. Leigubyssur eöa trúmenn Er skattastefna Reagan verð- bólguhvet jandi? ,,Já, segir Walter Heller. „Nei” segir Milton Friedman. „Ekki nauð- synlega” segir Murray Weiden- baum. Hvaða áhrif hafa háir vextir á verðbólgustigið? ,,Þeir auka á verðbólguna”, segir hagfræð- ingur X. „Þeir eru afleiðing verðbólgunnar”, segir hagfræð- ingur Y. ,,Þeir eru afleiðing til- rauna til þess að stemma stigu við verðbólgu”, segir hagfræð- ingur Z. Þannig er hægt að halda áfram f það óendanlega, og þessi misvi'sandi svör hafa komið þvi óorði á hagfræðinga: þeir séu í raun ekki annað en „leigu-byssur”. Hver sem vilji halda fram einhverri stefnu i efnahagsmálum geti fengið ein- hvern mætan hagfræðing til þess að leggja út textann fyrir sig. Þetta geti talist eðlilegt i dæmi lögmanna sem séu þjálf- aðir í að flytja mái útfrá mál- stað skjólstæðinga sinna, en hagfræðineigi að teljast visindi, þótt margir hagfræðingar virð- ist reiðubúnir að taka trú og verja hana burtséð frá sannleik og reynslu. Fáfrœðin Charles Wolf Jr. telur upp fjórar sérstakar ástæður fyrir þvi að skoöanir hagfræðinga viröast ganga út og suöur. I fyrsta lagi noti þeir mismun- andi viðmiðanir og i öðru lagi eru niðurstöður þeirra oft gagn- stæðar vegna mismunandi spá- sagnatimabila. Einn spáir i spilin til skamms tima, en annar yfir lengra timabil. t þriöja lagi eru hagfræðingar tregir til þess að viðurkenna fá- fræði sina. I rekstrarhagfræði séu þeir á sæmilega sléttum sjó i spásögnum um verðlagsþróun á samkeppnis—eða einokunar- mörkuðum, og þegar um er aö ræða atriði eins og áhrif lág- markslauna á atvinnustig o.s.frv. En þeir séu á ólgusjó i þjóðarhagfræðinni, þegar verið er að ræða t.d. samband pen- ingamálastefnu,, skattastefnu, rikisútgjöld og rikisafskipti af atvinnustigi. I öllum slikum málum spila væntingar manna inn I og rugla myndina, og enn hefur ekki fundist nein leið til þessað ákvarða eða mæla vænt- ingar og áhrif þeirra! Loks hafa hagfræðingar mismunandi verðmætamat og pólitisk við- horf. Galbraith t.d. hefur ekki trú á markaðslausnum sem allsherjarguðspjalli en það hefur Friedman o.s.frv. En hverslags visindi eru þá hagfræðing? Svona álika eins og læknisfræðin, er niðurstaða Charles Wolf Jr.,sem ráðfærði sig við þrjá skurðlækna vegna sinaskaða, og einn ráðlagði taf- arlausa skurðaðgerð, annar meðferð i' sex vikur og siðan uppskurð, hugsanlega, og sá þriðjistakk upp á hvild óg end- urhæfingu. Botnlausa tunnan Og við skulum enda þessar efnahagslegu hugleiðingar með þviað vitna til viðtals I Dagens Nyhetervið Joan Robinson, eins elsta og þekktasta hagfræðings Breta. Hún er ein þeirra sem heldur þvi fram að peninga- magnskenningar m.a. Fried- mans séurugl, en ýmsar rikis- stjórnir svo sem Thatcher stjórnin hefur tekiðá þær mikla trúa, eins og hagfræðingar leift- ursóknar á tslandi og Jón Bald- vin: — „Núverandi m enntun í hag- fræðikenningu er afar lcleg, sérstaklega I Bandarikjunum. Ráöandi er hin svokallaða pen- ingahyggja — monetarismi — , scm erhrein tjara. Greinar i rit- ( um um efnahagsmál einkennast ' af formhyggju og þýðingarlaus- um spurningum í tölfræðilegum búningi. — Peningahyggjan, semir Joan Robinson, er botn- laus tunna, sem ekki er hægt að láta standa nógu lengi Upp á . endann til þess að taki þvi að sparka henni um koil! Þegar verðlag og framleiðsla aukast verður peningamagnið i umferð einnig að vaxa, og það er ein- kenni á verðlagshækkunum en ekki orsök þeirra.” Afleiðing peningahyggjunnar blasir við í Bretlandi, en Thatcher vill ekkert læra af reynslunni. Og þannig er það, að jafnvel þó dómur reynslunnar hafi verið kveðinn upp yfirýms- um kenningum bæði fræðilega og pólitískt eru alltaf til stjórn- málamenn og hagfræðingar, sem hvorki vilja læra né skilja. Þessvegna er úr nógu að velja fyrir almenning til þess að láta rugla sig i efnahagsmálum. — ekh oa shorlo

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.