Þjóðviljinn - 13.11.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.11.1981, Blaðsíða 16
16SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. nóvember 1981 UTBOÐ Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboðum i eftirfarandi: Útboð RARIK—81024 Þverslár Opnunardagur 17. desember 1981 kl. 14.00. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins frá og með fimmtu- deginum 12. nóvember 1981 og kosta kr. 25.-hvert eintak. Útboð RARIK—81026. Smiði stálfestihluta fyrir háspennulinur Opnunardagur 14. desember 1981 kl. 14.00. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins frá og með mánu- deginum 16. nóvember 1981 og kosta kr. 100.- hvert einak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, fyrir opnunartima, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Reykjavik, 11. nóvember 1981 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. Bókavörður við Bókasafn Alþingis Staða bókavarðar er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Próf i bókasafnsfræði áskilin. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sehdist skrifstofu Alþingis fyrir 1. desember, 1981. Skrifstofa Alþingis, 9. nóv. 1981. FÉL AGSMÁL AST 0FNUN REYKJAVÍKURBORGAR DAOVISTl'N BARNA, KORNIIAGA 8 SÍMI 27277 Staða forstöðumanns við leikskólann Leikfell, Æsufelli 4, er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknarfrestur er til 28. nóv. Umsóknir sendist til skrifstofu dagvist- unar, Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Kennara vantar við grunnskóla Eyrarsveitar, Grundar- firði. Upplýsingar veitir Jón Egilsson, skólastjóri i sima 93—8619 og 93—8637. BÓKAFRÉTTIR BÖKAFRÉTTIR BÖKAFRÉTTIR Að strjúka eða strjúka ekki Nýkomin er út hjá Máli og menningubarnabókin POLLI ER EKKERT BLAVATN eftir An- drés Indriöason. Þetta er nútímasaga úr Reykjavik. Abalpersónan, Polli, tiu ára strákur, er í upphafi bókarinnar aö strjúka að heiman þvi þar er allt svo öfugt og ómöguiegt. Þegar hann kemur aftur kemst hann að þvi að enginn hefurorðið var við að hann fór og að ástandið er oröið enn verra, heimilið allti upplausn. Það er þá sem Polli tekur til sinna ráða og atburðirnir fara að taka óvænta stefnu. Andrés Indriðason hefur áður skrifað bæði leikrit, sögur og kvikmyndahandrit. Fyrir söguna Ný barnasaga eftir Magneu frá Kleifum: Kátt er í Krummavik Út er komin hjá Iðunni ný barnabók eftir Magneu frá Kleif- um og nefnist hún Kátt er i K rum mavik. Þetta er sjálfstætt framhld sög- unnar Krakkarnir i Krummavik sem Ut kom i fyrra. Magnea frá Kleifum hefur samið allmargar barnasögur, þará meðal eru sög- urnar um Hönnu Mariu. — Nýja bókin, Kátt er i Krummavil^er Barnaplata með söngvum BókaUtgáfan örn og örlygur hf. hefur sent frá sér hljómplötuna „GEGNUM HOLT OG HÆÐIR”, með söngvum eftir Herdísi Egils- dóttur. ötgáfan mun á næstunni einnig senda frá sér samnefnda bók eftir Herdisi. A hljómplötunni „GEGNUM HOLT OG HÆÐIR” eru 11 lög eftir Herdisi og er texti þeirra einnig eftir hana. Margir þekktir hljómlistarmain og söngvarar koma fram á hljómplötunni, en útsetningu laganna og stjórn upp- töku annaðist Ragnhildur Gisla- dóttir og hljóðstjóri var Sigurður Bjóla. Söngvarar eru Aðalsteinn Bergdal, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Eggert Þorleifsson, Páll Þorsteinsson, Ingólfur Helgason, Ný barnabók eftir MAÐDITT OG BETA Mál og menning hefur sent frá sér nýja barnabók eftir hinn ást- sæla barnabókahöfund Astrid Lindgren. Þettaer bókin Madditt og Beta og er hUn framhald bók- arinnar Madditt sem kom Ut hjá forlaginu fyrir ári. Margar fallegar myndir eru i bókinni ogþærhefur Don Wikland teiknað, en hún hefur mynd- skreytt margar af bókum Astrid LYKLABARN hlaut hann barna- bókaverðlaun Máls og menningar 1979. POLLI ER EKKERT BLA- VATN er 204 bls., kápumynd eftir Pótur Halldórsson. Magnea ftí KJeifum myndskreytt af Sigrúnu Eldjám og erkápumynd einnig eftir hana. Sirgún Hjálmtýsdóttir, Þuriður Jónsdóttir, Kristján Edelstein, Mari'a Gunnarsdóttir, og Jóhanna Halldórsdóttir. Lögin á hljómplötunni tengjast ævintýrinu „GEGNUM HOLT OG HÆÐIR” og koma þar fram ýmsar skrýtnar persónur, svo sem tröllastrákar, rebbi, álfa- mær, tröllkonan — auk mennskra manna og barna. Fylgja textar laganna sérprentaðir með hljóm- plötunni. GEGNUM HOLT OG HÆÐIR verður einnig fáanleg á snældu. Lindgren. Sigrún Arnadóttir þyddi bókina. Til heiðurs Sigur- birni Einarssyni: Coram Deo komin út Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur gefið út bókina Coram Deo — Fyrir augliti Guðs — en bók þessi hefur að geyma greinasafn eftir dr. theol. Sigurbjörn Einarsson fyrrverandi biskup og er bókin gefin út i tilefni sjötugs- afmælis hans er var 30. júni s.l. Var það Prestafélag Islands sem átti frumkvæðið að Utgáfu bókar- innar, en i henni eru valdar greinar og ræður herra Sigur- björns Einarsson, þar sem m.a. er fjallað um frumþætti guðfræðinnar, innihald kristinnar trúar og trúvörn. Bókin CORAM DEO er 292 blaðsiður og hefur mjög verið til hennar vandað. Auk greina eftir herra Sigurbjörn Einarsson eru tvær ritgerðir i bókinnii Jón Sveinbjörnsson prófessor skrifar um guðfræðinginn og prédikarann Sigurbjörn Einarsson og dr. Páll Skúlason, prófessor um trúvörn hans. Greinar herra Sigurbjörns skipt- ast ifjóra aðalkafla er bera yfir- skriftina: Efnið frá upphafi; Þekking og trú; Fögnum fyrir Drottni og Sýnir. Þá er i bókinni ýtarleg skrá yfir ritverk herra Sigurbjtrns, og fremst i bókinni er Tabula gratulatoria. Bókin verður ekki til sölu i bókaverslunum, en unnt er að fá hana hjá Bókaforlaginu Erni og örlygi hf., SfðumUla 11, en upplagið sem er til er mjög takmarkað. Meistarmn og Margaríta eftir Búlgakof komin út í íslenskri þýðingu Hin víðfræga skáldsaga Mikha- II BUlgakofs Meistarinn og Margarfta er nú komin Ut I islenskri þýðingu hjá Máli og menningu. Þaö er Ingibjörg Haraldsdóttir sem þýðir bókina úr rUssnesku. Mikhail Búlgakof (1891—1940) lauk viðþessa skáldsögu skömmu fyrir andlát sitt og var þá lítil von um að sagan kæmist nokkru sinni á prent. Það geröist ekki fyrr en 1966—1967, að sagan var prentuð i sovésku tímariti, að visu með úr fellingum. Hér er sagan prentuö óstytt. Söguþráð i þessari meistara- legu og margslungnu skáldsögu er torvelt aö rekja f stuttu máli. Hún segir frá þvi þegar fjandinn og árar hans heimsækja Moskvu — og setja allt á annan endann. öll er frásögnin barmafull af skopi og beisku háði. öðrum þræði segirBúlgakof f þessu verki pislarsöguna upp á nýtt. Nýjasta barnabók ✓ Indriða Ulfssonar GEIRI „glerhaus” Geiri „glerhaus” heitir nýjasta barnabók Indriða Olfssonar sem bókaforlagið Skjaldborg sendir nU frá sér. Þetta er 14. barna- og unglingabók hans, en Indriði er fyrir löngu orðinn landskunnur fyrir bækur sinar. KÁTA á hættu- slóðum Káta á hættuslóðum er ellefta bókin f flokknum um Kátu litlu og Skjaldborg gefur út. Þetta er bók fyrir yngstu lesenduma og gerist hún í Afriku á meðal svartra barna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.