Þjóðviljinn - 13.11.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 13. nóvember 1981
Þrjú batamerki
í íslensku efnahagslifi
Hagur þjóðarbúsins
Viðskipti þjóðarinnar við
önnur lönd eru nú í betra
jafnvægi en oftast áður.
Viðskiptahallinn á þessu
ári er talinn verða aðeins
0,5%, en á seinustu 10 árum
hefur hallinn átta sinnum
verið 5 - 20 sinnum meiri en
nú (sjá meðfylgjandi súlu-
rit).
Gífurlegar olíuverðs-
hækkanir hafa valdið stór-
felldum halla á viðskipta-
jöfnuði flestra þjóða und-
anfarin ár, en auk þess er
fjárfesting þjóðarinnar í
mannvirkjum og nýjum at-
vinnutækjum hlutfallslega
mjög mikil miðað við
margar aðrar þjóðir eða
sem nemur fjórðungi af
þjóðarf ramleiðslu.
Viðskiptahalli sem nem-
ur aðeins 0,5% af þjóðar-
framleiðslu táknar með
öðrum orðum sagt, að nær
öll f járfesting landsmanna
á þessu ári í nýju og glæsi-
legu orkumannvirki við
Hrauneyjafoss, í nýjum
hitaveitum viðsvegar um
land, í stórfelldum fram-
kvæmdum við Suð-austur
línu og í margvíslegum
fjárfestingum, skipa- og
f lugvélakaupum, sem
munu koma okkur til góða
um langt skeið, sumar
jafnvel í marga tugi ára,— er borguð á borðið af þjóð- l'öa. (Úr fjárlagaræðu
að nær öll þessi f járfestinq arbúinu á því ári sem er að Ragnars Arnalds.)
% AF GJOLDUM
Rekstur ríkfssjóðs
Samkvæmt rikisreikn-
ingi fyrir liðið ár var ríkis-
sjóður rekinn hallalaust
árið 1980 í fyrsta skipti um
árabil og raunar með
tekjuafgangi sem nam
3,7% af útgjöldum. Ekki
veitir af, þar sem gífurieg-
ur halli var á ríkissjóði um
árabil, tímabilið 1975 - 1979
var hallinn að meðaltali
-í-3,1%, seinasta árið 1979
var hallinn -4-0,4% (sjá
súlurit). Flest bendir til
þess, að rekstur rikissjóðs
1 i
sé i viöunandi jafnvægi á
árinu 1981.
Á sama tíma hefur
greiðslustaða rikissjóðs
gagnvart Seðlabanka batn-
að, eins og best sést á því,
að skuld ríkissjóðs við
Seðlabankann sem hlutfall
af þjóðarf ramleiðslu hefur
lækkað seinustu árin; var
5,2% af þjóðarframleiðslu
1975 en stefnir í hlutfall
sem er innan við 2% í lok
þessa árs. (Úr fjárlaga-
ræðu Ragnars Arnalds).
Rekstrarjöfnuður
ríkissjóðs 1970-1980,
sem prósent af gjöldum
- 8
-10
4-12-
' 1970' '7 1
'72 '73
74
75
76 7 7
78 79
80
'AR
Minnkandi verðbólga
Verðbólgustigið hefur
farið verulega lækkandi á
þessu ári. Á árinu 1979 voru
verðhækkanir um 61% frá
upphafi til loka árs og 59%
á árinu 1980, en verða
sennilega um 40% á þvi ári,
sem er að líða.
Þessu marki verður þó
fyrst náð í árslok. Verð-
bólguþróun er oftast miðuð
við hækkun framfærslu-
vísitölu á seinustu 12 mán-
uðum. í júníbyrjun var
verðbólga komin niður í
51% og 1. september s.l. í
49%, en það er fyrst í árs-
lok sem 12 mánaða breyt-
ingin er komin niður í 40%.
Helsta ástæðan fyrir
þessum árangri eru efna-
hagsaðgerðir í ársbyrjun,
m.a. stöðvun gengissigsins
og hægari gengisbreyting-
ar en áður tíðkuðust. Þann-
ig hefur meðalgengi ís-
lensku krónunnar aðeins
lækkað á árinu um 17% að
meðtaldri seinustu gengis-
breytingu nú í nóvember.
Verðlagsbreytingar miðað við 12 mánuði