Þjóðviljinn - 14.11.1981, Page 3

Þjóðviljinn - 14.11.1981, Page 3
Helgin 14.—15. nóvember 1981 ÞJÓÐYILJINN — StÐA 3 Bergsveinn Skúlason skrifar: Margir munu kannast viö þann leik barna og unglinga, að flytja kerlingar eöa fleyta kerlingum. Hann var i þvi fólginn, aö taka litlar steinflísar — lófastórar, gjarnan minni — i fjörunni eöa viö vatnsborö tjarna, kasta þeim af hendi Ut á vatnsflötinn þegar hann var lygn og sléttur, á þann hátt, aöþær skylíuflatar á vatniö, hrykkju upp aftur eftir að hafa snert vatnið i fyrsta skipti, og héldu þvi áfram með nokkru millibili meöan afiiö entist sem þeim var gefið i fararnesti af þeim sem kastaði. Þetta hét, aö fleyta kerlingum eða aö flytja kerlingar. Engin takmörk voru fyrir þvi, hve margir gátu tekið þátt i þess- um leik. En sá þóttist mestur maðurinn, sigurvegari I leiknum, sem flestum kerlingum gat fleytt frá landi og sem lengst. En þaö hét kerlingihvert skipti, sem flis- in snerti vatnsflötinn og lyftist ifl?p af honum aftur þangað til hUn sökk. Til þessa leiks þurfti nokkurt afl, en einkum æfingu og lag. Ekki veit ég af hverju leikurinn hét svo, eða hvers vegna honum var gefið þetta nafn. En geta mætti þess til, aö flökku-og föru- kerlingum fyrrri alda hafi ekki þótt hæfa veglegri eöa buröa- meiri farkostur, og litill skaöi skeöur þótt þær næöu hvergi landi. E n hvað sem þvi liöur, var leik- urinn vel þekktur i Breiðafjaröar- eyjum þegar ég var strákur aö al- Vitanlega reyndu sjófarendur að forðast holgráfnar rastir i lengstu lög, einkum reyndir og rosknir formenn. Stundum kom- ust þeir þó ekki hjá þvi að fara þær, þar sem sund.voru þröng og ekki á aörar leiöar aö venda. — Aörir gerðu sér aö leik að sigla þær. Léku þaö sem Iþrótt.san fá- um hentaöi að taka þátt i. Stærri áraskipum, t.d. áttær- ingum, voru slikar rastir ekki ýkja hættulegar. Þeir báru af eina slettu, eitt skakkafall, þótt inn kæmi, væru þeir ekki þraut- hlaönir. Smærri bátum, einkum flat- botna borðlágum skektum, gátu þær reynst hættulegri, ef ekki var eöa minna á lofti. Einkum var þaö miöjan á kjölnum sem oftast loftaöi undir. Sjórinn nam þá aö- eins skut og barka, enda varð vandlega aö gæta þess, aö stýriö misstialdreisjó. Efþaö kom fyr- ir, gat stefnu bátsins geigaö, hon- um slegið flötum, og þurfti þá ekki aö leikslokum aö spyrja. En þaö var fleira sem varast þurfti. Báturinn máttiheldur ekki skera sig dýpra ofan I bárufald- ana en svo, aö efsti hluti þeirra næmi viö efri brún skjólborös eöa hástokks. Aöeins rykiö úr efsta hluta þeirra mátti koma inn. Litl- ar skektur afbáru ekki meira. Þær máttu ekki þyngjast aö mun. Þvi' gat dragreipismaöurinn stjómaö engu siður en sá sem stýrði. Hann gat hækkaö segliö litiö eitt, væri þaö ekki i fullu tré, sem sjaldnast var. Lyfti þaö þá bátnum. Verkaði eins og loftbelg- ur. Hækkiö þið seglin! stendur þar. Matthias vissi hvaö hann söng. Best var þvi, aö dragreipis- maöurinn væri svo æföur i faginu, aö formaöurinn þyrfti sem minnst aö segja honum til. Til þess gafst honum oft ekki tóm. Vissulega var þetta tveggja manna iþrótt, þótt ekki muni hafa sakaö.aö sá þriðjiværiaöskvetta úr trogi, ef með þurfti. Ekki hentaöi þessi sigling öör- um en þaulvönum bátasjómönn- um, og óvist aö hún hafi nokkurn tlma haft hagnýta þýðingu. En hún var til, og gott aö vita af henni. Einkum mun hún hafa veriö Að fleyta kerlingum — að flytja kerlingar ast þar upp, og þótti þá ekkert nýjabrum aö honum. Af likum og oröspori mátti ráða, að hann væri jafn gamall mannanna börnum á þeim slóðum. Og leikurinn barst frá tjörnun- um, meö þeim sem ólust þar upp, út á viðari vettvang. Nafniö var viöhaft um hæpna glannalega siglingu meö þverseglum á litlum skektum i úfnum straumröstum. Og skal nú leitast við aö lýsa slikri siglingu, þótt af vanþekk- ingu sé. — Sjálfur sá ég hana aldrei né tók þátt i henni. Hún mm alveg hafa horfiö af miðun- um með breyttum seglabúnaði. Straumar og rastirnar sem myndast i' hinum viöáttumikla Breiðafiröi, eru óii'kar og með ýmsum hætti. Sumar eru breiðar og lygnar, leggja undir sig heila flóa og breiða fjarðarkjafta, svo litt verða menn þeirra varir. Aðr- ar eru þvengmjóar, eins og snúð- haröur illa snúinn strengur. Þeyt- ast um mjó sund milli skerja og eyja, og geta þá orðið litt færar bátum eður ei, nema á liggjanda flóðs og fjöru. í þeim röstum eða strengjum sem bannig myndast, vaxa ekki þrekvaxnar, bakbreiðar ábúðar- miklar öldur, likar þeim sem Grimur Thomsen segir góu- storminn elta umi tslandshaf, heldur risa þar grannvaxnar upp- typptar bárur i fárra metra hæð, hver gegn annarri eins og reiðar kerlingar i þjóðsögum, og hreykja hvi'tum hártjásunum i allar áttir, án nokkurs markmiðs eða stefnu. Milli þeirra myndast þvi ekki öldudalir eöa hálsar, fyrir slikar lautirerekki rúm, heldur krapp- ar lautireða bollar.sem geta orö- ið býsna djúpar. Er þá sagt að rastirnar séu holgrafnar. Þegarsvo varkomið, var illtað fara um þær og verja bát ágjöf á venjulegan hátt. Enginn gat vitaö hvar næsta bára reis né hvar hún hneig. HUn var óútreiknanleg, stefnuiaus. Hún gat alveg eins risið og fallið afturyfir sig, gegn straumi og stormi, þegár sist varði, enda áttu þær höfuðskepn- urekki samleið þegar þannig stóð á, eða þá bara slett sér til hliðar, þegar minnst varði. Vwu þaö nefnd skakkaföll. æfður maður við stýri og drag- reipi. Og þó. Þaö var einkum á slikum bátum sem iþróttin var iðkuð. En I hverju var þá iþróttin fólg- in, þegar leikurinn hafði borist af lygnum tjörnum og vogum, þar sem fleytt var steindauöum stein- flisum og leikslokin voru fyrir- fram ráöin, út á ólgandi rastir, þar sem fleyttvar litlum skektum með lifandi mönnum? í stuttu máli var hún fólgin i þvi, að halda bátnum á bárutopp- unum, láta hann aldrei siga eða falla ofan i lautir eða bolla sem mynduðust milli toppanna. Sigl- ingin skyldi vera svo djörf, ferðin á bátnum svo mikil, að hann hent- ist á milli bárutoppanna meira iðkuö sem iþrótt af sjóhundum sem ekki kunnu að hræðast reiðar rastir. Hvergi hef ég séð hennar getið, en ómögulega má hún falla niður úr breiðfirskri siglinga- sögu. —■ Það sem hér aö framan er sagt, er einkum haft eftir tveimur merkum Breiöfiröingum, og skal ég nefna báöa, þótt gengnir séu þeir til feðra sinna i betra heimi, og eflaust hættir að glima viö all- ar rastir. — Enginn má þó ætla, að nokkur setning i frásögninni sé orörétt eftir þeim höfö. Þvi' fer fjarri. Enda langt siðan ég hlust- aði á sögur þeirra. Annar var Eyjólfur Eyjólfsson, er lengi bjó I Bjarneyjum. Hann sagöist hafa verið með að sigla Kringlu, straumröst er rennur um Æöarskerssund noröan Bjarneyja inn á fjöröinn, I álika ham og að framan er lýst. Ekki man ég hvað hann nefndi for- manninn, en rámar þó I, aö hann nefndi Sigurö storm I þvi sam- bandi. Þann sem hafði bárumar aö viðmælendum sinum þegar þær sóttu sem fastast aö. Hinn maöurinn var Guömundur Bersteinsson kaupmaöur i' Flat- ey. Hann sagðist hafa verið með Pétri Hafliöasyni frá Svefneyj- um, að fleyta kerlingum á litiUi skektu frá Hrólfskletti út i Hafn- arsundiö viö Flatey i noröan rok- veðri og stórstraums aöfalli, til lifhafnar viö Flatey. Pétur stýrði en Guömundur hélt dragreipinu. Hann sagði að svona sigling væri vel framkvæmanleg, ef ekki skorti áræði og örugga stjórn. Og hvorugt skorti þá félaga. Pétur þótti nokkuö áræöinn og galgopalegur sjómaöur á yngri árum sinum, en afburöa stjórnari opinna báta, svo sem veriö hafði Hafliöi faöir hans. — Gubmundur fullyrti, þegar ég heyrði hann segja frá þessari siglingu þeirra Péturs, aö ekki hafði hún verið neitt einsdæmi. Hann vissi ekki betur en fleiri ungir Breiöfirðingar hefðu fram að þeim tima stundaö þennan gamla leik frá bernsku. Gert hana að iþrótt, og þeir djörfustu valið rastirnar að leikvelli. ^KAUPFQMHD

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.