Þjóðviljinn - 01.12.1981, Side 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 1. desember 1981
Kellavik
KEFLAVÍK
Auglýsing um timabundna umferðartak-
mörkun i Keflavik.
Frá laugardegi 5. des. — fimmtudags 31.
des. 1981 að báðum dögum meðtöldum er
vöruferming og afferming bönnuð á Hafn-
argötu á almennum afgreiðslutima versl-
ana.
Á framangreindu timabili verða settar
hömlur á umferð um Hafnargötu og nær-
liggjandi götur ef þurfa þykir, svo sem
tekinn upp einstefnuakstur eða umferð
ökutækja bönnuð með öllu. Verða þá sett-
ar upp merkingar er gefa slikt til kynna.
Keflavik 1. des. 1981
Lögreglustjórinn í Keflavik.
i
• Blikkiðjan
Asgaröi 7/ Garðabæ
önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI 53468
OSBB!!
v'öbJóóum
°^pis ÁSKRriesen^
«ynnis?rFT W
°kkar
tyóóvih
"Jdnum.
stendui
'r í
látió
^UjgERDAR
Eflum
fram-
farir
fatlaðra
Bliss-nefndin þakkar Týsfélögum
Félagar úr Lionsklúbbnum Tý afhenda islensku Bliss-nefndinni hjálpartækin.
Doktor í
stærðfræði
í lok september varði Björn
Birnir doktorsritgerð i stærðfræði
við Courant stofnunina i New
York. Ritgerðin fjallar um ólinu-
legar diffurjöfnur og ber heitið':
Complex Hills Jafna, Complex
Korteweg-de-Vries flæði og Jac-
obi Varieties. Andmælendur voru
Peter Lax og George Papanic-
oiaou, en ritgerðin var unnin við
Oxford háskóla og Courant stofn-
un New York háskóla undir hand-
leiðslu Henry McKean.
Björn Birnir er fæddur i
Reykjavik árið 1953 sonur Jó-
hönnu Kristinar og Einars Birnis.
Hann stundar nú kennslu og rann-
sóknir i ölinulegum diffurjöfnum
við Arizona háskóla i Tuscon, að
hluta til á styrk frá Visindasjóði
íslands.
Fullt verð
fyrir nautakjöt
Ákveðið hefur nú verið að end-
urskoða búmark vegna nauta-
kjötsframleiðslu, eins og eftirfar-
andi tiilaga, sem samþykkt hefur
verið af Framleiðsluráði land-
búnaðarins, ber meö sér:
„Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins ákveður að endurskoða bú-
mark vegna nautakjöts með hlið-
sjón af framleiðslu þess á árunum
1979,1980 og 1981. Til ársloka 1981
og þar til annað verður ákveðið
skal nautakjöt greitt fullu verði.
Nautakjöt skal ekki hafa áhrif á
uppgjör á verði mjólkur og/isða
kindakjöts”.
Ljóst er þvi að framleiðendur
eiga að fá fullt verðlagsgrund-
vallarverðfyrir nautakjöt á þessu
ári og sú framleiðsla hefur engin
áhrif á uppgjör fyrir innlagða
mjólk eða kindakjöt á árinu 1981.
Jafnframt verður búmark endur-
skoðað hjá þeim bændum, sem
þess óska með tilliti til breytinga,
sem orðið hafa á framleiðslunni
árin 1979 - 1981.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Innheimta félagsgjalda
Alþýðubandalagsfélagar i Reykjavik! Ljúkið greiðslu félagsgjalda
fyrir árið 1981 fyrir áramót. — Stjórn ABR.
Alþýðubandalagið á Akureyri
Fundur um stefnumótun i fjölskyldumálum verður haldinn i
Lárusarhúsi miðvikudaginn 2. desember kl. 20.30. Að þessu sinni
verður fjallað um dagvistun og skólamál. Allt áhugafólk velkomið, f jöl-
mennið og takið þátt i skemmtilegu starfi.
Til innheimtumanna Happdrættis
Þjóðviljans i Reykjavik.
Núeru siðustu forvöð að gera skil i happdrætti Þjóðviljans. Hafið sam-
band við skrifstofu félagsins og athugið, hverjir hafa borgað á skrif-
stofunni — þaðsparar sporin. 1 dag verður opið til kl.19.30 og slmarnir
eru 17500 til kl. 17.00og 17.504 frákl. 17.00—19.30.
Alþýðubandalag Borgarness og nærsveita:
Félagsfundur verður haldinn föstudaginn 4. desember kl. 20.00 að
Kveldúlfsgötu 25.
Fundarefni: 1. Fréttir af flokksráðsfundi. 2. Kynming á drögum að sam
komulagi um sameiginlegt prófkjör stjornmálaflokkanna vegna
sveitarstjórnarkosninganna. 3. önnur mál. — Mætið vel og stundvis-
lega! — Stjórnin.
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins
i Suðurlandskjördæmi
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins i Suðurlandskjördæmi
verðurhaldinn i ölfusborgum um helgina 5.-6. desember n.k. Fundur-
inn verður settur kl. 13.30 laugardaginn 5. desember. — Stjórn kjör-
dæmisráðsins.
V iðsklptasamnmgur
við Svisslendinga
26. nóvember s.l. var undirrit-
aður i Genf viðskiptasamningur
milli tslands og Sviss. Tryggir
samningurinn tollfrelsi fyrir inn-
flutning til Sviss á islenskum
sjávarafurðum, sem ekki falla
undir EFTA-sáttmálann. Er þar
um að ræða ísfisk, heilfrystan
fisk, saltfisk, saltsild og humar.
Island hefur itrekað reynt að fá
allar sjávarafurðir undir friversl-
un i EFTA. Á ráðherrafundi sam-
takanna i mai 1980 flutti Tómas
Árnason viðskiptaráðherra til-
lögu um að vörusvið EFTA-sátt-
málans næði til allra fiskafurða.
Sérfræðinganefnd var falið að at-
huga málið en niðurstaöa varð sú.
áð ekki væri grundvöllur fyrir
samþykki tillögunnar.
Niðurstaða þessi var kynnt á
ráðherrafundi s.l. vor og lýsti
viðskiptaráðherra vonbrigðum
sinum með hana. Svisslendingar
voru fylgjandi tillögu Islendinga
og lýstu sig jafnframt reiðubúna
til viðræðna um tvihliða samning
um tollfrelsi fyrir allar sjávaraf-
urðir. í reynd eru umsamin toll-
friðindi að mestu leyti þegar i
gildi á grundvelli tvihliða samn-
ings Portúgals og Sviss, en sá
samningur fellur úr gildi þegar
Portúgal gerist aðili aö Efna-
hagsbandalagi Evrópu.
Leiðrétting
1 minningargrein um Jón
Konráð Stefánsson
Klemenzson varð sú villa, að
i yfirfyrirsögn stóð „Kveðja
frá dóttur”, en átti að vera
„Kveðja frá ddtturdóttur”.
Er beðist velvirðingar á
þessum mistökum.
Þjóðviljlnn
Áskriftarverð Þjóðviljans
verður frá 1. desember kr.
100 á mánuði. Lausasöiuverð
verður kr. 6.00 pr. eintak, en
Sunnudagsbiaðið kostar kr.
9.00 pr. eintak.
Grunnverð auglýsinga
verður kr. 60.00 pr. dálk-
sentimetra.
— mhg