Þjóðviljinn - 01.12.1981, Síða 15

Þjóðviljinn - 01.12.1981, Síða 15
Þriöjudagur 1. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 |\/| Hringiö í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum fra Frönskukennari óskar eftir pennavinum Þjóöviljanum hefur borist bréf frá Frakklandi þar sem óskaö er eftir pennavinum á íslandi. Bréfiö er skrifaö á ensku og er svohljóöandi: Ég er frönskukennari, 26 ára gömul og ætla aö heimsækja tsland næsta sumar. Timann þangaö til vil ég gjarnan nota til aö skrifast, á viö tslend- inga á frönsku, ensku eöa norsku. Nicole PRÉZEAU 23 Avenue Stephen PICHON 75013 PARIS FRANCE lesendum Þarna eru krakkarnir á Sólborg á Seltjarnarnesinu búnir aö króa eina fóstruna sina af. Ljósm. — eik. Islensku máli misþyrmt Sjónvarpsáhorfandi hringdi og sagðist ekki geta orða bundist vegna þeirra þýðinga# sem þjóðinni væri boðið upp á í sjónvarpinu. A miövikudaginn heföi t.d. veriö á dagskrá i sjónvarpinu þátturinn Fólk aö leik. Þar heföi mátt heyra málsgrein sem þessa: „Viska og sálarró skina af andlitum þeirra”, og ennfremur: „Fólkið var að gera eitthvað i morgunsár- inu”. Skilyröi fyrir þvi aö fólk væri fært um aö þýöa erlend mál yfir á islensku væri kunn- átta bæði hvaö varöaöi er- lenda máliö og islenskuna. Þessari kunnáttu heföi ekki veriö fyrir aö fara hjá þýö- anda. En þó tæki steininn úr, þegar islenskumaöurinn Guöni Kolbeinsson, sem heföi tekið aö sér aö leiöbeina þjóð- inni i notkun málsins, léti áö- urgreindar ambögur út úr sér óleiðréttar. Vísur frá Lesandi gaukaöi aö okkur þessum visum um daginn og lét eftirfarandi formála fylgja þeirri fyrri: Skoffin er sagt aö sé af- kvæmi tófu og kattar og er kötturinn móðir. Veröa þvi skoffin ætiö drepin áöur en þau komast upp (úr Þjóösög- um Jóns Arnasonar). Ef svo héldi áfram, aö óhæf- ir þýðendur yröu látnir eyöi- leggja islenskuna, þá væri kannski best aö leggja hana niöur og sleppa henni viö að þola slikar misþyrmingar. lesanda Eykst nú vinþekkjarnans vandi varla mun hann smakka meir, þegar blaösins forni fjandi, fer aö vinna fyrir geir. Ellert Eitt sinn var hann áfjáöur, i aö gerast einráöur, ætli hann veröi útmáöur, eöa gerist óháöur? ^/\&Bi J L \{J s/t£ óí/ oocB- lA AV A/4 j ó l/ M h *> /I b'Ð i f A 0 (j1 j. 'AI4. Barnahornid KISA eftir Jóhönnu Jóhanna er 5 ára og býr að Ystafelli 35 i Reykjavík. Hún sendi okkur myndina af kisu og meðfylgjandi texta: Pabbi, sagði Dísa, viltu vera svo góður að ná í kisu mína. Já, sagði pabbi. STELPAN OG KISAN U.G., 9 ára, sendi okk- ur þessa sögu um stelp- una sem var vond við kisuna sína: Einu sinni var stelpa. Hún átti eina kisu og togaði alltaf í skottið á henni. Einu sinni dreymdi hana að kisa væri hún og hún væri kisa. Hún (kisa) togaði í skottið á henni (stelp- unni). Hún öskraði og mamma hennar kom hlaupandi. Hún sagði henni allan drauminn og hætti að vera vond við kisu. HELSTEFNA EÐA LÍFSSTEFNA Útvarp kl. 14.15 Stúdentar munu ao venju minnast full- veldisdagsins i dag með samkomu i Há- skólabiói. útvarpað verður beint frá sam- komunni, en þar mun Visnaflokkurinn Hrim syngja, hópur úr Al- þýðuleikhúsinu flytja frumsaminn leikþátt, Bubbi Morthens syng- ur og stúdentar flytja ræðu og lesa ljóð. Að- alræðumaður á sam- komu stúdenta er sr. Gunnar Kristjánsson að Reynivöllum i Kjós. Dagskráin verður helguð þeirri umræðu um kjarnorkuvigbún- að, sem svo mjög hef- ur einkennt þjóðmála- umræðuna i Evrópu i ár. Yfirskrift dag- skrárinnar er: Kjarn- orkuvigbúnaður: HELSTEFNA EÐA LÍFSSTEFNA. „Kjarnorkuvigbúnaöur: Hel- stefna eöa lifsstefna” heitir hátiöarsamkoina stúdenta i dag, fullveldisdag tslendinga. Aöalræöumaöur samkomunn- ar er sr. Gunnar Kristjánsson aö Reynivöllum i Kjós. Nýr flokkur: Refskák í kvöld heldur innreið sina i sjónvarpið nýr breskur njósnamynda flokkur. Fyrsti þátturinn ber heitið Sex litlar mýs, en alls veröa þættirnir átta, og eru þeir eftir Philip Makcie. Hver þáttur er sjálf- stæöur, en þó tengjast þeir I heild. 1 þáttunum segir frá TSTS, deild i bresku leyniþjónust- unni, sem sér um hæfni um- sækjenda til njósnastarfa. TSTS h/f hefur aösetur i miö- borg Lundúna. Starfseminni stjórnar Cragoe, aðstoöar- maður hans heitir Zelda. Wigglesworth og Herbert sjá um að prófa væntanlega njósnara. Leikstjóri er Alan Cooke en meö helstu hlutverk fara Sandra Dickinson, Clive Arr- indell, Nicholas Jones, Mal- colm Terris, Alan Howard, Alan Howard i hlutverki sinu sem Cragoe, yfirmaöur TSTS h/f. Sarah Porter og Richard Mor- ant. Þýöandi er Ellert Sigur- björnsson. Sjónvarp fiy kl. 21.25 Robbi og Kobbi Sjónvarp O k*- 20.40 Að afloknum fréttum, auglýsingum og dag- skrárkynningu verður sýndur þáttur úr tékk- neska teiknimynda- flokknum Robbi og Kobbi. Þættir þessir eru vel gerðir og óhætt að mæla með þeim fyrir fullorðna jafntsem börn — ef þau eru þá ekki komin í háttinn blessuð þegar hann byrjar. Fyrir börnin: tciknimyndaflokkurinn Robbi og Kobbi er á dag- skránni I kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.