Þjóðviljinn - 04.12.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVÍLj’lNN I^Östudagur 4. desember Í981.
KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍðtalÍð
Þú verður að stækka meira mamma, ég er að ná
þér!
Blús í Nefs í kvöld
The Missisippi Delta Blues Band er komin hingaO aftur á vegum
Jazzvakningar. Þessi heimsfræga hljómsveit ieikur rafmagnaðan
blús, leggur áherslu á samspil og sóló rafgitara, auk kraftmikils
„ryþma”. Hijómsveitin lék í gær á hótei Sögu en mun i kvöld halda
aöra tónleika i Félagsstofnun stúdenta og verður húsið opnað kl.
20.00. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.
Hljómplata frá
Jassvakningu
Fyrir nokkru gaf Jazzvakning
út plötuna Jazzvaka. Þessi plata
var hljóðrituð fyrir rúmu ári á
Hótel Sögu og ieika þar bassa-
leikarinn Bob Magnússon, Guð-
mundur Ingólfsson, pfanóleik-
ari, Rúnar Georgsson tenór-
saxófónleikari, Viðar Alfreðs-
son blásturshljóðfæraleikari og
Guðmundur Steingrfmsson
trommuleikari.
A plötunni eru fimm verk, tvö
þeirra eru fslensk þjóðlög f út-
setningu Gunnars Reynis
Sveinssonar tónskálds — Móðir
min f kvi kvi, og samanbræddir
þrir húsgangar. Hinn gamal-
kunni jazzópur Guðmundar
Ingólfssonar er þar einnig, er
ber nafnið Seven special. Þá eru
þar tvö erlend lög, You’d be so
nice to come home og I’m gett-
ing sentimental over you.
Allir hljóðfæraleikararnir eru
þeim vel kunnir sem elska hina
ljúfu sveiflu jazzins og er platan
hin elskulegasta á að hlýða.
Jazzunnendur ættu að fá sér
eintak til að geta látið unaðinn
fylla æðarnar.
Svkr.
Rætt við Kristjón
Sigurðsson
í Búðardal:
Búðdælir
lifa af
þjónustu-
starfsemi
„Eg vinn sem rafvirki hjá
Rafmangsveitum rikisins og
sinni viðhaldi á linum á Vestur-
landi”, sagði Kristjón Sigurös-
son frá Búðardal I Dalasýslu er
blaöamaöur átti viötal viö hann
i gær.
„Þú spyrö á hverju menn lifi i
Búðardal. Búðdælingar lifa al-
farið á þjónustustarfsemi við
landbúnaðinn i sýslunni og ef
samdráttur verður i honum
bitnarþaðstrax á fólkinu i þess-
ari þjónustu.
Annars eru helstu atvinnurek-
endur i Búðardal náttúrulega
kaupfélagið, sem rekur verslun,
og aðra starfsemi, s.s. bilaverk-
stæði, sem nú er reyndar verið
að afleggja. Þá er þar einnig
mjólkurstöð, Vegagerðin og
Rafmagnsveiturnar hafa þar
lika bækistöðvar, þar er barna-
skóli og heilsugæslustöð með
tveimur læknum. Einnig er þar
útibú frá Búnaðarbankanum og
simstöð fyrir sýsluna. í Búðar-
dal eru lika búsettir iðnaðar-
menn, sem þjóna svæðinu og
þar er rekin verktakastarfsemi.
Er það fyrirtækið Tak sf., en Jó-
hannes Benediktsson er fyrir
þvi. Þá er þar kjötpokaverk-
smiöja, þar sem bæði er prjón-
að og saumað. Verið er að
kanna hvort nota megi Búðar-
dalsleirinn til vinnslu skraut-
muna, og lofar það góðu. Mikið
er af þessum leir bæði i Laxár-
dal og i Saurbæ.
Varðandi simaþjónustuna, þá
hefur hún batnað mjög upp á
siðkastið. Búið er að tengja
sjálfvirkan sima i Hvamms-
sveit og út Fellsströnd að Stað-
arfelli og i Saurbæ nema að
Jólin og
umferoin
Bindindisf élag öku-
manna hefur nýlega gef-
ið út jóladagatal, sem
dreift er endurgjalds-
laust. A dagatalinu eru
heilræði til vegfarenda í
jólaumferðinni, eitt heil-
ræði á dag. Þjóðviljinn
hefur fengið leyfi til að
nota jóladagatal til að
minna á jólin og þær
hættur sem fylgja jóla-
umferðinni.
„ émM
til jðsa
*§>
o&ndindisföl&g Skummna
Kleifum. Aðrir bæir eru i sam-
bandi við slmstöðina i Búðardal,
en þar er næturþjónusta.”
— Hafa framkvæmdir veriö i
samgöngumálum?
,,I haust var unnið kappsam-
lega að uppbyggingu flugvallar-
ins á Kambsnesi og í sumar var
lögð oliumöl frá Laxá i gegnum
Búðardal allt að Hjarðarholts-
afleggjara og göturnar i Búðar-
dal hafa verið undirbúnar fyrir
slitlag.”
— Hvaö um skólamálin?
„Eins og ég sagði áðan er
skóli i Búðardal fyrir Laxár-
dalshrepp, en á Laugum i
Hvammssveit er rekinn skóli
fyrir aðra hreppa sýslunnar.
Enginn 9. bekkur er hins vegar i
Búðardalsskóla, svo þeir ungl-
ingar fara inn að Laugum.”
— Nú er enginn kvennaskóli
að Staöarfelli eins og foröum?
„Nei, á Staðarfelli er rekin
endurhæfingarstöð á vegum
S.A.A. Þar eru 24-32 vistmenn,
sem dvelja þar i fimm vikna
endurhæfingu.”
— Hvernig er félagslif I Döl-
um?
„Félagslifið er alltaf með
daufara móti á þessum árstima,
en þegar kemur fram yfir hátið-
irnar fer að lifna yfir. t Búðar-
dal er starfandi Leikklúbbur
Laxdæla og er nýkjörinn for-
maður hans Guðrún Konný
Pálmadóttir. Nú svo er Lions-
klúbbur starfandi og ung-
mennafélag”, sagði Kristjón aö
lokum. — Svkr. >
Nýir eigendur
að Meyjunni
Eigendaskipti hafa orðið á
Hárgreiðslustofunni Meyjunni,
Reykjavikurvegi 62 i Hafnar-
firði. Guðný Gunnlaugsdóttir,
hárgreiðslumeistari.sem opnaði
stofuna I upphafi þessa árs er nú
flutt af landi brott og eru nýju
eigendurnir Ingibjörg Einars-
dóttir, hárgreiðslumeistari og
Olöf Halldórsdóttir. Hár-
greiðslustofan Meyjan mun á-
fram kappkosta að veita Hafn-
firðingum sem besta þjónustu
og býður gamla viðskiptavini
velkomna. Þess má geta að
Ingibjörg lærði i Hafnarfirði og
starfaði um árabil i Hár-
greiöslustofunni Lokki. Meyjan
er sem fyrr segir á Reykjavik-
urvegi 62, annarri hæð, og sim-
inn er 54688.
A myndtoni eru f.v. Helga Kristin Bragadóttir nemi, Ólöf Halldórs-
dóttir og Ingibjörg Einarsdóttir hárgreiöslumeistari.
t tilefni hækkana á bensini og
áfengi:
Þaö hlýtur aö hægjast um
hjá lögreglunni: Það hefur eng-
inn efni á þvi aö keyra undir
áhrifum lengur.
<
P
o
Þh
■ ' t * . í > t' • s - V \ •• 1 ' , ■ V's V ■ • .. \\V Get ég tekið af mér handklæðið eða ætl- arðu að halda áfram r" að telja dagana til_y jóla?