Þjóðviljinn - 04.12.1981, Blaðsíða 6
6 SlÐA~-i ÞJÓÐVILJINN- Föstudagur 4. desember 1981
Jan-Meyen samkomulagið:
Helmingaskipti
yið Norðmenn
þingsjá
i gær kom til kasta alþingis
nokkuð á óvart samkomulag ts-
lands og Noregs vegna Jan
Mayen. Þetta mál var númer 26 á
prentaðri dagskrá svo þingmenn
áttu ekki von á að það væri tekið
fyrir á stuttum fundi i gær. En
engu að siður var fjaiiað um það
þartil þingmenn fóru I boð til
Bessastaða einsog hefð segir til
um á hverju hausti. Ólafur Jó-
hannesson fylgdi samkomulaginu
úr hlaði og þingmennirnir Bene-
dikt Gröndal, Eyjólfur Konráð
Jónsson og ólafur Ragnar Grims-
son lýstu yfir stuðningi sinum við
það.
■ hafa verið lagðar fram á i
Iþingi er ein frá Þorvaldi I
Garðari til viðskiptaráð- |
herra um oliustyrki til jöfn- ■
■ unar og lækkunar hitunar- l
Ikostnaðar. Þá hefur I
Matthfas A. Mathiesen lagt |
fram fyrirspurn til fjármála- ■
• ráðherra um lántökur rikis- l
I sjóðs og ríkisstofnana 1. jan. I
1 til 30.nóv. 1981. 1
; —og I
Ólafur Ragnar Grimsson lagði
sérstaka áherslu á að i samkomu-
laginu fælist framfaraskref frá
fiskveiðisamkomulaginu sem
hefði reynst ðfullkomið einsog Al-
þýðubandalagið hefði á sfnum
tima bent á.Hefði sértúlkun Norð-
manna ráðið miklu á þvi sam-
komulagi, og það hefði sýnt sig I
ágúst-september sl. að Danir
hefðu veitt loðnu á Jan Mayen
svæðinu án nokkurs samráðs við
Islendinga. Nýja samkomulagið
sem nú kæmi til kasta þingsins
væri mun skeleggara og i sam-
ræmi við þá meginstefnu Islend-
inga um helmingaskipti á hafs-
botni og hafssvæði, sem Alþýðu-
bandalagið hefði barist fyrir. Slik
ákvæði væru nauðsynleg fyrir
marga hluta sakir. Islendingar
yrðu að hafa rétt til að synja bor-
unum og öðrum athöfnum sem
hugsanlega hefðu i för með sér
röskun á lifríki sjávarins. Auk
þess sem hugsanlegar auðlindir á
svæðinu ættu að vera okkur jafn
tiltækar og Norðmönnum. Von-
aðist hann til að málið fengi vand-
aða meðferð i utanríkisnefnd og á
þinginu siðar.
— dg
Umræðan um almannavarnir
Samstarf á milli
björgunaraðila
1 umræðum á sameinuðu þingi
um frumvarp um. eflingu al-
mannavarna lýsti Skúli Alex-
andersson stuðningi sinum við
frumvarpiö en lagði jafnframt
áherslu á þaö starf sem unnið
hefur verið að almannavörnum
hér á landi undanfarna áratugi.
Hlutur Slysavarnafélags tslands
og annarra björgunaraðilja, sem
hefur starfað hér undanfarna
áratugi með miklum sóma væri
mjög stór og mætti ekki vanmeta.
„Skoðun inin er sú, að almanna-
varnir á tslandi verði aidrei
byggðar upp almennilega nema i
samstarfi við þessa frjálsu aöilja
sem hafa gert kraftaverk á þess-
um vettvangi á undanförnum ár-
um”.
I lok máls sins sagöi Skúli:
,,Ég get lika sagt það, að mér
ofbýður hálfpartinn að koma inn
á sveitarskrifstofur út um land og
sjá þar 4, 5 eða 6 möppur frá Al-
mannavörnum rikisins, sem
sjaldan eða aldrei eru opnaðar en
vitandi aftur á móti, að við hliðina
á þessari stofnun eru kannske
frjáls samtök, sem hafa litinn og
engan rikisstyrk til sinna starfa.
Ég vil sem sagt undirstrika það,
að ég tel að um leið og við byggj-
um upp almannavarnir á þeim
vettvangi, sem hér er lagt til, þá
veröi hinum þættinum ekki
gleymt og hann styrktur og
efldur”.
— óg
Tvö frumvörp
Hagsmunir
Lögð hafa verið fram á þingi
tvö frumvörp sem varða hags-
muni grásleppuveiðimanna öðru
fremur, Annars vegar er um að
ræða frumvarp til laga um út-
flutningsgjald af grásleppuaf-
urðum. Frumvarp um sama efni
varfluttá þinginu i fyrra,en hlaut
ekki afgreiðslu. Ýmis andmæli
komu þá fram sem nú hefur verið
Hitamál sumarsins úr sögunni?
Lokunartími
sölubúða frjáls
Þau Vilmundur Gylfa-
son, Guörún Helgadóttir og
Árni Gunnarsson hafa lagt
fram lagafrumvarp um
lokunartima sölubúða,
þarsem segir að lokunar-
tími sölubúða skuli vera
frjáls.
1 greinargerð með frumvarpinu
segja flutningsmenn m.a. að nú-
gildandi lög séu frá árinu 1936 og
séu fyrir margra hluta sakir orðin
úrelt. Lokunartiminn hefur verið
i höndum sveitarstjórna á hverj-
um stað. 1 Reykjavik hafi borgar-
stjórn sett nokkuð strangar regl-
ur, sem ekki hafi átt vinsældum
að fagna. Siðar i greinargerðinni
segja flutningsmenn:
„Siðan lögin um lokunartima
voru sett hefur og orðið veruleg
breyting á verslunarháttum i
þéttbýli, með tilkomu stórmark-
aða. Smærri kaupmenn, „kaup-
menn á horninu” hafa átt mjög i
vök að verjast. Þessar verslanir
veita hins vegar mjög mikils-
verða þjónustu i einstökum ibúð-
arhverfum. Ef meira frjálsræði
gildir, þá viröist rétt að álykta að
hinir smærri kaupmenn hafi betri
og jafnari samkeppnisaðstöðu,
þar sem þeir að ööru jöfnu ættu að
hafa betri tækifæri til þess að
versla utan hins hefðbundna
vinnutlma.
Þvi miður er það svo að starfs-
fólk i verslunum býr oft við afar
lök kjör. Þeirri röksemd hefur
verið hreyft, að strangar reglur
um lokunartima sölubúða verndi
hagsmuni þessa starfsfólks og
verndi það gegn óhóflegum
vinnutima. Þessar röksemdir
hafa visastverið réttar þegar lög-
in, sem nú er lagt til að séu af-
numin, voru sett. Hins vegar á nú
að vera hægt að tryggja þessu
fólki betri afkomu á frjálsum
vinnumarkaði en með hamlandi
lögum”.
— óg.
Fyrsta mál
á milli
deilda
1 fyrradag voru fyrstu mál
afgreidd frá nefndum i efri
deild alþingis á þessu haust-
þingi. Þrjú mál voru af-
greidd i deildinni og send
neðri deild til umfjöllunar.
1) Ráðstafnanir vegna
breytinga á gengi íslenskrar
krónu. 2) Norðurlandasamn-
ingur um aðstoð i skatta-
málum. 3) Kosningar til al-
þingis, þarsem gert er ráð
fyrir að námsmenn biisettir
á Norðurlöndum geti fengið
að kjósa án -teljandi erfið-
leika tilalþingis. —óg
grásleppuveiðimanna
tekið tillit til. Sömu sögu er aö
segja um hitt frumvarpið um
Aflatryggingasjóð sjávarútvegs-
ins með áorönum breytingum.
Frumvarp um aflatrygginga-
sjóð grásleppuveiðimanna var
einnig flutt á siðasta þingi. Þótti
þá eðlilegt vegna sérstöðu grá-
sleppuveiða eðlilegt að aflatrygg-
ingar ættu heima i sérstökum
lógum. Ymsir hagsmunaaðiljar
hafa nú fjallað um málið og við
nánari skoðun hefur þótt eölilegt
að fella ákvæöi um aflatrygg-
ingasjóð grásleppuveiðimanna
inn i Aflatryggingasjóð sjávarút-
vegsins. Fiskifélag Islands mun
hafa átt þátt i þeim breytingum
sem gérðar hafa verið á frum-
varpinu siðan i fyrra. — óg
Bók um
íslenska
náttúru-
fræðinga
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur gefið út ritið tslenska nátt-
úrufræðinga eftir dr. Steindór
Steindórsson frá Hlöðum, en það
hefur að geyma yfirlit um lif og
störf átján íslenskra náttúrufræð-
inga sem allir voru brautryðj-
endur hver á sinu sviði allt frá 16.
öld og fram á 20. öld.
Inngangur bókarinnar fjallar
um frumherjana Odd Einarsson
biskup, Gisla Oddsson biskup,
Jón Guðmundsson lærða og Þórð
Þorkelsson Vidalin rektor. Siðan
koma ritgerðir um náttúrufræð-
ingana Eggert Ölafsson skáld,
Bjarna Pálsson landlækni, Ólaf
Olavius, Svein Pálsson lækni, Odd
Hjaltalin lækni, Jónas Hallgrims-
son skáld, Benedikt Svein-
bjarnarson Gröndal skáld, Þor-
vald Thoroddsen, Ólaf Daviðsson
fræðimann, Stefán Stefánsson
skólameistara, Bjarna Sæmunds-
son fiskifræðing, Helga Jónsson
grasafræðing, Helga Pjeturss
jarðfræðing og Guðmund G.
Bárðarson jarðfræðing.
Hverri ritgerð fylgir skrá um
helstu heimildarrit. Bókin gefur
glögga hugmynd um þróun hinna
ýmsu greina náttúrfræðanna á
umræddu skeiði, auk þess sem i
henni er að finna mikinn fróðleik
um lif og hagi tslendinga fyrr á
timum.
Ritið er aðgengilegt aflestrar
en veitir jafnframt leikum sem
lærðum merka innsýn i náttúru-
visindin sjálf.
Þulur
Theodóru
Thoroddsen
ÞULUR THEODORU
THORODDSEN sem lengi hafa
verið ófáanlegar eru nú komnar
út i 5. útgáfu hja' MALI OG
MENNINGU.
ÞULUR THEODÓRU þekkja
allir sem komnir eru til vits og
ára og nú gefst ungum lesendum
kostur á að kynnast þessum perl-
um. óþarft er að minna á þulur
eins og „Tunglið, tunglið taktu
mig” og „Fuglinn i fjörunni”, en
alls eru tólf þulur i bókinni.
Myndirnar við þulurnar hafa þeir
gert Guðmundur Thorsteinsson
(Muggur) og Sigurður
Thoroddsen.
Bókin er 24 blaðsiður; prentun
annaðist Formprent hf.
HÉRERBÓKIN!
LOKSINS SJÓMANNABÓK, SEM SELTUBRAGÐ ER AF!
____________________ SKUGGSJÁ
bókabúð ouvers steins se
Ásgeir Jakobsson:
GRÍMS SAGA TROLLARASKÁLDS
„Sagan seglr frá því sem Grímur reynir á togurunum á stríðs-
árunum og þar er allt á sínum stað: lífsháskinn, hjátrúin, veðurhörkur,
manntjón, slagsmál, rosalegar uppákomur og tllsvör, fyllerí og kvennafar... Þessi
„sjómannabók" fer í hinn betri flokkinn.“ — Árni Bergmann, Þjóðviljinn.
„Saga Gríms trollaraskálds er afbragðsvel rituð, sögð á lifandi og kjarngóðu
sjómannamáii... saga sem allir ættu að lesa... Þessi bók er tvímælalaust merkust og
íslenskust þeirra nýju skáldsagna sem ég hef lesið í vetur.“ — Jón Þ. Þór, Tímanum.
„Mér var sannarlega oft dillað við lestur sögunnar... Þar er lífinu, veiðunum og
lífshættunni á togurunum lýst af meiri þekkingu og glöggskyggni en nokkur hefur
gert áður... Mér dettur í hug að elnhvern tíma gerist það, að ungur og metnaðar-
gjarn íslenskur fræðimaður — eða jafnvel breskur — grípi þessa bók feginshendi
sem tilvalið efni í doktorsritgerð.“ — Guðm. G. Hagalín, Morgunblaðinu.
Ný norsk barnabók
Náttfuglamlr
Ut er kornin hjá IÐUNNI
barnabókin Náttfuglarnir
eftir norska höfundinn
tormod Haugen. Hann er
kunnur böfundur og hefur
hlotið viðurkenningu fyrir
barnabækur sinar, m.a.
verðlaun norskra gagnrýn-
enda.
Þegar þessi bók, Náttfugl-
arnir, kom út i' Þýskalandi
var hún sæmd þýskum
barnabóka verðlaunum og
valin hin besta úr hópi um
sex hundruð böka, út gefinna
i Vestur-Þýskalandi, Austur-
riki, RUmeniu og Sviss.