Þjóðviljinn - 04.12.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. desember 1981.
Baldur
Guðlaugsson,
lögfræðingur:
Mlkil
upplffun
Baldur Guðlaugsson lögfræð-
ingur heimsótti flugvélamóður-
sÚpið J.F. Kennedv og höfuð-
stöðvar NATO i boði USICA og
NATO á þessu ári. Hann var að
því spurður, hvers vegna hann
teldi að einmitt honum hefði verið
boðið í þessa ferð.
— Mér er ekki kunnugt um
þeirra ástæður, en ég hef um
nokkurtskeiö haftáhuga á og af-
skipti af utanrikis- og varnarmál-
um auk þess sem ég er menntað-
ur á þessu sviði. Þá hef ég tekið
þátt i félagsstarfi sem varðar
þessi mál, var t.d. formaður ut-
anri'kisnefndar Sambands ungra
Sjálfstæðismanna i 4 ár.
— Telur þú eðlilegt að erlend
sendiráð skipuleggri slika kynn-
ingarstarfsemi undir þeim yfir-
lýsta tilgangi að hafa áhrif á
Baldur Guðiaugsson: Peningun-
um illa varið ef breyta hefði átt
afstöðu minni.
skoðanamyndun hér á landi um
öryggis- og varnarmál?
— Sá tilgangur var aldrei yfir-
lýstur við mig, en hafi þetta verið
tilgangurinn hvað mig varðar, þá
held ég að peningunum til þessa
hafi verið illa varið, þvi min af-
staða var öllum ljós og breyttist
ekki við ferðina.
— Thomas Martin forstöðu-
maður Menn ingar s tof nunar
B andarik jan na lýsti þvi sem
„óviðjafnanlegri lifsreynslu” að
gista um borð i flugvélamóður-
skipi. Var það einnig reynsla þin?
— Það er mikil upplifun að
lenda i fljötandi samfélagi eins og
þessu, þar sem búa á milli 5 og 6
þúsund manns. Það er einnig lífs-
reynsla að sjá allan þann flug-
vélakost sem þarna er að finna.
En ég skoðaði lika Pompeii' þessu
ferðalagi og mér fannst það ekki
siður lifsreynsla, en hvorug heim-
sóknin hafði mótandi áhrif á af-
stöðu mína til öryggis- og varnar-
mála. Þetta er hvorugttveggja
spurninginumað upplifa eitthvað
stórbrotið.
— Finnst þér eðlilegt að Menn-
ingarstofnun Bandarikjanna loki
fyrirupplýsingar til fjölmiðla um
ferðirsem þessar og að þær séu á
cinhvern hátt leynilegar?
— Ég á erfittmeð að tjá mig um
það, — ég geri ráð fyrir að Upp-
lýsingaþjónustan vilji hlifa
mönnum við árásum og aðdrótt-
unum einstakra fjölmiðla svo
sem Þjóðviljans.
— Finnst þér þá að eigin mati
að það sé á einhvern hátt sak-
næmt að þiggja boð sem þessi?
— Sjálfur hef ég góða samvisku
og finnst sjálfsagt að svara ykkar
spumingum,sem ég veit að stafa
af fróðleiksfýsn einni saman.
—ólg.
Atli Asmundsson: Ég sef alls-
staðar vel.
Atli Ásmundsson,
starfsmaður
Framsóknar-
flokksins:
Öll
kynning
er jákvæð
Atli Ásmundsson starfsmaður á
skrifstofu Framsóknarflokksins
var einn þeirra sem gistu um borð
i f lugvéla móðurskipinu J.F.
Kennedy á Miðjarðarhafi á þessu
ári.
Hann var fyrstur spurður að
þvi, hvers vegna hann teldi að
einmitt honum hefði verið boðið I
ferð sem þessa.
— Ég veit ekki þeirra ástæður,
en ég er áhugasamur um alþjóða-
mál, og það hefur kannski verið
ástæðan.
— Er ekki ástæðan lika sú, að
þú hefur verið valinn til trúnaðar-
starfa fyrir Framsóknarflokk-
inn?
— Ég er að vísu starfsmaður
hér á skrifstofunni nú, en öðrum
trúnaðarstörfum hef ég ekki
gegnt fyrir flokkinn, nema hvað
ég var formaöur Félags ungra
framsóknarmanna i Vestmanna-
eyjum fyrir nokkrum árum siðan.
— Finnst þér eðlilegt að sendi-
ráð stórvelda skipuleggi boðs-
ferðir sem þessar undir þeim yf-
irlýsta tilgangi að hafa áhrif á
skoðanamyndun i iandinu?
— Ég tel að öll kynningarstarf-
semi sé jákvæð, og ég held að
menn séu þaö þroskaðir, að þeir
geti myndað sér sjálfstæöa skoð-
un á málinu.
Ég heimsótti Sovétrikin á eigin
vegum i 3 vikur i sumar, og hvor-
ug þessara heimsókna varð til
þess að breyta hugmyndum min-
um um alþjóðamál.
— Ert þú herstöðvaandstæðing-
ur, Atli?
— Ég er sömu skoðunar og
Framsóknarflokkurinn I þessu
máli, ég er á móti þvi að hér sé
erlendur her á friöartimum. Ég
er heldur ekki með I neinum fé-
lagsskap sem tengir Island við
erlend samtök.
— Thomas Martin forstöðu-
maður Menningarstofnunar
Bandarikjanna iýsti þvi sem
óviðjafnanlegri lifsreynslu að
gista i flugvélamóöurskipi. Ert þú
á sama máli?
— Þetta er ekkert öðru visi en
að sofa i hverju öðru rúmi, og ég
sef alls staðar vel. Þessi heim-
sókn hafði engin sérstök áhrif á
skoðanir minar, ég haföi reyndar
séð kvikmynd um svona skip áður
og kom því fátt á óvart.
— Finnst þér þeim miklu fjár-
munum, sem varið er i svona skip
vera vel varið?
— Mér finnst öllum f jármunum,
sem varið er til hergagna illa var-
ið. —ólg.
Guðmundur
Bjarnason,
alþingismaður:
Mér hraus
hugur
Guðmundur Bjarnason þing-
maður Framsóknarflokksins var
einn þeirra Islenskra gesta er
gistu um borð I flugvélamóður-
skipi NATO-flotans á Miðjarðar-
hafi á þessu ári f boði Atlants-
hafsbandalagsins og Menningar-
stofnunar Bandarikj anna . Við
náðum tali af honum niður i
A1 þingi:
— Tilgangur þessarar ferðar
var af minni hálfu sá að kynna
mér þessi mál frá fleiri hliðum.
Þetta var alhliða kynnisferð, og
við fórum einnig í aðalstöðvar
NATO í Bruxelles.
— Var ferðiná einhvern hátt til
þess að breyta hugmyndum þin-
um um hersetuna og veru tslands
i NATO?
— Nei, það tel ég ekki. Ég tel
mig vera herstöðvaandstæðing,
og ferðin breytti ekki hugmynd-
um mi'num um þau mál.
— Finnst þér eðlilegt að erlend
sendiráð skipuleggi slikar ferðir
fyrir islenska stjórnmála- og
Guðmundur Bjarnason: Gæti vel
hugsað mér að þiggja boð frá öör-
um aðila.
fréttamcnn undir þeim yfirlýsta
tilgangi að hafa áhrif á skoðana-
myndun um málið hér á landi?
— Það má kannski um það
deila, en ég sé ekki beina ástæðu
til að gagnrýna það. Þetta var
fyrst og fremst kynnisferð af
minnihálfu, ogég gæti vel hugsað
mér að þiggja boð um slíka kynn-
isferð frá öðrum aðilum.
— Nú segir Thömas Martin,
forstöðumáður Menningarstofn-
unarinnar að þeir leggi áherslu á
að hafa alþingismenn með i þess-
um ferðum til þess að fá betri
þjónustu um borð i flugvélamóð-
urskipinu. Er það ekki iitiliækkun
fyrir Alþingi, að þingmenn skuli
notaðir I þessum tilgangi?
— Það er hans mál að túlka
þetta á þann veg. Eins og ég
sagði, þá var ferðin lika farin til
annarra staða, og ég varð ekki
var við að móttakan á flugvéla-
móðurskipinu hafi verið nokkuð
frábrugðinöðrumþáttum þessar-
ar ferðar.
— Var það þér „óviðjafnanleg
lffsreynsla” eins og Thomas
Martin orðaði það, að gista um
borð i flugvélamóðurskipinu?
— Nei, það er fráleitt að nota
slikorð um þetta. Þarna var hins
vegar margt að sjá, og heimsókn-
in verkaði fyrst og fremst þannig
á mig, að mér hraus hugur við
allri þeirri sóun á orku og fjár-
munum, sem fer i þessa starf-
semi. En það er ekki hægt að
segja að sú reynsla hafi verið
óviðjafnanleg.
— Ert þú fylgjandi aðild tslands
að Atlantshafsbandaiaginu?
— já, ég fylgi stefnu Fram-
sóknarflokksins i þvi' máli en tel
jafnframt æskilegt að við getum
komið þvi stefnumáli flokksins i
framkvæmd, að herstöövamar
verði fluttarburtaf landinu. —ólg
ögmundur Jónasson:
Einangrunarstefna getur lika
verið varasöm.
Ögmundur
Jónasson, frétta-
maður sjónvarps:
Fór ekki
sofandi
Ögmundur Jónasson frétta-
maður sjónvarpsins fór í kynnis-
ferð á vegum NATO árið 1980.
Hann var fyrst að þvi spurður,
hvort hann hafi farið i þessa ferð
á eigin vegum eða sem starfs-
m aður Rikisú t var p si ns.
— Eflaust hef ég fengið þetta
boð sem fréttamaður sjónvarps-
ins, enRi'kisútvarpið kostaði ekki
fór mina.
— Komu fréttir af heimsókninni
í fréttatímum sjónvarpsins?
— Nei.
— Finnst þér eðlilegt að þiggja
boð i kynnisferðir sem þessar,
sem hafa þann yfirlýsta tilgang
að hafa áhrif á skoðanamyndun
hér á landi.
— Þetta er spurning sem vissu-
lega er rétt að velta fyrir sér.
Hverju barni má ljóst vera hvert
markmiðið er með ferðum af
þessu tagi þ.e. að kynna málstað
NATO og reka fyrir honum áróð-
ur. Mér fannst fróðlegt að kynn-
ast málunum frá þessu sjónar-
horni og það frá fyrstu hendi þvf i
ferðinni hittum við marga hátt-
setta herstjórnarmenn hjá
NATO. Annars vil ég leggja á það
rika áherslu að mér finnst það
engan veginn liggja í augum uppi
hvarsetja beri mörkin þegar fyr-
irgreiðsla eða ferðalög af þessu
tagi koma til álita en hvað þessa
tilteknu ferð snertir þá var ég
ekki í nokkrum vafa um að hún
væri áhugaverð enda reyndist svo
vera. Upp i ferðina lagði ég vita-
skuld ekki sofandi heldur með
nákvæmlega sama hugarfari og
ég geng til fréttamannafunda eða
les blöð, ti'marit og bækur, það er,
með opnum huga en þó gagnrýn-
um.
Forðist menn allt það og alla þá
sem reyna að hafa áhrif á skoðan-
ir þeirra þá jafngildir það þvi að
þeirloki augum sinum og eyrum.
Slík einangrunarstefna felur isér
botnlausa vantrú á sjálfum sér og
fréttamaðursem vinnur i' þessum
anda er einfaldlega ekki starfi
sinu vaxinn. Nú ætla ég engum
fréttamanni, hvorki á Þjóðviljan-
um né annars staðar það auma
hlutskipti að skilja ekki þetta.
Þjóðviljinn er að fjalla um mál
sem nauðsynlegt er að kanna it-
arlega en i leit ykkar að saka-
mönnum farið þið, nú sem oftar,
langt yfir skammt. Vissulega
sækið þið sjálfir fréttamanna-
fundi m.a. hjá Bandarikjamönn-
um og þá hvort sem f jallað er um
NATO eða annað og vissulega
hafið þið nægilega trú á eigin
sjálfstæði og dómgreind að veit-
ingar og viðurgjömingur þurfi
ekki að trufla samviskuna.
Ég geri það að tillögu minni að
Einar Karl Haraldsson ritstjóri
Þjóðviljans skrifi ritgerð i blaðið
um kokteilhóf i Heilaþvottastöð-
inni að Neshaga 6, sem hann
nefnir svo, þvi þar getur hann
altént skrifað af eigin reynslu.
Páll Heiðar Jóns-
son, útvarpsmaður:
Fór sem
útvarps-
maður
PállHeiðar Jónsson: Okkur var
boðið í fyrra i kynnisferð i aðal-
stöðvar NATO í Bruxelles, i aðal-
stöðvar Miðjarðarhafsflota
NATO i Napoli og til Berlinar.
Tilgangur ferðarinnar var að
fræðast um starf og stefnu
Atlantshafsbandalagsins. 1 þvi
skyni hlýddum við á fyrirlestra
um hina stjórnmálalegu og hern-
aðarlegu þætti i starfi bandalags-
ins. Þá kynntum við okkur starf
islensku sendinefndarinnar hjá
NATO i Napoli Bruxelles.
Við fórum siðan til Napoli þar
sem við hittum m.a. yfirmann
bandariska flotans á Miðjarðar-
hafi og aðra yfirmenn NATO-flot-
ans, sem hefur aðal miðstöðvar
sinar þar. Okkur var boðið þarna
um borð i flugvélamóðurskip og
var það afar áhrifamikil reynsla,
sem ég hafði mjög gaman af.
Flugvélamóðurskipið J.F.
Kennedy er hreint tækniundur
með um 6000 manna áhröfn, og
átti ég m.a. viðtöl við nokkra sjó-
Uða þarna auk þess sem við feng-
um tæknilegar útskýringar á
flugvélakosti skipsins.
Varð ferðin á einhvern hátt til
PálIHeiöar Jónsson: Staðfesti þá
skoðun mina að NATÓ væri ekki
árás arbanda lag.
þe ss að breyta hugmyndum þin-
um um tilgang og starf NATO?
— Hlutverk Atlantshafsbanda-
lagsins hefur verið mér ljóst
nokkuð lengi, en heimsóknin fyllti
upp i þá mynd, sem ég hafði gert
mér fyrir. Ég fékk frekari stað-
festingu á þeirri skoðun minni að
NATO sé ekki árásarbandalag
gegn Sovétrikjunum eða öðrum
rikj um.
Hvað gerðuð þið i Vestur-
Berlin?
— Tilgangur ferðarinnar var að
sjá landamæri eins og þau, sem
þar eru. Okkur var gerð grein
fyrir þýðingu borgarinnar fyrir
bandamenn, hver staða borgar-
innar er nú, og hvaða ábyrgð hvil-
ir á Bretum, Frökkum og Banda-
rikjamönnum varðandi öryggi
borgarinnar.
Finnst þér eitthvað athugavert
við að áhrifamönnum i' stjórn-
málum eða fjölmiðlum sé boðið af
NATO eða öðrum stórveldum i
kynnisferðir sem þessar?
— Nei, það finnst mér ekki. Ég
fór i' þessa ferð fyrst og fremst
sem útvarpsmaður, og finnst það
siður en svo óeðlilegt, að útvarps-
hlustendum séu gefnar upplýs-
ingarum málefni NATO, sem við
eigum aðild að. Hver og einn er
frjáls að þvi' að taka boðum sem
þessum eða hafna þeim eftir að
hafa kynnt sér dagskrá ferðar-
innar, og mér finnst ég ekki vera
skuldbundinn NATOá neinn hátti
umfjöllun minni eftir ferðina.
Birtirþú efni úr ferðinni i rikis-
Utvarpinu?
— Já, ég tók viðtöl, sem birt
voru i Morgunpóstinum fyrir og
eftir áramótin siðustu, m.a. voru
það viðtöl við Luns, fram-
kvæmdastjóra NATO, fúlltrúa
borgarstjóransiV-Berlin og fleiri
aðila.