Þjóðviljinn - 04.12.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.12.1981, Blaðsíða 13
Nýr aðstoð- arbanka- stjóri Halldór Guöbjarnarson viöskiptafræðingur hefur veriö ra'öinn aöstoöarbanka- stjóri við Alþýöubankann frá 1. desember n.k. Halldór er ísfiröingur, fæddur 1946. Hann lauk við- skiptafræbiprófi frá Hí 1972 en starfaði hjá Seðlabanka Islands 1971—1975 er hann réðist sem útibússtjóri við Útvegsbanka Islands i Vest- mannaeyjum. Frá 1. janúar s.l. hefur hann verið for- stöðumaður útibúaeftirlits Útvegsbankans. Verðjöfnuii' argjaldið endurgreitt Framleiðsluráð landbún- aðarins hefur nú ákveöið að endurgreiða hluta þess verð- jöfnunargjalds, sem inn- heimt var af kindakjöts- framleiðslunni haustið 1980. Samþykkt var að greiða 80 aura pr. kg. kjöts i stjörnu- flokki, 1. og 2. verðflokki en 40 aura á kg. i 3., 4., 5.og 6. verðflokki. Þessi greiðsla er háð þvi' að sláturleyfishafi hafi sent tilskilin gögn til Framleiðsluráðs vegna upp- gjörs sauðfjárafurða frá haustinu 1980. — mhg Vísinda- styrk ir Menntamálaráðuneytið hefur nú úthlutað styrkjum af þvi fé, sem kom i hlut Is- lendinga til visindastyrkja á vegum Atlantshafsbanda- lagsins á árinu 1981. Um- sækjendur voru 22 og hlutu fimm þeirra styrki sem hér segir: 1. Gunnar Steinn Jónsson, cand. scient., 35 þús. kr. til rannsókna i vatnaliffræði við Kaupmannahafnarháskóla. Rannsóknarverkefni: Frum- framleiöni botngróðurs 1 Þingvallavatni. 2. Páll Hersteinsson, B.Sc., 35 þús. kr. til rannsókna i dýraliffræöi viö Oxfordhá- skóla. Rannsóknarverkefni: Lifshættir islenska refsins. 3. Andrés Arnalds. M.Sc., 27 þús. kr. til doktorsnáms i beitarstjórnun og vistfræði beitilanda við Colorado State University, Bandarikjunum. 4. Hermann Sveinbjörns- son, M.S., 27 þús. kr. til doktorsnáms i umhverfis- fræðum við John Hopkins University, Baltimore, Bandarikjunum. 5. Snorri Agnarsson, B.S., 27 þús. kr. til doktorsnáms i tölvufræbi við Rensselaer Polytechnic Institute, New York, Bandarikjunum. — mhg Mjólkinvex Samtals var innvegin mjólk f okt. sl. 7.9 milj. ltr, eða 92.295ltr. meira en í okt. 1980. Aukningin 1,2%. Hlut- fallslega var aukningin mest hjá Mjólkursamlaginu á Höfn i Hornafirði, 15.9%. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var aukningin 3,8% en þar var tekiö á móti 3.06milj. ltr. Hjá M jól kursamlagi KEA á Akureyri var aukningin 2,2%, innvigtuð mjólk reynd- ist vera 1,68 milj. Itr. Mjög mikill samdráttur var enn i mjólkurframleiðslu 1 V- Hiina va tnssýslu, hjá Mjólkursamlaginu á Hvammstanga minnkaði mjólkin um nlm 16% miðað við okt. 1980. Þá var einnig verulegur samdráttur i mjólkurframleiðslunni I Skagafiröi og S-Þingeyjar- sýslu. — mhg Föstudagur 4. desember 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Jón Hjartarson, Kirkjubæjarklaustri: í þrælkun tll bankavaldslns með samþykki ríkisstjórnar Það gladdi mig að Ólafur Jóns- son skyldi taka upp pennann 1 kjölfarið af grein minni i Þjóð- viljanum 10. nóv., s.l. Þessi pennaupplyfting Ólafs er þýðing- armikil viöurkenning á þvi að vandamál þau, sem ég segi frá i grein minni eru raunveruleg og miklu alvarlegri en hægt er að imynda sér nema kynna sér mál- in ofan I kjölinn. Jákvætt viðhorf Olafs til okkar húsbyggjenda þakka ég af alhug og tek undir ábendingar hans um mismunun þegna þessa lands, enda geri ég það að umræðuefni i grein minni. Ólafur mótmælir þvi að ríkis- stjórnin hafi ekkert gert fyrir húsbyggjendur og mælir fram tölur i þvi sambandi. Ég legg aft- ur á móti áherslu á það að grein min fjallar fyrst og fremst um þá sem hófu byggingar 1978 og til miðs árs 1980 og lentu á milli kerfisbreytinganna. Gagnvart þessum hópi húsbyggjenda hefur rikisstjórnin ekkert raunhæft gert. Það er. alveg sama hvaða tölur eru nefndar, við finnum enga breytingu á greiðslubyrö- inni, aðra en þá að alltaf hallar undan fæti hjá okkur. Ég er ekki að ræða um þann hóp sem gerði fokhelt eftir mitt ár 1980 og siöar,- þessi hópur hefur fengið tölu- veröa fyrirgreiðslu þó ekki sé hún næg. Ekki fleiri athugasemdir til Ólafs, aðeins þakkir fyrir tilskrif- ið; bið hann að athuga hvort nýgerðir samningar með Ólafs- lögum og þess háttar, sem sam- þykktir voru nú á dögunum verði til þess að vekja bjartsýni i brjósti þeirra aðila sem eiga sitt undir árverkni verkalýöshreyf- ingarinnar. Húsbyggjendur skiptast í 4 f lokka Þegnar þessa lands skiptast i 4 flokka þegar litiö er til húsnæöis- mála 1. flokkur: Þeir sem byggðu fyrir ’78 á kostnað þjóöfélagsins, öll lán óverðtryggö, árleg lækkun raungildis fylgir verðbólgustigi eða um 40—50% lækkun árlega. 2. flokkur: Þeir sem byggja frá ’78—'80 á milli kerfisbreytinga á lánakjörum. Þessi hópur er utan- garðshópur i samfélaginu, öll lán eru verðtryggð, lánstimi yfirleitt stuttur, opinber fyrirgreiðsla, lán frá húsnæðismálastofnun kr. 54.000,—84.000,- (eftir árum) sjá grein mina i Þjóðviljanum 10.11. ’81. 3. flokkur: Húsbyggjendur ’80 og siðar, veruleg viðleitni stjórn- valda til úrbóta fyrir þetta fólk. 4. flokkur: Fólk sem á kost á verkamannabústööum meö úr- valskjörum láni til 42 ára,útborg- un lág, (t.d. 66.000.- kr. á Raufar- höfn) mánaðarleg afborgun allt niöur i 1000.- kr. — eitt þúsund krónur — á mánuði (sjá Þjóövilj- ann 13.11. ’81). Annar flokkur húsbyggjenda er greinilega algjörlega utangarðs, og hvers á þetta fólk aö gjalda? Sá mikli mismunur, sem hér er á feröinni er meiri en svo að nemi nokkrum launaflokki, nokkurri stöðu eða öðru þvi, sem venjulegt er að miða viö i þjóðfélaginu. Fyrir þennan hóp hefur ekkert veriö gert — ég skal standa við þaö. Fjölskyldupólitík og félagshyggja Rikisstjórn sem skipuð er mönnum með félagslegt réttlæti og félagslegan jöfnuð á vörunum getur ekki skilið hóp fólks svona utangarös, án þess að fá á sig ádrepu, og verða að taka afleið- ingunum á einn eða annan hátt. Fjölskyldupólitik er kjaftæði meöan allir fjölskyldumeölimir verða að taka tillit til þess frá fsðingu að launin hrökkva ekki fyrir afborgunum, vöxtum og Jón Hjartarson Er ætlun ríkis- valdsins með vinstri sinnaða ráðherra að selja fólk í þrælkun til bankanna, og binda það átt- hagafjötrum? verðbótagreiðslum. Hvaö þá aö einni fjölskyldu sé fært aö njóta þess menningarlifs sem boðið er upp á og eölilegt er i islensku samfélagi. Ef ræða á um vernd fjölskyld- unnar, ef fjölskyldan á að fá eðli- leg tækifæri til þátttöku i sam - félaginu, geta komið til móts við þær uppeldis- og félagslegu kröf- ur, sem til hennar eru geröar, þá má ekki sökkva henni i skulda- þrældóm vegna eigin húsnæðis. Þetta markmið hlýtur sérhverj- um vinstrisinnuðum manni aö vera hugleikið, og þvi ómögulegt að horfa upp á ástandiö aðgerða- laus lengur. Nokkrar spurningar llvaöan koma peningar til byggingar glæsihailar Fram- kvæmdastofnunar rikisins (þar mun lika vera bæði borðtennis- völlur og gufuböö til hressingar fyrir Kommissarana)? Hvaöan koma peningar til bankanna? (hér á Kirkjubæjar- klaustri eru tveir). Hvaöan koma peningar til þessa og hins? þannig mætti lengi spyrja. Hversvegna eru ekki til pening- ar til þess aö greiöa dr vanda hús- byggjenda? Hversvegna eru þeir kistulagöir I eigu bankavalds? Er húsbyggjendasalan (til bankavaldsins) I þágu félags- hyggju eöa til framdráttar fyrir stefnu rikisstjórnarinnar? Til hvers sitja meni^ i rikisstjórn ef þeir geta ekki komið fram leiö- réttingum á þessum málum? Til hvers? Ibúðabyggingar eru vaxtarbroddur tbúöabyggingar eru mæli- kvaröi á vöxt og viðgang byggð- arlaga; alltaf rikir bjartsýni um eitt byggðarlag ef þar er byggt. Þeir, sem byggja i ýmsum byggð- arlögum taka á sig þá áhættu að sala ibúöanna sé ómöguleg, eða oft léleg. Þetta þýöir að ibúðarhús eru mjög mis-góð fasteign. eftir þvi hvar er á landinu. Þessa þarf einnig að taka tillit til þegar fyrirgreiösla er metin. Ellegar stefnum við ekki einasta i skulda- þrælkun heldur og i átthaga- fjötra. Ef ég byggi I Reykjavik þá get ég selt á hvaöa byggingarstigi sem er, ef eitthvað kemur upp á. Viöa út um land er ekki hægt að selja þegar þörfin er á, enda blas- ir uppreiddur hamarinn við mörgum. Um söluskattinn Um 50% af byggingarkostnaöi eru byggingarvörur og annað sem greiða veröur söluskatt af. I grein minni frá 10.11. 1981 er greint frá ibúðarhúsi sem kostaöi um sl. áramót 640.000.- kr., af þessari upphæö eru 320.000.- kr. söluskattsskyldur kostnaöur. Greiddur söluskattur 57.700.- kr. Lán Húsnæðismálastofnunar 54.000.- kr. dugöi ekki til þess aö greiða söluskattinn til rikissjóös. Um skattamál Vextir og gjaldfallnar verðbæt- ur eru frádráttarbærar til tekju- skatts, enda hafa fæstir hús- byggjendur tekjuskatt. Aumingja húsbyggjandinn vinnur nú öll kvöld til miðnættis, og allar helg- ar upp I vextina og verðbæturnar. Heilmiklar tekjur safnast, sem hvergi duga, nema hann sé ann- aðhvort tannlæknir eða ráðherra, af öllum þessum tekjum greiðir hann nú 10—12% útsvar. Húsbyggjandi meö 180.000.- kr. i árslaun ’81, greiðir 150.000,- kr. I vexti, afborganir og veröbætur á lán, á eftir 30.000.- kr. I ráðstöfun- arekjur til heimilis. útsvarið greioist af 180.000,- kr. 10% eöa 18.000,- kr. lækkun útsvars vegna fjölskyldu 1.521.-kr . alls útsvar 16.479,- kr. Siöan greiðir hús- byggjandinn af sömu upphæð 2% I sjúkratryggingargjald, 100 kr. i byggingarsjóö aldraöra og lag- lega upphæð í launaskatt vegna vinnu við ibúöina. Hvaöa vit er i svona hegðun gagnvart fólki? A ekki að skatt- leggja ráðstöfunartekjur? Eru það ráðstöfunartekjur til heimil- anna þær greiðslur sem bankarn- ir fá i sinn kassa vegna lélegrar fyrirgreiðslu opinberra lána- sjóöa? Tíllögur til úrbóta Það er vitað hverjir þeir ein- staklingar eru, sem hófu bygg- ingar ’78 og eru i 2. flokki þegn- anna. Þessir aðilar krefjast úr- bóta. Ég leyfi mér hér með aö benda á nokkur atriði, sem at- huga má. a) Húsbyggjendum i 2. flokki verði gefinn kostur á að sækja um lán til húsnæðismálastofnunar strax, sem komi til úthlutunar á fyrrihluta ársins 1982, þannig að staöa okkar verði fyllilega sam- bærileg við þá aðila sem hefja framkvæmdir i dag. b) útsvar verði reiknaö af sama stofni og tekjuskattur hjá öllum húsbyggjendum (þ.e. að fyrst leyfist að draga frá brúttótekjum vexti og verðbætur á skuldir áður en til álagningar kemur) c) athugað verði hvort ekki sé unntað koma til móts við þá aðila sem byggja á þeim stöðum þar sem sannarlega eru litlir endur- sölumöguleikar, t.d. með leng- ingu lánstima. Með þessu móti er einnig stutt við þá staði þar sem ákveöin uppbygging hefur átt sér stað en framþróunin stöðvast mikið vegna ofangreindra atriöa. d) Endurgreiða húsbyggjend- um söluskatt, af byggingarefni og öðrum söluskattsskyldum „standard” búnaði venjulegs ibúðarhúss. Unnt er aö reikna út „vísitöluhús” og fá fram hvaða upphæð söluskatturinn nemur i visitöluhúsinu. Þessi upphæö sé siöan greidd eiganda þegar hann flytur inn. A þennan hátt næst það að gera íbúðarhúsnæði ódýrara, hvetur fólk til þess aö byggja skapleg ibúöarhús. Það er alveg sjálfsagt að „nor- mal” ibúðarhús sé undanþegið söluskattsgreiðslum rétt eins og kjöt og fiskur. Lokaorð Þið sem aðstöðuna hafið til þess að breyta gangi mála i átt til fé- lagslegs réttlætis, þið getiö ekki setið hjá og látið sem ekkert sé athugavert. Slikt aögerðarleysi hlýtur að hefna sin fyrr eöa siöar. Fjölmargir einstaklingar hafa hringt og skrifað eftir aö grein min birtist. Þaö er alveg ljóst að fólki er heitt i hamsi og lausn vandans veröur að koma strax. Ég stend við þá fullyrðingu mina að fylgi vinstri hreyfingar I landinu byggist á baráttunni fyrir lifskjörum fóiksins og félagslegu jafnrétti fyrir alla, minnihluta- hópar ekki skildir utangarös. Vinstri hreyfingin hefur alls ekki efni á þvi aö varpa viljandi frá sér tækifæri i jafnréttisbarátt- unni. , Vinstri hreyfingin i landinu nærist ekki á orðagjálfri og glamri, heldur á þeim verkum sem hún kemur fram og fólkið i landinu nýtur I bjástri sinu fyrir daglegu brauði. Jón Hjartarson Kirkjubæjarklaustri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.