Þjóðviljinn - 05.12.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.12.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5.-6. desember 1981 A fyrstu rektorsárum Pálma Hannessonar var mikill styrr um hann bæði utan skóla og innan. Þessa mynd teiknaöi einn nemandi frá þess- um árum, Pétur Sigurðsson, siðar forstjóri Landhelgisgæslunnar. Þeim fyrsta sparkað heitir hún og á að lýsa þegar rektor kveöur einn dimmittenda úr frægum uppreisnarbekk árið 1931. Þegar stjórn Framtíðar- innar var steypt vakin á þvi, að árið 1933 var sjaldnast um að ræða samfylk- ingu með kommum og krötum, heldur börðust þeir hatrammri baráttu um yfirráö i verkalýðs- félögum á þessu ári. Sam- fylkingartilboð kommúnista til Alþýðuflokksins komu ekki að ráði fyrr en 1935. Hér hafa menntaskólanemendur verið skrefi á undan öðrum. Lét stjórnin þegar af störfum Auk frummælanda mæltu Þor- steinnEgilson, inspector scholae, Hermann Einarsson, Helgi Scheving og Sveinn S. Einarsson með tillögunni, en Birgir Kjaran, Davíð Ólafsson, Lárus ólafsson og Stefán Pálsson töluðu á möti henni. Birgir sagði það hafa verið stefnu sina að halda fundinum ut- an við pólitik, en það hefði ekki tekist. Þá sagði hann að gripið hefði verið fram fyrir hendur stjdrnarinnar á upphlaupsfundin- um. Svo fór, að vantrauststillag- an var samþykkt með 48 at- kvæðum gegn 40, og lét stjórnin þegar af störfum. Var ný stjóm kosin á sama fundi, og varð nii Lárus Pálsson forseti Framtiðar- innar. Birgir Kjaran er eini for- seti Framtiðarinnar, sem felldur hefur verið með vantrausti. Hann hefur sjálfur lýst þessum óvenju- legu atburðum, og skal sú lýsing tekin upp hér. Hann segir: „Þeg- ar ég hafði setiö viö stjórnvölinn i tæpa þrjá mánuði mynduöu and- stæðingar minir eina volduga þjóðfylkingu sem samanstóö af andfasistum, kommúnistum, jafnaöarmönnum og óháðum og báru upp vantraust á mig á fundi. Var það samþykkt með 8 atkvæða meirihluta og mátti ég bita i það súra epli að hrökklast frá völdum. Ég man, þegar ég kom heim af þeim fundi, var Sigurður Eggerz staddurhjá föður minum og sagöi ég þeim tiðindin. Þá sagði Sigurður, sá reyndi stjórnmála- maöur: „Þér hafa orðiö mikil mistök á, þú áttir ekki að láta af stjórn. Lög félagsins mæla svo fyrir, aö stjórn sé kosin til eins árs, og árið áttir þú aö sitja, hvaða samþykktir sem þeir svo gerðu!” Birgir bætir þvi við að sig hafi skort reynslu hins þjálf- aða stjórnmálamanns i þessari viðureign, enda var hann ekki fullra 17 ára. Var það óvanalega ungt af forystumanni i' Fram- tiðinni að vera, og sumir and- stæðinga hans voru komnir vel yfir tvftugt. Nýja stjórnin sem hafist hafði til valda til þess að berjast gegn fasismanum, lét þaö verða fyrsta verk sitt að halda umræðufund um þessa stefnu. Frummælandi var Gisli Sigur- björnsson frimerkjakaupmaður. Slettist upp á vinskap milli krataog komma Eftirstjórnarskiptin i Framti"ð- inni kom fljótlega i ljós, að ekki var um samstarf að ræða milli al- þýðuflokksmanna og kommún- ista i öörum málum. Jafnvel kom skömmu siðar upp mikil deila milli þessara tveggja stjórnmála- afla, og spannst hún af tilhögun Relknistofa bankanna óskar að ráða: 1. Kerfisforritara Naubsynlegt er að umsækjendur hafi háskólapróf i tölvunarfræði eða umtals- verða reynslu i forritun. 2. Nema i forritun Æskilegt er, að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi eða öðru hliðstæðu prófi. Umsóknarfrestur er til 20. desember 1981. Umsóknir berist á þar til gerðum eyðu- blöðum er fást hjá Reiknistofu Bankanna, Digranesvegi 5, 200 Kópavogi, simi 44422. • SPENNUM NOTUM T~T^\ Kf BELTIN LIÓS f 1 ... alltaf ... allan sólarhrínginn að vetraríagi 6. bekkur B 1932-33. t fremri röð eru Guðmundur Arnlaugsson, Óskar B. Bjarnason, Guðni Guðjónsson, Björn Þórarinsson, Þorsteinn Egilsson og Arngrimur Sigurjónsson. t aftari röö eru Sigurkarl Stefáns- son kennari, Páll Ólafsson, GIsli Ólafsson, Asgeir Jónsson, Lárus G. Lúðviksson, Halldór Pálsson, Jón Sólmundsson og ólafur Danlelsson kennari. Ljósm.: ólafur Magnússon. Fasistisk skoðanakúgun í llenntt .. i vaum! Nemandi rekinn úr skóla «•, < ir baráttu gegn fasismanum. Opiitber æsknlýdsfundnr nm faiismaim verður haldinn fostudaginn 23. marz kl. 8’|2 í Brottugötu. A fundinum tala æskulýðsfulltrúar frá vinnustöðvum, verkalýðsfélögi’7* og skólum. — Enufremir taka til máls Skúli Magnússon og Eymundur Magnússon (sá er rekinn var úr skóla). Jwhannes úr Kötlum les upp frumsamið kvæði um Dimitroff. Kvartett (úr Karlakór verkamanna) syngur. Aðeins samfylking verkalýðsins getur hindrað árásir yfirstéttarinnar. Gerum fund- inn að öflugum mótmælafundi hins vinn mdi æskulýðs Reykjavíkur og byltingar- sinnaðra menntamanna. Mótmælum hinni fasistisku skoðanakúgun í Menntaskólanum. Krefjumst að Eymundur Magnússon verði tekinn skilyrðislaust í skólann aftur. Baráttunefndin gegn fasisma. PreoltiDÍðju Dögun. Arið 1934 var einn af nemendum Menntaskólans rekinn fyrir að taka þátt I politiskri umræöu utan skólans og uröu miklar æsingar út af þvi. Hér er fundarboö vegna borttrekstursins. útvarpskvölds þennan vetur. Þegar um haustið höföu komm- únistar látið i ljós óánægju með að mega ekki tala um stjómmál i útvarpið. bá sagði Þorsteinn Egilson á Framtiðarfundi, að nemendur ættu að setja það skil- yrði fyrir þátttöku I útvarps- kvöldi, að engar hömlur væm settará efnisval. bessu mótmælti Pálmi rektor á sama fundi og taldi fráleitt, aö talað yrði um pölitik á útvarpskvöldi Mennta- skólans, enda mundi útvarpsráð ekki leyfa slikt. Vegna þessa ósamkomulags um efnismáiferð hafði undirbúningur undir út- varpskvöld dregist úr hömlu. t marsbyrjun var þó að tillögu Erlends Vilhjálmssonar kosin á skólafundi nefnd I málið. Voru kommúnistarí meirihluta i þeirri nefnd, og kom fljótlega upp sá kvittur, að þeir hygðust svæfa máliö. Stóð um tima i þófi og var rifist á skólafundum. Fór svo aö kosin var ný nefnd undir forystu Erlends Vilhjálmssonar og lauk hún undirbúningi undir útvarps- kvöldið sem ákveöið var að halda 23.april. Alltframá siðustu stund stóðu deilurum efni dagskrárinn- ar, einkum erindi Guðmundar Arnlaugssonar um Upton Sin- clair, róttækan bandariskan höf- und.ogávarp inspectors scholae, Þorsteins Egilsonar. Var Guð- mundi gefinn kostur á því að stytta erindi sitt, en það vildi hann ekki, og féll það niður. A sömu leiö fór um ávarp Þorsteins Egilsonar. Það var sýnt útvarps- ráði og segir Pálmi rektor í dag- bókinni, að það hafi þótt „svæs- ið”. Þar sem Þorsteinn tók ekki i mál að breyta neinu, varð líka að fella það niður, og flutti Erlendur Vilhjálmsson inngangsorð að dagskránni. Segir Pálmi að hann hafi reifað útvarpsmálið, að þvi er virtist „af fullri sanngirni”. Að endingu vil ég taka fram Dagskrá menntaskólakvöldsins var annars meö svipuðu sniði og árið áður. Flutt voru stutt erindi (Helgi Scheving, Halldóra Briem, Gylfi Þ. Gisla- son og óskar B. Bjarnason), skólakórinn söng, Þórarinn Guönason fór meö frumort kvæði, Hallgrimur Helgason lék einleik og Haraldur Hannesson söng. Allt fór þetta vel fram og skilmerkilega eins og áriö áður. En til tiðinda dró i lok siðasta erindisins, sem óskar B. Bjarna- son flutti um grámunka. Hann lauk erindi sinu á þessum oröum, sem sannarlega voru ekki um nefnda munka: „Að endingu vil ég taka það fram,,að I kvöld kem- ur hér ekki fram rétt mynd af skoðunum þeim, er i skólanum rikja, þar sem öll róttæk viðhorf eru útilokuð. Svo langt hefur þetta gengiö, að aöalumsjónar- manni skólans, sem er kommún- isti, var meinað að flytja þá ræðu, sem setja átti kvöldið með.” Pálmi réktor segir i dagbókinni að óhug hafi slegið á flesta, er þeir heyrðu þessa athugasemd, en með þviað koma henniað, hafi kommúnistar viljað rétta hlut sinn. Næsta dag var rifrildi mikið iskólanum vegna orða óskars B. Bjarnasonar, og var boðað til skólafundar. A honum var sam- þykkt vantraust á inspector scholae og annar kosinn i hans stað til loka skólaársins, Guðni Guðjónsson. Æsingar þessar hljóðnuðu fljótt, enda leið nú að prófum. Ekki er þó að efa, að Pálmirektorhefur sviðið mjög sú óeining, sem var um Utvarps- kvöldið þetta ár. Kommúnistar voru auðvitað lika óánægðir og kom það fram opinberlega i mál- gagni þeirra i bænum, Rauða fánanum. Þar segir i sérstakri frétt frá útvarpskvöldi Mennta- skólans og um efni þess er þetta sagt: „Fæstir þeirra fyrirlestra, sem fluttir voru, báru vott um, að þeir væru fluttir á 20. öldinni, enda kom þaö fram hjá einum fyrirlesaranum, að hver einasta frjálslynd hugsun hafi verið úti- lokuð. Hann upplýsti lika, að um- sjónarmanni skólans hafi verið bannað að halda ræðu, er hann haföi samið, til þess að opna kvöldiö en i þess staö var fenginn Erlendur Vilhjálmsson sem var nógu auösveipur kennurum og út- varpsráöi”. (Millifyrirsagnir eru Þjóðviljans).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.