Þjóðviljinn - 05.12.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.12.1981, Blaðsíða 9
sunnudagspistill Eins og mörgum mun kunnugt er það siður að senda nokkra aukagemlinga frá pólitisku flokk- unum til að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna i New York. Hver slikur er þar vestra i þrjár vikur, situr i einni af stórnefndum þingsins og hagar sér þar eins og utanrikisráðuneyti lýð- veldisins vill, þvi ekki er hann á staðnum til að leika pólitiskan einleik. Helgin S.-6. 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 1 þessari lifsreynslu lenti ég á dögunum —og sat i þriðju nefnd sem fer með félagsmál og mannúðar- og mannréttindamál ýmisleg. t þessari nefnd eru fundir langir og striðir. Engu að siöur má vist þar verða mönn- um allgóð — og frómt frá sagt ekki sist vegna þess að þar eru margar konur skörulegar. Að- ildarrikin hafa einkum reynt að standa við jafnréttisfyrirheit kvennaáratugsins.sem nú stend- ur yfir,með þvi að senda konur i þriðju nefnd. Ein bar af öllum að mælsku, sú var frá Marokkó, hafði reyndar setið i tuttugu ár þar hjá Sameinuðum þjóðum og spilaði á kerfi þeirra eins og fara gerði. önnur bar af öllum að yndisþokka: hún var frá fjallariki uppi i Himalajafjöll- um sem Bhútan heitir. Hún hlaut að vera prinsessa þar sem hún sveif um sali með tinnu- svart hár og með þjóðlegt og út- saumað belti um sig mjóa. Mér ersamahvaðhver segir: fegurð er mikil nauðsyn þegar ræður gerast leiðinlegar. Konur gegn Ósóma Þvi oft voru menn að tala um keisarans skegg, nema hvað. Hve lengi var til dæmis ekki þusað um drög að Yfirlýsingu um þátttöku kvenna i baráttu gegn ósómanum? Sú tillaga kom frá Þýska alþýðulýðveld- inu og samherjum þess. Þetta var langt plagg og vildu margir breyta þvi, eða kannski kæfa það i málaflækjum. Sumir töldu, að það væri engin ástæða til að gera sérstaka samþykkt um hlutverk kvenna i baráttu t.d. gegn kynþáttakúgun. Af hverju þá ekki aðra um sérstakt hlutverk barna eða fatlaðra gegn aðskilnaðarstefnu i Suður- Afriku? Enn aðrir vildu bæta endalaust við upptalningu á þvi semféllundir ósómannisem ég kalla svo). Þar var i upphafi „öll form nýlendukúgunar, er- lendrar kúgunar, kynþáttamis- réttis” og ýmislegt fleira. Aðrir bættu við baráttu kvenna gegn erlendri ihlutun, eða „sexisma” og þar fram eftir götum og töl- uðu eins og um lifið væri að tefla. Þetta var heldur leiðinlegt tal, og erfitt að finna botninn undir þvi. Praktískir hlutir En svo var veriö að sam- þykkja fyllilega praktiskar til- lögur — um baráttu gegn eitur- lyfjasmygli, um að kvennaára- tugssjóðurinn skyldi starfa áfram, um aöstoð við flóttafólk i Afriku og margt þesslegt. Sumir segja sem svo, að þótt Samein- uðu þjóðirnar hafi alla galla þjóðþinga (kannski saman- lagða) og þótt margt sem sagt er sé eintal ræðumanns við hans eigin heimamenn, og þótt allt appiratið sé þungt i vöfum, þá nægi það til að réttlæta tilveru Sameinuöu þjóðanna, að alltaf öðru hvoru verða þær vettvang- ur fyrir nauðsynlegt samstarf, samráð, fyrir hjálp i viðlögum og fleira þesslegt. En aðrir munu bæta þvi við, að þarna geti allir hist og ræðst við óformlega, einnig þeir sem op- inberlega eiga i stirðum sam- skiptum innbyrðis Sökudólgar Tal manna i nefndum Sam- einuðu þjóðanna er yfirleitt næsta uppbyggilegt. Allt að þvi sunnudagaskólalegt. Allir eru mannvinir hinir mestu og vilja öllum hið mesta frelsi og hinn mesta rétt. Samt springa menn öðru hvoru á velviljalimminu. Ekki sist þegar komið er að þvi að benda á sökudólga. Þegar fulltrúi Bandarikjanna vill til dæmis negla niður ábyrgðar- menn fyrir flóttamannastraum i Asiu, þá einhendir hann sér á að verið sé að flýja nýjar ógnar- stjórnir kommúnista. Þegar sá hinn sami vikur að E1 Salvador þá er tal hans með allt öðrum áherslum — þá hefur „uppreisn leitt til þess að þúsundir flýja land”. Og þá liklega enginn sek- ur nema uppreisnarmenn. Einn morgun vardeiltum það lengi, hvort sérstakur rannsóknar- maður frá Sameinuðu þjóöun- um sem hafði kynnt sér ástand mannréttindamála i E1 Salva- dor, ætti að mæta sjálfur fyrir þriðju nefnd og sitja fyrir svör- um. Endilega, sögðu fulltrúar Panama og Costa Rica. Alls ekki, sögðu fulltrúar E1 Salva- dor, Chile og Argentinu, sem kvörtuöu i leiðini hástöfum yfir þvi, að alltaf væri verið að benda á einhver riki Rómönsku Ameriku sem sérstaka söku- dólga i mannréttindamálum — jafnvel þótt önnur riki væru engu betri, eða verri. Þá sagði Sviinn: jafnvel þótt viða sé pott- ur brotinn i mannréttindamál- um mega menn aldrei gefast upp við aö taka fyrir tiltekin mál, ástand i tilteknu landi. Og Vietnaminn svaraði Bandarlkjamanninum meö þvi að Bandarikin bæru mikla ábyrgð á flóttafólki frá striðs- hrjáðum Indókinaskaga. Og ísraelinn skaut á Sovetmenn fyrir ofsóknir gegn Gyðingum og Sovétmenn urðu æfir og báru fyrir sig yfirgang gegn Pale- stinuaröbum á hernumdu svæð- unum. Og Israelinn svaraði aft- ur og sagði: ef Gyðingar hjá ykkur væru jafnvel settir til sjálfstæðs menningarlifs og Ar- abar hjá okkur þá mundi ég aldrei framar minnast á gyð- ingamál i Sovét! Og Kýpurbú- inn sagði: af hverju er svo auð- velt að nefna suma sökudólga eins og Israel og Chile, en eng- inn minnist á Tyrki, sem hafa gert þriðjung Kýpurbúa að flóttamönnum i eigin landi? Og svo mætti lengi telja. Sumt af þessu hafði einhvern helgi- siðakeim: þegar stigiö var ofan á tiltekna tá var svarað með fyrirfram útreiknanlegu góli. Sameinuðu þjóöirnar geta að sjálfsögðu ekki verið mikið örðuvisi en heimurinn er. Blakkirnar Með hverjum hélst þú? gæti einhver spurt. Með þriðja heim- inum, sem nú ræður meiri- hluta? Eða með vesturblokk- inni? Eða kannski austurblokk- inni stundum? Það getur nú farið eftir mála- vöxtum. Vitanlega skilur maður vel fátækar þjóðir þriðja heims- ins þegar þær skjóta á iðnvætt „norðrið” vegna þessaö það eru iönrikin sem ráða viðskipta- háttum i heiminum. Það dregur að visu úr samstööunni, hve mörg þessara ríkja búa við herfilegt og stórspillt stjórnar- far og ausa út peningum i dýra stjórnsýslu og metnaðarfram- kvæmdir meðan fólkið sveltur. En vandi fólksins er raunveru- legur, það er enginn vafi á þvi, oghann er mjög háður þvi hver framganga riku þjóðanna er, hver er stefna þeirra i þróunar- málum. Þetta hafa margir lagt á þung- ar áherslur, meðal annars Vest- urþjóðverjinn Wechmar, sem var næstsiðast forseti Allsherj- arþingsins. Wechmar er einn þeirra sem hafa reynt mikið til að koma á viöræöum þróunar- rikja og iðnrikja um nýja skipan efnahagsmála og hefur i þvi sambandi oft gagnrýnt stefnu Vesturlanda i þróunarmálum. En hann og þeir sem hugsa með svipuöum hætti hafa ekki haft erindi sem erfiði — og kemur þar meöal annars til tregða Reaganstjórnarinnar, sem hef- ur það helst við þróunarlöndin að segja, að þau skuli barasta vera iðnari við að byggja upp kapitalisma — og ber mikla tor- tryggni i garð samtaka eins og Sameinuðu þjóðanna. Árni Bergmann skrifar Atkvæðagreiöslur Það er reyndar af sem áður var, að Bandarikin réðu öllu hjá S.Þ. gegn einum sex atkvæðum Sovétrikjanna og nokkurra Austur-Evrópurikja. Siðan þá hefur bæst við feikilegur fjöldi rikja, þau eru nú 157. Það var einmitt verið að taka eitt riki inn meðan ég var i New York, það heitir Antigua og Barbuda, tvær eyjar i Karibahafi með 70 þúsundum ibúa. Þar með eru aðildarriki S.Þ., sem eru enn fólksfærri en ísland orðin fimmtán talsins. Þaö eru hinir nýfrjálsu og þróunarlöndin yfirleitt, Hópur 77 rikjaþegar mest er samstað- an, sem ræöur úrslitum i hverju máli. Þessi hópur finnur oft hjá sér hvöt til að skjóta á Vestur- veldin — bæði vegna þróunar- mála og vegna Suður-Afriku og fleiri skyldra mála. Sovétblökk- in tekur vitaskuld undir. Af öllu saman skapast veruleg gremja, einkum hjá Bandarikjamönn- um, i garö Sameinuöu þjóðanna — þeim finnst það ósómi að meirihlutinn skattyröist út i Bandarikin, þann aðilann sem mest borgi i sameiginlegan kostnaö. Út yfir tók þó, þegar Jeane Kirkpatrick, hinn nýi fastafulltrúi Reaganstjórnar- innar,fór að minna sendisveitir þriðja heimsins á það bréflega á dögunum, að „sá sem borgar, hann pantar lika músikina” — svo að inntak ræðu hennar sé fært i málsháttarform. Fyrr- greindum forseta Allsherjar- þingsins, Wechmar, fannst þetta einmitt fráleit aðferð. I nýlegu viðtali sagði hann, að Vesturlönd væru stundum eins og dáleidd kanina andspænis at- kvæðagreiðslum hjá Sameinuðu þjóðunum — i stað þess að gripa eigið frumkvæöi. r Italinn og Indverjinn En áöur en þessu spjalli lýk- ur: i þriðju nefnd kom einmitt upp vestrænt frumkvæði, sem ég var i hæsta máta sammála. Fulltrúi Italiu m ælti fyrir tillögu allmargra rikja, sem laut að þvi að lyfta auka vægi mannrétt- indamála á vettvangi S.Þ.. Meðal annars með þvi aö koma upp embætti sérstaks umboðs- manns fyrir mannréttindamál i likingu við embætti Pauls Hartlings, sem er umboösmað- ur flóttamanna. En viti menn: fram kom gagntillaga frá Ind- verjum, Kúbu og Alsir sem öll miðaðist við aö þynna tillöguna út. Þaö átti aö strika út öll orð eins og „brýnt er að taka ákvörðun”, „mælt verður ein- dregiö með stofnun embættis umboðsmanns” og þar fram eftir götum. Italinn bauð fram málamiðl- un, sem var hafnað. Þá tók hann málamiðlunina aftur. Eitt kvöld skiptust þeir á allþungum skeytum Italinn og Indverjinn — spennan i salnum varð ekki meiri þessa daga. Að lokum fór svo, að soðin var saman mála- miölun, sem allir féllust á, en mjög var þá tillaga Itala, Svia og fleiri orðin útvötnuð. Þótti þó betri en ekki. En svo fóru menn hver af öðrum að gera grein fyr- ir atkvæði sinu. Kanadamenn, Spánverjar, Hollendingar og fleiri hefðu viljað róttækari og ákveðnari samþykkt. Indverj- inn tók það hinsvegar fram, að hann gæti fallist á heldur óákveðna tillögu, enda þótt hann væri á móti mannréttinda- umboðsmanni. Sovétfulltrúinn sagöi að hugmyndin um mann- réttindafulltrúa væri „skað- leg”. Hann lenti svo i bandalagi viö fulltrúa rikja eins og Brasi- liu og Angentinu, sem voru hon- um mjög sammála. Hvaö var á seyði? ttalinn kom eitt sinn að Ind- verjanum, sem sat við hlið mér og spurði með uppgerðarundr- un: Hvað hafiö þið Indverjar að óttast, þið sem eruð lýöræðis- riki? Indverjinn varð hálf vandræðalegur, satt að segja. Hvað var á seyði? Jú, hér var rætt um nýja alþjóðlega stofnun sem gæti farið með ákveðin mannréttindamál — likt og Paul Hartling fer með flóttamanna- mál. Og þá gæti verið komið að þvi, að svo virðuleg stofnun sem SÞ eru, þrátt fyrir allt, færi að skoða náið ýmislegt i mannrétt- indamálum sem svo ólík riki sem Indland, Sovétrikin og Argentina vilja helst fela: staða erfðastéttar hér, ofsóknir á hendur andófsmönnum þar, mannrán og morð dauðasveita i þriöja staðnum. Nei, þess i stað vilja mennláta við það sitja, að gefa út almennar yfirlýsingar um rétt til vinnu, menntunar, þróunar og þar fram eftir göt- um. Sem er gottog gilt út af fyr- ir sig, en einmitt þess eölis að fátt verður sannprófað um framkvæmdir; flestir gætu sannað aö þeir væru eitthvaö að reyna i þessum efnum, en gætu bent á vanþróun eöa eitthvað annað sér til afsökunar þegar spurt er um efndir á fögrum skjölum. Annað mál er það þeg- ar mannréttindi eru tengd við rétt hvers og eins en ekki af- strakt heilda. I þessu máli var ég afar „vestrænn” i hugsun. Mig lang- aði mest til aö gera grein fyrir atkvæði Islands og tala þá á rússnesku til að menn yröu dálitið hissa. En semsagt: ég var ekki kominn til að leika ein- leik... AB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.