Þjóðviljinn - 05.12.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.12.1981, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5.-6. desem Auður Haralds: Jafn vægislögmál náttúrunnar Litla vinkona min þeyttist inn um daginn, hneig i sóffann og sagöist vera i örvæntingarfullri húsnæöisleit. Sambýlishópurinn sem hún hefur deilt þaki meö, er I upplausn. Vegna þess aö „Soffia og Jóhann hafa sýnt tilhneigingar til kjarnafjöl- skyldumyndunar”. „Hvernig lýsir þaösér?” spuröi ég og opinberaöi vanþekkingu mlna. „Þau ætla aö gifta sig. Þau eru ástfangin.” „Jaá,” sagöi ég og kom nokkurri fordæmingu fyrir I röddinni, meövituö um aö þaö ber vott um skort á nægilegri andfélagslegri hugsun aö ganga I hjónaband. „Blessuö fíflin, þau halda náttúru- lega aö þau veröi hamingjusöm.” Viö hnussuöum svo yfir þeim þangaö til ég gat ekki þagaö lengur og sagöi: „Annars skil ég þau vel, greyin. Ég er llka ódauölega ástfang- in.” „Nei, hver er hann?” spuröi hún og spratt svo snöggt upp I sóffanum aö ég hélt aö ein fjöörin heföi þrýst sér upp um áklæöiö. „Þaö býttar engu,” svaraöi ég harmþrunginni röddu, „hann veit ekki aö ég er til.” Þaö fannst henni ótrúlegt. Eöa var hann kannski kvikmynda- stjarna úti I heimi? „Nei, aö sjálfsögöu hef ég hitt hann,” svaraöi ég, „en hann er ekki farinn aö líta niöur i neöri loftlögin og uppgötva þennan sæta hársvörö sem sveimar I kringum hann.” Hún fór hamförum I sóffanum. „Er hann kannski hár og myndarlegur?” „Ja, hann er allavega mjög hár. Ég er voöalega svag fyrir há- vöxnum mönnum.” „Já,”sagöihúnogglotti illkvittnislega, „svona .... (þessu oröi er sleppt) eins og þú falla oft fyrir háum mönnum. Þetta er jafn- vægislögmál náttúrunnar, náttúran leitast viö aö jafna stæröina á afkvæmunum. Lögmáliö á aö verka á báöa vegu. Gerist betta oft meö þig?” og flissaöi. „Njah,” sagöi ég Ihugul, „svona, en oftast strandar ástin á þvl aö þeir líta aldrei niöur og veröa varir viö mig. Ég man þó eftir einum. Þaö var þegar ég var unglingur. Hann var 1.96. Viö hitt- umst alltafheimahjá honum. Égskildi ekki af hverju ég varö aö fara bakdyramegin inn I kjallarann, þegar hann bjó á hæöinni. Þaö var ekki fyrr en viö fórum i bló og hann neitaöi aö fara inn fyrr en búiö var aö slökkva, aö ég fattaöi þetta. Hann hélt aö þaö yröi hlegiö aö honum. Þarna heföi viökvæm unglingssál mín átt aö fá minnimáttarkenndir, en mér fannst hann bara svo vitlaus aö ég hætti aö elska hann. Svo var þaö þessi æöisgengni sem ég rakst á I Klúbbnum hér I gamla daga. Ég blikkaöi og flautaöi i einn og hálfan tima. Hann tók ekki eftir mér. A þriöja glasi var ég oröin þreytt á þessu, gekk aö honum og togaöi I jakkann hans. Hann leit I kringum sig og sá engan. Ég ræskti mig og hann leit niöur og kom auga á mig. Hann hló umburöarlyndum hlátri, klappaöi á kollinn á mér og fór. En þetta hefur verkaö gagnstætt. Hann var 1.98 og óumræöi- lega ástfanginn af mér. Hann var mjög grannur, illa innrætt fólk myndi segja magur, og svona S-laga i vextinum. Svo S-laga, aö hann mældist aöeins 1.70. Ég sá ekkert viö hann. Nú, og svo var þaö auövitaö þessi tryllingslega sexl og lekkeri innflutti handboltagæi I Hollywood. Hann var 2.10. Ég kom mér fyrir viö hliöina á honum, og hann var sem sagt móttækilegur fyrir jafnvægislögmálinu, þvi þaö leiö tæpt andartak þar til hann sagöi eitthvaö ofsa kjút viö mig. Ég sagöi „ha?” og teygöi betra eyraö upp á viö. Hann endurtók þetta sæta. Ég brosti og hrópaöi „hávaöi i þessum græjum, geturöu æpt þetta aftur?” og stóö á tánum, Hann geröi þaö og ég kallaöi upp til hans: „Geturöu nokkuö beygt þig lengra niöur?” Þá fór hann. Ég heföi kannski átt aö klifra upp á barinn. Og nú veit ég elcki hvaö ég á aö gera. Auövitaö get ég hnippt I hnéiö á honum, en mér finnst það viðurkvæmilegt. Mér hefur likadottiö Ihugaðleysa skóreimarnarhans og þegar hann beyg- ir sig til aö reima, þá get ég reynt aö vera aölaöandi. En hann hefur verið á mokkasinunum siöan mér datt þetta i hug. Og ég þori ekki aðreyna örþrifaráðið, ég gæti misst sjónina.” „Hvernig er örþrifaráöiö?” „Þá bregöur maöur fæti fyrir manninn og kastar sér undir hann þegar hann dettur. En ég fengi örugglega beltissylgjuna hans I augað og blindaöist. Þetta er vonlaust.” „Neinei, þetta er ekkert vonlaust.” „Jú. Hugsaöu þér hvernig færi ef ég næöi i hann. Bakið á hon- um yröi ónýtt á fyrstu vikunni. Og ef viö færum aö dansa svona kinn viö kinn, þá myndi neösta skyrtutalan hans sennileea fest- ast I skaröinu á milli framtannanna i mér. Þaö væri gaman fyrir salinn. Nei, ég er fastákveöin I aö elska hann á laun og þjást.” Hún reyndi að slá á.samúöarstrengina, en mér varö ekki hagg- að. „Þetta hefur slna kosti. Ég hef lézt um tvö kíló slöan mér varö ljóst aö ég elska hann ódauölega. Nú vonast ég bara til aö hann endist I nlu kiló til viöbótar. Þannig verð ég grönn og kinnfiska- sogin, þaö þykir svo smart. Og ennþá ósýnilegri.” Hún nam þjáningu mina. „Æ ræfillinn, þú veröur aö reyna aö gera eitthvað.” „Nei, mér kemur það ekki til hugar. Þrátt fyrir allt, þá kem ég auga á málið ofan frá hans sjónarmiöi. Maöurinn hefur alla mlna samúö og skilning. Þvi ég myndi, sjálf og persónulega, aldrei falla fyrir dverg.” w Rússneskir kafbátar út af Austfjöröum segir hann... ...og út af Norðurlandi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.