Þjóðviljinn - 16.12.1981, Page 14
14. SIÐA — Jölablaö Þjööviljans
tslensk Marlumynd frá þvi um 1400. Siögotneskur stlll.
Robert Campin: Maria fyrir framan eldstóna. Jaröbundiö raunsæi
hollensku endurreisnarinnar frá fyrri hluta 15. aldar.
„Líknar æð og
lífsins brunnur”
Þú ertein listug lilja, / er
lifir i drottins höll. / Þínu
valdi og vilja / veröldin
lýtur öll. / Skepnan kennir
skylda sig / heiðarlega
sem hjartað kann, / að
heiðra og dýrka þig.
Þanng segir f gömlu islensku
Mariukvæöi frá kaþólskum siö.
A jólunum erum við gjarnan
minnt á mikilvægi fjölskyldunnar
og barnanna og á þaö rætur sinar
aö rekja til hinnar heilögu fjöl-
skyldu sem stofnaö var til i fjár-
húsi á Betlehemsvöllum fyrir
tæpum 2000 árum siðan. Þunga-
miðjan i þessari fjölskyldu var
Maria guösmóðir i krafti sins
heilaga getnaðar. Mariudýrkun-
in, eins og hún birtist i sinni
sönnustu mynd, er þvi að ein-
hverju leyti tengd hugmyndinni
um mæðraveldi og er ekki ótrú-
legt, að hún hafi átt þátt i að auka
sjálfstraust og sjálfsvirðingu
kvenna i jafnréttisbaráttu þeirra
i gegnum aldirnar. Okkur datt
þvi ihug i tilefni jólanna að rifja
upp, hvernig Mariuimyndin hefur
birst i myndlistinni, og huga þá
jafnframt að þvi, hvort heilög
Maria ætti hugsanlega erindi inn i
jafnréttisbaráttu nútimans á
þessum timum kvennabaráttu og
striösógna.
Móðurgyðjan
Móðurgyðjan á sér fyrirmynd i
flestum hinna fornu trúarbragða,
og segja má aö gyðjur eins og Ky-
bele hin griska og Isis hin e-
gypska hafi endurfæðst i mynd
Mariu guðsmóður i hinum kristna
sið, en báðar þessar gyðjur voru
mikið dýrkaðar við Miöjaröar-
hafiö fyrir tima kristninnar. Þá
má einnig nefna rómversku gyðj-
una Vestu, sem var björt mey og
hrein, verndari góðæris og hins
góöa móðernis þótt hún væri sjálf
óspjölluð. Þannig endurfæddust
hinar heiðnu hugmyndir og frum-
myndir i hinum nýju trúarbrögö-
um. Mariudýrkun var mjög al-
geng hér á tslandi i kaþólskum
sið, og telur Kristján Eldjárn að
Maria hafi veriö nafndýrlingur
nærri eitt hundrab kirkna hér á
landi. Munu allar þær kirkjur
hafa verið prýddar Mariumynd-
um þótt flestar hafi þær siöan
verið eyðilagðar af helgimynd-
brjótum hins lútherska pietisma.
Maríukveð-
skapur
Mariukveðskapur varð einnig
sérstök kveðskapargrein hér á
landi sérstaklega á 15. og 16. öld.
Sem dæmi um slíkan kveðskap
má taka brot úr kvæðinu Milsku,
sem ort er fyrir siðaskipti:
,,Þú ert elskandi meydóms
milsku, / milskast vin fyrir
dyggöir þinar. / Þlnu skrýddist
holdi hreinu / hrein miskunn
iifandi greina. / Greinist út meö
valdi vænu / væn röksemdin
þinna bæna. / Bænir heyröu,
Maria, minar, / mina sál og leys
úr pinu.
Dyggð hreinlifis Salómon sagöi
/ sýna spekt um dýröir þinar—/
hver stigandi upp meö æru / ynni-
leg sem dagsbrún rynni. / Valin
sem tungl og vænni sólu / verandi
Ijós sem gullin rósa / réttum
hjálpar en illum ættum / óttanleg
sem fylking dróttar.
1 gegnum kveðskap þennan
ganga lýsingar á Mariu sem
„liknar æð og lifsins brunni”,
uppsprettu lifsins og eilifrar
mildi. 1 þvi fræga kvæði, Lilju,
eftir Eystein munk Asgrimsson
komam.a. fyrir þessar hending-
ar:
Maria, kreistu mjo'lk úr brjóst-
um / mln drottning, fyr barni
þinu! / Dreyrug fööurnum sýn þú
sárin / sonur Mariu, er naglar
skáru.
Kirkjulist miðalda
Myndlistarmenn lögðu sig ekki
síður eftir þvi að lofsyngja hina
heilögu guösmóður i verkum
sinum hér á landi sem annars
staðar.
A hinum kristnu miðöldum
voru viðfangsefni myndlistar-
manna nær eingöngu trúarlegs
eðlis. Þetta stafaði fyrst og
fremst af þvi, aökirkjan var hinn
eini patrón eða vinnuveitandi
myndlistarmannanna.
Það voru kirkjufeðurnir, sem
settu myndlistarmönnunum
strangar reglur um hvernig koma
skyldi hinum rétta trúarlega boð-
skap á framfæri á fyrri hluta miö-
aldanna. Þar skipti mestu máli
skýrleiki i framsetningu, og var
allt sem ekki þjónaði hinu trúar-
lega innihaldi dyggilega þurrkað
út. Þannig glataöist á fyrri hluta
miðalda að miklu leyti sá árangur
sem Grikkir og siðan Rómverjar
höfðu náð i eftirlikingu náttúr-
unnar, fjarvidd, rúmskyni
o.s.frv., en eftir stóðu hin hreinu
og stllfærðu trúarlegu tákn,
dyggilega raðað á myndflötinn
eftir guðfræðilegu mikilvægi eins
og við sjáum I gotnesku myndlist-
inni annars vegar og þeirri
býsönsku hins vegar.
Þótt ekki séu til varöveitt
Islensk kirkjumálverk frá fyrstu
öldum kristni á íslandi, þá getum
við auðveldlega Imyndað okkur
hvernig þau hafa litið út. Annars
vegar höfum við fyrir okkur
kirkjuskreytingar frá norsku
stafakirkjunum, og er ein sllk birt
á forslöu blaðsins. Hins vegar
Kona trésmiösins. Frcskómynd eftir Giotto frá upphafi endurreisnar
timans i byrjun 14. aldar.
Hugleiðingar
um Maríu-
myndir,
gamlar og
nýjar
höfum við islenskar handrita-
lýsingar, t.d. isiensku teiknibók-
ina I Arnasafni, sem Björn Th.
Björnsson telur vera frá þvi um
aldamótin 1400.
Og ibáðum tilfellum finnum við
að sjálfsögðu Máíiu guösmóður.
María frá þjóð-
veldistímanum
Forsiðumyndin er frá Xl stafa-
kirkjunni I Hallingdal i Noregi.
Þetta er skemmtilegt dæmi um
heldur frumstæöa gotneska
myndlisteins og hún hefur tiðkast
iNoregi og væntanlega einnig hér
á íslandi við lok þjóðveldistim-
ans. Þessi tegund myndlistar á
litið skyit viö hið finofna orna-
ment vikingaaldarinnar: hér eru
til komin áhrif frá Evrdpu aö öli-
um Iikindum gætir hér áhrifa frá
enskum handritalýsingum og
mineaturmyndum frá svipuöum
tima.
Mynd þessi er hins vegar vegg-
málverk, 161x116 cm. aö stærð,
málað á tré á siðari hluta 13.
aldar. Við sjáum hér hið sigilda
jólamótif, þar sem konungamir
frá Austurlöndum færa JtóUbarn-
inu gjafir sinar, gull, reykelsi og
myrru — hinar upprunalegu jóla-
gjafir. Hér er engu ofaukið, þvert
á móti hefur ekki verið pláss fyrir
3. konunginn, en torkennilegur
hiutur i skauti Mariu gæti bent til
þess að hann væri þegar farinn
hjá.
1 hinni gotnesku og býsönsku
list miðalda er Jesúbarnið ávallt
sýnt með andlit fullorðins manns
og svo er einnig hér: Kristur er
hinn lifandi Guð og pislarvætti
hans er þegar ákveðið og hann
réttir upp tvo fingur til blessunar
með annarri hendi á meðan hann
heldur um rikiseplib eða granat-
eplið með hinni hendinni. Yfir fer
fagnandi engill með lúðraþyt: Sjá
ég boða yður mikinn fönguð...
Það sem einkennir fyrst og
fremst þessa Marlumynd er
frjálst og öruggt handbragð og
expressiónfsk teikning, sem var
óvenjuleg I gotneskum veggmál-
verkum af þessari stærð. Maria
situr hér sem hin krýnda
drottning eins og vera ber. Hún er
dregin einföldum og skýrum
dráttum, eins og til áminningar
um þann trúarlega veruleik sem
Marfuímyndin býr yfir, og ekki
verður settur á mynd. Trúar-
myndir miðalda þjónuðu fyrst og
fremst þvf marki að vfsa mönn-
um veginn til hinnar réttu trúar-
legu upplifunar, — myndin sjálf
var ekki endanlegt markmið,
heldur hjálpartæki.
tslensk María
Sama má segja um Mariu-
myndina sem hér er birt úr
islensku teiknibókinni i Arna-
safni. Hún mun vera frá þvi um
aldamótin 1400. Þessi mynd er að
því leyti óvenjuleg fyrir gotneska
stilinn, að Maria berar hér brjóst
sin, tákn hinnar eilifu móðurupp-
sprettu. Maria ber hér enn sem
fyrr drottningarskart og situr i
háu sæti.
Endurreisnar-
tíminn
Mikil bylting átti sér stað i
evrópskri myndlist sem og öðru
þjóðlífi á endurreisnartimanum.
Meðal forvigismanna i þessari