Þjóðviljinn - 24.12.1981, Side 4

Þjóðviljinn - 24.12.1981, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24, desember 1981 UÚBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- Hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir. Umsjdnarmaður sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svaifhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson. Iilaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. iþrótta- og skákfréttamaður: Helgi Ólafsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: öiöí Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: SigrUn Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjóifur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurrrumds son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Páisdóttir, Karen Jóns dólfir. Útkeyrsla, afgreiðsia og auglýsingar: Sfðumúla 6, Reykjavik, simi 813J3 Pren**'n : Blaðanrent hf Á jólum • Jólahátið er margt i vitund manna, en ekki sist er hún safn skýrra mynda sem helgisagan og bernsk upplifun hennar hafa mótað. I þvi safni er sú mynd stærst, sem sýnir huganum umkomu- laust barn, fætt á hrakningi og vofir yfir þvi háski — um leið er frá þvi skýrt að þetta barn sé fyrir- heit um frið og farsælar tiðir. Það var þessi mynd sem við gengum inn i með fyrirvaralausri hrifn- ingu hinna fyrstu ára ævinnar. • Nú eru timar sem eru islenskri þjóð tiltölu- lega miidir. Þvi kann mörgum að finnast, að við getum gengið til hátiðar með hugann fullan af þokkalegu samræmi við hugblæ hennar. En þetta fer að sjálfsögðu eftir þvi, hve langt eða skammt menn hugsa. Mynd jólanna getur einnig verið okkur ögrun i þeim skilningi, að hún minnir á svo margt sem er i hróplegri andstæðu við fyrirheit um frið og farsæld. Við búum i heimi þar sem tugir miljóna barna fæðast óvelkomin — ekki vegna þess að föreldrar þeirra hafni þeim, heldur bitna á þeim þau rangindi sem við gjarna breið- um yfir með hlutlausum og nokkuð fræðilegum orðum eins og tekjuskipting, þróun og vanþróun. • Það sem verra er. Við lifum á timum þegar nokkrar efnahagslegar truflanir i efnuðum rikj- um verða meðal annars til þess að efla þeim áræðni og mælsku, sem vilja sem fæst vita af um- komulausum börnum og þeim fyrirheitum sem við þau kunna að vera bundin. Þaðan af siður vilja þessir menn vita af snauðum foreldrum þeirra barna sem nú var getið. Við heyrum úr ýmsum áttum, að ábyrgðarmenn i stjórnmálum hallast að þvi að skera niður þá samhjálp sem hefur verið i gangi — bæði til þeirra sem standa höllum fæti á heimaslóðum og þó enn heldur til þeirra sem byggja fátæk riki. Við heyrum bæði frá áhrifamönnum sem hafa hátt á almannafæri og úr hópi hinna þöglu meirihlutamanna raddir, sem telja eftir samhjálp — meðal annars með þvi að færa æ sterkari áherslur yfir á þá túlkun, að böl fátæktar og allsleysis sé sjálfskaparviti. Þessar úrtölur eru ekki allar hreinar og beinar, en þeir eru mjög i umferð i margvislegu formi. • Að sönnu er hjálp veitt, einkum i bráðri neyð, að sönnu leggja margir menn ágætir hönd að þvi að rétta hlut fátækra og kúgaðra. Hitt er svo skelfing dapurlegt, hve allt það sem unnið er i þessum efnum, hvort sem er til aukins réttlætis eða lifsbjargar, er afskaplega smátt i saman- burði við þann mannafla, það hugvit og þá fjár- muni, sem sóað er til þess að undirbúa fjölda- morð i smærri og stærri styrjöldum. Við vitum að vigbúnaðarkapphlaupið hefur aldrei verið æsi- legra, að aldrei hefur verið auðveldara að afmá þjóðir og reyndar mannkynið allt. Vopn eru það eina sem ofgnótt er af, af vopnum eiga allir nóg — nema vitanlega þeir sem skortir bæði brauð og réttlæti. • Jól eru, sem fyrr var að vikið, i okkar lifs- mynstri hátið sem tengd er ljúfum minningum og ánægjulegum samverustundum við þá menn, sem við viljum heist vita af hið næsta okkur. En i þeim stórsjó herfilegra andstæðna sem við lifum i geta jól einnig verið og mega gjarna vera brýn áminning um öll þau afbrot gegn friði, gegn mannúð og réttlæti, sem framin eru, afbrot gegn þeim börnum sem fæðast i nótt. Á R Á fslandi eru auðvitað allir jafnir, þó eru sumir örlítið jafnari en aðrir. Einhvernveginn svona tók kunningi minn til orða um daginn, þegar við ræddum vægi atkvæða í hinum ýmsu kjördæmum landsins. Það er eins og alltaf hlaupi fjör i þessa umræðu, þegar menn hafa tilfinningu fyrir þvi að e.t.v. kynni að vera skammt til kosninga. Það er m.ö.o. ekki örgrannt um að mann gruni aö kosningahrollur sé farinn að gera vart við sig á sumum bæj- um. Tónninn i umræðunni er jafn- an hinn sami, enda berst hann yfirleitt úr einni átt. Menn hafa sem sagt mestar áhyggjur af þeim rangindum, sem Reykvik- ingar og Reyknesingar ku vera beittir með þvi himinhrópandi misvægi atkvæðanna. Þetta etur hver eftir öðrum, sama hvort þeir eru á hægri eða vinstri kanti, ellegar i miðju. örlar ekki á sjálfstæðri hugsun. Mig langar að draga fram nokkrar þeirra röksemda, sem jafnan fer litið fyrir i umræð- unni, og freista þess að leggja nokkurt mat á málið með hlið- sjón af þeim. Reykjavik Ákureyri Vœgi atkvœða Ég ætla sem sagt ekki að taka þátt i þessari vanabundnu kúnst að reikna atkvæöi Suð-Vestlinga niður i eitthvert litið prósentu- hlutfall af atkvæðum okkar hinna og draga siöan ályktanir út frá þvi. Tilgangurinn með dreifingu þingmanna Tilgangurinn með þvi að dreifa þingmönnum um öll kjör- dæmi landsins er auðvitað sá, fyrst og fremst, að tryggja itök og áhrif byggðarlaganna á landsstjórnina og svo það, að „hver fái sér deildan verð við hæfi”. Verði verulegur misbrestur á þvi jafnvægi, sem þarna á að nást, hlýtur það fljótlega að koma i ljós. Þetta held ég aö all- ir hljóti að viðurkenna. Ef ekki, reikna ég með aö þeir séu þeirr- ar skoðunar að einu gildi hvar þingmenn eru kjörnir. Ég geng út frá þvi, að það ætti að koma fram i lifskjörum og allri aðstöðu fólks, ef það býr við óeðlilega skerta möguleika til að koma málum sinum fram i valdastofnunum þjóðarinnar. Er það nú svo, að menn telji sig koma auga á einhver merki þess, að höfuðborgin og nágrenni beri skarðan hlut frá borði i samfélaginu? Er það virkilega staðreynd að dreifbýlið dragi þaðan fjár- magn og aðra lifsbjörg? Sitja landsbyggðarmenn kannski á þeim sjóðum, sem höfuðborgarsvæðið hefur skap- að og ætti þvi að njóta, sam- kvæmt öllu réttlæti? Hræddur er ég um að erfitt kunni að reyn- ast að færa rök að þvi. Hitt mun aftur á móti engum erfiðleikum bundið að leiöa lík- ur aö þvi gagnstæða. Hefur raunar nýlega verið gert ræki- lega i opinberu plaggi, sem Fjórðungssamband Norðlend- inga lét frá sér fara. Forréttindi Það er kunnara en frá þurfi að segja, að mest öll viðskipti þjóð- arinnar fara fram i gegnum Reykjavik. Þetta er ekkert sjálfsagður hlutur. Fjármagni þjóðarinnar er að stærstum hluta sópað þangað og ráðstafað af fólki, sem þar býr. Þetta er heldur ekkert sjálfsagður hlut- ur. Höfuöborgarsvæðiö býr við hagstæðast vöruverð, lægstan hitunarkostnað, ódýrasta og öruggasta raforku. Auk þess menningar- og listastarfsemi stórlega niðurgreidda úr sam- eiginiegum sjóðum lands- manna. Ekkert af þessu eru sjálfsagð- ir hlutir, heldur afleiðingar af stefnu og athöfnum stjórnvalda undanfarna áratugi. Guðjón E. Jónsson, Akureyri, skrifar Af hverju hefur slik stefna verið rikjandi? Auðvitað vegna þess að þessi landshluti hefur haft óeðlilega mikil itök i lands- stjórninni en ekki hið gagn- stæða. Þetta fer svo saman við þá staðreynd að lengst af hafa langflestir þingmenn verið bú- settir á höfuðborgarsvæðinu. Langflestir segi ég og raunar allir að hálfu eða svo. Falsanir Það eru hreinar falsanir á staðreyndum þegar menn eru að halda þvi fram, að þingmenn Reykjavikur og Reykjaness séu einungis þeir, sem þar eru kjör- dæmakosnir. Kosningalög eru nú t.d. svo haglega gerð, aö meiri hluti uppbótaþingmanna er gjarnan úr þessum tveim kjördæmum. Auk þess hefur nú höfuðborgarsvæðið oft gert það fyrir „sveitamanninn” að leggja honum til þingmanns- efni. Nægir þar að nefna menn eins og: Steingrim Hermanns- son, Sverri Hermannsson, Eykon, Tómas Arnason, Stefán Jónsson, Arna Gunnarsson o.fl. Ætli það sé ekki sanni nær að landsbyggðin eigi stundum næsta litil itök i löggjafarsam- kundu þjóðarinnar, enda sjái þess viða stað. Þar við bætist svo að em- bættismenn og sérfræðingar, flestir búsettir á höfuðborgar- svæðinu, hafa mikil og sivax- andi itök i stjórnkerfinu og ráða ósjaldan úrslitum i stórmálum. Talað en ekki framkvæmt Nokkur undanfarin ár hefur farið fram talsverð umræða um dreifingu valds og stofnana um landið. Litið hefur orðið úr framkvæmdum og flestir vita hversvegna. Sá, sem búið hefur við forréttindi, er ekkert áfjáður aö sleppa þeim. Hver kannast svo sem ekki við kveinstafina þegar rætt er um jöfnun simakostaðar lands- manna? Litið dæmi en sláandi, finnst mér. Enginn skilji orð min svo, að ég vilji ekki að Reykvikingar og Reyknesingar „fái sér deildan verð við hæfi”. Það vil ég vissu- lega en heldur ekkert meira. Ekkert heimili, sem mismun- ar gróflega hjúum sinum, getur til lengdar verið neitt sérstakt kærleiksheimili. Við búum i litlu samfélagi og eigum kröfu á þvi, að höfð sé uppi einlæg viðleitni til að jafna kjör allra þegna þess. Það er ósæmilegt að heyra þá sem hafa búið og búa við best kjör i þessu landi, hafa uppi öf- undarnudd vegna þess, að á sið- asta áratug hefur verið nokkur viðleitni til að skjóta traustari stoöum undir vanrækt atvinnu- lif margra hinna dreifðu byggöa landsins. Út frá þessu hefst svo rausið um „misvægi atkvæðanna” eina ferðina enn, og menn éta hver eftir öðrum að nú sé sannarlega orðiö meira en timabært að spyrna við fótum. Nú má hreint ekki dragast leng- ur að Reykjavik og Reykjanes fái miklu fleiri þingmenn til að rétta hlut sinn! Littu yfir sviðið, lesandi góð- ur, og segðu mér svo hvaö þú séríl- GuðjónE. Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.