Þjóðviljinn - 30.12.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.12.1981, Blaðsíða 3
Mibvikudagur 30. desember 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Happdrætti Krabbameinsfélagsins Vmningsnúmer í hausthappdrætti Vinningsnúmer i Happdrætti Krabbameinsfélags- ins. Dregið var á aðfangadag i hausthappdrætti Krabbameinsfélagsins. Þessi númer hlutu vinning: 21.491 Litsjónvarpstæki, Finl'ux. 21.577 Myndsegulbandstæki.'tirundig. 35.218 Bifreið, Subaru 1800 4WD GL. 43.238 Bifreið fyrir 80.000 krónur. 55.118 Litsjónvarpstæki,, Finlux. 69.764 Myndsegulbandstæki, Grundig. 81.082 Bifreið, Saab 900 GLS. 107.799 Litsjónvarpstæki, Finlux. 115.921 Litsjónvarpstæki, Finlux. 120.320 Litsjónvarpstæki, Finlux. 121.094 Myndsegulbandstæki, Grundig. 136.638 Litsjónvarpstæki, Finlux. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt i happdrætt- inu og óskar landsmönnum gleðilegs nýárs. Frétt frá Happdrætti Krabbameinsfélagsins. Skólameistari, Jón Böövarsson, brautskráir fjóra iönnema: tvær stúlkur af hársnyrtibraut og tvo pilta hina fyrstu sem lokiö hafa bóklegu námi I stálskipasmiöi. Frá vinstri: Asdis Pálmadóttir, Kristln Jónsdóttir, Eirikur Benediktsson og Theodór Kjartansson. Nýtt ársrit lítur dagsins Ijós: Frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja: B orgf Irðíngab ók Borgfirðingabók, árs- rit Sögufélags Borgar- fjarðar, kemur nú i fyrsta skipti fyrir al- menningssjónir. Má segja, að með þessari útgáfu hefjist nýr kafli i sögu þessa félagsskap- ar. Tilgangurinn er að varðveita og koma á framfæri ýmis konar sögulegum og menningarlegum fróðleik, er héraðið varðar og ibúa þess. Ennfremur mun Borg- firðingabók flytja annála úr byggðum Borgarfjarðar, fréttir frá félagasamtökum, frásagnir af atvinnulifi og menningarlifi, merkum atburðum, sagt er frá helstu framkvæmdum o.s.frv. Gegnir ritið aö þvi leyti varð- veisluhlutverki, auk þess aö koma ýmsum nýjum fróðleik á framfæri. I ritnefnd eru: Brynjólfur Gislason, Bjarni Bachmann og Snorri Þorsteinsson. Fyrstu nemar brautskráðir / í stálskipasmíði Haustönn 1981 lauk i Fjöl- hrautaskóla Suðurnesja með brautskráningarathöfn i tþrótta- húsi Keflavikur föstudaginn 18. desember s.l. kl. 16.00. Kór Tón- listarskóla Njarðvikur söng nokk- Slitnaði upp úr viðræðum um vinstri stjórn: Talið að stjómin verði skammlíf n L Ótrygg minnihlutastjórn krata í Danmörku Áður en til stjórnarslita kom og kosninga var minnihlutastjórn sósíal- demókrata við lýði í Dan- mörku. Stjórnin lafði með stuðningi smáflokkanna: Kristilegra, Radikale Venstre og Mið- demókrata, flokks Erhards Jacobsens. Stjórnin missti stuðning þegar hún lagði fram stefnuskrá, sem var að miklu leyti unnin upp úr stefnuskrá flokksins. SF (Socialisk folkeparti) lýsti þegar yfir stuðningi við flesta veigamestu þætti þess- arar stefnuskrár, s.s. um ráð- stafanir lifeyrissjóða og fleira. VS, vinstri sósialistar lýstu einnig yfir stuðningi við ýmsa þætti þessarar stefnuskrár. Að afloknum kosningum hefur Anker Jörgensen reynt að mynda rikisstjórn með SF og Radikale Venstre, sem er frjálslyndur borgaraflokkur með hefðir i mannúðarmálum. Sá flokkur vildi ekki fyrir nokk- urn mun fara i stjórn með SF, svo sýnt var að sú stjórnar- myndun færi út um þúfur. Danska Alþýðusambandið, LO er klofið i afstöðunni til stjórnarmyndunar. Annars veg- ar er sá armur sem ekki vill að Sósialdemökratar fari i rikis- stjórn og svo hins vegar sá arm- ur sem vill að kratar myndi stjórn með SF og Radikale Venstre ellegar myndi minni- hlutastjórn einsog gerðist i gær. Meirihluti þingflokks sósíal- demókrata var einnig hlynntur stjórnarmyndun og þvi fór sem fór, þrátt fyrir að Anker gamli sjálfur muni hafa verið fremur efins um réttmæti stjórnar- myndunar. Stóru borgaraflokkarnir tveir, Venstre og Konservative reyna nú að niða skóinn niður af hvor öðrum. Þeir biðu skipbrot við kosningarnar, enda höfðu þeir lagt fram stefnuskrá sem kallaöist einfaldlega Leiftur- sókn. Hún þótti meira að segja svo svæsin, að Glistrup lýsti yfir stuðningi við hana. Því fór sem fór, og hefðu borgaraflokkarnir betur lært af óförum Sjálf- stæöisflokksins á Islandi. Talið er aö kratarnir muni nú halda áfram þar sem frá var horfið og koma málum i gegnum þing- ið með þvi að höfða ýmist til hægri eða vinstri. Ihaldsflokk- urinn og Miðdemókratar hafa nú sýnt stjórnarmyndun krata nokkra vinsemd en viðbrögð Venstre voru á annan veg, fullur fjandskapur. Telja flestir fréttaskýrendur i Danmörku að þessi rikisstjórn verði mjög skammlif, og aö efnt verði fljót- lega aftur til kosninga. Það er þvi i rauninni um áframhald- andi stjórnarkreppu að ræða i þvi flata landi Danmörku —óg. ur lög. Jón Böðvarsson skóia- meistari flutti síðan yfirlit um starfsemi skólans á önninni. Eyjólfur Þórarinsson afhenti skólanum aö gjöf rafrásatæki og rökrásatæki til kennslu á rafiðna- braut frá Rafmagnsverktökum Keflavikur h.f., — og Sigurður Erlendsson flutti skólanum kveðju frá Aðalverktökum h.f. og 30 þúsund króna ávisun til tækja- kaupa fyrir málmiðnabraut skól- ans. 34 nemendur brautskráðust: 8 iðnnemar, Snemaraf tveggja ára verslunar- og skrifstofubraut, 1 vélstjóri, 1. stigs, 6 flugmenn og 14 stúdentar. Tveir áðurnefndra iðnnema luku bóklegu námi i stálskipa- smiði, og eru þeir hinir fyrstu sem sliku námi ljúka hérlendis enda var iðngrein þessi fyrst lög- gilt nú i sumar með útgáfu nýrrar iðnfræðslureglugerðar.ölöf Maria Ingólfsdóttir flutti stutt kveðju- ávarp af hálfu nemenda. Athöfninni lauk meö ávarpi skólameistara til brautskráðra nema. Fjölbrautaskóli Suöur- nesja tók til starfa haustiö 1976, ogj 405 nemendur hafa verið braut- skráðir þaöan alls. 467 nemendur stunduöu nám i dagskólanum á haustönn 1981 og 220 i öldungadeild. d Inní bombur meö leikíöngum og spádómum 'HK) Flugeldamarkaóir Hjálparsveita skáta Menntaskólinn við Hamrahlið Innritun nýnema i öldungadeild Mennta- skólans við Hamrahlið fer fram laugar- daginn 9. jan. 1982. kl. 9—12 f.h. Rektor. Blikkiðjan Ásgarði 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboð SIMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.