Þjóðviljinn - 30.12.1981, Page 5

Þjóðviljinn - 30.12.1981, Page 5
Miövikudagur 30. desember 1981. þjöÐVILJINN — StÐA S Umheímurinn og E1 Salvador Hryöjuverk meö biessun stjórnvalda eru hæpin undirbúningur aö ..kosningum”. í ágúst sem leið gáfu stjórnir Frakklands og Mexíkó út sameiginlega yfirlýsingu um stuðning við FAALN-FRD/ vinstri- fylkinguna í El Salvador, sem þessar stjórnir telja „pólitískt afl sem njóti stuðnings almennings" og verði að hafa með í ráðum ef f inna eigi pólitíska lausn á borgarastyrjöldinni í landinu. t þessari yfirlýsingu segir einnig, aö það verði að „endur- skipuleggja” vopnaðar sveitir i landinu áður en þar fari fram kosningar — og hér er átt við það, að sú stjórn sem nú situr fái ekki að útrýma andstæðingum sinum áður en hún láti fara fram eins- konar málamyndakosningar. Veigamikitl stuðningur Þessi yfirlýsing var veigamesti stuðningurinn sem vinstrihreyf- ingin i E1 Salvador hefur hingað til fengið á alþjóðlegum vett- vangi. Bandarisk stjórnvöld hafa eftir getu reynt að réttlæta stuðn- ing sinn viö valdaklikuna í E1 Salvador með þvi, að vinstrisinn- ar þar i landi væru útsendarar Kúbumanna eða sovétkommún- ismans — en stuðningur áhrifa- manna eins og hins sóslaliska for- seta Frakklands við málstað vinstrimanna gerir allan þann málflutning i meira lagi tor- tryggilegan. Andsvör Að sjálfsögðu var reynt að blása til mótaðgerða. Þegar i september blésu trúfastir vinir Bandarlkjamanna 1 álfunni til ráðstefnu i Venesúelu — þar skrifuðu utanrikisráðherrar Argentinu, Boliviu, Kólumbiu, Chile, Guatemala, Honduras, Dóminkanska lýðveldisins og Venesúelu undir yfirlýsingu þess eínis að þessi riki myndu halda áfram að styðja valdhafa i E1 Salvador — um leiö og þeir for- dæmdu það sem kallaö var ,,af- skipti af innanrikismálum E1 Salvador” i fyrrgreindri sam- þykkt stjórna Frakklands og Mexikó. Ekki allir með En það er áhugavert að skoða hverjir það voru i rómönsku Ameriku, sem ekki voru tilbúnir til að leggja stóra bróður i norðri lið i þessu máli. Brasilia, sem hefur ýmsa tilburöi til aö verða heimsveldi af annarri gráðu, vildi ekki ganga lengra en að hvetja til lausnar sem fyrst og fremst byggði á þvi að „enginn erlendur aðili hlutaðist til um innanrikis- mál E1 Salvador”. Perú, Ecuador og Costa Rica hafa sent frá sér svipaðar yfirlýsingar — og ekki nóg með það, þessi riki hafa öll boðið til sin diplómatanefndum frá vinstrihreyfingunni i E1 Salvador. Hinn nýi forseti Panama, Royo, hefur tekið ein- dregna afstööu gegn ihlutun Bandarikjanna i E1 Salvador, og hann hefur einnig boðist til að miðla málum ef svo bæri undir. Pólitísk lausn? Forseti Mexikó, Portillo, var ekki sérlega hrifinn af samþykkt- um vina Bandarikjanna og Salva- dorsstjórnar. Hann spurði: Ef að þessi niu riki hafa viðurkennt þetta pólitiska afl (vinstrifylking- una) með það fyrir augum að út- rýma þvi — hvers vegna ættum við þá ekki að viöurkenna þetta afl með það fyrir augum aö leita pólitiskrar lausnar? Að þvi er varðar þá stjórn sem nú situr i E1 Salvador og bandariska verndara hennar, þá er þeirra „lausn” fólgin i þvi að brjóta á bak aftur andstöðuna meö hervaldi og efna siban til „kosninga” i mars, til kosninga sem valdhafar gætu handtéraö að geöþótta. Þaö mat sem fram kemur i afstöðu stjórna Costa Rica, Panama, Frakklands og fleiri aðila gengur hinsvegar i allt aðra átt og byggir á öörum forsendum. Þvi verður allvel lýst i yfirlýsingu Alþjóðasambands jafnaöarmanna um E1 Salvador, en þar segir: „Sú staða sem nú er uppi, þegar stjórnin leggur blessun sina yfir starfsemi hryðjuverkamanna, gerir allt tal um lýðræðislegar kosningar merkingarlaust. Þaö er ekki hægt að ná þeim friði sem getur af sér réttmætar forsendur fyrir kosningum nema með póli- tiskum viðræðum”. — Og i þess- ari yfirlýsingu var aðstoð Banda- rikjanna viö Ihaldið i E1 Salvador fordæmt á mjög ótvíræðan hátt. Styrkur til háskólanáms í Noregi Norsk stjórnvöld bjóba fram styrk handa islenskum stúd- ent eða kandidat til háskólanáms i Noregi háskólaárið 1982—83. Styrktimabilið er niu mánuðir frá 1. september 1982 að telja. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nemur 2.600 norskum krónum á mánubi en auk þess greiðast 500 norskar krónur til bóka- kaupa o.fl. við upphaf styrktimabils. Umsækjendur skulu vera yngri en 30 ára og hafa stundað nám a.m.k. tvö ár við háskóla utan Noregs. Umsóknum um styrk þennan, ásamt afritun prófskirteina og meðmælum, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 1. febrúar n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntasmálarábuneytið, 22. desember 1981. Við erum ekki óvanir því að ílytja fyrir aðra ... en nú flytjum við sjálfir. FUJGFRAKT FLYTUR ÞANN FJORÐA JANÚAR 1982. ÚR: Tollhúsinu við Tryggvagötu. í: Aðalskriístoíubyggingu Flugleiða á Reykjavíkurílugvelli. SÍMI: 27800 AFGREIÐSLA FARMBRÉFA og FARMSÖLUDEILD eru þœr deildir sem flytja starísemi sína á Reykjavíkurflugvöll. STARFSFÓLK okkar tekur á móti ykkur í björtu og rúmgóðu húsnœði og býður enn betri þjónustu. BILASTÆÐIN em nœstum óþrjótandi. FLUGLEIÐIR FLUGFRAKT

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.