Þjóðviljinn - 30.12.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.12.1981, Blaðsíða 16
djúðvhhnn Miövikudagur 30. desember 1981. Abalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til (östudags. Utan þess tima er hægt aö ná 1 blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins I þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná 1 af- greiöslu blaösins 1 slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Áðalsimi 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Jámblendiverksmiðjan á Grundartanga: Vaxandi halli ár frá ári Eins og fram kom í Þjóö- viljanum í gær er hallinn á rekstri járnblendiverks- miðjunnará Grundartanga þetta árið um 60 milljónir króna. Hallinn á rekstri verksmiðj- unnar var 22.5 milljónir nýkróna áriö 1980 og 9.6 milljónir nýkróna árið 1979. Ef tapið á járnblendi- verksmiðjunni á árunum 1979 og 1980 er framreiknað samkvæmt breytingum á framfærsluvisitölu til meðalverðs fyrir árið 1981 nemur það 35.7 milljónum ný- króna 1980 og 23 milljónum nýkróna árið 1979. Hallinn á rekstri verksmiðjunnar I ár er þvi þrefalt meiri en 1979 reiknað á föstu verölagi. ■ Aðeins annar ofn verksmiöj- unnar er nú i gangi en fyrir ári siöan töldu sumir ráðamenn verksmiðjunnar að nauðsyn bæri til að bæta þriðja ofninum við til þess að rekstrargrundvöllur yrði traustur fyrir hana i framtiðinni. Stjórn járnblendiverksmiðjunnar hefur horfið frá öllum hug- leiðingum um þriðja ofn I bráð I ljósi þess að engar horfur eru á að breytingar verði til batnaöar á sölutregðu og lágu verði á næstunni. Verðið á framleiöslu- vörunni er langt undir kostnaðar- verði um þessar mundir og ' spáð að svo muni verða amk. næsta ár. Horfur eru á þvi að leggja þurfi verksmiðjunni á Grundartanga til mikið fé á næsta ári, ef rekstur hennar á að halda áfram með óbreyttum hætti, og mun það mál koma til kasta Alþingis sérstak- lega innan tiðar. — Sv.Kr. öskjuhliöarskólinn stóö fyrir jólatrésskemmtun i Lækjarhvammi aö Hótel Sögu i gær. Fjölmenni var, hópur jólasveina kom I heimsókn og nemendur Þroskaþjálfaskóians héldu uppi fjöri. Þá voru bornar fram veitingar, súkkuiaöi og piparkökur og fleira gott. Hér sjáum viö gest- ina syngja og dansa „Göngum viö ikring um...” Ljósm. eik. Sigurður Thoroddsen hlaut heiðursverðlaun Stjórn Verölaunasjóös Asu Guömundsdóttur Wright veitti i gær Sigurði Thoroddsen, verk- fræðingi, heiöursverölaun sjóös- ins fyrir áriö 1981. Voru þau veitt fyrir verkfræöileg störf hans, og þá sérstaklega fyrir áætlanir og rannsóknir i sambandi viö nýt- ingu vatnsorku landsins og hann- anir orkuvera. 1 álitsgerð sjóðsstjórnar segir: „Sigurður er meðal fremstu manna hér á landi, sem byggðu upp þá tæknilegu og visindalegu þekkingu, er þurfti til þess að gera íslendingum sjálfum kleift aö hanna þau mannvirki, sem voru nauösynleg til nýtingar á vatnsaflinu, þessari helstu auð- lind landsins.” Stjórn sjóðsins skipa nú dr. Kristján Eldjárn, dr. Jóhannes Norðdal og dr. Sturla Friðriks- son. Þaö er sá siðastnefndi sem, afhendir Sigurði Thoroddsen verðlaunin á myndinni. (Ljósm. — eik -) Kanada og EBE gera fiskveiðisamning Tollfríðlndi seld fyrir veiðiréttindi í dag veröur undirritað- ur nýr fiskveiöisamningur á milli Kanada og Efna- hagsbandalags Evrópu. Samningur þessi hefur lengi verið í undirbúningi/ en hingað til hefur strand- að á afstöðu trlands sem beitti neitunarvaldi vegna andstöðu við stef nu banda- lagsins í tollamálum. irar hafa nú fallist á umsókn Dana um leyfi til aukins innflutnings á tollfrjálsri fersksild frá Noregi og Svíþjóð. Samkvæmt fréttamanni Reut- ers mun samningurinn viö Kan- ada fyrst og fremst koma Þjóð- verjum til góða, en samningurinn mun fela i sér veiðirétt til handa þýskum togurum á 15000 tonnum af þorski við strendur Labrador og Nýfundnalands. 1 staðinn munu Kanadamenn fá leyfi til sölu á frystum fiski til Efnahagsbandalagsríkjanna. Vegna ótta breskra sjómanna við óhóflega samkeppni felur samn- ingurinn i sér að komið verði upp ákveðnu verömyndunarkerfi aö sögn Reuters. Þaö innflutningsleyfi sem Dan- ir hafa fengið á toilfrjálsri fersk- sild frá Sviþjóð og Noregi i tengsl- um við Kanada-samninginn felur i sér aö Danir fá að flytja inn 84000 tonn á timabilinu 1982 - 83 og 74000 tonn á timabilinu 1983 - 84 i Trudeau forsætisráöherra Kan- ada stað 30000 tonna aður. Við höfðum samband viö Þór- hall Asgeirsson ráöuneytisstjóra i viðskiptaráðuneytinu og inntum hann eftir, hvaða áhrif þessir samningar hefðu á viðskipta- hagsmuni okkar viö riki Efna- hagsbandalagsins. — Það er almennt ekkert við þessu að segja af okkar hálfu, — sagði Þórhallur. — Kanadamenn hafa þarna samið um vissa tolla- lækkun gegn sölu á fiskveiðirétt- indum, en þeir búa ekki við sömu friðindi og við á þessum mörkuð- um. Það verömyndunarkerfi, sem talað er um i fréttinni felur i sér tryggingu fyrir þvi að þeir undirbjóði ekki fiskinn á óhóflega lágu verði. Hins vegar er þvi ekki að neita að samningurinn dregur nokkuð úr okkar friðindum á þessum mörkuðum. Hvað varðar innflutningsleyfið til Dana á ferskri sild, þá er það alls ekki bundiö við Noreg og Svi- þjóð og viö gætum vel notið góös af þvi, ef við hefðum áhuga á þvi að selja Dönum ferska eða frysta sild. Að lokum sagði Þórhallur að sér væri ekki kunnugt um að toll- friðindi Kanadamanna næðu til saltsildar, en nú sagði hann að Kanadamenn yrðu að greiða 20% toll af saltaðri sild á meðan viö þurfum að greiða 10 af hundraöi. — ólg. jíSLAND VANN j j Island vann Dani 32:21 i handknattleik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.