Þjóðviljinn - 30.12.1981, Side 12

Þjóðviljinn - 30.12.1981, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJVNN Miðvikudagur 30. desember 1981. Handprjónasamband 4 ára: Stoltar af sínu starfi Fyrir fjórum árum vakti vasklegur kvennahópur í Reykjavík mikla athygli landsmanna. Mikið var skrifað um þennan hóp í blöðin og sýndist sitt hverjum — sumir stóðu með þeim, en aðrir á móti. Mótherjarnir voru reyndar allir úr sama hópi manna, þ.e. hópi forráða- manna þeirra fyrirtækja, sem högnuðust á vinnufram- lagi þessara kvenna. En konurnar létu mótbyrinn og andróðurínn ekkert á sig fá og þann 5. nóvember árið 1977 boðuðu þær til stofnfundar handprjónakvenna í Glæsibæ. Giskað var á, að þann fund hefðu sótt milli sex og sjö hundruð manns, og þarna var samþykkt að stofna Handprjónasamband islands. Því verður með sanni sagt, að þarna hafi veriðglæsilega af stað farið. Blaðamaður Þjóðviljans leit inn á stjórnarfund hjá Hand- prjónasambandinu á dögunum til að leita tiðinda af félagsskapnum. Ef allir félagar þess eru eins dug- legir og hressir og stjórnarkon- urnar, ætti sambandið svo sannarlega ekki að vera á flæöi- skeri statt. Þarna sátu þær allar og prjónuðu milli þess sem stjórnarmálefni voru rædd og undirrituð var uppfrædd um sögu Handprjónasambandsins. Þær rómuðu allar dugnaö og ósérhlifni félagskvenna — þær sjálfar væru vart hálfdrættingar á við þær bestu. í samtalinu kemur fram, að starfsemi og rekstur sambands- ins hefur gengið vonum framar og fjárhagsgrundvöllurinn er góður. Handprjónasambandið keypti neðstu hæð gamla Þjóð- viljahússins að Skólavöröustig 19 rétt fyrir áramótin 1979—80 og ættu þau kaup að bera vott um góða fjárhagsstöðu. Eftirspurn- ina á prjónaflikum segja kon- urnar vera meiri en framboðið, og að þær gætu alls ekki tekið öllum pöntunum. Félagsskapur handprjóna- kvenna Handprjónasambandið stofnuðu konurnar á sínum tfma vegna bágborinnar stöðu gagnvart „hringunum”, sem keyptu af þeim framleiðsluna. Konurnar urðu að útvega sér lopann sjálfar, prjóna eitthvað sem þær héldu að myndi seljast og biða sfðan náöarsamlegast eftir svari „hringanna”. Það sem greitt var fyrirflikina var smánarlega litiö. „Hringirnir” græddu — kon- urnar voru þeim ofurseldar. Handprjónasambandið er félagsskapur kvennanna, sem prjóna fyrir það. Sambandið út- vegar lopann — einnig þegar litið eða ekkert selst. Enginn þarf að leggja prjónana frá sér, þegar hægist á sölunni. Sambandið tekur við öllum flikum, sem standast gæðamatið, og greiðir siðan viðkomandi konu þegar flikin selst. Stjórnarkonur segja sambandiö þvi miður ekki nógu sterkt ennþá til að greiða út i hönd en vonandi rennur sá dagur upp i náinni framtiö. Þá greiöir sam- bandið einnig sendingarkostnaö fyrir konur úti á landi — bæði undir lopann og flikurnar, sem konurnar senda. 1 sambandinu eru nú um 650 menn, og fer heldur fjölgandi. Þetta eru þó ekki allt virkir félagsmenn, stjórnarkonur giska á töluna 250, þegar spurt er hversu margir sendi þeim reglu- lega flikur. Hafa haldið í við verðbólg- una frá stofnun Ég spyr hvað konurnar fái fyrir vinnuna. Þeim eru greiddar kr. 194—250 fyrir hinar sigildu, is- lensku peysur, en meira fyrir sér- prjón — misjafnt eftir eðli prjónsins. Konurnar segja, að hinn 1. janúar 1978 hafi konur fengið kr. 4.300 fyrir minnstu peysurnar. Hinn 1. júni 1981 fengu þær kr. 167. Samkvæmt upplýs- ingum Hagstofunnar hefði þessi upphæð átt að vera kr. 166 miðað við verðbólguna milli þessara Jensfna Jensdóttir, formaður Handprjónasambandsins ára. Handprjónasambandið hefur þvi fylgt þeirri þróun vel. Góðir viðskiptavinir Handprjónasambandið selur mest innanlands yfir sumar- mánuðina en snýr sér að útflutn- ingi að vetrinum. Konurnar eiga góða viöskiptavini einkum i Þýskalandi og Sviss en einnig i Bandarikjunum, Noregi og Svi- þjóð og anna hvergi nærri eftir- spurn. Siöastliðiö sumar urðu konurnar að neita öllum nýjum óskum. Hér innanlands hafa þær einnig eignast góðan og traustan hóp viðskiptavina, sem snúa sér beint að Skólavörðustig 19 vanti þá eitt- hvað i vetrarklæðr.abinn. Karlarnir laumast í prjón- ana Konurnar, sem prjóna fyrir Handprjónasambandið, eru á öllum aldri, allt frá tvitugu til ni- ræðs. Langflestar eru heimavinn- andi húsmæður og hjá sumum þeirra getur prjónaskapurinn orðið aðalatvinnan. í Handprjónasambandinu eru nokkrir karlar — en vilja láta litiö fyrir sér fara. Þeir eru styrktarfélagar, en nokkrir þeirra prjóna þó lika, þótt ekki megi hátt um það hafa. Ein- hverra hluta vegna hefur þessi gamla baðstofuvinna Islendinga fengið á sig kvennastimpilinn i augum karla, og þá er ekki að sökum að spyrja: enginn karl vill láta gripa sig með prjóna á lofti — ekki fyrir nokkurn mun. Eini karlmeðlimur sambands- ins, sem prjónaði kinnroðalaust, er nú látinn, en hann hét Hans Wium. Stjórnarkonur minnast hans með hlýju. Viðhorfin til sambandsins „Þú spyrð um hug manna til okkar. Komdu, ég skal sýna þér það”. Og mér er bent á úrklippu úr Morgunblaðinu frá 7. mai 1981, sem limd er upp á vegg. Þar er verið að ræða við skipverja á Höfrungi III og fyrirsögnin er: „Höfum minna á timann en prjónakellingarnar i landi”! „Ég held þeir ættu bara að drifa sig i land og setjast hérna hjá okkur”, segja stjórnarkonur. Og prjónarnir smella samþykki sitt. Nú er kominn timi til að kveðja þessar ötulu konur, sem vita hvers viröi vinna þeirra er og eru óhræddar við að vera stoltar af sinu starfi. Ég held á braut, en þær halda áfram að prjóna og byggja upp sinn félagsskap. Núverandi stjórn Handprjóna- sambandsins skipa: Jensina Jensdóttir, formaður, Margrét Gunnarsdóttir, ritari, Bryndis Eiriksdóttir, gjaldkeri og framkvæmdastjóri, Annelene Gunnarsson, meðstjórnandi, Soffia Anna Jónsdóttir, með- stjórnandi Til vara: Asa Ottósdóttir, Elin- borg Sigurðardóttir og Sigþrúður Bergsdóttir. _ ast. Það var handagangur I öskjunni á stofnfundinum, þar sem á sjöundahundrað manna var saman kominn. Hér er verið að skrá niður stofnféiaga I Handprjónasambandi lsiands. (lr verslun Handprjónasambandsins, Skólavörðustlg 19.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.