Þjóðviljinn - 30.12.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.12.1981, Blaðsíða 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 30. desember 1981. Miövikudagur 30. desember 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Fyrir u.þ.b. 36 drum slöan lauk einni hinni mestu „sláturtiö” er sögur fara ai i Evrópu og má meö sanni segja að afraksturinn sé vægast sagt ömurlegur; aö þessu sinni var ekki slátrað búfenaði heldur „mannfólki”. Sá óskapn- aöur er risiö hefur upp af rústum „blóövals” þessa viröist ætla aö steypa mannkyni öllu I glötun. Tilveru mannsins á þessari jörö er nú alvarlega ógnaö af misvitr- um atvinnustjórnmálamönnum er hafa meira vald meö höndum en heilabú þeirra kann aö stýra. í skjóli valds þessa er heimin- um stjómaö og skipt í þágu eigin- hagsmuna og einkagróða; óskapnaður þessi er „Auövalds- skrimslið” er teygir „stálklær” sinar yfir heim allan og spúir eldi og eitri. Súframtíð er bi'öur okkar og af- kvæma okkar I ljósi núverandi ástands I heimsmálum verður að teljast heldur ókræsileg og von mannsins um „betra llf, fallegra lif og náttúrulegra líf’ hljómar einsog frekjuvæl óþekktarorms. „Terroristarnir” I austri og vestri hafa skipt á milli sin örlög- um mannkynsins og leika harm- leik bakviö brosandi grimur! 1 lokaþættinum falla væntanlega gri'murnar, en viö skulum vona, aö þaö ætti að vera takmark mannkyns aö afstýra þeim loka- þætti, þvi fyrr þvi betra! „Við viljum: Frið, afvopnun, frelsi” Risiö hefur upp ný kynslóö sem er sér meövituö um tilverurétt sinn til að lifa á þessu jaröriki i friöi án striösótta, kynslóö sem skilur hlutverk sitt i leikhúsi „Brjálseminnar”. Þessi kynslóö krefst þess að á hana sé hlustaö, aö hróp þessa mikla fjölda um rétt til ákvörðunartöku um lif og tilveru sina, frelsi til hugsunar og tjáningar i viðasta skilningi þess orðs sé virt sem sjálfsögð mann- réttindi. Nú er svo komiö að mælirinn viröist fullur, hingaö og ekki lengra. Myndasthafa breiöar fylkingar meöal evrópuþjóöa af hinum ýmsu stéttum: Samtök um- hverfisfræöinga, kvenréttinda- samtök, hreyfingar ungs fólks, stúdentasamtök, stéttarsamtök ýmisskonar og stjórnmálaflokkar svo nokkuð sé nefnt. Þessi breiöi þjóöfélagsgeiri hefur á siöastliönum mdnuöum kvatt sér hljóös á götum úti og á útifundum viðsvegar um Evrópu m.a. i Róm, London, Stokkhólmi, Paris, Briissel og nú siöast I Madrid og Barcelona. Þaö er afar athyglisvert aö skipulagning friöarhreyfinganna i Evrópu hefur veriö undantekn- ingalaust i höndum vinstrisinn- aðra skoöanahópa og þeir sem komiö hafa fram fyrir skjöldu i ræöum, leikrænum tjáningum, ljóðrænum og bókmenntalegum athöfnum hafa veriö þekktir af slikri hugmyndafræöi. Þetta er i rauninni ósköp skiljanlegt þar sem núverandi ástand i þjóömálum Evrópu og viðar er bein afleiðing hægrisinn- aðrar „einkagróöa og eiginhags- munastefnu” sem hefur leitt til atvinnuleysis og vonleysis meðal- stórs hóps fólks og þó sérstaklega ungs fólks. Við þessi tækifæri þar sem friö- arsinnar hafa komiö saman hafa veriö haldnar ræöur meö slfkum „sannleiksmassa” aö hljómaö gæti einsog sæt blekking d5a ný sannindi óþekkt einsog áöur: „Viö eigum aöeins þennan heim” eða „er það óréttlát krafa aö fá að lifa i' friði”? Friöarhreyfing Evrópu ber þess glöggtvitnihvernigkomiðer i alþjóöamálum — hin óábyrga stefna Reagans i utanrikismálum og yfirlýsingar um möguleika á .Jcjamorkustyrjöld bundna viö takmarkaö svæöi” — nifteinda- sprengjan er eyöir mannslifum en hlifir mannvirkjum (eigna- rétturinn metinn hærra en mannslif) — hinn alþjóölegi kap- italismihefur settmark sitt á allt lifmannsinsog umhverfi svo vart erannaö eftiren úthlutun súrefn- is á per cubic-fermetra. „Viö eigum aöeins þennan heim” honum er nú ógnaö af Heimsvaldasinnum er vilja gera hann að sinni „einkaeign” og út- hluta aö eigin geöþótta meö háu veröi gæöum hans. Þessi heimur er eign okkar allra, þessvegna verðum viö að vera samábyrg og standa saman gegn öllum tilræðum í þá átt aö hneppa okkur I viöjar þrældóms á okkar eigin jörö undir svipuhögg- um „Bjarnarins” og „Sáms frænda”. Hin viötæku mótmæli i Evrópu uppá siökastiö sýna aö hiö ein- okaöa „ vestræna lýöræöi” er hel- sjúkt — fólk trúir ekki lengur á hinn tilbúna sannleika stjórn- valda. Þaö er að veröa lýönum ljóst aö ekki getum við lengurþol- að stórveldunum að ógna okkur meö gereyöingarvopnum, útrým- ingarstyrjöld á sama tima og þau gefa falsvonir um öryggi i fram- tiðinni með þátttöku i hernaöar- bandalagi er hefur á stefnuskrá sinni „útrýmingarstrið”. Þessvegna hrópar evrópubúinn og taki allt mannkyn undir: Burt meö hernaöarbandalög — viö viljum friö! Afvopnun! Frelsi! Baráttan gegn óvinum mann- kynsins er hafin! Spánn — NATÓ I 32 ár hefur Spánn staöið fyrir utan hernaöarbandalög þ.e.a.s. Nato (stofnaö 1949), en nú áriö 1981 hefur þaö verið efst á baugi hér á Spáni undanfarna mánuði væntanleg innganga i NATO. Andstaöan gegn NATO er mikil hér. það sýna hinar fjölmörgu mótmælagöngur gegn inngöngu i NATO, — hinn óskaplegi fjöldi funda og áróðursspjalda gegn NATO aö ekki sé talaö um þær greinar i blöö sem skrifaöar hafa veriö iþeim tilgangi að rökstyöja málstaö friðarsinna gegn NATO. Gefnir hafa verið út bæklingar til glöggvunar fyrir almenning hvaö sé eiginlega „þetta” NATO og veitirvistekki af, þvi hinir op- inberu fjölmiölar einsog sjón- varpiö hafa ekki komiö til móts viö „Lýöræðiö” nema að svo litiu leyti sem frekast er unnt þar sem þaö sýndi eina fræöslumynd um NATO er var ætlaö að upplýsa þjóöina i eitt skipti fyrir öll um hinn föðurlega og umhyggjusama „NATO”; mynd þessi var gerð af „NATO” sjálfum — hann veit jú best hvernig hann er sjálfur! Skoöanakannanir sýna aö mik- ill meirihluti þjóðarinnar er á móti inngöngu i NATO og vill þjóöaratkvæöagreiöslu um máliö. Skoöanakönnun er hið virta blaö „E1 País” gerði sýnir svo ekki veröur um villst vilja þjóöárinn- ar. Tekiö skal fram aö könnun þessi er svo viöamikil aö ekki er fært aö birta hana hér i heild; ég leyfi mér þvi aö gefa upp tölur er skipta mestu máli: ,,EL PAÍS”: „Más de la mitad de los espanoles, contra la OTAN”. „Las cifras cantan” (tölurnar tala sinu máli). Spuröir voru 3009. Útkoman: þeirsem kysu skýlaust á móti 52% — skýlaustmeð 18.1% — þeir sem vildu þjóöaratkvæöa- greiöslu um máliö 69% — þeir sem töldu aö máliö ætti alfariö að vera i höndum þingsins 6.2% Einnig var könnuö vitneskja fólks um NATO. Hálf miljón und- irskrifta söfnuöust á götum úti viðsvegar um Spán biðjandi um „referendum” (þjóöaratkvæöa- greiðslu) og var afhent forsetum þingsins viku fyrir kosningu um máliö i þinginu sem fór fram þ. 27. okt. siöast liöinn. Kosningun- um lyktaöi svo: þeir sem sögöu JA 183 (ucd og aörir stjórnarsinn- ar) (miöflokkasambandið með Calro Cotelo I broddi fylkingar) þeir sem sögðu NEI, 143 (PSA—PSOE—PCE—PSUC) eöa allir vinstri flokkarnir i spænska þinginu. Ráögert er að þ. 14. febrúar á næsta ári fari fram um- ræður og aðrar kosningar um þetta mál iþinginu en litillstefnu- breytinga er aö vænta hjá stjórn- arliðinu segir aö áliti stjórnmála- fréttaritara hér á Spáni. Stjórnmálalifið hér er heldur fjölskrúöugt um þessar mundir, stjómarkreppa hefur verið ærið umtalsefni i blööum og manna á milli þar sem Miöflokkasam- bandið var á timabili logandi i innbyröis deilum og klofiö. Attust þar viö fyrrum forsætisráöherra A. Suarez, og núverandi f. ráö- herra Leopoldo Calco Sotelo lykt- aöi þessum ósáttum meö bráöa- birgöarsamkomulagi og er ekki enn séö fyrir endann á hvernig flokkurinn kemur endanlega út úr þessum klofningi milli Suarista og Sotelista. Atvinnuleysi er hér óskaplegt og má ætla að 1 af hverjum 6 vinnufærum sé atvinnulaus samkv. upplýsingum vikublabs- ins „LA CALLE” á sama tima birtist i vikuritinu „E'l socialista” skýrsla yfir útgjöld ríkisins fyrir áriö 1980 þar segir aö framlag spánska rikisins til hermála af fjárhagsáætlun það áriö hafi numiö 25 af hundraði heilar fjár- hagsáætlunar — Fjörugur tindátaleikur það! Þess má geta aö ef Spánn geng- ur i NATO eykst framlag til her- mála aömun segir i mánaöarrit- inu „Triunfo”. Hiö unga „lýðveldi” Spánar hefur átt i vök að verjast allt frá þvi var komið-á meö stjórnarskrá 6. desember 1978 sem ætlaö var aö grundvalla lýðræðislegt stjórnskipulag. En hverer árang- ur þessara „Leikreglna” eftir þrjú ár! Fridarhreyfingin á Spáni „Una esperanza de paz” (von um frið) „Que nos dejen en paz” (Látiö okkur i friði) Meira en hálf miljón manns samkvæmt upplýsingum skipu- leggjenda hátiðar friðarhreyfing- arinnar á Spáni (P.S.O.E — P.C.E. o.fl.) tóku þátt I einni fjöl- mennustu samkomu i þágu: Friö- ar — Afvopnunar og frelsis sem haldin hefur veriö I Evrópu. Þessi friðarhátið fór fram á há- skólalóðinni i Madrid þ. 15. nóvember siðastliðinn. Þarna var samankominn hópur fólks hvaðanæva að á Spáni — af hinum margvislega uppruna og hinum ýmsu stéttum þjóðfé- lagsins til að láta i ljós ósk sina um „Að fá að lifa i friði”. Fólk lagði greinilega mikið á sig til að komast á þessa sam- komutil að láta I sér heyra þegar „þúsundir radda hrópuðu i einum kór: Við viljum friö, afvopnun frelsi, og viö segjum no a la OTAN” „Burt meö bandariikar herstöövar” mörg fleiri slagorð voru þarna á hraðbergi og var tækifærið notab til aö mótmæla „Valdaræningjunum” 23-F. og margt fleira i svipuöum dúr. Stemmning samstööu og bar- áttuvilja rikti meöal fundar- manna. Samstaöa þessi gæti átteftir aö endurróma kröftuglega; sagöi Felipe Gonzalez formarður sosialista flokks Spánar (P.S.O.E.) viö vikuritiö „Mundo Obrero”. — Stjórnir evrópulanda ættu að geta gert sér nokkuð glögga grein fyrir, hvað fælist i „existente” mótmælum hins breiöa geira þjóðfélagsins gegn inngöngu Spánar i NATO. Santiago Carillo formaður kommúni staflokks Spánar (P.C.E.) sagöi i viötali viö sama blað M.O. „aö þetta hafi veriö sú allra fjölmennasta mótmælasam- koma sem hann hafi upplifaö i Evrópu og sé alvarleg áminning til hinnar „Pólitisku land- stjórnar”. Margt var þarna „uppákoma” einsog skriödrekar úr pappa, hópur manna með gasgrimur til- búnar i eiturgashernað, ýmis- konar grimuraf þekktum stjórn- málamönnum, „Sámur frændi” mættí i fullum skrúöa og útbýtti „gotterii” á báöar hendur og stjórnaði siðan fjöldasöng og „orghestru” viö mikinn fögnuö viöstaddra. Ýmiskonar leikrænar uppákomur og götuleikhópar sýndu þarna margskonar tjá- rænar pólitiskar athafnir bæði gamansamar og alvarlegar i senn. Hópur fólks bar hið þekkta verkPicassos „Guernica” i fullri stærð með áletruninni: „NOALA OTAN” og þannig mætti lengi telja. Fram komu i ræðum margir framámennistjórnmálum þ.á.m. Felipe Gonzalez, Carillo, Ibarruri (pasionaria) ofl. einnig þekktir skemmtikraftar einsog: Ana Belén, Victor Manuel og Miguel Rios svo einhverjir séu nefndir. Þau sungu baráttusöngva og fýlltu andrúmsloftiö rafmöguöum baráttumóöi. Aö siöustu kom fram skáldib, mannvinurinn og útlaginn Rafael Alberti, hann flutti samkomunni frumort ljóö sitt sem hann til- einkaöi friöarbaráttunni 15. nóv. 1981 og nefndi: „Visur i þágu friöarins, afvopnunar og frelsis- ins”. Þab var dálitið neyðarleg til- viljun aö yfirmaöur þjóövarðliös- ins i Madrid gaf upp 75.000 þátt- takendur í opinberum fjölmiðlum og þóttiheldur kjánaleg tilraun til fólsunará staðreyndum af manni i hans stööu að ekki sé nú talað um þá hvimleiðu timaskekkju er maöurinn viröist lifa i en viö bú- um viö lýöræöi nú i dag. Eitthvaö á þessa leið fórust ritstjóra dag- blaösins „E1 Perico” i forystu- jrein blaösins tveim dögum sið- ar. Reynt hefur verið af hálfu stjórnvalda að gera sem minnst úr þeim friðarsamkomum sem haldnar hafa veriðog munu sjón- varp og „Radio nacional” varla hafa svo litíö sem minnst á friðar- hreyfingu Spánar og Evrópu nema þá sem órmerkilega frétt sem tók skemmri tima heldur en meðalstutt auglýsing. 1 Barcelona var þ. 6. des. haldin samskonar friðarsamkoma undir slagorðunum: „PER LA PAU I LA LLIBERTAT” (fyrir friöi og frelsi) sú samkoma tókst mjög velogmættuum 250.000manns að sögn skipuleggjenda er tilheyrðu flestum vinstri flokkum Cata- lúniu. Þar var sama uppá ten- ingnum þjóövaröliöiö gaf upp töl- una 60.000 manns. Hiö aldna torg (eba réttara sagt óbyggöa svæöi) „Escorxador” var þéttskipað fólki er kom saman sunnudaginn 6. desember (dagur stjórnarskrárinnar á Spáni) til aö mótmæla inngöngu Spánar I NATO — til aö krefjast brottflutnings bandarisks herliös á Spáni — tilað halda uppá dag stjórnarskrárinnar og siðast en ekki sist „fyrir frelsi og friöi”. Veöur var gott, sólskin og fólk tók virkan þátt i þvi sem var aö ger- ast. Þaö má segja aö i megin-at- riðum hafi þessi samkoma fariö fram á svipaöan hátt og sú fyrri i Madrid meö ýmisskonar tákn- rænum athöfnum og lauk meö þvi aö sleppt var lausum þúsundum dúfna svo likast var sem ský drægi fyrir sólu um stund. Francesc Frutos aðalritari PSUC sagði i viötali við dagblaðið „E1 Periodico”, „aö þrátt fyrir hinn stutta fyrirvara samkom- unnar, hafi útkoman verið góö og Catalonia sýnt hvert hlutverk hennar er I baráttunni fyrir „friði og frelsi”. Undir þetta tók rektor háskólans i Barcelona Antoni Badia i Margarit er hann sagöi ,,... aö fundur þessi hafi verið mjög jákvæöur og hann hafi verib hjartanlega sammála anda samkomunnar, sem lýsti ást á friöi og frelsi.” Vonandi eiga friöarhreyfingar Evrópu eftir aö láta heyra meira í sér — stækka og breiða úr sér um heim allan þvi oft var þörf en nú er nauðsyn almennrar samstööu hins ennþá hugsandi manns I baráttunni gegn brjálsemi hernaöarsinna. „VIÐEIGUM AÐEINS ÞENN- AN HEIM” ef viö glötum honum hvað þá! Barceiona 14.des. 1981 Jón Friörik Arason. Stuðstvið: ElPeriodico.Mundo Obrero,Triunfo,La Calle, ElPais og E1 Socialista. No gracias — nei takk segja spænskir friöarsinn ar. NATÓ mótmæli á Spáni. Við eigum aðeins þennan heim Jón Friðrik Arason skrifar frá Spáni Að vinna gegn fordómum Nýi kvennafræöarinn Handbók fyrir konur á öllum aldri Mál og menning 1981. Hópur kvenna hefur á undan- förnum tveimur árum unniö þaö merka starf aö þýöa og staöfæra dönsku bókina Kvinde kend din krop, sem út kom hjá Tiderne skrifter i Kaupmannahöfn árið 1975. Svo sannarlega er þetta þarft verk, og gifurleg vinna hlýt- ur að hafa fariö i aö staöfæra bók- ina, enda má segja aö hún sé end- ursamin á stórum köflum. Nú er bókin komin út hjá Máli og menn- ingu og heitir Nýi kvennafræöar- inn.gott nafn og minnir á alþýð- lega fræðslubók gamla, sem hét Kvennafræðarinn og þótti djarft tiltæki á sinum tima. Við lifum á timum upplýsinga og miðlunar af öllu tagi, en samt er það svo aö furðumargt af þvi sem snertir konur og likamsstarf- semi þeirra er enn feimnismál og haft i flimtingum. Nýja kvenna- fræöaranum er ætlaö aö vinna gegn fordómum og fáfræöi, og sýnist mér bókin hafa alla buröi til þess aö gegna þvi hlutverki með sóma. Við fljótlegan saman- burö á dönsku og islensku útgáf- unni sýnist mér sú islenska öllu vandaðri, og má t.d. benda á kafl- ann um nauðgun (bls. 259 - 269) þvi til sönnunar, en hann er bæöi lengri og greinarbetri i islensku útgáfunni en þeirri dönsku. Þá hafa þýöendurnir blessunarlega tekiö miö af þeirri staðreynd aö jafnréttisumræðan er ööruvisi hér á landi en i Danmörku, sbr. kaflannum lesbiur (219-231). Svo vel hefur tekist aö staðfæra bók- ina, að oftast finnst manni hún vera samin fyrir islenska lesend- ur. Stærstur hluti bókarinnar fjall- ar um starfsemi kvenlikamans, og er þar safnaö saman heilmikl- um fróöleik um dularfull fyrir- bæri einsog „móðurlifsbólgur”, breytingaskeiö, tiöahringinn, ýmsa sjúkdóma sem herja á kon- ur osfrv. Fjallað er um getnaöar- varnir, meögöngu og fæöingu, fóstureyöingu, kynlif, klám, nauögun, sjálfsvörn og kvensjúk- dómalækna, svo eitthvað sé nefnt. Bókin er fyrst og fremst hand- bók, sem nauðsynlegt er aö hafa viö höndina og fletta upp i þegar svo ber undir. Aö sjálfsögöu fylgir henni atriöisoröaskrá, og fá ég ekki betur séö en aö hún sé vel unnin og gagnleg. Nýi kvennafræöarinn er þó annaö og meira en þurr handbók. Meö þvi aö tileinka sér þann fróö- leik sem bókin hefur að geyma ættu konur aö standa mun betur aö vigi en ella i viöureign sinni viö lækna og aöra sérfræöinga, sem margir hverjir eru uppfullir af hroka og kvenfyrirlitningu. Frammi fyrir slikum mönnum verbur Nýi kvennafræöarinn aö vopni i höndum okkar! Hann hjálpar okkur til aö standa á rétti okkar og iáta ekki rugla okkur i riminu eða slá okkur út af laginu. Einmitt þessvegna er Nýi kvennafræöarinnbráönauösynleg bók öllum konum. Hvaö útlitið varöar er islenska bókin ekki eins skrautieg og sú danska, en mér finnst hún smekk- legri og útlitiö falla betur að efn- inu. Teikningar og ljósmyndir eru allar verk kvenna, einsog textinn. Hér ha þvi margar konur lagt hönd á plóg og búiö til fróblega og gagnlega bók handa konum á öll- um aldri. Hafi þær þökk fyrir. Ingibjörg Haraldsdóttir Rækjusjómeim við Djúp mótmæla kvótakerfinu Nokkrir rækjusjómenn viö tsa- fjarðardjúp hafa sent frá sér mót- mæii gegn kvótaskiptingu á rækjuveiöum viö isafjaröardjúp og óskaö birtingar á greinargerö sinni um máiiö. — Fer greinar- geröin hér á eftir: Að undanförnu hefur boriö á þvi i fjölmiðlum, bæði i blöðum og i útvarpi að rækjusjómenn viö Isa- fjaröardjúp séu einróma hlynntir þvi kvótafyrirkomulagi á rækju- veiðum, sem sett var á nú i haust. Samkvæmt þessu fyrirkomulagi fá stærstu skipin aö veiöa 93 tonn en þau minnstu 79 tonn. Það er ekki ætlunin hér að gera grein fyrir hugmyndum manna um fyrirkomulag á veiöunum i fram- tiöinni og ekki heldur aö ræöa þaö kerfi sem nú er unniö eftir, heldur þær aöferðir sem beitt var viö aö koma núverandi kerfi á. Við sem þessa tilkynningu undirritum, teljum að bolabrögðum hafi verið beitt og þær samþykktir sem Sjávarútvegsráðuneytið styðst við um vilja heimamanna túlki alls ekki vilja mikils hluta rækju- sjómanna, þar eð margir sjó- menn áttu þess ekki kost að vera viöstaddir á þeim fundi þar sem samþykkt sú var gerö er ráöu- neytið styöst við. Veröur hér nánar aö þvi vikið. I sumar sem leið var nefnd aö störfum, en i henni sátu fulltrúar tilnefndir af ráöuneytinu og voru þeir úr hverju hinna þriggja byggbarlaga viö Isafjaröardjúp, Súðavik, Isafiröi og Bolungarvik. Af hálfu ráðuneytisins mætti Jón B. Jónasson einnig sat sjávarút- vegsráðherra fund meö nefnd- inni. Hlutverk þessarar nefndar var að gera tillögur um fyrir- komulag veiðanna á næstu vertiö, sem siöan skyldi boriö undir sjó- menn. Alit þessarar nefndar er siöan boriö undir almennan fund rækjusjómanna og fól I sér, að kvótakerfi skyldi komiö á. Þessi tillaga að kvótakerfi var felld. Þá gerist næst að fjölgaö er I nefnd þeirri sem aö tillögugerð stóö og annar fundur haldinn meö rækju- sjomönnum og kvótatillaga enn borin fram og enn felld. Var þetta rétt áöur en vertiö hófst. Töldu menn nú aö kvóti væri úr sögunni þar til annað kom i ljós. Þeir sem undir höföu oröið i kvótamálinu boðuðu til fundar, I Alþýðuhúsinu á Isafirði þá menn sem þeir vissu hliðholla kvóta- kerfi og gafst mönnum tækifæri aö skrifa undir blaöhaus þar sem farið var fram á kvótakerfi og plagg þetta siöan sent ráöuneyt- inu sem viljayfirlýsing rækjusjó- manna. Viö viljum taka fram, aö enginn okkar sem undir þessa til- kynningu skrifum var boöaöur á nefndan fund i Alþýöuhúsinu og mótmælum viö harölega þessum vinnubrögöum, en ráöuneytiö viröisthafa tekiö þessa samþykkt gilda en aöeins hluti sjómanna átti aöild aö hinir fengu þar hvergi nærri aö koma. Af ástæöum sem hér er lýst teljum viö alveg út i hött, aö Sjávarút- vegsráðuneytið styðjist viö álit leynifundar, sem aðeins fáum út- völdum var boöiö til og þess vegna fáránlegt, þegar fjölmiblar eruab vitna til almennrar ánægju rækjuveiöisjómanna meö þá kvöö sem kvótakerfiö leggur á þá flesta hverja. Eins og aö framan segir, var þaö ekki ætlunin aö ræða fyrir- komulag veiöanna hvorki i nútiö né framtið, heldur vekja athygli á þeim lúalegu aöferðum sem beitt hefur verib til þess aö koma kvótanum á, i óþökk fjölda sjó- manna. Þetta undirrita: Arni Þorgilsson Súöavik, Jónatan Asgeirsson, Súöavik, Samúel Kristjánsson, Súðavik, Finnbogi J. Jónasson, lsafiröi, Benedikt Guömundsson, Bolungarvik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.