Þjóðviljinn - 30.12.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.12.1981, Blaðsíða 7
Miövikudagur 30. desember 1981. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7 Ásgeir Beinteinsson: Er hægt að leysa efnahagsvandann? Blanda leggur af staö frá Hofs- jökli til Húnaflóa. Almennur sveitarfundur í Lýt- ingsstaöahreppi haldinn i Argaröi mánudaginn 14. des. 1981 sam- þykkir svohljóðandi svar viö bréfi iönaöarráöuneytisins: I tilefni af bréfi yöar frá 30. nóv. sl. vill hreppsnefnd Lýtingsstaöa- hrepps taka fram aö hún er ekki reiðubúin á þessu stigi málsins aö fallast á samningsdrög um Blönduvirkjun frá 30. nóv. 1981. Telja verður, að nokkrar grein- ar í þeim hafi ekki fengið þá um- ræöu og meöferö sem viöunandi má kalla, og aö nánari skýringar og útfærslur séu nauösynlegar á ýmsum öörum liöum samninga- draganna. Aherzla skal lögö á eftirfarandi lagfæringar: a) 10. grein um vatnsréttindi b) 11. grein um matsnefnd og verkefni hennar. c) 8. grein um opinber gjöld. d) Skýr ákvæði um hámarks- stærö miölunarlóns komi i samn- inginn. e) Ekki veröi stofnaö til annarra uppistööulóna né vatnsvega á Ey- vindarstaöaheiöi nema aö gerö- um samningum viö sveitarfélög- in, sem heiöina eiga og nota. Fyrr en þessi atriöi hafa veriö nánar skilgreind og sjónarmiö heimamanna gagnvart þeim viö- urkennd, getur hreppsnefnd Lýt- ingsstaöahrepps ekki fallizt á samningadrögin. Marinó Sigurðsson Borgar Símonarson Guörún L. Asgeirsdóttir Tillaga þessi var samþykkt meö 61 atkvæöi gegn 46. Auöir seölar voru 3. Afstaða minnihluta og varamanna í hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps Við undirritaöir hreppsnefndar- menn i Lýtingsstaöahreppi lýsum þvi yfir, aö viö munum ekki fall- ast á virkjun Blöndu samkvæmt tilhögun I. Árgaröi 13. des. 1981 RósmundurG. Ingvarsson Jóhannes Guömundsson Yfirlýsing vegna fyrirspurnar iönaöarráöuneytis um virkjun Blöndu Þar sem einn hreppsnefndar- manna i Lýtingsstaöahreppi hef- ur dvaliö erlendis undanfariö misseri og hyggst gera enn um nokkurra mánaöa skeiö hefur einn okkar undirritaöra vara- manna starfaö sem aöalmaöur i hreppsnefnd umrætt timabil. Þessar aöstæöur valda þvi aö viö kjósum aö gera eftirfarandi grein fyrir afstööu okkar til virkj- unarBlöndu. Viö höfnum virkjun- artilhögun I og munum greiöa at- kvæöi gegn þvi ef á þaö reynir. Daufá 12. des. 1981 Heiömar Jónsson, 1. varamaöur i hreppsnefd. Guömundur Helgason 2. varamaður i hreppsnefnd Valgeir Guöjónsson 3. varamaöur i hreppsnefnd Hreppsnefnd Lýtingsstaða- hrepps er faliö aö láta þessa yfir- lýsingu fylgja svari hreppsnefnd- ar viö fyrirspurn iönaöarráöu- I neytis um afstööuna til Blöndu- ■ virkjunar eftir virkjunartilhögun l. Yfirlýsing aöalmanna: Viö undirritaöir hreppsnefnd- armenn i Lýtingsstaöahreppi viljum taka fram, aö aöalmaöur J hreppsnefndar, er dvaliö hefur erlendis um skeiö, hefir ekki af- salað sér setu i hreppsnefnd Lýt- I ingsstaöahrepps hvorki um lengri eða skemmri tima, og er þvi aöal- . maöur i hreppsnefndinni sem áö- ur. 1 forföllum hans hafa 1. eöa 2. varamaöur starfaö, en 3. vara- maöur ekki þurft aö mæta. Argaröi, 15. desember 1981. Marinó Sigurösson Borgar Símonarson Jóhanes Guömundsson Rósmundur G. Ingvarsson Svar Seyluhrepps Varmahliö 15. des. 1981 Hr. iönaöarráðherra, i Hjörleifur Guttormsson Arnarhváli, Reykjavik. Bref yöar dagsett 30/11 1981 ■ varöandi virkjun Blöndu viö Eiösstaöi, samkvæmt virkjunar- tilhögun I, var tekiö fyrir á fundi I hreppsnefndar Seyluhrepps 1 þriöjudaginn 15. desember 1981. I Hreppsnefndin vill fyrir sitt I leyti stuöla aö því aö samningar I takist um Blönduvirkjun, sem * næstu stórvirkjun á eftir Hraun- eyjarfossvirkjun, en hafnar samningsdrögum dags. 30/11 I 1981, eins og þau liggja fyrir. Hreppsnefndin er reiöubúin til áframhaldandi samningaviö- ræöna og eftirfarandi atriöi veröi m. a. tekin til nánari umfjöllunar. 1. gr. 4 — Vegir og afréttarmál. 2. gr. 10 — Vatnsréttindi 3. gr. 11 — Matsnefnd 4. gr. Inn i samninginn komi ákvæöi er geri ráö fyrir sérsamn- ingi viö landeigendur, ef til frek- ari virkjanaframkvæmda kynni aö koma siöar. Hreppsnefnd Seyluhrepps legg- ur mikla áherslu á aö i kjölfar virkjunar Blöndu veröi unniö markvisst aö uppbyggingu at- vinnufyrirtækja i Noröurlands- kjördæmi vestra og bendir á byggingu steinullarverksmiðju á Sauöárkróki sem eölilegt upphaf þar á. Þetta tilkynnist yöur hér meö. F.h. hreppsnefndar Halldór Benediktsson oddviti Seyluhrepps Svar Svinavatnshrepps Iönaðarráöuneytiö Arnarhvoli Reykjavik 18.12.1981 Svar Svinavatnshrepps til iön- aöarráöuneytisins varöandi Blönduvirkjun: Meö tilliti til þess, aö sumar sveitarstjórnirásvæöinu hafa samþykkt samningsdrög aö Blönduvirkjun en aörar óskaö eft- ir áframhaldandi viöræöum um samningsdrögin vill hreppsnefnd Svinavatnshrepps taka fram eft- irfarandi: „Hreppsnefnd Svinavatns- hrepps er enn til viöræöna um umrædd samningsdrög og væntir þess aö allir aöilar leggi sig fram um farsæla lausn þessa máls.” Þetta er samþykkt meö þremur atkvæöum gegn tveimur. Greinar. gerö minnihluta hreppsnefndar: „Þar sem samningsdrög um Blönduvirkjun frá 30.11.1981 hafa verið felld i almennri atkvæöa- greiöslu, sem hreppsnefnd Svina- vatnshrepps hafði ákveöiö aö fram færi i hreppnum, litum viö svo á, aö meirihluti hreppsnefnd- ar hafi aö minnsta kosti ekki siö- feröilegt vald til aö ganga á móti þvi, þar sem þessi hreppsnefnd- armeirihluti hefur ekki meiri- hluta hreppsbúa aö baki. Viö telj- um því íbúa Svinavatnshrepps ekki skuldbundna ákvöröunum hreppsnefndarmeirihlutans um fyrrnefnd samningsdrög.” Samkvæmt geröabók Svina- vatnshrepps. Sigurjón Lárusson Oddviti Eg tel mig vera lýðræðissinn- aöan félagshyggjumann, þ.e. ég tel aö framvinda og þróun sam- félagsins eigi aö vera i' höndum almennings sem tekur um hana ákvöröun meö lýöræöislegum hætti. Framvindan á ekki að vera undirseld markaöslögmálum nema aö svo miklu leyti sem menn geta haft stjórn á þeim. Grundvallarhugmyndin er sem sagt sú að afnema beri einkaeign á framleiðslutækjum og fjár- magni. Útfrá þessari lifsskoðun minni langar mig aö gera veröbólgu aö umræöuefni. Hvers vegna? Jú vegna þess aö ég hef ekki oröiö var viö aö Alþýöubandalagsmenn sem mér þættu liklegastir til, ræddu þaö sem ég kalla raun- verulegt eöli veröbólgunnar. Verðbólgan er eölilegur og óaö- skiljanlegur þáttur hins kapital- iska samfélags. ífáum orðum langar mig til aö reyna að lýsa þvi i hverju þetta felst, eins og málið horfir viö mér. Fólkiö f landinu, hópar þess, samtök og framleiðslueiningar eiga mismunandi hagsmuna að gæta. Augljósasta dæmiö um mismunandi hagsmuni eru fjár- magnseigendur i viðum skilningi annars vegar og fjármagnsþigg- endur hins vegar. Verðbólgan sprettur af þeim ágreiningi sem er á milli þessara aðila um þaö hvernig skipta beri arðinum af vinnunni. (Þaö er enginn skil- greining til á þvi hvaö séu rétt- mætar kröfur). Fjármagnsþiggj- andinn.en svo kýs ég aö kalla launþega til að gefa umfjöllun minni aðra vidd krefst, þess að hann fái meira i sinn hlut af aröi vinnunnar. Hann lifir i neyslu- þjóöfélagi sem sifellt býöur honum meiri möguleika tíl að eignast hlkti gera lifið auðveld- ara, þægilegra og betra. Þeir miöa hvervið annan og finna hjá sérþörf.m.a. vegna auglýsinga.til að eignast og framkvæma þetta og hitt, óháð því hvort það er skynsamlegt. Hinir lægst launuðu standa óánægðir álengdar. Fjár- magnsþiggjendur eru margir og hafa mismunandi verðgildi eftir þvihvar hæfileikar þeirra liggja, svipað og vörur, samt miða þeir sig hver við annan en gera kröfur um hærri laun sem samstæður hópur, þó hver um sig hafi mis- munandi verðgildi. Þaö þyrfti hins vegar aö vera hægt aö kaupa þessa „vöru” i samræmi viö framboð og eftirspurn, vegna þessa mismunandi verðgildis. En þetta er raunar gert með yfir- borgunum á vinnustööum, þar sem launin eru leyndarmál og menn pukrast hver i sinu horni. Fjármagnseigendur geta sem sagt ekki almennt keypt þessa „vöru” stykki fyrir stykki heldur verða þeir að kaupa allt upplagið hvort sem þeim likar betur eöa verr. (Sem betur fer fyrir þá, er verkalýðshreyfingin enn þeirrar skoöunar aö launamisrétti eigi aö vera mikið.) Sú staöreynd að fjármagnseig- endur eru mismunandi vel af- lögufærir til að greiöa hærri laun i það og þaö skiptiö er nægjanlegt til að byr ja að skrúfa veröbólguna upp. Þegar ég segi að þeir séu mismunandi vel aflögufærir þá á ég við aö staða fyrirtækja sé mis- munandi: sem ræðst af stærð þeirra, markaðsaðstæðum, eðli starfseminnar, árferöi, fram- leiðnistigi og fleiru Sem upp mættí telja. Þetta kemur ruglingi á kerfið. Atvinnuvegirnir hver fyrir sig stynja siðan þrátt fyrir þetta sem heild og rikisstjórnir hvers tima koma þeim til bjargar sem slikum, þannig aö skussarnir fá ekki aöhald aö draga heildina niöur. Þetta ruglar lika. Hjólið er komiö af staö. Hækkun kostnaðar vegna launahækkana og vaxta samfara háu veröbólgustigi, veldur hækkun á vöru og þjónustu innan- lands og lækkun á gengi i' tengsl- um við utanrikisverslun. Ég þarf varla að segja meira. Alþýðubandalagiö hefur hvatt til aukinnar hagræöingar og skipulagningar og er alltgott um þaö að segja ef tilgangurinn er að viðhalda þessari samfélags- skipan. Slikt mundi vissulega hjálpa mikið til en aldrei kveöa niður veröbólguna, vegna þess aö viö lifum i neysluþjóöfélagi og Asgeir Beinteinsson hringrásin verður ekki stöðvuð. Vilmundur Gylfason hefur hvatt tíl stofnunar sjálfstæðra verkalýðsfélaga hjá fyrirtækjum og slikt mundi hjálpa þeim aö geta keypt vöruna „réttu verði”. Þetta væri fjármagnssam- félaginu búbót en við mundum fjarlægjast hið sósialska tak- mark. Það verður athyglisvert að fylgjast með þvi hvað verður Ur þessari hugmynd. Verðbólgan sprettur af þeirri togstreitu sem er á milli þeirra sem eiga og þeirra sem þiggja. Hvaö ertilbjargar? Eigum viöaö lækka gengið, eigum við að halda kaupkröfum niðri, eigum við að stemma stigu við verðhækkunum eða eigum við að niðurgreiða vöruna til að rugla tölvuna? Nei lausnin liggur ekki á þessu plani. Stjórnmálamenn eru neyt- endur eins og aðrir i þessu sam- félagi og eru þvi tilbúnir að láta hverjum degi nægja sina þján- ingu, með þvi að bjarga hlutunum fyrir hom með þessum lausnum. Stjórnmálamenn okkar eru ekki að fara neitt. Ég sé þá fyrir mér i liki manns sem ætlaði niöur á Lækjartorg þegar hann fór aö heiman. Hann veröur svo niöur- sokkinn i að horfa i búðarglugg- ana á leiðinni aö hann gleymir hvert hann var aö fara. Hann litur kannski á klukkuna undir ljósa- staurunum þá rifjast upp fyrir honum hverthann varað fara. Þá hleypurhann viöfótum stund.Og sagan endurtekur sig i sifellu. Al- þýöubandalagið er ekki á leiö til fyrirheitna landsins, nema kannski þegar það er I stjómar- andstööu en alls ekki i rikisstjórn þar sem það tekur ábyrgö á öllu kerfinu og dúllar meö. Það er helst aö þaö muni eftir sér undir ljósastaurnunum, þegar rauöir fánar blakta og fólkiö er i spari- fötunum. Nú nálgast ég óöum lausnina. Máliö er þaö aö hagsmunir f jár- magnseigenda og fjármagns- þyggjenda fara i raun saman, en þetta hafa ihaldsmenn alltaf vitaö. Þaö er vegna þess að þeir sem ég hef hingaö tilkallaö þiggj- endur eru i raun eigendur. Allar vinnandi hendur i þessu landi mynda þau nýju verömætisem til veröa. Þjóöfélagskerfi þaö sem við búum viö idag gerir samt sem áður ráð fyrir þvi að einungis fáir teljist eigendur en hinir þiggj- endur. (Hér verð ég að taka þaö fram að ég geri mér grein fyrir þviað eigendurnir ráða meimum framvinduna i öðrum vestrænum samfélögum). A meðan ranglæti þetta viö- gengst þá veröur þetta fyrirbæri til sem heitir verðbólga. Valiö stendur þvi á milli þessarar geröar af samfélagi ásamt verö- bólgunni og annars þar sem hún væri ekki til. Einhvem veginn finnst mér aö stjórnmálamenn ættu að þrátta um þetta val en ekki um það hvort Seðlabankinn eigi peningafjall eða hvort eigi að lækka gengiö um 6% eða 10%. Stjórnmálamenn sem gera þaö eru ekki að fara neitt. 1 minum huga er lausnin sú aö breyta þjóðskipulaginu i grund- vallaratriðum þ.e. færa réttum eigendum eigur sinar aö láta þá sjálfa ráðstafa þeim á lýðræðis- legan hátt i samræmi viö hags- muni sina. Þetta er að veröa mögulegt með aukinni tækni á öll- um sviöum. Framfarir i fjöl- miðlun tel ég hvaö mikilvægastar til að upplýsa almenning, svo hann sé dómbær á hver hagur hans er á hverjum tima. Aukin hagræðing og tæknivæöing munu gera það að verkum aö menn munu haf a meiri tima til aö hugsa og ég er ekki i nokkrum vafa um það að menn munu gera þaö og geta. Styrkur til sériræðiþjáifunar i Bretlandi Samtök breskra iðnrekenda, Confederation of British Industry, munu gefa islenskum verkfræðingi eða tækni- fræðingi kostá styrk til þjálfunará vegum iðnfyrirtækja i Bretlandi á timabilinu 1982—83. Umsækjendur skulu hafa lokið fullnaðarprófi i verkl'ræði eða tæknifræði og hafa næga kunnáttu i enskri tungu. Þeir skulu aö jafnaöi ekki vera eldri en 35 ára. Um er aö ræöa tvenns konar styrki: Annars vegar fyrir menn sem hafa starfað 1—4 ár aö loknu prófi en hafa hug á að afla sér hagnýtrar starfs- reynslu i Bretlandi. Eru þeir styrkir veittir til 1—1 1/2 árs og nema 269 sterlingspundum á mánuði, auk þess sem aö öðru jöfnuer greiddur ferðakostnaður til og frá Bretlandi. Hins vegar eru styrkir ætlaðir mönnum, sem ekki hafa minna en 5 ára starfsreynslu að loknu prófi og hafa hug á að afla sér þjálfunar á sérgreindu tæknisviöi. Þeir styrkir eru veittir til 4—12 mánaða og nema 336 sterlingspundum á mánuði, en ferðakostnaður er ekki greiddur. Umsóknir á tilskildum eyðublöðum skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 15. febrúar n.k. Umsóknareyðublöö, ásamt nánari upplýsingum um styrkina, fást i ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytið, 22. desember 1981.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.