Þjóðviljinn - 05.01.1982, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN
Þriðjudagur 5. janúar 1982 — 1. tbl. 47. árg.
Opiö hús á þrettánda
Alþýðubandalagiö Reykjavik hefur opið hús I risinu á Grettis-
götu 3 annað kvöld, miðvikudaginn 6. janúar kl. 20.30.
Þar verða jólin spiluð út, lesið og sungið úr islenskum bók-
menntum sem snerta þrettándann. Boðið verður upp á kaffi og
kökur.
Umsjónarmenn þrettándakvöldsins aö Grettisgötu 3 eru Arni
Björnsson, Guörún Helgadóttir, Margrét S. Björnsdóttir og
Ævar Kjartansson.
Réttur
bótaþega
Ljóst er að nú kemur til
kasta A t vinnu1eysis -
tryggingarsjóðs, eftir að at-
vinnurekendur hafa sagt
þúsundum verkafólks upp
störfum vegna sjómanna-
verkfallsins. Allnokkrar
breytingar voru gerðar á
reglum sjóðsins á siðasta ári
til hagsbóta fyrir bótaþega.
Atvinnuleysisbætur voru
hækkaðar og skerðingar-
ákvæði vegna tekna maka
afnumin.
Að sögn Sigurðar
Guðgeirssonar starfsmanns
Verkamannafélagsins Dags-
brúnar er gangur mála sá
þegar sótt er um bætur úr
sjóðnum, að fyrst verður fólk
að láta skrá sig atvinnulaust
hjá vinnumiðlun, en það eru
sveitarstjórnir á hverjum
stað sem ber að annast
rekstur vinnumiðlunar og at-
vinnuleysisskráningar (hér i
Reykjavik hjá Ráðninga-
stofu Reykjavikurborgar).
Þar fást eyðublöð sem fara
þarf með til þeirra atvinnu-
rekenda, sem unnið hefur
verið hjá sl. 12 mánuði og fá
uppáskrift þvi til staðfest-
ingar.
Varðandi greiðslur úr
sjóðnum eru hvorki fleiri né
færri en 76 þrep og fer það
eftir dagvinnustundum sl. 12
mánuði i hvaða greiðslu-
þrepi fólk lendir. Til þess að
fá fullar atvinnuleysisbætur
þarf viðkomandi aö hafa
skilað 1700 dagvinnu-
stundum sl. 12 mánuði. Þá
fær hann 253,52 kr. á dag,
sem er 8. taxti VMSl eftir 4ra
ára starf. Til viðbótar þessu
eru svo greiddar 10,14 kr. á
dag með hverju barni yngra
en 17 ára sem er á framfæri
viðkomanda. —-S. dór
Allt situr fast
í fiskverðs-
ákvörðuninni:
Það er óvenju mikil
stifni í þessu fiskverðs-
ákvörðunarmáli og togast
á í þrjár áttir, útgerðar-
menn, sjómenn og fisk-
vinnslumenn og þar hugsar
hver um sitt, sagði Stein-
grimur Hermannsson
sjávarútvegsráðherra er
Þjóðviljinn leitaði frétta af
nýju fiskverði.
Steingrímur
Hermannsson:
A meðan hver heldur fast I sitt við fiskverðsákvörðun liggur fiskiskipaflotinn bundinn við bryggju um
allt land. (Ljósm. —gel—).
Eg tel tillögur mínar
sanngiarna millileið
Steingrimur sagði að engin
samvinna væri milli þessara
þriggja aðila um lausn málsins,
heldur héldi hver i sitt og biði þess
að rikisstjórnin ein leysti vand-
ann. Þess vegna tel ég að þær til-
lögur sem ég lagði fram til lausn-
ar deilunni og full samstaða var
um i rikisstjórninni, sé sanngjörn
millileið i þessu erfiða máli, sagði
Steingrimur. Hann benti á að i
sinum tillögum væri ekki gert ráð
fyrir að allir fengju það sem þeir
heimtuðu, enda væri það svo þeg-
ar verið væri að semja að allir
yrðu að gefa eitthvaö eftir.
Tillögur Steingrims gera ráð
fyrir að skiptaverð á fiski hækki
um 15,5% þar af 13,5% bein fisk-
verðshækkun en 2% með lækkun
hins svo nefnda oliugjalds.
Steingrimur var spurður að þvi
hvers vegna útreikningar Þjóð-
hagsstofnunar heföu komið svona
seint en við þessa útreikninga er
mest stuðst þegar fiskverð er
ákveðið um áramót. Ráðherra
sagði að það hefði verið afskap-
lega slæmt hve seint þessir út-
reikningar komu og sagðist hann
hafa beðið um að þeir kæmu ekki
siðar en 10. des. sl. en svo komu
þeir ekki fyrr en 30. des. Hann
sagðist ekki vita nákvæmlega
hvers vegna þessi dráttur hefði á
orðið, en hann væri bagalegur.
Ekki var Steingrimur bjart-
sýnn á að nýtt fiskverð kæmi i dag
eða á morgun, til þess bæri alltof
mikið i milli.
—S.dór
t frystihúsi BÚR voru enn nokkrir að vinna i gær, en talið var að þar
yrði hráefni uppurið á morgun. (Ljósm. —gel—).
Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ:
Fjöldaatvinnuleysí
jafnvel þótt sjómannaverkfallið leysist strax
Ljóst er að til atvinnu-
leysis kemur, jafnvel þótt
sjómannadeilan leysist
strax í dag, sem auðvitað
kemur ekki til og þvi
lengur sem þessi deila
stendur, því ógæfulegra
verður ástandið i atvinnu-
málum verkafólks i fisk-
iðnaði, sagði Guðmundur
J. Guðmundsson formaður
verKamannasambands Is-
lands í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Guðmundur benti á að i þeim
útgeröarplássum þar sem bátar
en ekki togarar væru uppistaða
fiskveiðiflotans væri oft tima-
bundið atvinnuleysi i fiskvinnslu
á þessum tima árs, en nú væri
þetta margfalt alvarlegra þar
sem öllu verkafólki i fiskiðnaði
nema á Vestfjöröum hefði verið
sagt upp störfum. Af þeim þús-
undum sem sagt hefur verið upp,
er mikill meirihluti konur.
Að lokum hvatti Guðmundur
allt verkafólk sem sagt heföi
verið upp störfum til þess að láta
skrá sig atvinnulaust um leiö og
uppsagnarfresturinn er úti til
þess aö fá atvinnuleysisbætur
sem þvi ber. Benti Guðmundur á
aö bæturnar heföu veriö
hækkaðar verulega i sumar og
skerðingarákvæði vegna tekna
maka afnumdar. —-S.dór
Blönduvirkjun
I--------------------]
Rœtt viö heimamenn 10.—12. jan.
,,Við munum fara noröur til
a viðræðna við hreppsnefndirnar i
Seyluhreppi, Lýtingsstaða-
hreppi og Svinavatnshreppi
dagana 10. til 12. janúar næst-
komandi,” sagöi Kristján Jóns-
son rafmagnsstjóri i samtali við
blaöið i gær. Hann á sæti i við-
• ræöunefnd iðnaðarráöuneytis-
ins um virkjun Blöndu ásamt
þeim Jóhannesi Nordal, Jakob
Björnssyni, Guðjóni Guðmunds-
■ syni, Sigurði Eymundssyni og
Tryggva Sigurbjarnarsyni, sem
er formaður hennar. Lögfræð-
ingur nefndarinnar er Hjörtur
Torfason.
Eins og áöur hefur komið
fram i Þjóðviljanum hafa
hreppsnefndir i þessum
hreppum hafnaö samnings-
drögum iðnaöarráöuneytisins
um virkjun Blöndu,en þau voru
byggö á valkosti I. Hrepps-
nefndirnar hafa þó i svörum
sinum til ráðuneytisins lýst sig
reiðubúnar til viðræðna um I
þessi mál. A grundvelli þeirrar •
yfirlýsingar er stofnað til
þessara viðræðna.
Kristján sagöi að á þessu stigi
væri ómögulegt að gera sér ein-
hverjar hugmyndir um niður-
stöður, en viöræðurnar myndu
byggjast á fyrri samnings- •
drögum ráðuneytisins um
virkjun Blöndu, þ.e. virkjunar-
kosti I.
Svkr