Þjóðviljinn - 05.01.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN, Þriöjudagur 5. janúar 1982
KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍðtalíð
A ég að segja ykkur einn góðan? [ heilsufræðitíma í
dag sagði einn krakkinn að pabbi sinn héldi að
STORKARNIR kæmu með börnin!
Framtíð bílaiðnaðar? |
Þessi undarlega mynd er ekki af óskiljanlegu slysi heldur lista-
verki: bandariskur myndhöggvari, Stanley Marsh aö nafni, hefur
meö þessum hætti kosiö aö reisa minnisvaröa yfir glæsibila gær-
dagsins. En Newsweek taldi samt, aö þetta listaverk mætti vel
skoöa sem lýsingu á ásigkomulagi bandarísks bflaiönaöar, sem er I
miklum öldudal og hefur hopaö á hæli jafnt og þétt fyrir erlendum
keppinautum.
Votlendur fógetabústaður
Sumariö 1795 kom út P.M.
Finne, sem áriö áöur haföi veriö
skipaöur landfógeti. Þótt látiö
hafi verið i veöri vaka aö honum
yröi reistur sérstakur embættis-
bústaöur, varö ekkert úr þvi.
Þess I staö var keypt, af Páli
borgara Brekkmann, 6 ára
gamalt timburhús, og skyldi
þaö vera bústaöur landfógeta.
Haföi Brekkmann búiö I hálfu
húsinu en rekiö verslun i hinum
helmingnum.
Stutt varö þó i dvöl fógeta i
þessum hibýlum. Sjór reyndist
ganga fast að húsinu og jafnvel
inn i það er stórstreymt var.
Kunni fógeti þvi aö vonum illa
að sjávarföll réðu því hvenær
hann fengi haldist við innan
húss. Sá hann sér þvi þann kost
vænstan að yfirgefa þennan vot-
lenda embættisbústað og flytja
— i tugthúsið!
Heilsu Páls konrektors
Jakobssonar hafði nú hrakað
svo, að hann treysti sér ekki
lengur til að gegna embætti sinu
aöstoöarlaust. Var Jakob
stúdent Árnason skipaöur að-
stoðarmaöur Páls. Raunar
hafði skólahald allt á Hólavelli
gengið á hinum mestu tréfótum
undanfarin ár, vegna sivaxandi
óreglu rektors og hirðuleysis
um viðhald á húsnæðinu.
—mhg
Rætt við hið
veraldlega yfirvald
Strandamanna,
Hjördísi
Hákonardóttur
sýslumann
Stranda-
menn eru
skilvíst
fólk
— Hólmvikingar voru kátir og
glaöir og skemmtu sér vel um
áramótin — sagöi Hjördis Há-
konardóttir sýsl-umaður
Strandamanna er viö slógum á
þráöinn til hennar i gær. — Hér
var haldinn dansleikur og flug-
cldum skotiö til þess aö fagna
nýju ári og fór allt vel fram.
— Er blómlegt fe'lagslif hjá
ykkur í sýslunni?
— Þaö mætti nú vera f jörugri
félagsandi, en hér býr dugmikið
og vinnusamt fólk, og annríkið
bitnar kannski stundum á fé-
lagslifinu. Annars eru starfandi
héri'Hólmavik bæöi leikfélag og
kirkjukór. Kirkjukór Hólmavik-
ur er nokkuð góður kór, og hann
æfði söngprógramm fyrir
menningarvikuna sem haldin
var hér i sumar. Leikfélagið var
stofnað i' fyrrasumar, og fyrsta
stóra verkefni þess var Sjóferð-
in til Bagdad eftir Jökul Jakobs-
son, sem frumsýnd var nú i
desember. Leikfélag hafði ann-
ars starfað áður hér á bænum
með blóma, en sú starfsemi
hafði hins vegar legið niðri um
hrið. Annars háir það einnig fé-
lagslifinu hér hvað viö höfum lé-
legt félagsheimili. Þetta er
gamallog kaldur braggi, og það
erofarlega á óskalista okkar, að
byggja nýtt félagsheimili.
— Hvernig standa skólamálin
hjá ykkur á Hólmavik?
— Við höfum hér ágætan
grunnskóla, en sérskóla vantar
alveg, og það háir einnig grunn-
skólanum að þar er engin
iþróttaaðstaða og ekki hefur
heldurverið gefinn kostur á tón-
listarkennslu. Það er mjög
bagalegt, þar sem ég veit að
áhugi, er meðal skólabamanna
fyrir að fá tónlistarkennslu.
— Er barnaheimili á staön-
um?
— Já, hér var stofnað félag
áhugamanna um dagvistunar-
mál barna. Það hefur starfrækt
barnaheimili m eð hreppnum, og
hefur það verið opið hálfan dag
lengst af með einum starfs-
manni. Barnaheimilið hefur
hins vegar verið á hrakhólum
með húsnæði til þessa.
— Hefur þú þin börn á barna-
heimilinu?
— Nei, dóttirin er enn of ung
:og Hákon er heima. Ég hef
reynt að bjarga þessu með að-
keyptri heimilisaðstoð og er nú
búin að fá hjálp héðan úr bæn-
um.
— Er erilsamt starf að vera
sýslumaður Strandamanna?
— Já, mér finnst vinnuálag
vera mikið og við ekki mönnuð
.sem skyldi. Hér i' Strandasýslu
eru 8 hreppar, og er Ames-
hreppur sá nyrsti. Þetta er ein
strandlengja, og ég held að ak-
Annrikiö bitnar kannski stund-
um á félagslifinu, segir sýslu-
maöur Strandamanna, Hjördis
Hákonardóttir
vegurinn um sýsluna sé um 340
km. Samgöngur eru hér erfiðar
á vetrum, og lokast umferð um
norðursýsluna oft snemma á
haustin, þannig að samskipti
okkar við Arneshreppinn fara
þá mest fram bréflega. Ef átt-
hvað sérstakt kemur uppá för-
um við flug- eða sjóleiöina.
Það þykir annars merkilegt,
aðhéri'sýslunnierenginn starf-
andi lögregluþjónn. Hér eru aö-
eins héraöslögreglumenn, sem
kallaðir eru út á dansleiki eða
þegar sérstök þörf krefur. Þetta
veröur til þess aö almenn lög-
reglustörf lenda oft á mér, og
eykur þetta á vinnuálagið.
— Eru Strandamenn svona
löghlýönir, aö þeir þurfa ekki á
löggæslu að halda?
— Ég held að þaö sé rétt eins
og gengur og gerist með aðra
landsmenn. Löggæsla er þjón-
usta sem rikið á að veita og er til
vansa að henni skuli ekki vera
sinnt.
— Hvernig hafa Strandamenn
tekiö þér i starfi?
— Þeir hafa tekið mér vel.
— Eru þeir bunir að greiða
skattana sina?
— Þeirhafa verið duglegir við
það, þetta er skilvist fólk, og
innheimtan hefur a.m.k. ekki
gengið verr en i fyrra.
— Hvernig hafa samgöngur
gengið hjá ykkur i vetur?
— Samgönguleysi hefur háð
byggðarlaginu hér almennt um
langan tima. Það eru tvö höft á
veginum hér fyrir sunnan
Hólmavik, sem teppa oft sam-
göngur á veturna og ætti ekki að
vera mikið mál að bæta úr þvi.
Við hugsum hins vegar gott til
þess tima þegar Stein-
grimsf jarðarvegur verður opn-
aður,en hann mun tengja okkur
við Vestfirði og beina Vest-
fjarðaumferðinni hingað um
byggðarlagið. Byrjað var á
þessum vegi s.l. sumar og verð-
ur lagningunni væntanlega
haldið áfram á sumri komanda.
— Er fallegt i Hólmavík?
— Já, þaö finnst mér, og hér
er lika veðursæld, hér er oft
skýlt þótt óveður sé i kring. Þá
er náttúrufegurðin ekki síöri
norður i Arneshreppi, — þar er
allt annaö landslag með snar-
bröttum fjöllum.
— Hefur þú stundað dtivist og
náttúruskoöun í frístundum?
— Ég hef ekki getað sinnt þvi
eins og skyldi vegna vinnuálags.
Ég hef t.d. alltaf ætlað mér að
ganga yfir Trékyllisheiðina yfir
i Reykjarfjörð, en það hefur
ekki orðið Ur þvi ennþá. Þá er
norðurhluti Arneshreppsins
einnig freistandi til náttdru-
skoðunar, en hann er nú kominn
úr byggð.
— Hvað er aö frétta af eigin-
manni sýslumanns Stranda-
m anna?
— Hann situr þeima og stund-
ar fræðimennsku. Hann er að
leggja siðustu hönd á doktors-
ritgerð um griska heimspeking-
inn Plotinius, og er hann reynd-
ar réttá förum núna til Banda-
ríkjanna þar sem hann mun
væntanlega ljúka þessu verki og
sjálfri doktorsvörninni.
Við þökkum Hjördisi fyrir
spjallið og óskum henni og
Eyjólfi Kjalar Emilssyni vel-
farnaðar i starfi á nýju ári.
-ólg
Nú er jólabakkelsið á þrotum og hver sföastur aö ná sér I bita. Þessi
náöi I margar tegundir af „röndóttum jólakökum”.
Þú snýðr kortinu öfugti')
Með tilliti til hvers? ý I
Jöröin svifur I geimnum I
og þar er ekkert sem heit-
ir UPPI eöa NIÐRI! "
r
Þaö er tóm della aö halda þvi fram
aö norðurskautið sé EFST og suöur-
skautiö NEÐST! Þeir sem gera þaö
finnst þeir vera ÆÐRI og vilja llta
NIÐUR á aðra! En nú veröur þaö
stoppaö!
í
Ég veit það ekki, ég er
■ svo langt NIÐRI! 'T