Þjóðviljinn - 05.01.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
••••••• ••••••••
•••• •••••••• ••••
•••• •••••••• ••••
•••••••••• ••••
•••••••• ••••••••
•••• ••••••••
Brunabótafélag
Islands 65 ára
Hinn 1. janúar 1982 voru
65 ár liðin frá því að
Brunabótaf élag islands
hóf tryggingarstarfsemi
sina.
Félagið var stofnaö með lögum
nr. 54 frá 3. nóvember 1915 og
markar stofnun þess timamót i
tryggingarmálum tslendinga og
hefur það unnið algert brautryðj-
endastarf á sviði brunatrygginga
hérlendis.
Með lögum nr. 9 frá 23. mars
1955 var skipulagsháttum og
verksviði Brunabótafélagsins
breytt verulega og tengsl félags-
ins við sveitarfélögin treyst með
markvissum hætti. Eftir þessa
lagasetningu hóf Brunabóta-
félagið alhliða tryggingarstarf-
semi sem hefur eflst með hverju
ári siöan. Meö þessari lagasetn-
ingu var sveitarfélögunum i land-
inu heimilað að bjóða út i einu
lagi brunatryggingar á öllum
fasteignum i byggöarlaginu i þvi
skyni að fá sem lægst iðgjöld. Yfir
90% allra fasteigna utan Reykja-
vikur eru brunatryggðar hjá
Brunabótafélagi Islands og sýnir
það traustið sem félagið nýtur og
samkeppnishæfni félagsins i ið-
gjöldum.
Brunabótafélag lslands stendur
mjög traustum fótum fjárhags-
lega. Heildariðgjöld félagsins á
þvi reikningsári er lauk 14. okt.
1980 námu 46 milljónum króna. A
verðlagi ársins 1980 hafði félagið
greitt 38 milljónir króna i arð og
ágóðahlutfrá 1954 og nam eigið fé
félagsins 1980 30 milljónum
króna.
Fyrsti forstjóri Brunabóta-
félags Isiands var Sveinn Björns-
son siðar forseti lýðveldisins.
Aðrir forstjórar hafa verið Guö-
mundur ólafsson, Gunnar Egils-
son, Arni Jónsson frá Múla, Hall-
dór Stefánsson, Stefán Jóhann
Stefánsson og Asgeir ólafsson,
Sigurjón Jóhannsson var settur
forstjóri i ráðherratiö Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar.
Starfsfólk á aðalskrifstofu er 49
talsins en umboösmenn um allt
land eru 187.
Félagið heldur upp á 65 ára af-
mæli sitt siðar i þessum mánuði
og veröur haldinn aukafulltrúa-
ráðsfundur félagsins i tilefni þess.
Núverandi forstjóri Brunabóta-
félags Islands er Ingi R. Heiga-
son, hrl. Aðstoðarforstjórar eru
Þóröur H. Jónsson og Hilmar
Pálsson.
\~Ekid á~\
j stúlku i
Uin kl. 7 á nýársdagsmorg- ■
* un var ekið á 19 ára gamla I
Istúlku á Vesturlandsvegi á I
móts við Korpúlfsstaði. |
Slasaðist stúlkan alvarlega á ■
■ höfði, auk þess sem hún I
Imjaðmagrindarbrotnaði, fót- I
brotnaði og hlaut innvortis |
áverka. ■
Iökumaðurinn.semgrunaður I
er um ölvun við akstur, tók I
stúlkuna. stórslasaða og með- *
, vitundarlausa upp af götunni '
Iog kom henni fyrir i bil sinum I
og ók henni á Slysavarðsstof- I
una. Hún dvelur nú á gjör- •
, gæsludeild Borgarspitalans. "
Hvaðfærou
fy rir 30 kr. í daq ?
Tvær samlokur, blómiða
og poppkornspoka,
þrjátíu eldspítustokka.eða
Margir gestir voru viö afhendingu verðiaunanna, m.a. forseti tslands, Vigdis Finnbogadóttir og fyrrv.
forseti, Kristján Eldjárn sem hér sitja i fremstu röö. (Ljósm. eik—).
Rithöfundasjóður útvarpsins:
J Lyftaraslysið við
I Sundahöfn:
Pílturinn
látinn
Pilturinn, sem lenti i
lyftaraslysi um borð I flutn-
J ingaskipi við Sundahöfn,
þann 14. desember sl., lést á
gamlárskvöld af völdum
ávcrka er hann hlaut i
slysinu.
Nafn hans var Anton
Sigurðsson og átti hann
heimili að Unufelli 31 i |
Reykjavik. Hann var fæddur ,
10. mars 1964.
Á gamlársdag var út-
hlutaö i tuttugasta og
sjötta sinn úr Rithöfunda-
sjóði ríkisútvarpsins og
hlaut Málfríður Einars-
dóttir þá fjárhæð sem til
úthlutunar var, 40 þúsund
krónur.
Málfriður hefur á langri æfi
margt sýslað við ritstörf, en
fyrsta bók hennar kom ekki út
fyrr en 1977 — siðan hefur hún
bætt þrem við og fengið mikið lof
sem frumlegur höfundur og hug-
kvæmur.
Jónas Kristjánsson forstöðu-
maður Árnastofnunar afhenti
verölaunin fyrir hönd úthlutunar-
nefndar sem i eiga sæti auk hans
fulltrúar rikisútvarpsins og Rit-
höfundasambandsins. Jónas gat
þess m.a. að á árum áður hefði
viöurkenning þessari einatt verið
skipt milli tveggja höfunda eða
jafnvel fleiri en nú hefði verið
ákveðið að fara aö tilmælum rit-
höfunda sjálfra sem vilja helst aö
féð gangi óskipt til eins höfundar.
Málfriður Einarsdóttir sagði
við blaðamann Þjóðviljans, að
væri sjónin i betra lagi mundi hún
bregða sér strax til Itallu fyrir
peningana, til þeirrar ágætu
listaborgar Flórens. Hún hefur,
eftir að fyrrgreind tiöindi gerðust
Iviðurvist tveggja forseta Islands
og fleiri góðra manna sett saman
pistil svo sem i stað ávarps sem
hún hefði getað flutt á gamlárs-
dag. Hann er á þessa leið:
Ræðan sem ekki var
flutt 31. desember 1981
Nú fór ver en skyldi þvi holl-
vættir minar, sem hefðu átt að að-
stoða mig núna brugðust mér,
sagnarandi minn, sem oft leið-
beindi mér, kom ekki til staðar,
sjálfur Ymur óheyranlegur. Lá-
deyða i sálarkirnunni, allra orða
vant þeirra sem hefðu átt að
þyrpast að gullin og fin, svifa um
loftið hérna inni meö sætum rómi
svo sem einn seiður galdrakonu
svo lokkandi að ekkert ykkar sem
hérna sitjið hefði fengið varast
þeirra tál.
Kærar þakkir fyrir heiður mér
auðsýndan.
Málfriður Einarsdóttir
Málfriöur Einarsdóttir tekur við verðlaununum úr hendi Jónasar
Kristjánssonar sem afhenti þau fyrir hönd úthlutunarnefndar. (Ljósm.
eik—)
9 @ 200.000,- 1.800.000,-
9 — 50.000.- 450.000.-
9 — 30.000,- 270.000,-
198 —r 20.000,- 3.960.000,-
1.053 — 7.500.- 7.897.500,-
27.198 — 1.500,- 40.797.000.-
106.074 — 750,- 79.555.500,-
134.550 134.730.000,-
450 — 3.000,- 1.350.000,-
135.000 136.080.000,-
HAPPDRÆTTI
HASKÖLA ÍSLANDS
hefur vinninginn
möguleika á
einhverjum þessara
glæsilegu vinninga!
Vinningaskrá:
Þitt er valiö! En taktu eftir einu.
Allir vinningareru í beinhöröum
; peningum og vinningslíkurnar
gerastekki betri.
Ertu meö?
Málfríður heiðruð