Þjóðviljinn - 05.01.1982, Blaðsíða 15
Hringið í síma 81333 kl. 9-5
alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum
lesendum
Björn S. Stefánsson, dr. scient:
,,Að renna blint í sjóinn”
t Þjóðviljanum hinn 24.
desember s.l. birtist viðtal við
Gisla Pálsson um rannsóknir
hans á fiskveiðum Islendinga.
(„Að renna blint i sjóinn”, s.
10), en þær beinast mest að
sjávarháttum siðustu áratugi. í
upphafi viðtalsins er þó litið
lengra til baka, þar sem segir:
„I gegnum margar aldir
helguöust fiskveiðar af sjálfs-
þurftarbúskap manna. Fisk-
veiðar voru hlutiaf starfi bænda
og miðuðust við að metta þá
munna sem voru á framfæri
viðkomandi, en ekki að auðgast
á fiskveiðunum.” Breyting
verður hér á, segir Gisli, um
sama leyti og vélbátar koma til
sögunnar, en það var upp Ur
siöastliönum aldamótum, eins
og kunnugt er.
Þetta var merkileg fullyrðing,
að menn hafiekki stundað sjó til
að afla sér og heimili sinu gjald-
eyris. Maður hlýtur að spyrja
hvort heimildir séu fyrir þvi að
menn hafi, t.a.m. um miðja 19.
öld, stundaö sjó án þess að ætla
að selja aflann. Eru heimildir
um það að menn hafi ekki getað
selt þann fisk sem aflaðist og
heimilið torgaöi ekki? Eru
heimildir fyrir þvi að menn hafi
dregið af sér við sjósókn, af þvi
að menn hafi ekki talið sig hafa
þörf fyrir gjaldeyri til að kaupa
varning til heimilisins?
Verslunarskýrslur sýna þó
verulegan útflutning á fiski og
fiskur var verðlagður opinber-
lega miðað við aðra innlenda
vöru með verðlagsskrám.
Eins og blaöið skýrir frá eru
rannsóknir Gisla náms- og rit-
gerðarefni viö breskan háskóla.
Breskar doktorsritgeröir eru
sjaldnast birtar almenningi.
Fullyröing Gisla um að islend-
ingar hafi ekki stundað sjó til að
selja aflann, stangast svo á við
almennar hugmyndir um at-
vinnuhættihér á landi fyrir ti'ma
vélbátaaldar, aö almenningur
hlýtur aö forvitnast um þau rök
sem hann hefur kynnst breskum
leiðbeinendum sínum i málinu.
Björn S. Stef ánsson
Jólasveinninn Stúfur að arka í bæinn
Myndina af Stúf i teiknaði
Hilmar Ramos, 6 óra,
Stigahlíð 26 í Reykjavík.
Við sjáum ekki betur en
að Stúfur sé á skíðum —
greinilega er hann að
arka í bæinn með út-
troðinn pokann af jóla-
gjöfum til barnanna. Við
þökkum Hilmari kærlega
fyrir.
Barnahornið
Þriðjudagur 5. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — StDA 15
Þessar skrýtnu figúrur verð aá skjánum kl. 20.35 i kvöld.
Múmínálfarnir
Sjónvarp
kl. 20.35
Hinir vinsælu þættir um
Múmínálfana eru komnir
aftur I islenska sjónvarpið.
Þetta eru sænskir klippi-
myndaþættir sem byggðir eru
á verkum Tove Jansson og
framhald þátta, sem sjón-
varpið sýndi fyrir nokkrum
árum. Þeir hlutu þá mjög
miklar vinsældir yngstu kyn-
slóöarinnar og nokkrar bækur
um þessa skrýtnu álfa voru
þýddar á islensku.
Þýöandi þáttanna er Hall-
veig Thorlacius, en sögu-
maður Ragnheiöur Steindórs-
dóttir.
,,Ein rödd f fúgu alheimsins” nefnist annar þáttur myndaflokks-
ins um Alheiminn. Hann er á dagskrá sjónvarpsins kl. 20.45 I
kvöld.
Ein rödd í
fúgu alheims
Sjónvarp
fy kl. 20.45
Annar þátturinn i mynda-
flokknum Alheimurinn er á
dagskrá sjónvarpsins i kvöld
kl. 20.45 og nefnist hann: ,,Ein
rödd i fdgu alhcims”. i
þessum þætti verður
spekúlcraö um lífiö sjálft og
uppruna þess. Kynntar verða
kcnningar um þróun náttúru-
lcgt val og lifefnafræði, auk
þess sem við fáum að sjá tölvu
vinna DNA-keðjuna. Einnig
verður velt vöngum yfir þvi,
hvort lif geti leynst á plánet-
unni Jupiter.
Leiðsögumaður þáttanna
heitir Carl Sagan og er
stjörnufræöingur viö Cornell
háskóla i Bandarikjunum.
Þættirmir þykja afburða vel
unnir — ekkert er til sparað
við gerð þeirra, hvorki fjár-
hagslega né tæknilega. Meðal
þeirra tæknilegu brellna, sem
beitt var við gerð þáttanna, er
tveggja og hálfs klukkutima
löng filma þar sem áhorfendur
fara i fylgd Carls Sagans að
yfirborði Venusar, Mars og
Titans, upplifa ,,Stóra hvell-
inn” og fljúga gegnum annaö
sólkerfi í þann mund sem
stjarna þess springur. Kvik-
myndin „Stjörnustrið” sem
hefur hlotið mikið lof fyrir
meistaralega tæknivinnu,
fölnar við hliðina á þessum
sjónvarpsþáttum, segja gagn-
rýnendur.
Carl Sagan er vel kunnur
stjörnufræðingur i heimalandi
sinu og hefur gert talsvert af
þvi að kynna almenningi þessi
vísindi. Hann hefur haldiö þvi
fram árum saman, að lif fyrir-
finnist annars staðar en á
þessari jarðholu. 1 þáttunum
er þessi boðskapur hans
nokkuö greinilegur. Hann
tekur einnig visindin fyrir, en
þó einkum hinn heimspekilega
þátt þeirra.
|É|j| Útvarp
^IW kl. 22.35
„Fólkið á
sléttunni”
„Fólkið á sléttunni” nefnist
þáttur sem er á dagskrá út-
varpsins kl. 22.35 i kvöld, en
umsjónarmaður hans er Frið-
rik Guðni Þorleifsson. Friðrik
Guöni er búsettur á Hvolsvelli
þar sem hann er tónlistar-
kennari. Spjallar hann i
þættinum við Hönnu Mariu
Pétursdóttur i Asum i Skaftár-
tungum og Guðriði Völvu
Gisladóttur skólastjóra Tón-
Friörik Guðni Þorleifsson
listarskólans i Vik i Mýrdal.
Þátturinn er liðlega hálfrar
stundar langur.