Þjóðviljinn - 05.01.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 5. janúar 1982
DJÚBVIUINN
Málgagn sósfalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
Ótgefandi: Útgáfuféiag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Fréttastjóri: Álíheiður Ingadóttir.
'Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson.
Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar
Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson.
iþrótta- og skákfréttamaður: Helgi Ólafsson.
útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns-
dóttir.
Skrifstofa: Guör.ún Guovaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir.
innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds-
son.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og augiýsingar: Siöumúla 6,
Reykjavik, simi 81333
Prentun: Blaðaprent hf.
Flotinn í höfn
• Fiskveiðiflotinn er nú bundinn við bryggjur og
meginþorra fiskvinnslufólks hefur ýmist verið sagt
upp störfum eða uppsögn vofir yfir.
• A liðnum árum hefur ákvörðun fiskverðs oft
dregist fram eftir janúarmánuði og jafnvel fram f
febrúar, en slíkt má ekki endurtaka sig nú, þar sem
fiskverðsákvörðun er forsenda lausnar á verkfalli
sjómanna.
• öllum má I jóst vera, að sá tiltölulega góði árangur
sem náðist í verðbólgumálum á síðasta ári varð að
nokkru leyti á kostnað útflutningsatvinnuveganna.
Lækkun verðbólgunnar um nær þriðjung á árinu 1981
tókst að f ramkvæma án nokkurrar skerðingar á kaup-
mætti almennra launa og ráðstöf unartekna, og hefði
slíkt vfða þótt ærin saga til næsta bæjar. En eitthvað
hlaut þessi árangur í verðbólgumálunum að sjálf-
sögðu að kosta, og hin stranga aðhaldsstefna í gengis
málum, sem haldið var uppi á árinu 1981 hefur óum-
deilanlega þrengt nokkuð kosti útf lutningsgreinanna.
Hlut fiskvinnslunnar verður óhjákvæmilega að bæta
nokkuð nú, svo hún geti borið hækkað fiskverð. Við
mótun þeirra ráðstafana, sem nú kalla að í því skyni
aðtryggja rekstrargrundvöll sjávarútvegsins, þá þarf
áfram að hafa í huga markmið ríkisstjórnarinnar um
viðnám gegn verðbólgu og óskert lifskjör hjá almennu
launafólki. í okkar þjóðfélagi er víða mikla f jármuni
að f inna. Svolítið brot af öllu þessu f jármagni þarf að
sækja og færa það dálítið til með hagsmuni út
flutningsatvinnuveganna fyrir augum og í samræmi
við markmið ríkisstjórnarinnar í verðbólgumálum og
kjaramálum.
• Þetta er unnt að gera, en auðvitað ekki án þess að
hrófla við einu né neinu.
• Við skulum líta hér stuttlega á vanda útgerðar og
fiskvinnslu. A árunum 1971-1980 hefur útgerð báta og
togara á botnfiskveiðum að jafnaði verið rekin hér
með um 8,4% bókhaldslegu tapi samkvæmt upplýsing-
um Þjóðhagsstofnunar. Þó verður tæplega með
nokkrum sanni sagt að afkoma útgerðarinnnar hafi
verið slæm á þessu árabili, og sýnir það best sú gíf ur-
lega eignamyndun, sem á þessum sömu árum hefur
átt sér stað með uppbyggingu togaraf lotans og hluta
bátaf lotans.
• Samkvæmt þeim tölum f rá Þjóðhagsstof nun, sem
nú liggja á borði þeirra, sem um f iskverðið f jalla mun
talið, að nú um þessi áramót megi vænta 13,5% halla á
botnfiskveiðunum að óbreyttum rekstrargrundvelli
og án nokkurrar hækkunar f iskverðs. Hér sýnist ekki
vera um óbrúanlegtdjúpað ræða frá því sem nú er og
yfir í afkomu, sem hjá útgerðinni yrði bókhaldslega
eitthvaðskárri en verið hef ur að jafnaði síðustu 10 ár-
in. En hér ber auðvitað einnig að gæta að því, að á
undanförnum árum hafa útgerðarfyrirtæki haft
meiri möguleika en nú til að mynda eignir út á „tap-
rekstur” með verðbólguhagnaði. Ljóst er einnig að
hlut sjómanna þarf að bæta umfram það, sem skyn-
samlegt er að gera með f iskverðshækkun einni sér og
verður þar að líta sérstaklega á það 7,5% olíugjald og
10% stof nf jársjóðsgjald, sem nú er tekið af óskiptum
afla í þarfir útgerðarinnar.
• En hvernig er þá staða f iskvinnslunnar? Svo má
heita, að hún sé nú talin standa á núlli fyrir f iskverðs-
hækkun. Samkvæmt þeim gögnum, sem Þjóðhags-
stofnun lagði fram nú rétt fyrir áramótin þá er
frystingin rekin með 8,5% halla, söltun með 10,5%
hagnaði og herslan með 12,5% hagnaði. Samtals þýddi
þetta um 0,5% hagnað hjá vinnslunni í heild.
• Til samanburðar er vert að hafa í huga, að á sið-
asta áratug var f iskvinnslan rekin með í kringum 3%
bókhaldslegum hagnaði að jafnaði, og á árunum
1977-1979 var vinnslan t.d. rétt í kringum núllpunktinn
að dómi Þjóðhagsstofnunar.
• Af þessu er Ijóst að vandi sjávarútvegsins er með
meira móti nú um þessi áramót, og tilfærsla f jármuna
til fiskvinnslunnar óhjákvæmileg svo hún geti staðið
undir hækkuðu fiskverði. Þeir sem um málin fjalla
þurfa nú að haf a snör handtök við að leysa hnútinn og
koma flotanum til veiða á ný.
—k.
i
§:■
Begin og
Khomeini
Ýmsu er spáð um áramót.
1 Bandarikjunum eru margir
sjáendur sem á liönum árum
hafa rataö á þaö aö spá fyrir
um stórtiöindi. Kebrinda
Kinkade, sem spáöi morötil-
ræðum viö Reagan og
Jóhannes Pál páfa, sagöi
fyrir siöustu áramót aö llf
Begins fsraelsforseta væri i
hættu. Sprenging muni veröa
á Knesset-israelska þinginu -
og Begin láti lifið i henni eða
árás hermdarverkamanna,
sem fylgja muni I kjölfarið. I
tran verður, aö sögn
Kinkade, Khomeini steypt af
stóli I janúar eða febrúar, og
hann myrtur eða þá að hann
deyr af eðlilegum orsökúm á
árinu.
Verðbréfahrun
Yolanda Lassan sem sagöi
fyrir um morö á Anwar
Sadat segir að á árinu veröi
veröbréfahrun i Wall Street
sem veröi engu minna en
1929. Gulliö muni stiga i
verði, en veröiö á fasteignum
muni falla ásamt meö vöxt-
unum. Spákonan Clara
Schuff, sem spáöi falli Irans-
keisara og Irönsku bylting-
unni, segir að Sovétrikin
muni tilkynna aö þau muni
kalla heim herstyrk sinn i
Afghanistan I áföngum á
tveimur árum.
Bush forseti
Sjáandinn Karen Welch,
sem spáði sigri Reagans yfir
Carter, segir aö forsetinn
muni ekki ljúka kjörtimabili
sinu, og að George Buch
muni taka við forsetaemb-
ætti. Adrienn Golday heldur
að Sovétrikin muni gera
innrás i Pólland og Breta-
drottning muni segja af sér
krúnunni. bá muni Jacque-
line Onassis verða ást-
fanginn, en I staö þess aö
giftast honum, noti hún auö-
æfi sin til þess að stofna
snyrtivörufyrirtæki.
Nixon forseti?
Þá er loks aö segja frá
Laurie Brady, sem heldur
þvi fram að Nixon muni láta
kveöa að sér á ný 1982 meö
svo glæsilegum hætti, að
honum muni verða falin
mikilvæg opinber sendiför til
Kina. Það farist honum meö
slikum ágætum úr hendi, að
honum verði kleyft að bjóöa
sig fram til forseta aftur
1984. Og trúi svo hver sem
vill.
klippt
Höndlunarmet
Það var helst i'jólaffettum frá
Danmörku aö þar hefði höndlun
aldrei verið meiri en fyrir þessi
jól og nefndar voru tölur um
20% aukningu frá árinu áður.
Mörgum gengur illa að koma
þessum upplýsingum heim og
saman við þá staðreynd aö á
siöustu fimm árum hafa raun-
tekjur á mann i Danmörku
rýrnað um 12%, atvinnuleysi,
nálgast 10% af verkfærum
mönnum og efnahagsástandiö
er talið slæmt, og útlitið ennþá
verra. í Information er þess
getið i leiöara að flestum detti i
að hinn dæmigerði láglauna-
maður i Danmörku geti dregið
10% af brúttólaunum sinum frá
skatti, en hálaunamaðurinn
30%.
Þá hafa Utsvör sem leggjast
sem föst prósenta á heildarlaun
hækkaö miklu meira en tekju-
skattur til rikisins sem leggst i
stighækkandi þrepum á iaun
fólks eftir þvi' hversu há þau
eru.
óbeinir skattar sem lagðir
eru á neyslu fólks koma ver við
láglaunafólk en hálaunafólk og
hafa hækkað verulega.
Hálaunafólk hefur mikla
möguleika á að verða sér Ut um
óskattaðar eða lágt skattaðar
tekjur t.d. með sparifjár- og
eignatilfærslum, og eingöngu
hálaunafólk getur færtsér i nyt
hagræði sem hlýst af inneignum
hug að skýringuna sé að finna I
frægum orðum Johan Borgens:
„Danir eru á hraðri niðurleiö —
en þeir ferðast á fyrsta far-
rými”.
isjóðum og hlutabréfaeign. Og
þannigmætti lengihalda áfram.
Að hafa
Tekjumisrétti °£ ^afa ekki
I
Information er á annarri
skoðun og telur að hin aukna
jólaverslun sé staöfesting á að
kreppan hafi aukið tekjumun i
Danmörku. Tölur um 15-20%
aukningu jólaverslunar séu frá
Kaupmannahafnar- og Sjá-
landssvæðinuog Ur stórverslun-
um, sem danski tdíjuaðallinn
verslar í. Ef meðaltal væri tekið
úr öllum dönskum verslunum
myndi annað koma á daginn.
Það sé aukin misskipting jóla-
gæðanna sem verslunin fyrir
jólin beri vitni um. Flest virðist
á krepputimum þróast i sam-
ræmi við setninguna i Matt-
heusar guðspjalli 13. kafla 12.
versi, þar sem segir: ...,,þvi að
hver, sem hefir, honum mun
verða gefið, og hann mun hafa
gnægö, en hver, sem ekki hefir,
frá honum mun tekið verða
jafnvel það, er hann hefir.”
Hálaunamenn
halda sínu
Information segir að þessi
þróun sé dæmigerð fyrir
krepputima.Einhverjir verði að
bera byrðar kreppunnar, og
þeir sem vel séu settir noti að-
stöðu sina til þess að koma i veg
fyrir að þær lendi á þeim. Til-
hneigingu af þessu tagi megi
lesa út Ur tveimur skýrslum.
Fátæktarskýrslunni frá félags-
málaráðuneytinu, og skýrslu
um tekju-og neyslujöfnun gegn-
um hið opinbera frá Láglauna-
nefndinni. Afþeim megi ráða aö
rikið gegni ekki þvi tekju-
jöfnunarhlutverki i Danmörku
sem ýmsir haldi að það geri
enn.
Ýmsar frádráttarreglur
danskra skattalaga eru með
þeim hætti að þær koma hinum
tekjumeiri ihag. Þannig er taliö
Information segir einnig að út
úr skýrslunum tveimur megi
lesa hverjir það eru sem hafa
háar ráðstöfunartekjur — tekj-
ur að frádregnum skatti — og
hafa m.a. ráðstafað þeim til
jólainnkaupa i' Danmörku. Það
eru fjölskyldur, þar sem hjónin
vinna bæði utan heimilis, og þar
sem maðurinn er sjálfstæður at-
vinnurekandi, yfirmaður á
vinnustað eða embættismaður
fyrir ofan miðju i kerfispýra-
midanum.
Og þeir sem litlu eða engu
hafa að ráðstafa i jólaverslun-
inni eru hinsvegar einstæðingar
og giftir án atvinnu — t.d. ellilif-
eyrisþegar og námsfólk — ein-
stæðar mæður — hluti smá-
bændafjölskyldna með börn —
ófaglærðar verkamannafjöl-
skyldur með börn — barnafjöl-
skyldur þar sem fyrirvinnan er
aðeins ein. Hjá þessu fólki eru
engin auraráð umfram allra
brýnustu þarfir.
Information hefur ekki mikla
trú á því aö samstaða náist um
að tekjuhærri hópar i Dan-
mörku láti þeim tekjuminni
eitthvað eftir af sinu „riki-
dæmi”. Á krepputimum sé sam-
staðan oft eins og nafn á bæ i
Póllandi. Vafasamt sé að það
takist að reka stefnu i landinu
sem þrengir að sterkum hópum
á vinnumarkaðinum sem hafa
rúmar tekjur til ráðstöfunar: Á
til áð mynda að færa fé frá hjón-
um sem bæði vinna Uti til fólks i
tekjuminni fjölskyldum þar sem
fyrirvinnan er aðeins ein eða at-
vinnan engin?
Þessvegna spáir blaðið þvi að
það geti örugglega skrifað
samskonar leiðara næsta sumar
þegar Spies og Tjæreborg hafa
tilkynnt að um mjög óvænta
aukningu á sölu sumarleyfis-
ferða hafi verið að ræða hjá
þeim eitt kreppuárið enn.
—ekh
og shorið