Þjóðviljinn - 12.01.1982, Page 4
4 SíÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. jandar 1982
MOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýós-
hreyfingar og þjóófrelsis
Fréttastjóri: Alfheiður Ingadóttir.
Umsjónarmaður sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Vaiþór Hlööversson.
Blaðamr in: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar
Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson.
íþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ölafsson.
(Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson,
Ólafsson.
Kjartan
C'tlit og hönn
l.jósmyndir:E
llandrita- og
Auglýsingar:
dóttir.
Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson.
nar Karlsson, Gunnar Elisson.
ófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
ildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns-
Skrifstofa: Guðrun Guovarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds-
son.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
(Jtkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Reykjavik, simi 81333
Prentun: Blaöaprent hf.
Er hallinn 316 miljón
ir eöa 145 miljónir?
• Nú um helgina var unnið kappsamlega að lausn
kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Þegar þessi
orð eru skrifuð hafa samningar enn ekki tekist en
segja má að menn séu nú a.m.k. heldur vonbetri en
áður um að samkomulag kunni að vera skammt und-
an.
• Þessa síðustu daga hefur einnig verið unnið að
undirbúningi fiskverðsákvörðunar og efnahagsráð-
stafana af hálfu stjórnvalda, sem þeirri ákvörðun
hljóta að fylgja. Allt verður þetta að haldast í hendur,
svona í aðalatriðum, og þess verður að vænta að úr
þessu taki ekki mjög marga daga að greiða úr málum,
þannig að flotinn geti hafið veiðar á ný.
• Samkvæmt tölum Þjóðhagsstof nunar, þá er
áætlaður árshalli á útgerðinni (botnfiskveiðar) nú
fyrir fiskverðshækkun um 316 miljónir króna, sem
svarar 13,5% af tekjum. Þarna er um að ræða áætlun
um bókfærðan halla, þegar búið er að nýta afskrifta-
heimildir til fulls, en án tillits til ákvæða um verð-
breytingarfærslur í nýlegum skattalögum.
• í forsendum Þjóðhagsstofnunar kemur fram að
áætlaður halli sem svarar um 3% af tekjum, — það er
um 30% heildarhallans, — er tilkominn vegna
hækkunar á vátryggingarverðmæti flotans, sem auð-
vitað færir útgerðinni auknar afskriftir og þar með
lægri skatta. Það er því í hæsta máta vafasamt, að
krefjast fiskverðshækkunar til útgerðar út á þann
hluta hallans.
• Hjá bátaflotanum einum er hallinn samkvæmt
niðurstöðutölum Þjóðhagsstofnunar áætlaður um 150
miljónir króna. En í forsendunum er tekið fram að um
helmingur af þessum áætlaða halla bátaflotans sé
þarna kominn á blað vegna þess, að rekstrarkostnað-
ur við bátaflotann hafi samkvæmt reikningum nokk-
urra útgerðarfyrirtækja hækkað á einu ári um 8%
„UMFRAM ÞAÐ SEM SKÝRT VERÐUR MEÐ
HÆKKUN VERDLAGS"!! — Menn hljóta óhjá-
kvæmilega að spyrja, svo sem áður hef ur verið bent á
hér í Þjóðviljanum, hvort ekki sé hægt að komast hjá
fiskverðshækkun til útgerðarinnar út á þennan hluta
hins áætlaða halla.
• Sé tekið tillit til þessara tveggja atriða við mat á
halla útgerðarinnar, þá hljóðar áætlun um árshallann
fyrir fiskverðshækkun ekki lengur upp á 316 miljónir
heldur 140-150 miljónir, og þar með ekki upp á 13,5% af
tekjum útgerðarinnar heldur nálægt 6% af tekjunum.
• Á þessu tvennu er mikill munur, enda þótt Ijóst sé
að útgerðin þurfi nú á nokkurri hækkun fiskverðs að
halda. f þessum efnum er þó einnig rétt að hafa í
huga, að á árunum 1971-1980 var útgerðin að jafnaði
rekin með 8-9% bókhaldslegum halla samkvæmt mati
Þjóðhagsstofnunar, en afkoman var engu að síður
mjög þokkaleg i raun svo sem best kemur fram í
gífurlegri uppbyggingu skipastólsins á þessum tíma.
• Möguleikar fiskvinnslunnar til að greiða hærra
fiskverð eru ekki miklir nú, nema opinberar ráð-
stafanir komi til í þeim efnum. Þjóðhagsstofnun telur
að hjá vinnslunni mætti að óbreyttu vænta hagnaðar
upp á um 21 miljón króna yfir árið, og er það sá
hagnaður sem eftir stendur þegar allur f jármagns-.
kostnaður hefur verið greiddur og afskriftaheimildir
nýttar til fulls. Aður en þessi tala er fengin hefur allur
hallinn á frystingunni verið dreginn frá þeim hagnaði
sem talið er að vænta megi í saltf isk- og skreiðarverk-
un, og auðvitað er hér um heildartölur að ræða, en af-
koman að sjálfsögðu mjög misjöfn hjá hinum einstöku
fyrirtækjum.
• Ot f rá þessum tölum geta menn svo velt því f yrir
sér hversu háa upphæð þurfi að færa til vinnslunnar
svo hún geti með skaplegu móti staðið undir eðlilegri
og sanngjarnri fiskverðshækkun, og er þá einnig rétt
að reikna með nokkrum kjarabótum til sjómanna sér-
staklega umfram það sem felst í nauðsynlegri fisk-
verðshækkun til útgerðarinnar.
• Hér skal engin niðurstöðutala nef nd um það f jár-
magn sem færa þarf til vinnslunnar, en út frá tölun-
um hér að ofan má gera sér grein fyrir stærðargráð-
unni. Og þá er spurningin hvert á að sækja þessa pen-
inga og hvernig á að sækja þá? _k.
Sigurgeir Steingrimsson
Svarthöföi
misskilur
Svíana
„Neikvæö skrif um Svia og
þeirra málefni hafa veriö
mest áberandi hjá vissum
skriffinnum i hægri pressuni
islensku. Þetta er ein af
þessum undarlegu þver-
sögnum sem stundum skjóta
upp kollinum i islenskri um-
ræðu og getur ekki átt rót
sina aö rekja til annars en
þekkingarleysis um Sviþjóö
og sænska þjóö. Kapitaliö á
sér sennilega hvergi sterk-
ara vigi á Norðurlöndum en i
Sviþjóð.
En þessar endurbætur
voru framkvæmdar I sam-
vinnu viö stórkapitaliö i Svi-
þjóð. Sósialdemókratar
gættu sin á aö skeröa ekki
einkaframtakiö og gengu
ekki meira á þess hlut en
svo, aö hægt hafi verið að
halda fyrirtækjum gangandi
á grundvelli einkafram-
taks.”
(Timinn, Sigurgeir
Steingrímsson lektor
viö Uppsaiaháskóla
i viötali viö
Gylfa Kristinsson).
Þeir fengu
fyrir ferðina
t vikunni kom fram i frétt
DV aö rekstur Flugleiöa
hefur aö likindum orðiö
hallalaus á nýliönu ári. Hér
er um bata aö ræöa sem
skiptir milljónum dollara á
einu ári. Þetta er árangur
strangra aöhaldsaögerða
samhliöa öflun verkefna vitt
og breitt erlendis. Þeir Flug-
Jeiöamenn mega vissulega
vera stoltir af frammistöö-
unni um leiö og stungiö hefur
veriö upp I þá sem haröast
gengu fram I rógi um félagiö
fyrir nokkrum misserum.
Atlagan að Flugleiðum
mistókst eins og atlagan aö
Kveldúlfi um árið. En ekki
vantaöi aö hátt væri reitt til
höggs og um tima leit út fyrir
aö félaginu yröi sundraö.
Þetta mistókst. Forráða-
menn Flugleiöa héidu sfnu
striki, rikiö kom til aðstoðar
og siöast en ekki sizt: Starfs-
fólk félagsins þjappaöi sér
saman um hagsmuni þess.
Svona eftir á getur maöur
ekki annað en undrazt aö þaö
skyldi takast aö þyrla upp
sliku moldviöri i kringum
erfiöleika Flugleiöa. En
vissulega var vel og skipu-
lega unniö af þeim sem fyrir
atlögunni stóöu.
(Sæmundur Guövinsson
i DV laugardag
um vaita krónu og
veraldargengi).
klrippt
Friöarhreyfing
almennings
A undanförnum misserum
hefur almenningur i Evrópu-
löndum tekið þátt i aðgerðum
friðarhreyfinganna gegn kjarn-
orkuvopnum hvar sem er. Með
tilkomu öflugs andróðurs frið-
arhreyfinga hefur tekist að
setja hik á pólitikusa sem hafa
viljaö kjarnorkuvopnvæðast af
kappi.
Barátta friðarhreyfingar hef-
ur verið hafin yfir flokkadrætti
og stéttabaráttu i hefðbundnum
skilningi alis staðar i Evrópu.
Baráttan fyrir friði gegn kjarn-
orkuvopnum hefur einfaldlega
verið baráttan fyrir lifinu
sjálfu. Þetta veldur þvi, að þátt-
takendur eru á öllum aldri, úr
öllum þjóðfélagshópum og eiga
ekki annað sameiginlegt en það,
að vilja frið og vera á móti ger-
eyðingu kjamorkunnar.
Bíta í skjaldar
rendurnar
Það hefur nú löngum verið
svo i mörgum vesturlanda.aö
menn hafa deildar meiningar
um ágæti Nató og þess brölts
alls. Margir frjálslyndir borg-
araftokkar hafa tilamynda ver-
ið andsnúnir þvi fyrirtæki, þó
engum dytti i hug að setja jafn-
aðarmerki á milli þeirra og
Rússa fyrir vikið. Og nú er svo
komiö aö efasemdirnar um rétt-
mæti Nató-pólitikur og kjarn-
orkuvopnavæðingar meöfylgj-
andi eru farnar aö láta á sér
kræla á áberandi hátt innan
stórra, og rótgróinna borgara-
flokka sem ævinlega hafa veriö
fremstir i flokki sovétandstæð-
inga.
Einn er þó sá flokkur sem
aldrei hefur látiðá sjá efasemd-
irafneinutagi gagnvart Banda-
rikjastjórnum og Nató-veldinu
öllu hvað sem á dynur. bað er
Sjálfstæöisflokkurinn og mál-
gagn hans Morgunblaðið. Þaö
er fært i annála, að Morgun-
blaðið muni hafa lengst allra
fjölmiöla þrjóskast við að rétt-
læta stríðsrekstur Bandaríkja-
manna I Vietnam og það mun
eitt fárra málgagna sem tekur
fjarska gagnrýnislaust við yfir-
lýsingum erki hægrisins sem nú
er við völd i gvuöseiginlandi,
USA.
Efinn tekur
aö naga........
Skoðanakannanir hafa sýnt
fram á að andstaðan gegn stað-
setningu Nató-kjarnorkuvopna
á meginlandi Evrópu nær langt
inn fyrir raðir hægri-flokka i
álfunni.Og stjórnmálamennim-
ireru smám saman að átta sig á
þessari staðreynd, og reyna nú
að koma vitinu fyrir Banda-
ríkjamenn, amk aö þeir sýni lit
með þvf að tala við erkif jandana
um takmarkanir kjarnorku-
vopna.
Sósialdemókrataflokkar i álf-
unni urðu að vonum fyrstir til að
taka viö sér, ungliðasamtök og
jaðarfélög flokkanna sáu til
þess. Og forystumenn Sósíal-
demókrata i löndum einsog
Vestur-Þýskalandi hafa hver i
kapp við annan gerst liðsmenn
friðarhreyfingar á siðustu miss-
erum. Það hefur lika verið
áberandi á mótmælafundum i
Evrópu, þeim fjölmennustu frá
striðslokum i álfunni, hversu
margir Nató-hermenn hafa ver-
ið með i þessari baráttu.
Einsog áður hefúr komið fram
hefur þessarar hreyfingar frið-
arins tekið að gæta i Austur-
Evrópu þrátt fyrir skelfilega
erfiðar aðstæður til mótmæla af
þessu tagi þar eystra. Og Rúss-
ar liggja undir grun með það að
sverta þessa friðarhreyfingu
með allslags hætti, þarsem
þeim þykirstafa hætta af hreyf-
ingunni heima fyrir. Með þeim
hafa staðið i úthrópuninni
Morgunblaðið og flokkur þess
ásamt með últrabláum krötum
einsog Jóni Baldvin og Eiði
Guðnasyni. En nú fer vonandi
að birta til...
Hin nýju teikn
Þó hnifsblaðið hafi ekki geng-
ið á milli Reagans og Weinburg-
ersannars vegarog Moggans og
gagna hans hins vegar i her-
málapólitikinni, hafa sést nokk-
ur teikn um breytta og betri tið
þar á bæ. Mönnum er i fersku
minni ágætis frásögn á poppsiðu
Moggans fyrir tveim mánuðum
eða svo, þarsem sagt er frá
miklum mótmælafundi gegn
kjarnorkuvopnum i Bretlandi.
Núum helgina birtistsvo grein i
Mogganum eftir Carver lávarð
(þeireru vel ættaðir þessir skri-
bentar á Mogganum), sem ber
yfirskriftina Fækkum kjarn-
orkuvopnum.
Björn Bjarnason.
Sumireru ennþá utangátta. Eru
sinnaskipti I nánd?
Þetta sýnir vonandi að Mogg-
inn sé að láta undan þrýstingi
alþjóðlegrar friðarhreyfingar
og er það vel. Loksins, loksins
getur maður sagt af þvi tilefni.
Hér er um lffiö sjálft að tefla og
andskotakornið, borgaraflokkar
og verkalýðsflokkar ættu að
geta sameinast um að verja
það. Hins vegar á Bjöm Bjama-
son sem setið hefur fundi hjá
Bilderberg erfitt með að kyngja
kompásbreytingum frá amrik-
önum og helstefnu þeirra. Þess-
vegna skrifarhann inngang, út-
listun og varnaðarorð fyrir les-
endur Moggans áður en þeir
færu nú að lesa grein Carvers
lávarðar með hvatningunni um
fækkun kjarnorkuvopna. Sú
grein ber yfirskriftina Alþýðu-
bandalagið utangátta og mætti
gefa háa einkunn i pólitiskum
fimleikum f yrir hana. Þar segir
að á meðan Alþýðubandalagið
gjörbreyti ekki afstööu sinni til
aðildarinnar að Nató, þá sé
„þaðiflokkimeðþeimsem eru i
raun utan þess ramma sem
Carver lávaröur setur i grein
sinni, þegar hann fjallar um þau
viðhorfsem hæst ber i umræð-
unni um strið og frið i Evrópu”.
Þá segir Björn að utanri'kis-
stefna Alþýðubandalagsins gæti
i raun verið samin af hug-
myndafræðingum Varsjár-
bandalagsins. Ætli þeir taki ,,i
raun”undir afstöðuna meö okk-
ur t.d. með Samstöðu i Póllandi.
Þar hafa þeir báðir að læra af
okkur þeir Rússar og Moggi.
-óg
og skorið