Þjóðviljinn - 12.01.1982, Síða 8

Þjóðviljinn - 12.01.1982, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. janúar 1982 Sigurinn unninn og gestir og sýningarfólk hylla leikstjórann Þórhildi Þorleifsdóttur. Islenska óperan var „unaðslegt fyrirtak” „Unaöslegt fyrirtaks- fólk" — Þau orð Kálmán Zsupán áttu vel við þegar svínabændur, sígaunar og hljómsveitarfólk tóku við langvinnri hyllingu í lok fyrstu frumsýningar islensku óperunnar i Gamla bíói á laugar- daginn. Sigaunabarón Jo- hans Strauss lét Ijúflega í eyrum frumsýningargesta í eigin húsnæði islensku óperunnar eins og þessi gamanópera mun hafa gert í Þjóðleikhúsinu fyrir 20 árum. Og það er ekki oft sem þumbaralegir islend- ingar leyfa sér að hrópa bravó og stappa niður fót- um til þess að láta í Ijósi ánægju sína og þakklæti eins og i Gamla bíói á laugardaginn. Landsmenn hafa fylgst af áhuga meö þeim lifróöri sem róinn hefur veriö i þessu sögu- fræga söng- og bióhúsi viö Ingólfsstræti siöustu vikur. Miklar sögur hafa gengiö af dugnaði, atorku og áhuga allra sem hlut eiga að máli, og ennþá einu sinni sannaðist, að þegar allir leggjast á árar, er enginn brimgarður of hár og i höfn er náð. Engin þreytumerki var að sjá á söngvurum né hljóðfæra- leikurum og hvaö sem tónlistar- rýnar hafa aö segja um söng- og tónlistargæði er vist að söng- Forseti tslands kemur til frumsýningar og er fagnaö af ritara tsiensku óperunnar Þorsteini Gylfasyni. gleðin i Gamla biói á laugardaginn hreif alla viðstadda. Þá var greinilegt að frumsýningargestir kunnu vel að meta sviösetningu Þórhildar Þor- leifsdóttur, enda gekk allt vel, fagmannlega og árekstralaust fyrir sig á þröngu sviðinu, þar sem margir þurftu að athafna sig i einu. Á undan frumsýningunni á Sigaunabaróninum fór fram vigsluathöfn, þar sem m.a. var frumflutt Tiieinkun, eftir Jón Nordal undir stjórn Garðars Cortes. Forseti tslands flutti ávarp og fagnaði þvi að nú hefðu allar listagyðjurnar eignast þak yfir sig á tslandi. Þá færðu Þjóö- leikhússtjóri, leikhússtjóri LR, formaður Félags isl. leikara og framkvæmdastjóri Styrktarfél- ags lamaðra og fatlaðra Islensku óperunni gjafir og árnaðaróskir. Gamla bió hefur tekið stakka- skiptum á undanförnum vikun, en þó er þar allt i meginatriðum meö sama svip og áður. A frumsýn- inguna voru mætt flest landsins hæstu hænsn, eins og sænskurinn orðar það, og allt saman skraut- fiðrað i betra lagi. Bióið stendur þó varla undir miklum skraut- sýningum þvi fordyri er fremur þröngt og húsið opingátt við gestakomuna og kaldir vindar næða um sali. En þegar dyrum hefur verið lokað verður það meö eindæmum hlýlegt, og þótt gömlu stólarnir séu dálitið harðneskju- legir á að lita eru þeir þægilegir i að sitja og góðir uppúr aö standa eftir langa setu eins og á frum- sýningunni. I hléi við vigsluna á laugar- daginn var veitt kampavin, djús og kransakaka eins og hver vildi. Var létt yfir gestum og margt spjallað. Flosi Ólafsson, sem ásamt Óskari Ingimarssyni og Þorsteini Gylfasyni hefur gert viðauka við þýðingu Egils Bjarnasonar á Sigaunabarónin- um, tjáði undirrituöum að sér fyndist þetta allt saman svaka- lega eðlilegt, og að það hefði allt getað gerst. Að hætti alvöruþrunginna gagnrýnenda væri ef til vill við hæfi að spyrja hér hvaða erindi „hyllingaróður til hins sameinaöa rikis, Austurrikis og Ungverja- lands” á miðri nitjándu öld eigi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.