Þjóðviljinn - 12.01.1982, Side 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 12. janúar 1982
RIKISSPITALARNIR
lausar stödur
Hjúkrunarfræðingar athugið —
Námskeið
Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga verður
haldið á Kleppsspitala þann 1. mars nk. og
stendur það i 4 vikur.
Aðalnámskeiðið verður geðhjúkrun, geð-
sjúkdómafræði og sálarfræði.
Námskeiðið hentar vel þeim, sem ekki
hafa starfað, svo nokkru nemi, við geð-
hjúkrun áður, en hefðu áhuga á að starfa á
þessu sviði.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri
Kleppsspitalans i sima 38160.
Reykjavík, 11. janúar, 1982.
RÍKISSPÍTALARNIR
MFA
GENFARSKOLINN
Umsókn um skólavist
Arlegt námskeið norræna verkalýösskólans i Genf veröur
haidiö næsta sumar á timabilinu 22. mai — 3. júli.
Þátttakendur eru frá öllum Norðurlöndum. Skólinn
starfar i tengslum við þing Alþjóða vinnumálastofnunar-
innar
(l.L.O.) sem haldið er á sama tima. Nemendur dvelja 1.
viku skólatimans i Danmörku og siöan i Sviss. M.F.A.
greiðir ferðakostnað og þátttökugjald. Nauðsynlegt er að
þátttakendur hafi gott vald á dönsku, sænsku eða norsku.
Enskukunnátta er æskileg.
Ætlaster til, að þátttakendur séu virkir félagsmenn i sam-
tökum launafólks með reynslu i félagsmálastörfum og
hafi áhuga á norrænni og alþjóðlegri sam-
vinnu.
Umsóknir um skólavist ber að senda skrifstofu MFA að
Grensásvegi 16 108 Reykjavik fyrir 6. febr. n.k. Nánari
upplýsingar eru veittar á skrifstofunni, simi 84233.
Menningar- og fræðslusamband alþýðu
Skipstjóra- og stýri-
mannafélagið Aldan
heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 13.
janúar kl. 17 að Borgartúni 18.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. önnur mál. Stjórnin
I? Hús til sölu
Reykjavikurborg auglýsir til sölu húseignina að Bröttu-
götu 6, hér i borg.
Húsið er timburhús að hlöðnum sökkli, byggt 1907.
Grunnflötur húss brúttó
Grunnflötur alls brúttó
Rúmmál alls brúttó
Gólfflötur alls nettó
113 fm
305 fm
920 rm
202 fm
Húsinu fylgja leigulóðarréttindi.
Utboðsgögn fást hjá undirrituðum dagana 12.—15. janúar
og skal miða tilboð við skilmála þeirra.
Húsiðverðurtilsýnis dagana 13.—17. janúar kl. 10—17.
Tilboðum skal skila til undirritaðs og verða þau opnuð i
skrifstofu minni, Austurstræti 16, fimmtudaginn 21.
janúar n.k. kl. 11:00 aö viöstöddum bjóðendum.
BORGARRITARINN í REYKJAVtK
7. janúar 1982.
Eiginmaður minn
Bergur Hallgrímsson
Arnarbæli, Blesugróf
lést að morgni 8. janúar.
Fyrir hönd vandamanna,
Fanney Ingjaldsdóttir
Samgönguráðuneytið fer í hart við Steindór:
Vill að lögreglustjóri
stöðvi ,Steindór’ strax
„Það hefur aldrei verið meira að gera”, sögðu þessir Steindórs-kappar, þegar Ijósmyndarinn leit við
hjá þeim i gær. Crslitin i þessu máli ráðast sennilega i dag.en Samgönguráðuneytið hefur óskað eftir
þvi við lögreglustjóra, að embætti hans stöðvi akstur þessara manna. Ljósm. gel.
Samgönguráðuneytið óskaði
eftir þvi við lögregiustjóra i gær,
að hann stöðvaði akstur leigubif-
reiða hjá bifreiðastöð Steindórs i
Reykjavik, en eins og kunnugt er
af fréttum stendur nú yfir mikið
strið milli 'þessara tveggja aðila
vegna sölu á bifreiðastöðinni og
hverjir skuli hafa atvinnuleyfi
með höndum.
Skilaboð úr
ráðuneyti:
Steindórs-
menn fái
ekki
gjaldmæla
Það er rétt — það hringdi hing-
að einhver úr samgöngumála-
ráðuneytinu I dag og sagði, að við
mættum ekki afgreiða gjaid-
skrármæla i bilana hjá Steindóri,
né heldur gera við þá, sagði Anna
Ingvarsdóttir hjá öryrkjabanda-
laginu við blaðið í gær.
Oryrkjabandalagið hefur lög-
gildingarleyfi frá samgöngu-
ráðuneytinu fyrir gjaldskrár-
mælagerð, uppsetningu þeirra og
viðhald. Anna Ingvarsdóttir sagði
okkur, að þessi skilaboð um að af-
greiða ekki Steindór hefðu komið
simleiðis, en væntanlega kæmi
bréf frá ráðuneytinu um þetta
siðar.
Okkur finnst þetta að vonum
einkennileg tilkynning, en við biö-
um að sjálfsögðu eftir skriflegu
boði, sagði Anna að lokum.
— ast
Afgreiötim
einangrunar
plast a Stór
Reykjavikur(
svœöiö frá
mánudegi
fóstudags.
Afhendum
vorunaá
byggingarst
viöskipta ,
mönnum aó
kostnaöar
lausu.
Hagkvœmt
og greiösluski
máiar vió ftestra
hcefi.
einangrunai
^^■plastið
framleiósluvorur
p«pueinanerun
“Sor sRruf butar
kwold og hctgammi 93 735S
Lögreglustjóri sagði i samtali
við blaðið siðdegis i gær, að hans
embætti myndi ekkert aðhafast
fyrr en i dag, en vildi ekki skýra
neitt frá hugsanlegum aðgerðum
lögreglunnar eða hvort um
nokkrar aðgerðiryrðiaðræða. En
það er lögreglustjóra að vega og
meta áframhaldandi gang
málsins.
Viðar Már Matthiasson, lög-
fræðingur kaupenda stöðvar-
innar, sagði við blaðið í gær, að
reglugerð sú, sem ráðuneytið
byggði afturköllun leyfanna á,
þ.e. reglugerð frá 1972, hefði
aldrei birst opinberlega og hefði
þvi ekki lagagildi. Þetta lægi ljóst
fyrir, þvi f jölmargir Hæstaréttar-
dómar hefðu gengið i svona
málum, og ævinlega verið úr-
skurðað á þá lund, að lög og
reglugerðir, sem hefðu almennt
gildi, bæri að birta.
Viðar Már sagði ennfremur, að
þessi ágreiningur myndi fyrr eða
siðar hafna hjá dómstólum. Eina
spurningin væri sú, hvort ráöu-
neytið ætlaði að ganga svo hart
fram i málinu, að rekstrinum yröi
hætt. Þeir sem keyptu gerðu sér
ljóst, að einhver ágreiningur
kynni að koma upp, en enginn
lifandi maður lét sér detta þessi
harka i hug, sagði Viðar Már að
lokum.
— ast
ALÞYÐUBANDALAG1Ð
Þorrablót— Húsavík
Þorrablót Alþýðubandalagsins á Húsavik verður haldið laugardaginn
23. janúar og hefst með borðhaldi kl. 19.30.Húsið opnað kl. 19.00.
DAGSKRA: 1) Samkoman sett — Freyr Bjarnason.
2) Alþingismennirnir Guðrún Helgadóttir og Helgi Seljan skemmta
meö söng og spjalli.
3) Visnasöngur Helga Bjarna og Villa Baldurs.
4) Sigurður Hallmarsson stjórnar fjöldasöng.Veislustjóri er Freyr
Bjarnason. Bragi Siddi og Kalli sjá um fjörið. Félagar úr kjördæminu
eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Miðapantanir i sima:
41139 — 41761 og 41743 e.kl. 17.00. — Alþýöubandalagsfélagiö Ilúsavik
Alþýöubandalagiö Vopnaf irði
Almennur fundur. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra verður á
almennum fundi á Vopnafirði fimmtudaginn 14. janúar kl. 20.30.
Allir velkomnir. — Alþýðubandalagið.
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði FORVAL
Fyrri áfangi veröur laugardaginn 16. janúar kl. ll til 19 að Strandgötu
41 (Skálanum).
Seinni áfangi veröur laugardaginn 6. febrúar kl. 11 til 19 að Strandgötu
41.
Félagar kynnið ykkur forvalsreglurnar.
Fjölmenniö.
— Stjórnin
Alþýðubandalagið á Fáskrúðsfirði
Aðalfundur
Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 12. jan-
úar kl. 20.30 I Skrúð.
Dagskrá: 1. Venjulega aðalfundarstörf. 2. Und-
irbúningur sveitarstjórnarkosninga. 3. önnur
mál.
Helgi Seljan mætir á fundinum. Félagar fjöl-
mennið og takið með ykkur nýja félaga. —
Stjórnin.
Alþýðubandalagið i Kópavogi
Alþýöubandalagið i Kópavogi heldur almennan félagsfund i Þinghóli,
Hamraborg 11, miðvikudaginn 13. janúar n.k. kl. 20.30. Dagskrá: 1.
Akvöröun um sameiginlegt prófkjör stjórnmálaflokkanna i Kópavogi
vegna bæjarstjórnarkosninganna i vor. 2. Lagðar fram til satnþykktar
forvalsreglur fyrir félagið vegna tilnefningar þess á framboöslista I
prófkjörinu. 3. önnur mál. — Skorað er á félaga að fjölmenna. —
Stjórnin.
Alþýðubandalagið Akureyri
Alþýðubandalagið Akureyri auglýsir almennan félagsfund fimmtudag-
inn 14. þessa mánaðarkl. 20.30 i Lárusarhúsi. Fjallað verður um skipu-
lagningu kosningastarfs um forvalsreglur og Húsavikurráðstefnu 23.
og 24. janúar. Mætum vel og stundvíslega. — Stjórnin.
Alþýðubandalagiðá Akranesi
Þorrablót Alþýöubandalagsins á Akranesi verður haldið I Rein laugar-
daginn 23. janúar. Nánar auglýst siöar. — Stjórnin.