Þjóðviljinn - 12.01.1982, Side 16

Þjóðviljinn - 12.01.1982, Side 16
 AömUImi Þjóöviijans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hcgt að ná I blaöamenn og aðra starfsmenn hlaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsíml Helgarsími afgreiðslu 81663 Þriöjudagur 12. janúar 1982 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hxgt að ná i af- greiöslu blaðsins I sima 81683. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Póstur og sími með tilboð um leiki heimsmeistarakeppninnar í fótbolta Seljum hernum sem öðrum segja forsvarsmenn Múla- símstöðvarinnar, sem tekur við efni frá Skyggni Á blaðamannaf undi/ sem forsvarsmenn Múla- simstöðvarinnar efndu til i simstöðinni í gær, kom fram, að „varnarliðið", eins og þeir kjósa að kalla bandaríska herinn, er kaupandi að efni, sem sent er í gegnum jarðstöðina Skyggni. Þannig var t.d. sendur fótboltaleikur frá Bandaríkjunum til her- stöðva Bandarikjanna i Evrópu í gegnum Skyggni, hinn 20. des. sl., en sú jarð- stöð tekur á móti efni um gervihnött. Þátturinn, sem islenska sjón- varpið sýndi á aðfangadagskvöld, var settur saman hjá BBC i Lond- on, sendur þaðan til Eurovision stöðvarinnar i Belgiu, sem siðan sendi hann áfram til annarra Evrópulanda. ísland og Kýpur eru einu löndin i kerfinu, sem ekki eru tengd þvi beint, heldur fá efn- ið um gervihnöttinn. Þetta var fyrsta beina útsend- ingin, sem islenskum sjónvarps- áhorfendum gafst kostur á að sjá erlendis frá, en i haust sýndi sjón- varpið Tungufossslysið stuttu eft- iraöefnið barst gegnum Skyggni. Þriðja efnið, sem jarðstöðin tók á móti, var knattleikurinn banda- riski, sem greint var frá hér að ofan. Annars var tilefni fundarins að kynna mönnum annars vegar möguleika jarðstöðvarinnar og hins vegar kostnað. Eins og kunn- ugt er, verður heimsmeistara- keppninni i fótbolta endurvarpað um gjörvallan heim i sumar, og fýsir eflaust marga að fá eitt- hvert efni á skjáinn hér heima. A fundinum kom fram, að Póstur og simi hafa gjaldskrá fyrir móttek- ið efni, sem er ekki hærri en ger- ist á meginlandi Evrópu fyrir svipaða þjónustu. Þannig hefur Póstur og simi gert sjónvarpinu tilboð, sem hljóðar upp á kr. 20.000 fyrir 6 leiki pr. leik og kr. 23.000 fyrir 3 leiki. Töldu þeir Gústaf Jónsson og Guömundur Björnsson, að ekki þyrfti margar auglýsingar til þess að leikirnir borguðu sig fyllilega fyrir sjón- varpiö. _ ast Kristján Reynarsson hringir i jaröstööina Skyggni og biöur um aö stiiit veröi á fréttapakka Eurovision. IMeöal þess sem birtist á skjánum var fréttamaður i sjónvarpinu i Moskvu, sem viö sjáum á innfeiidu mynd- inni. Leikfélagsmenn héldu upp á 85 ára afmæli félagsins igærdag. Kveiktu menn á blysum og stjörnuljósum og sönghópur Leikfélagsins tók lagiö meö miklum ágætum. A innfelldu myndinni má sjá þrjá leik- hússtjóra, þá Svein Einarsson, Stefán Baldursson og Þorstein Gunnarsson, en hann hélt ræðu i tilefni afmælisins. Siðan gengu menn i fylkingu út úr húsinu og upphófst þá flugeldasýningin. — Ljósm. — eik. Fyrsta samkoman í Borgarleikhúsinu í gær: Nýtt leikhús 1986 Fagna viöleitni í fjárhagsáœtlun borgarinnar, sagöi Þorsteinn Gunnarsson leikhásstjóri i gær hélt Leikfélag Reykjavikur hátiðlegt 85 ára afmæli sitt. Af þvi tilefni söfn- uðust Lcikfélagsmenn saman á byggingarstað komandi Borgarleikhúss og gerðu þar út- tekt á stöðunni i bygginga- málum félagsins. Jón Hjartarson sagði að þessi samkoma væri sú fyrsta i nýju leikhúsi og siðan tók Þorsteinn Gunnarsson annar leikhús- stjóranna til máls. Rakti hann byggingasögu Leikfélagsins, og sagði það ævinlega hafa orðið að sækja á brattann varðandi byggingamál sin. Þorsteinn sagði Leikfélag Reykjavikur hafa áttallt frumkvæði að bygg- ingu Borgarleikhússins og hefði i fyrra reitt af hendi allt tiltækt fé úr byggingasjóði sinum til þess að koma i veg fyrir stöðvun framkvæmda við bygginguna. Borgaryfirvöld hefðu jafnan sýnt félaginu traust og sam- stöðu en betur mætti, ef duga skyldi. Að lokum sagði Þor- steinn: ,,Um leið og Leikfélag Reykjavikur fagnar þeirri viðleitni, sem fram kom við aðra umræðu um fjárhags- áætlun Reykjavikurborgar nú fyrir skemmstu, skorar leikhús- ráð Leikfélagsins á alla viðstadda og alla sem unna islenskri leikmenningu að beita sér fyrir þvi af einurð að áætlanir standist og leikhúsið verði vigt 18. ágúst 1986.” — Svkr. l jLeið til j i áhrif a | Óflokksbundnir stuönings- ■ I' menn Alþýðubandalagsins i Reykjavík eru hvattir til þess að ganga i félagiö og | taka þátt I forvalinu, sem • * fram fer nk. föstudagskvöld og á laugardaginn að Grett- isgötu 3 (fyrri umferð). Þátt- I taka i forvalinu er leið til • I’ áhrifa á skipan framboðs- lista við borgarstjórnarkosn- ingarnar. Alþýðubandaiagiö i Reykjavik Umræður um fjárhagsáætlun borgarinnar Yfírfjoð og kosninga- skjálfti hjá íhaldinu ..Málflutnihgur Sjálfstæöis- flokksins einkenndist af yfir- boðum og kosningaskjálfta”, sagði Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar i gær en umræöur um fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fóru fram s.I. föstudags- kvöld og stóðu fram til klukkan fimm um nóttina. Málefnafátækt Sjálfstæðis- flokksins opinberaðist á eftir- minnilegan hátt þessa kvöld- stund. í þessum flokki sátta og samlyndis talaöi hver einasti full- trúi og sumir tvisvar. Voru ræður þeirra eins og um almennan framboðsfund i prófkjöri væri að ræða og fjölluðu minnst um fjár- hagsáætlunina sjálfa. Það vekur athygli að Morgunblaðið treystist ekki lengur til að taka afstöðu i þvi kapphlaupi sem nú er hafið !um borgarstjóraefni flokksins og hefur eftir þiennan fund hampað þeim manni einum sem ekki kemur þar til álita, Birgi Isleifi Gunnarssyni, sem ákveðið hefur að draga sig i hlé. Um fyrrver- andi borgarstjóraefni Morgun- bla ðsins, Davið Oddsson, var hins vegar hljótt á siðum blaðsins um helgina. Við fyrri umræöu um fjárhags- áætlunina, sem fór fram réttfyrir jól var Davi'ð Oddsson aðaltals- maður Sjálfstæðjsflokksins. Fór mikill hluti annarrar umræðu i að leiðrétta rangfærslur hans og falsanir og hröktu þeir Sigurjón Pétursson og Kristján Benedikts- son fullyrðingar hans lið fyrir lið. Varð fátt um svör af hans hálfu. Sigurjón Pétursson sagöi 1 gær að Sjálfstæðisflokkurinn hefði á þessum fundi annars vegar boðað að útgjöld borgarinnar væru að fara úr böndum sem ekki myndi gerast ef þeir sjálfir væru við stjórnvölinn. Hins vegar hefðu þeir ekki gert neinar tillögur um sparnað i rekstri, sem þó var staður og stund fyrir sl. fimmtu- dag. Þá hefðu þeir boðað niður- skurð á tekjum borgarinnar svo næmirúmum 100 miljónum króna án þess að geta gert grein fyrir þvi nema að óverulegu leyti hvar ætti að skera niður á móti. Til- lögur þeirra um niðurskurð á móti tekjutapinu hefðu náð um 30 Hljótt um borgarstjóra- efnið í Morgun- blaðinu miljónum og verið gjörsamlega óraunhæfar. Einu tillögurnar voru um að lækka kostnað við sundstaðiog skipulagningu nýrra ibúðahverfa, strætisvagna og siðan að draga úr gatnagerð og holræsagerð. „Þessar tillögur eru einfaldlega um að leggja niður sundlaugar, fækka leiðum strætisvagnanna og draga Ur lóðaframboði”, sagði Sigurjón, „og eru gersamlega óraunhæfar. Sjálfstæðisflokknum hefur hrak- að mikið i yfirsýn frá þvi þeir gerðu siðustu fjárhagsáætlun si'na um áramótin 1977/1978. Tillögur þeirra nú voru tóm sýndar- mennska og málflutningurinn ómerkilegur”, sagði Sigurjón Pétursson að lokum. —A1

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.