Þjóðviljinn - 15.01.1982, Side 1
UOWIUINN
Föstudagur 15. janúar 1982 -10. tbl. 47. árg.
i Les rúnir
jí Svíþjóð
■
I-----------—
Jj Sjá viðtal
■ á 6. síðu
Samningar tókust í sjómannadeilunni í gær
Fyrirvarar hindra undirritun
Stanslaus
fundarhöld voru
um málið í gœr,
svo og var fundur
í yfirnefnd
Verðlagsráðs
fram á kvöld
Laust fyrir hádegi i
gær, tókust samningar i
kjaradeilu sjómanna og
útgerðarmanna, en
samningar voru ekki
undirritaðir vegna þess
að gerðir voru fyr-
irvarar um ýmis atriði
og seint i gærkveldi
hafði ekki náðst sam-
komulag og menn biðu i
Karphúsinu eftir þvi
hvað útúr viðræðum
sjómanna og útgerðar-
manna við ráðherra
kæmi og eins hvort nýtt
fiskverð yrði ákveðið en
fundur var i yfirnefnd
Verðlagsráðs i gær-
kveldi.
Það voru 8 atriði sem sam-
komulagnáðistum igærmorgun i
samningaviðræðum sjómanna og
útvegsmanna. Þar af vega þrjú
atriði mest. Þar skal fyrst nefna
10,5% hækkun á kauptryggingu,
þ.e. 3,25% hækkun, sem er sama
tala og landverkafólk fékk i
haust, en siðan 7% hækkun ofan á
það. Þá má nefna aukið hafnarfri
sjómanna og loks hækkun á fasta-
kaupinu á stóru togurunum.
Menn vorualmennt sammála um
að þetta væru aðalatriðin, hin 5
væru ekki eins mikilvæg. En
gerðir voru fyrirvarar um ýmis
atriði, sem snéru að rikisstjórn-
inni varðandi undirritun samn-
inganna og þvi var henni frestað
,,Verður ekkert undirritað?” Guðlaugur Þorvaldsson rlkissáttasemjari t.h. tekur á móti Óskari Vigfús-
syni formanni Sjómannasambandsins klukkan að ganga 10 i gærkveldi. (Ljósm. — eik —)
fram á kvöld. 1 gærdag áttu svo
fulltrúar sjómanna fund með
ráðherrum og lögðu þeir þar fram
sina fyrirvara sem voru 19% fisk-
verðshækkun og ákvörðun um
hana i yfirnefnd tekin með þeim.
Fullar verðbætur á fiskverð 1.
mars nk. og afnám oliugjalds.
Sjávarútvegsráðherra féllst á
verðbætur fiskverðs. 1. mars nk.
ogeinnig á að afnema oliugjaldið
fyrir árslok 1982. Ennfremur
bauð hann 14% fiskverðshækkun
og að auki 2% lækkun oliugjalds
nú þegar, sem hefði þýtt 16% fisk-
verðshækkun til sjómanna.
Það er þvi enn allt i óvissu um
fiskverð og sjómannasamninga
og ættu einhverra tiðinda að vera
að vænta i dag. — s.dór.
A rikisstjórnarfundi i gær var
samþykktað heimila bankastjórn
Seðlabankans að lækka gengi is-
lensku krónunnarum 12%,en það
samsvarar 13,6% mcðaihækkun
crlendra gjaldmiðla.
Bandarikjadollar hækkar þó
meira eða um 15,3% vegna inn-
byrðis breytinga á erlendum
gjaldeyrismörkuöutn frá áramót-
um. Evrópugjaldmiðlar hækka
hins vegar minna en meöaltalið,
og þannig hækkar breska pundið
t.d. ekki nema um 12,1%. Sölu-
gengi dollarans verður nú kr.
9,44, en sölugengi sterlingspunds-
ins kr. 17,55.
1 fréttfrá Seðlabankanum seg-
ir, að ástæður gengisbreytingar-
innar nú séu annars vegar versn-
andi viðskiptakjör þjóðarbdsins
siðustu mánuöi, en hins vegar
hækkanir kaupgjalds og verðlags
innanlands umfram samsvarandi
hækkanirerlendis. Að sögn Seðla-
bankans miðast gengisbreytingin
við að leiörétta þaö misræmi sem
á er orðið i þessu tilliti ásamt þvi
að gera sjávarútveginum fært aö
komast að niðurstöðu um al-
mennt fiskverð.
— Gjaldeyrisdeildir bankanna,
sem höfðu verið lokaðar frá 5.
jandar hafa nú verið opnaðar á
ný.
Sjá nýja gengið á siðu 3
RAGNAR ARNALDS, fjármálaráðherra:
Niðurfærsla verðlags
en óskertar verðbætur
Af þessum markmiðum stefnir ríkisstjórnin með efnahagsaðgerðum!
Viö munum einbeita okkur aö niðurfærslu verðlags eftir ákveðinni
áætlun, sem nánari grein verður gerö fyrir fljótlega. Liklegt er að þessi
niðurfærsla muni kosta 300 - 350 miljónir króna. A fjárlögum er fyrir
hendi nokkurt fé, sem ætlaö er til niðurfærslu verðlags og til efnahags-
aðgerða, og eru þetta um 150 miljónir króna. Þá verður ekki hjá því
komist að fara i einhvern niðurskurð á rfkisútgjöldum og verður leitast
við að draga úr rekstrarkostnaöi, m.a. með þvf aö takmarka yfirvinnu
rikisstarfsmanna ogkostnaðvið utanferðirá vegum rikisins. Einhverri
tekjuöflun munum við svo einnig þurfa á að halda svo hægt verði að
verja állka upphæð og ég nefndi áðan til niöurfærslu á verðlagi (300 -
350 miljónir), en það markmið I verðbólgumálum, sem rlkisstjórnin
mun miða aðgerðir sinar við verður væntanlega að koma verðbólgunni
niður i 35 - 40% á þessu ári.
Þetta sagði Ragnar Arnalds, f jármálaráðherra I gær, þegar Þjóðvilj-
inn innti hann eftir hvað liöi væntanlegum efnahagsaðgerðum rikis-
stjórnarinnar nú i kjölfar gengislækkunarinnar. Ragnar tók fram að
búast mætti viö að þessar ráðstafanir kæmu fram á næstu vikum. — k.
Steingrímur
Hermannsson:
Eg hef
samþykkt
tvö
skilyrði
af þremur
— Ég hef samþykkt tvö af þrem
skilyrðum sem sjómenn settu I
gær fyrir undirritun kjarasamn-
inga. 1 fyrsta lagi hef ég
samþykkt að fiskverð hækki þann
1. mars nk. eins og laun I iandi, og
i öðru lagi hef ég samþykkt þá
stefnu að ollugjald verði úr
sögunni við árslok 1982, en fyrir
þann tlma yrði þá að finna aðra
leið til að tryggja rekstrargrund-
völl útgeröarinnar.
Þetta sagði Steingrimur
Hermannsson, sjávarútvegs-
ráðherra, þegar Þjóðviljinn
spurði hann i gærkvöldi um af-
stööu hans til þeirra skilyrða sem
fulltrúar sjómanna settu fyrir
undirritun kjasamninga, en frá
þessum skilyröumeinánar greint
á öðrum stað hér á siöunni.
Steingrimur sagöi ennfremur:
— Oddamaður rikisstjórnar-
innar i yfirnefnd verðlagsráðs
hefur lagt fram tillögu um
13,5—14% almenna fisk-
verðshækkun og að auk þess yrði
oliugjald lækkað um 2%, en
samanlagt þýðir þetta allt að 16%
fiskverðshækkun til sjómanna.
Fulltrúar seljenda, það er
sjómanna og útgeröarmanna,
krefjast hins vegar 19% fisk-
verðshækkunar. Krafa útgeröar-
innar er auk þess um óbreytt oliu-
gjald og reyndar studd nú af
fulltrúum sjómanna, þar sem
þeir telja að óbreytt oliugjald sé
forsenda fyrir samkomulagi viö
útgerðarmenn um kjarasamn-
inga.
Framhald á 14. siðu
Efnahagstillögurnar nær fullmót-
aðar og koma væntanlega fram i
næstu viku, segir Ragnar Arn-
alds.
Sjá viötal
við Ragnar -
á baksíöu