Þjóðviljinn - 15.01.1982, Síða 5

Þjóðviljinn - 15.01.1982, Síða 5
Föstudagur 15. janúar 1982 Þ.lóÐVILJlNN — SIÐA 5 s Tengsl Islands við kjarnorkuvígbúnaðinn SOSUS-kerfið finnur k j arnorkukaf bátana Eins og áður hefur verið greint frá i Þjóðviljanum kemur það fram i 1. riti öryggismálanefndar, GIUK-hliðinu eftir Gunnar Gunnarsson, að Norður- Atlantshafið er helsta athafnasvæði eldflaugakaf- báta atómveldanna, en þeir eru heista tryggingin fyrir endurgjaldsgetu stórveldanna i atómstriði. Að verja og granda eldflaugakafbátum er meginverk- efni þeirrar hernaðaruppbyggingar sem átt hefur sér stað i hafinu kringum ísland. Gagnkafbáta- hernaður er fólginn i þvi að uppgötva, bera kennsl á, staðsetja og ef til átaka kemur að granda kafbát- um. Herstöðin á Miðnesheiði hefur frá upphafi verið mikilvægur hlekkur i þvi flókna tæknikerfi sem nú- timahernaður gegn kafbátum krefst. Dæmi um það er SOSUS-kerfið en á þvi er m.a. tæknileg lýsing i ritinu um GIUK-hliðið. „Bandariski flotinn hefur á si6- ustu áratugum byggt upp mjög viðtækt hlustunarkerfi — svo- nefnt SOSUS (Sound Surveillance System) — til aö hafa eftirlit meö kafbátum Sovétmanna á heims- höfunum. Slik hlustunarkerfi samanstanda af hundruðum eöa þúsundum hljóönema, sem tengdir eru með köplum viö tölvu i landi. Hljóönemunum má koma fyrir á mismunandi dýpiog dreifa þeim yfir mjög stór svæði eöa leggja þá i þéttar raðir, sem eru nokkur hundruð metrar á lengd. SOSUS hefur verið komiö fyrir undan austur- og vesturströnd Bandarikjanna, þar sem þaö teygir sig inn i Mexicoflóa og Karabiskahafiö; milli Bjarnar- eyjar og Noregs, á bilinu Græn- land — Island — Skotland; við Ný- fundnaland, Azoreyjar og suð- vesturströnd Spánar; umhverfis Gibraltar; i Ermasundi; við Italiu og Tyrkland; meðfram Alut-eyja- klasanum til Japans; milli Japan og Kóreu og undan ströndum Hawai og Fillipseyja. Kerfiö getur uppgötvað, borið kennsl á og staðsett kafbáta. Opinber gögn geta ekki um starf- hæfni þess, en að likindum nær það að halda uppi eftirliti með mestum hluta Norður-Atlants- hafsins. Staðsetning kafbátá með hlustunarsonar, getur eðlilegá ekki verið hárnákvæm vegna þess hve lengi hljóðið er að berast um hafdjúpin, en álitið er að SOSUS geti staðsett kafbáta innan 25 km radius. Uppgötvun kafbáta er eins og áður hefur verið getið mikilvæg- asti liðurinn i gagnkafbátahern- aði. SOSUS ber uppi þennan þátt gagnkafbátakerfis bandariska flotans. Upplýsingum frá SOSUS um að kafbát sé að finna innan einhvers ákveðins svæðisermiðl- að til flugvéla, kafbáta eða her- skipa til nánari staðsetningar. Án slikra upplýsinga yrði að leita kafbáta andstæðingsins uppi alls- staðar þar sem þeirra væri von. Slikt krefðist aukins viðbúnaðar i lofti og umfram allt á sjó. Hlustunarkerfi staðsett á hafs- botni eins og SOSUS hafa þann kost að verða ekki fyrir þeim truflunum, sem hliðstæð kerfi i skipum verða fyrir vegna hávaða frá skrúfum og vélum. Einnig er kostnaöarminna að beita þeim til eftirlits með stórum svæðum heldur en ef notuð væru herskip með hliðstæðum útbúnaði. Þá má einnig nefna að SOSUS er ekki sömu stærðar- og þyngdartak- mörkunum háð og hliðstæð kerfi i skipum. SOSUS hefur verið i uppbygg- ingu og þróun allt frá þvi á sjötta áratugnum. Var fyrsti hluti SOSUS (Caesar) sem komið var fyrir undan austurströnd Banda- rikjanna tekinn i notkun 1954. Svipuð kerfi, Barrier, Bronco, Colossus voru siðar sett upp viö strendur annarra rikja. SOSUS hefur verið endurbætt og aukið að minnsta kosti fimm sinnum á þeim tveimur áratugum sem það hefur verið i notkun. Sið- asta áætlunin hófst 1972 og er ætlunin að henni verði lokið 1984. Er sérstaklega miðað að endur- bótum á móttökutækjum, hljóð- nemum og fjarskiptakerfi i þvi. skyni að auka við getu kerfisins til aö uppgötva, bera kennsl á og staðsetja kafbáta. Bandariski flotinn hefur i þróun tvö ný hlustunarkerfi svonefnd RDSS (Rapidly Deployable Sur- veillance System) og SURTASS (Surveillance Towed Array Sen- sor System). RDSS kerfiö byggir á stórum hlustunarduflum, sem liggja við stjóra i kafi. Duflunum A þessu korti úr riti öryggismálanefndar má sjá þekkta og áætiaöa staösetninguSOSUS-hlustunarkerris bandariska hersins. Strikaöi flöturinn sýnir þaö svæöi sem giskaö er á aökerfiö nái aö hafa eftirlil meö. SOSUS-hlustunarkeöjur milli Græniands — tslands — og Bretlands, og Bjarnareyja og Noregs má sjá á kortinu. Ýmsir fræöimenn telja aö SOSUS-kerfiö geri Bandarfkjamörinum kleift aö fylgjast meö öllum sovéskum kafbátum sem hætta sér úr sovéskum innhöfum út á heimshöfin. Vegna legu sinnar eiga Sovétrikin enga sambærilega möguleika á eftirliti meö bandariskum kafbátum. má ýmist varpa úr flugvélum, herskipum eða skjóta úr tundur- skeytahólfum kafbáta. Þeim er ætlaö aö uppgötva, bera kennsl á,. staðsetja og hafa eftirlit með kaf- • bátum. Upplýsingar frá þeim eru sendar um gervitungl til stöðva i landi til frekari vinnslu ellegar til flugvéla, kafbáta og herskipa. RDSS er talið afar vænlegt til eftirlits á ieiðunum inn á Eystra- salt, við Gibraltar og i GIUK-hliö- inu. SURTASS byggir á hlustunar- sonar sem dreginn er á eftir sér- byggðum skipum (T-AGOS). SURTASS er ætlað aö vera vara- kerfi fyrir SOSUS. Þaö má nota þar sem SOSUS er ekki fyrir hendi eða til að efla kaf- bátaeftirlit SOSUS.” —ekh. Bandarískir kirkjuleiðtogar fordæma kiarnorkuvígbúnað Þegar kaþólski biskupinn Leroy T. Mathiesen hafði heimsótt óbreyttan prest i fangelsi, dæmdan fyrir að hafa mótmælt framleiðslu kjarnorkuvopna i Pantex-verksmiðjunum i Amarillo, snérist honum hugur og hann fór að beita sér fyrir afvopnun með þeim hætti, sem orðið hefur æ algengari i hinum ýmsu samtökum og söfnuðum trúaðra i Bandarikj- unum: Hann hvatti ekki bara til afvopnunar með al- mennum orðum, heldur hvatti hann einnig þá, sem vinna að framleiðslu kjarnorkuvopna i Pantex- verksmiðjunum til þess að leita að annarri og guði þóknanlegri vinnu. Nú hafa 54 af 301 biskupum ka- þölsku kirkjunnar i Bandarikj- unum gengið til liðs við hina al- þjóðlegu friðarhreyfingu ka- þólskra, Pax Christi. Margir þessara biskupa hafa lýst þvi yfir, að eignarhald á kjarnorku- vopnum sé ekki siðferðilega rétt- lætanlegt undir neinum kringum- stæðum. Aðrir hafa hins vegar haldið þvi fram, að svo geti verið, þegar þau eru notuð sem þving- andi hótun til að kerfjast afvopn- unar. Joseph Bernardin, erkibiskup i Cincinnati, sem er formaður nefndar þeirrar innan kaþólsku kirkjunnar sem fjallar um af- vopnunarmál hefur sagt, að árangurslaus viðleitni til afvopn- unar á undanförnum árum mundi leiða til þess að kaþólska biskup- aráðið endurskoði afstöðu sina i þessu tilliti. Meðal bandariskra mótmæl- enda hefur andstaða gegn kjarn- orkuvopnum einnig aukist til muna. Að sögn bandariska viku- blaðsins Newsweek er það skoðun flestra þeirra, sem lagt hafa stundá kristna siðfræði, aö kjarn- orkuhernaður hafi þvilika eyð- ingu i för með sér gagnvart lifi mannsins, að hann verði ekki réttlættur með hefðbundnum rök- semdum um varnir þjóðrikja. Jafnframt hafa margir kristnir siðfræðingar að sögn blaðsins for- dæmt þá tilhugsun, að hægt sé að heyja „takmarkað kjarnorku- strið”, enda sé slikt ekki annað en olia á eldinn. Að sögn Newsweek hefur Páll páfi sent sendinefndir til fjögurra höfuöborga heimsins til þess að brýna fyrir stjórnvöldum mikil- vægi þess að samið verði um af- vopnun. Heimskirkjuráðið virðist hins vegar ekki hafa sömu trú á af- vopnunarviðræðum og páfinn, þvi samkvæmt heimildum töldu full- Leroy T. Matthiesen, kaþólskur biskup frá Texas viö skilti verksmiöju þeirrar, sem setur saman kjarnorkuvopn Bandarikjamanna: „Kjarn- orkuvopn eru ekki siöferöilega réttlætanleg og framleiösla þeirra er glæpur gegn mannkyninu.” trúar á nýafstöönu alþjóðaþingi þess um afvopnunarmál að yfir- standandi samningaviðræöur um hugsanlega takmörkun vopna væru ekki liklegar til að leiða til viðunandi árangurs, sem væri eyöilegging á kjarnorkuvopna- birgðum. Fulltrúar á þessu þingi Heimskirkjuráðsins fordæmdu hugmyndina um „takmarkað kjarnorkustrið” og hvöttu allar kirkjudeildir i heiminum til þess að fordæma framleiðslu, eign og notkun kjarnorkuvopna, sem glæp gegn mannkyninu. Aö sögn sérfræðinga Newsweek i kirkjulegum málefnum er sú skoðun aö verða rikjandi á meöal trúarleiðtoga flestra kirkjudeiida i Bandarikjunum, að kjarnorku- vopn séu ekki lengur siðferðilega réttlætanleg með neinu móti. Bandarisk friðarhreyfing hefur ekki orðið jafn öflug og sú evrópska, en þessi vakning á meðal kirkjuleiðtoga og trúaðra i Bandarikjunum kann að benda til þess, að breyting sé þar að vænta á næstu mánuðum. ólg Newsweek

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.