Þjóðviljinn - 15.01.1982, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. janúar 1982
Les á
rúnir
og
skrifar
doktors-
ritgerð
um
þulur
Snorra
Eddu
Rætt við
Þórgunnl Snædal,
sem fór
til Svíþjóðar
til náms — varð
meinatæknir,
tók stúdentspróf
í kvöldskóla,
lauk norrænunámi
við Stokkhólms-
háskóla og er nú
einn fremsti
sérfræðingur
í Svíþjóð
í rúnalestri
,, Ég fór til Svíþjóðar 1966
til að læra að verða meina-
tæknir. Þegar ég hafði lok-
ið því námi fór ég að lesa
undir stúdentspróf í kvöld-
skóla, en fyrir hafði ég að-
eins gagnfræðapróf frá
Akureyri. Að loknu stúd-
entsprófinu fór ég í nor-
rænu í háskóianum í Stokk-
hólmi og lauk þaðan
fil.kand prófi í norrænu
með þýsku og sanskrít sem
aukafög. Nú er ég að und-
irbúa doktorsritgerð um
þulurnar í Snorra-Eddu,
auk þess sem ég vinn hjá
Runverket við rúnalest-
ur."
Þessa sérstæöu sögu segir okk-
ur bórgunnur Snædal, norrænu-
fræöingur, sem vinnur við það aö
lesa fornar rúnir og þýöa þær fyr-
ir nútimamenn. Hún hefur feröast
mjög mikiö um Sviþjóö og les þar
á steina og kefli ýmiss konar
áletranir og eftirmæli um forfeð-
ur okkar, norræna vikinga og
aðra sem á eftir komu.
„Upphaflega ætlaöi ég aö læra
bókasafnsfræöi, en skólinn flutti
frá Stokkhólmi, svo það varð úr
að ég valdi norrænuna. Ég hafði
ekki lesiö mikið fornislenskar
bókmenntir, en þegar ég fór aö
gera mér grein fyrir þessum
menningararfi og nánum skyld-
leika noröurlandaþjóöanna vakn-
aöi áhuginn. Ég hef þó mest feng-
ist viö málfræöi og málþróun.”
,,Er ekki sjaldgæft aö islend-
ingar læri norrænu viö erlenda
háskóla?”
„Jú, ég veit ekki um neinn ann-
an sem hefur lesiö hana frá upp-
hafi erlendis, en margir fara i
framhaldsnám viö erlenda há-
skóla.”
„Hvenær feröu svo að vinna viö
rúnirnar?”
„Ég fékk starf viö Riksanti-
kvarieSmbetet, afd. för runverk-
et, sem er sérdeild sem fæst viö
útgáfu á rúnaletri. Þessi bóka-
flokkur er alls 12 bindi og i hann
eru skráöar allar rúnir sem fund-
ist hafa i Sviþjóö, en byrjaö var
að gefa þær út um aldamótin.
Talið er að i Sviþjóö séu til um 4
þúsund rúnir, mest á steinum,
kirkjuveggjum og keflum og enn
er verið aö finna rúnasteina, sem
ekki var vitaö um. Við reynum aö
mála ofan i rúnirnar til aö geta
lesiö þær og siðan er þýðing yfir I
nútímasænsku sett á skilti viö hliö
steinanna, svo aö fólk geti lesiö á
þá.”
„Eruð þiö mörg sem fáist viö
þennan rúnalestur?”
„Nei, viö erum þrjú sem vinn-
um viö þetta og viö feröumst
mjög mikið um Sviþjóö og eyj-
arnar i kring. Þaö kemur mér
óneitanlega til góöa aö vera Is-
lendingur, þar sem fornsænskan
er mjög skyld fornislenskunni.
Þótt sænskir norrænufræöingar
lesi fornislensku standa tslend-
ingar þó óhjákvæmilega nær
henni. Við þurfum lfka aö geta i
eyðurnar þvi rúnaletrið nær
aldrei öllum stöfunum og oft er
erfitt aö átta sig á hvaö rúnarist-
urnar þýöa.”
„Frá hvaöa tima eru þessar
rúnir aðallega?”
„Þær eru allt frá 3. öld og fram
á 17. öld. A Gotlandi og i Dölunum
var haldiö áfram að skrifa rúnir
allt fram á 17. öld, en rúnaristur
voru mest i tisku á milli 1000 og
1100. Til eru tvennskonar eða
þrennskonar rúnastafróf, þaö
elsta frá þvi um kristsburð var
notað fram til 700, en þaö er með
24 táknum. Þá uröu táknin 16 og
er mest til meö þvi letri. A mið-
öldum fjölgaöi táknunum svo aft-
ur. A vikingatimanum eru táknin
16.”
„Vard ad fá
sænskan ríkis-
borgararétt til
ad mega vinna
við rúnalestur
á svæðum
sænska hers-
ins” segir
Þórgunnur
„Er þetta sama stafróf og var
notað hér á íslandi?”
„Nei, enda er litiö til af rúnum
á Islandi þar sem íslendingar
fóru snemma aö skrifa meö bók-
stöfum eins og allir vita. Reyndar
er hvergi i heiminum til eins mik-
ið af rúnum og i Sviþjóö, miklu
meira en i Noregi, Danmörku og
á Islandi. Þaö er þó ljóst aö Is-
lendingar hafa kunnaö rúnaletur
eftir aö menn fóru aö skrifa á Is-
lensku, þvi t.d. ætlaöi dóttir Egils
Skallagrimssonar, borgeröur, að
rista Sonartorrek i rúnaletri.”
„Hvar hefur þú mest unniö viö
rúnalestur að undanförnu?”
„Við feröumst mest yfir sum-
artimann og höfum undanfariö
verið að vinna á norðurhluta Got-
lands og Fárö, þar sem Ingmar
Bergmann dvelst mikiö á sumrin.
Þaö er mjög mikiö af grafsteinum
meö rúnaristum á Gotlandi, sam-
tals um 350 rúnaristur.
Þarna höfum viö verið aö vinna
inn á svæöi sænska hersins, og hef
ég orðiö aö afsala mér islenskum
rikisborgararétti til aö fá aö vera
á þessum svæðum, þvi erlendir
rikisborgarar fá ekki aö vera þar.
Ég get þó ekki sagt aö þaö hafi
verið sérstök neyö, þvi ég hef búiö
svo lengi ytra, og býst viö aö
veröa þar I nánustu framtiö.”
„Er ekki hægt aö lesa mikiö um
mannlif og þjóöfélag hvers tima I
gegnum þessar rúnaristur?”
„Jú, vissulega, og maöur getur
treyst þvi aö þaö sem á þeim
stendur er satt og rétt. I langflest-
um tilvikum er um aö ræöa minn-
ingarsteina, ekki endilega viö
grafreiti, enda margir steinar
reistir til minningar um menn
sem hafa látist erlendis I vikinga-
feröum. „Fór viöa og aflaöi fjár”
segir oft á þessum steinum.
„Eru flestir þessir steinar til
minningar um karlmenn?”
„Já, en það er ekki þar meö
sagt aö þýöi aö konur hafi verið
minna metnar. Mér sýnist fremur
aö þaö sé vegna þess aö þaö var
miklu algengara aö karlmenn dóu
ungir, I hernaöi eöa á sjó, og oft-
ast eru það konurnar sem láta
reisa steinana, en fá einhvern til
að rista á þá. Þaö eru líka margir
steinar til sem karlmenn hafa
reist við fráfall eiginkvenna sinna
og rist á þakkir og hrós til þeirra.
Það er ekki hægt aö segja þessar
rúnir bendi til þess aö þessar kon-
ur hafi veriö beittar miklu harö-
riki af mönnum sínum, enda
stjórnuöu þær oftast öllu á heima-
velli á meöan menn þeirra voru i
burtu, sem var oftar en ekki á
vikingatimanum.
Einnig les maöur mikið um
trúarbrögö fólksins af þessum
rúnum og þaö er merkilegt aö sjá
hvernig heiönin og kristnin
blandast saman langt fram eftir
öldum. Og þótt hefndarskyldan
viki með kristninni, eru þess
dæmi að menn treysta á guö til
hefnda. A einum steini stendur
t.d.: „Guð svikur þá sem hann
sviku” og er átt viö menn þá sem
drápu þann sem minnst er. Meö
kristninni koma svo ýmiss konar
bænir á steinana, en óöinn er þó
aldrei langt undan. I Dölunum i
Sviþjóð fundust t.d. menn sem
trúðu á Óðin og notuöu hann I
særingum gegn sjúkdómum langt
fram eftir öldum. Svo má ekki
gleyma steinunum sem lifandi
menn reisa sjálfum sér til aö geta
treyst þvi að eftirmælin verði fal-
leg.”
„Nú hefur áhugi á vlkinga-
timanum vaxiö mjög á siöustu
árum og menn hafa fengið nýja
mynd af vikingum, m.a. meö
sjónvarpsþáttum Magnúsar
Magnússonar. Ert þú sammála
þvi, að þeir hafi veriö listamenn,
verslunarmenn og hand-
verksmenn, fremur en
blóðþyrstir ribbaldar, sem drápu
menn og nauöguðu konum?”
,,Rúnirnar
segja mikid
um mannlíf og
þjódfélag
á hverjum
tíma,,
„Það er rétt, aö áhugi á vik-
ingatimanum hefur vaxiö mjög á
siöustu árum, en þaö má ekki
gleyma þvi, aö ibúar hér á
Noröurlöndum á þessum tima
voru ekki allir vikingar. Þaö er
aöeins brot sem fór I viking. Þetta
hefur vissulega veriö spennandi
timi og hægt aö segja margar
skemmtilegar sögur frá honum.
Vikingaferöirnar voru þó oftast
fyrst og fremst til aö afla fjár og
það var gert meö ýmsum hætti
eftir aöstæöum bæöi friösam-
legum og grimmilegum.
„Finnst þér þú sem tslendingur
standa nær þessum tfðaranda en
kollegar þinir i Svlþjóð?”
„Ég hef aldrei verið sérlega
hrifin af þessari hetjudýrkun, en
mér finnst ég hafa orðið vör viö
meiri örlagatrú á Islandi en t.d. i
Sviþjóð-og ég held að hún sé rikari
þáttur i okkar „þjóðarsál”, ef svo
má segja.”
„Svo að við vikjum aftur aö
bókmenntunum. — Nú hafa veriö
uppi mjög skiptar skoðanir á
sannleiksgildi tslendingasagna.
— Hvaö segja fræöimenn i
Sviþjóð — eru þær skáldsögur eöa
sannsögulegar frásagnir?”
„Þetta veit enginn meö vissu,
en mér sýnist ýmsir fornleifa-
fundir á seinni árum hafa styrkt
nokkuð þá kenningu aö ekki sé
þetta allt saman skáldskapur.
Sjálf haföi ég alltaf á tilfinn-
ingunni aö samtölin eins og þau
eru i þessum sögum væru ekki
venjulegt talmál, en þegar ég
skoöaöi rúnaristurnar sem fund-
ust I Bergen 1958 sannfæröist ég
um að þetta heföi verið hvers-
dagslegt mál. Þar fundust rúnir
frá 13. öld m.a. meö ýmiss konar
verslunarbréfum og ööru óskáld-
legu efni sem voru á þessu sér-
staka máli. Samtöl i fornsögum
kunna að virka hátiöleg viö lest-
ur, en lifandi og spennandi, þegar
sá sem sagði þessar sögur gæddi
þær lifi og tilheyrandi undirtón-
um.”
„Að lokum Þórgunnur, nú
þegar þú ferð til Stokkhólms,
hvað ferðu að gera?”
„Til að byrja meö fer ég aö
undirbúa fyrirlestur i Linköbing
og siöan aö safna rúnaristum fyr-
ir sýningu á Sögusafninu.
Jafnfram þessu reyni ég svo aö
halda áfram við doktorsrit-
geröina mina um þulurnar i
Snorra Eddu,” sagöl Þórgunnur
að lokum.
— þs.