Þjóðviljinn - 15.01.1982, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15: janúar 1982
Valur Gíslason leikari 80 ára
Afmæliskveðja
frá Félagi
íslenskra leikara
Valur Gislason leikari er átt-
ræður i dag. Þrátt fyrir háan
aldur er Valur enn i fullu starfi og
er nú elstur þeirra leikara sem að
listgrein sinni starfa og er engan
bilbug á honum að finna.
Litrikur leikferill Vals verður
ekki rakinn hér, bæði vegna þess
að hann er i raun alþjóð kunnur
svo og munu áreiðanlega hæfari
menn gera það af þessu tilefni.
Þeim mun frekar vil ég fara
nokkrum orðum um starf hans að
félagsmálum leikara og lista-
manna yfirleitt, sem er risavaxið
og hefur minna verið hampað
eins og kannski ; eðlilegt er.
Valur Gislason er einn af braut-
ryðjendum i félagsmálum leik-
ara. Hann hóf sin leiklistarstörf
hjá Leikfélagi Reykjavikur árið
1926 og vann þar samfleytt til 1.
nóvember 1949 er hann réðist til
Þjóðleikhússins og hefur hann
starfað þar æ siðan.
Fljótlega tók hann þátt i félags-
málum og var hann ritari Leik-
félags Reykjavikur frá 1929—30,
1933—34 og 1945—48. Formaður
Leikfélags Reykjavikur var hann
árin 1941—44.
Ekki voru störf hans fyrir
Félag Islenskra leikara minni að
vöxtum. Valur var einn af stofn-
Auglýsing
Með visun til 17. og 18. gr. skipulagslaga
nr. 19/1964, er hér með auglýst tillaga að
deiliskipulagi á Laugarási, uppdráttur
ásamt greinargerð.
í tillögunni íelst m.a. breyting á land-
notkun á þessum stað frá þvi sem Aðal-
skipulag Reykjavikur frá 1967 gerir ráð
fyrir.
Þá liggur frammi til kynningar upp-
dráttur, er sýnir mörk náttúruvættis á
Laugarási, sem náttúruverndarráð hefur
fallist á að friðlýst verði, ásamt reglum
þar að lútandi.
Framangreind gögn liggja frammi
almenningi til sýnis hjá Borgarskipulagi
Reykjavikur, Þverholti 15, frá og með 26.
febrúar n.k. á venjulegum skrifstofutima.
Athugasemdir, sem menn óska eftir að
gera við skipulagstillöguna, skulu hafa
borist Borgarskipulagi Reykjavikur, eigi
siðar en kl. 16.15 föstudaginn 12. mars n.k.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan
ofangreinds frests, teljast samþykkir til-
lögunni og þeim breytingum sem hún felur
i sér.
Reykjavik, 8. janúar 1982
Borgarstjórinn i Reykjavik
Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar biikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468
endum félagsins árið 1941. Hann
var formaður félagsins samtals i
átta ár eða frá 1950—55 og frá
1958—61. Hann sat i stjórn Banda-
lags islenskra listamanna sem
fulltrúi Félags islenskra leikara
samfleytt frá 1950—59 og var
hann formaður B.Í.L. þrivegis á
þvi timabili, árin 1950—51,
1952—53 og 1957—58.
Valur sat i stjórn Nordisk Skue-
spillerrád frá árinu 1950 til 1961.
Þá sat hann i Þjóðleikhúsráði
sem fulltrúi Félags islenskra
leikara frá 1963—70. Enn eru
ótalin öll þau nefndarstörf og full-
trúastörf sem hann hefur gegnt
fyrir félag sitt, en þau geymast i
gögnum félagsinsj þó get ég ekki
látið hjá liða að minnast á hið
óeigingjarna starf sem hann
hefur unnið fyrir Leiklistarsjóð
Brynjólfs Jóhannessonar sem
stofnaður var árið 1972, en Valur
var formaður hans frá stofnun
þar til i fyrra er hann lét af
þvi starfi.
Af þessari lauslegu upptalningu
má sjá að við getum ekki einungis
státað af frábærum leiklistarferli
Vals, heldur hafa og störf hans að
félagsmálum leikara og menn-
ingarmálum yfirleitt markað
djúp spor i listasögu þessarar
þjóðar sem aldrei munu gleym-
ast.
Valur hefur lika verðskuldað
hlotið nokkra viðurkenningu fyrir
störf sin. Arið 1945 var hann
sæmdur Riddarakrossi St. Olavs
orðunnar, árið 1953 var hann
sæmdur Riddarakrossi Hinnar is-
lensku Fálkaorðu og frá árinu
1970 hefur hann verið á heiðurs-
launum listamanna sem alþingi
veitir ár hvert. Þá hlaut hann og
tvivegis Silfurlampa Félags is-
lenskra leikdómenda fyrir leik
sinn. Árið 1966 var Valur sæmdur
Gullmerki Félags islenskra leik-
ara og hann hefur verið heiðurs-
félagi félagsins frá árinu 1971.
Hið farsæla lifshlaup þessa at-
kvæðamikla listamanns, sem enn
er ekki á enda runnið mun verða
mörgum yngri mönnum hvatning
til dáða. Vali Gislasyni, konu
hans Laufeyju, sem alla tið hefur
staðið ótrauð við hans hlið og fjöl-
skyldu hans allri færum við inni-
legar hamingjuóskir af tilefni
þessa dags og óskum þess að enn
um langa hrið megum við njóta
starfskrafta hans.
F.h. Félags islenskra leikara,
Gísli Alfreösson.
Ég er svo heppinn að hafa af-
mælisbarnið, Val Gislason, meðal
leikara i nýsviðsettri sýningu
minni á Húsi skáldsins eftir jafn-
aldra hansi Halldór Laxness, þar
sem hann leikur Jón gamla skeri-
nef af þeirri innlifunargáfu og
kimni sem honum er lagið um-
fram flesta menn. 1 tilefni af þvi
langar mig að senda honum opin-
bera kveðju og þakka fyrir hans
góða tillegg.
Mér er svo farið að þykja
vænna um þá leikara sem annað-
hvort eru gamlir eða þá mjög
ungir og finnst enda þessir leika
betur en þeir sem eru þar á milli,
— að öllum jafnaði. Trúlega staf-
ar það af þv;ef satter, að þeir eru
friir frá þeirri kvöð sem baráttan
um starfsframa leggur á þá sem
eru á besta aldrinum. Þeir eru þvi
hið frjálsa frjóberandi afl sem
skapar á meðan hinir strita.
Sumir eru aftur á móti svo far-
sælir að halda sinni frjálsbornu
hugsun og hegðun alla ævi, sem
stafar af þvi, að leikhúsið hefur
alltaf meiri þörf fyrir þá en þeir
fyrir leikhúsiö, þótt slikt sé jafnan
að einhverju leyti gagnvkæmt.
Slikur maður hefur Valur Gisla-
son verið.
Við óskum honum til hamingju
með hans farsæla starf, biðjum
honum langs vinnudags enn,
góðrar heilsu og unaðar með fjöl-
skyldu og vinum.
Ey vindur Erlendsson
„Þetta kemur allt saman”,
heyrist stundum sagt á æfingum I
Þjóðleikhúsinu, þegar allir eru
búnir að týna sjálfum sér og öðr-
um i flóknum umræðum eða
hörkulegum vinnutörnum. „Þetta
kemur” segir Valur á sinn lát-
lausa hátt, og um þaö hefur hann
ekki fleiri orð.
Það eru rétt tiu ár siðan nokkrir
ungir leikarar fengu skemmti-
lega að skammast sin. Það höfðu
staðið yfir erfiðar æfingar á sviði
leikhússins. Menn þurftu að
standa upp á endann timunum
saman og upphófst nú kvartana-
kór um þessar þjáningar. Einn
var sá sem ekki tók undir. Það
var hann Valur, sjötugur. Ég
lærði mina lexiu fyrir lifstið á
þessarri æfingu.
Og áttræður er Valur virkur
félagi i erfiðismannafélagi Svið-
insvikur, sem Pétur Þrihross
kallaði að visu letingja og druslu-
félagið, en gagnrynendur nefna
nú dugnaðarmannafélag, og telja
okkur alltof athafnasöm á svið-
inu, reisandi Hús skáldsins aftur
og aftur til þess eins að rifa það
niður og reisa það á nýjan leik.
Frá árinu 1926 hefur Valur
Gislason leikiðá sviði. Hlutverkin
orðin á þriðja hundrað talsins og
skiptast nokkurn veginn jafnt
milli Leikfélags Reykjavikur og
Þjóðleikhússins. Auk þeirra
sægur hlutverka I útvarpi og sjón-
varpi. Ég get ekki stillt mig um
að nefna nokkur sem greypst hafa
i minnið: Davies i Húsverðinum
eftir Harold Pinter, Pat i Gisl
eftir Brendan Beham, Solomon
gyðing, i Gjaldinu eftir Arthur
Miller, og svo islensku karlana,
Bárð á Búrfelli úr Pilti og stúlku,
séra Guðmund i Sjálfstæðu fólki
og alla hina.
Þessa dagana æfir Valur eitt
stærsta hlutverk sem hann hefur
leikið um nokkurt skeið, hers-
höfðingjann i hinu magnaða leik-
riti Odön von Horváths, Sögum úr
Vinarskógi, sem Þjóðleikhúsið
frumsýnir i febrúarlok.
Ég vil á þessum tlmamótum
færa Vali og fjölskyldu hans inni-
legar hamingjuóskir og þakka
honum ótaldar ánægjustundir i
leikhúsinu. 1 starfi sinu hefur
hann alltaf stutt okkur sem yngri
erum að árum og hvatt okkur til
frekari dáða, þau hjónin Laufey
og Valur hafa sennilega séð nær
allar sýningar Þjóðleikhússins og
fylgst þannig með þroska þess og
viðgangi af brennandi áhuga.
Megi islensk leiklist njóta krafta
þeirra lengi enn.
Þórhallur Sigurðsson.
Auglýsing
Samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr.
19/1964 er hér með auglýst tillaga um
breytingu á Aðalskipulagi Reykjavikur
frá 1967, er borgarstjórn samþykkti á
fundi sinum 7. janúar s.l.
Tillagan er um breytta landnotkun á svæði
þvi, sem takmarkast af framlengingu
Skeiðarvogar að Miklubraut og fylgir
henni siðan að fyrirhuguðum gatnamótum
við Elliðavog/Reykjanesbraut. Þá taka
við suðurmörk á lóð Steinahliðar og siðan
suðurmörk lóða við Gnoðarvog að Skeið-
arvogi.
Breyting sú, sem tillagan felur i sér, er i
þvi fólgin, að i stað útivistarsvæðis komi
útivistarsvæði, ibúðarsvæði ásamt ein-
stökum lóðum undir þjónustustarfsemi.
Uppdráttur ásamt greinargerð og frekari
skýringargögnum liggur frammi hjá
Borgarskipulagi Reykjavikur, Þverholti
15, á venjulegum skrifstofutima frá og
með 15. janúar n.k. til og með 26. febrúar
n.k.
Þeir, sem óska að gera athugasemdir við
tillöguna um breytingu á aðalskipulagi,
skulu hafa skilað þeim á sama stað i
siðasta lagi föstudaginn 12. mars n.k., kl.
16.15.
Þeir, sem ekki gera athugásemdir, teljast
tillögunni samþykkir.
Reykjavik, 11. janúar 1982.
Borgarstjórinn i Reykjavik