Þjóðviljinn - 02.02.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.02.1982, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 2. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 1 Sigurjón Pétursson forseti borgar- stjórnar 2 Adda Bára Sigfúsdóttir veöurfræö- ingur og borgarfull- trúi. 3 Guörún Helgadóttir, borgarfull- trúi og alþingis- maður. 4 Guörún Agústsdótt- ir, ritari. 5 Guömundur Þ. Jónsson, formaöur Landsam- bands iön- verkafólks og borgar- fulltrúi. 6 Alfheiöur Ingadóttir, blaöamaöur. 7 Siguröur G. Tómasson, borgarfull- trúi. 8 Þorbjörn Broddason, dósent. 9 Ólöf Rik arösdóttir, fulltrúi. 10 Tryggvi Þór Aöalsteins- son, fram- kvæmda- stjóri M.F.A. Sigurjón og Adda Bára efst í forvalinu: í 10 efstu sætum eru 6 konur Siöari umferð forvals Alþýöu- bandalagsins i Reykjavik fór fram um siöustu helgi. 25 fram- bjóöendur voru i kjöri og völdu menn i tiu efstu sætin. 401 félags- maöur neytti atkvæöaréttar sins og rööuöu þeir þannig i sætin. 1. Sigurjón Pétursson meö 245 atkvæði i 1. sæti, en hann fékk alls 341 atkvæði. 2. Adda Bára Sigfús- dóttirmeð 224 atkv. i 1—2 sæti, en hlaut alls 299. 3. Guörún Helga- dóttirmeö 151 atkv. i 1—3. sæti, en alls 298. 4. Guörún Agústsdóttir meö 148 atkv. i 1—4 sæti, en alls 286. 5. Guðmundur Þ. Jónsson með 175 atkv. i 1—5 sæti, en alls 255. 6. Alfheiöur Ingadóttir meö 160 atkv. i 1—6. sæti, alls 236. 7. Sigurður G. Tómasson meö 148 i 1—7. sæti, alls 197. 8. Þorbjörn Broddason með 172 i 1—8. en alls 247. 9. Ólöf Ríkarðsdóttirmeö 168, en alls 184. 10. Tryggvi Þór Aðal- steinsson með 177 i 1—10. sæti og alls 177 atkvæöi. Samkvæmt reglum félagsins eru forvalskosningar ekki bind- andi fyrir kjörnefndina, sem heldur áfram störfum viö aö raöa á listann. Hún leggur siöan niöur- stöður sinar fyrir fulltrúaráös- fund, sem haldinn verður 23. febrúar. Fulltrúaráöiö skilar siöan sinu áliti til félagsfundar hinn 25. febrúar, þar sem félags- menn taka endanlega ákvörðun um skipan listans. ast ■■■■■^^ ÍSÍ 70 ÁRA tþróttasamband tslands hélt upp á 70 ára afmæliö meö hátföadagskrá i Þjóöleikhúsinu á iaugardag. Meöal atriöa var uppfærsla á kvæöi Grims Thomsen, Bændaglimunni, og er myndin hér aö ofan úr þvi. önnur mynd tengd afmælinu er á bls. 12. — Mynd: gel. Alþýðubandalagið á Akureyri: Fyrrl umferð forvals lokið Um helgina fór fram fyrri um- ferð forvals til framboðslista hjá Alþýöubandalaginu á Akureyri. Þáttaka var um 50% félaga og varð röö 11 efstu manna þessi: 1. Helgi Guömundsson, 2. Hilmir Helgason, 3. Sigriður Stefáns- dóttir, 4. Kristin Hjálmarsdóttir, 5. Páll Hlöðversson, 6. Katrin Jónsdóttir, 7. Sigrún Sveinbjörns- dóttir, 8. Gisli Ólafsson, 9. Geir- laug Sigurjónsdóttir, 10. Brynjar Ingi Skaptason og 11. Ingibjörg Jónasdóttir. Hér var um að ræða fyrri um- ferð forvalsins eins og áður segir, en seinni umferðin mun fara fram 13.-14. febrúar. Ekki er búið að ganga frá listanum til seinni um- feröar, en auk þessara 11 félaga verða þar 4 félagar i Alþýðu- bandalaginu i kjöri. _v Samtök um kvennaframboð: Stefnuskrá tilbúln í næsta mánuði Norræna húsið: Fyrirlestur um mengun og áhrif stóriðju I kvöld, þriðjudag, heidur Karl Georg Höyer fyrirlestur i Nor- ræna húsinu um mengun og félagsleg álirif stóriðju. Karl Georg Höyerer lektor viö héraösháskólann iSogn og Fjord- ane i Noregi. Hann er verk- fræðingur að mennt og starfaði áður við undirbúning og uppbygg- ingu orkufreks iðnaðar i Noregi, en hefur i' seinni tið snúið sér að athugunum á félagslegri röskun, sem stóriðja hefur haft i för með sérþar i landi. Hann hefur imörg ár verið i' orkunefnd norsku náttúruverndarsamtakanna. Karl Georg kom hingað til landsi'boði samtaka um náttúru- vernd á Norðurlandi, SUNN og annara félagasamtaka þar og flutti erindi á Akureyri á laugar- dag um sama efni. Náttúruverndarráð, Landvernd og Náttúruverndarfélag Suð- vesturlands standa að þessum fundi i kvöld i Norræna húsinu, sem hefst kl. 20,30 og er öllum op- inn. Eftirfyrirlesturinn munKarl Georg svara fyrirspurnum fundargesta. — mhe ,,Ég er nú búin aö biða eftir svona framboöi i hálfa öld” sagöi ein heiðurskona viöinælandi okkar eftir fund Samtaka um kvennaframboö, sem haldinn var að Hótel Borg sl. sunnudág. 1 gær héldu svo nokkrir forráöamenn samtakanna blaöamannafund I vistlegum húsakynnum sinum aö Hótel Vik viö Austurstræti. Á fundinum kom fram að siðan starfsemin fór i gang um miðjan nóvember, hafi starfsþrekið eink- um farið til að innrétta húsnæðið og koma samtökunum á legg. Þær stöllur sögðu greinilega mik- inn áhuga fyrir málefninu, en i lögum samtakanna er lögð á- hersla á markmið eins og aukin áhrif kvenna i samfélaginu. Nánari útfærsla á stefnumiðum munu væntanlega liggja fyrir á næstu vikum. Um 150 manns hafa þegar skráð sig inn i samtökin með félagsgjaldi og kvað starfsmaður þeirra, Kristin Ástgeirsdóttir talsverðan fjölda áhugasamra félaga lita við á skrifstofunni dag hvern, en að Hótel Vik er opið hús milli kl. 3 og 7 á daginn. Hver verði forgangsverkefni framboðsins á eftir að koma i ljós þegar stefnuskráin verður smið- uð, en að þvi verkefni munu all- margir starfshópar starfa. Hitt má ljóst vera, sögðu forráðamenn samtaka um kvennaframboð, aö við munum leggja höfuðáherslu á mál sem snerta kvenfólk og stöðu þeirra i samfélaginu. Mál eins og uppeldismál, skipulagsmál og heilbrigðismál verða ofarlega á blaði ef að likum lætur, sögðu þær stöllur að lokum. _v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.