Þjóðviljinn - 02.02.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 2. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
aöi sér að fullu aftur með betra
visitölukerfi og skattalækkunum.
1 þeim efnahagsráðstöfunum sem
nii verður að taka til athugunar,
verður að tryggja, að allir þættir
efnahagslifsins leggi fram sinn
skerf. útilokað er að ætlast til
fórna af launamönnum i barátt-
unni gegn verðbólgu, ef ekki er
samhliða um að ræða aðrar við-
tækar efnahagsaðgerðir á öðrum
sviðum, i verslun, i landbúnaði og
i sjávarútvegi. Það er brýn nauð-
syn, að við gerum okkur ljóst, að
það verður að koma i veg fyrir só-
un og sukk með f jármuni eins og
t.d. i innflutningsversluninni.
En meginforsenda árangurs i
baráttunni gegn verðbólgu er sú,
að gætt verði itrustu hagsýni i
rekstri og fjárfestingu i atvinnu-
vegum okkar. Þvi miður hefur
mjög skort á forsjá og fyrir-
hýggju i þeim efnum á undan-
förnum árum. Þess vegna er það
mikilvægt ákvæði i efnahagsáætl-
un rikisstjórnarinnar fyrir árið
1982, að unnið verði að úttekt á
fyrirtækjum i fiskiðnaði og al-
mennum iðnaði. Það er með öllu
fráleitt að miða gengisskráningu
islensku krónunnar við þann
vandræðarekstur, sem viða eru
dæmi um hér á landi. Ein leiðin til
þess að draga úr verðbólgu er
betri rekstur fyrirtækja, aukin
framleiðsla og framleiðni.
Fullvist er, að það auðveldar
árangur i baráttunni við verð-
bólguna, þegar meira verður til
skiptanna, þegar þjóðarfram-
leiðsla fer vaxandi svo og þjóðar-
tekjur á mann. A þessu ári eru
hins vegar ekki horfur á þvi að
þjóðartekjur á mann vaxi. Það
skapar enn meiri vanda i glim-
unni við verðbólguna en á umliðn-
um árum. Jafnframt er ljóst, að
ytri aöstæður eru okkur stöðugt
óhagstæðari og erfiðari. Kreppan
á Vesturlöndum gerir það erfið-
ara en fyrr að tryggja fulla at-
vinnu hér á landi. Við skulum
gera okkur vel ljóst, að atvinnu-
leysisvofan er hvarvetna á sveimi
allt i kringum okkur. Fyrr var
kveðið um það, að einangrun
landsins skipaði möguleika á sér-
stakri vernd fyrir Islendinga and-
spænis vandamálum umheims-
ins. Ljóst er aö nú orðið eru varn-
araðgerðir erfiðari en nokkru
sinni fyrr, þar sem landið er
bundið i margs konar friverslun-
arsamninga.
Fjármagnið til
félagslegra verkefna
Þetta land á miklar auðlindir.
Þær eigum við að nota af fyrir-
hyggju og forsjá, ekki aðeins út
frá hagkvæmnissjónarmiðum
augnabliksins, heldur sérstak-
lega með tilliti til allrar framtið-
ar. Það verkefni á að vera efst á
dagskrá að skila þessu landi,
gögnum þess og gæðum betra til
komandi kynslóða. Hagsmuna-
frekja augnabliksins má ekki
leiða menn út á hála braut t.d. i
erlendum lántökum. Þar þurfum
við að gæta okkar til hins itrasta.
Til þess þarf aukinn innlendan
sparnað. Þess vegna höfum við
lagt áherslu á að ver ja f jármagni
lifeyrissjóðanna til félagslegra
verkefna enn frekar en gert hefur
verið að undanförnu. Ég er þeirr-
ar skoðunar, að þvi fjármagni sé
betur varið i verkamannabústaði
en i hús verslunarinnar svo að
dæmi sé tekið.
Það er með öllu
fráleitt að miða
gengisskráningu
íslensku
krónunnar við
þann vandræða
rekstur sem víða
eru dæmi um
hér á landi.
Við þurfum að leggja áherslu
á að nýta fiskimið okkar vel
og skynsamlega, við þurf-
um að leggja áherslu á að
bæta gæði aflans, sem berst að
landinu og endurnýjun fiskiskipa-
flotans má ekki fylgja tilviljunar-
lögmálum. Ræktun á að vera okk-
ar kjörorð i athöfn dagsins. Rán-
yrkju ber að hafna i orði og at-
höfn, i sjávarútvegi, landbúnaði
og iönaði. Sjávarútvegurinn er
vissulega hornsteinn atvinnulifs á
islandi og það ber að leggja
áherslu á að bæta gæði hráefnis,
auka verðmæti útflutningsins og
að nýta alla fjármuni betur en nú
er gert. Þar reynir á ábyrgð for-
ráðamanna fyrirtækjanna, en þar
eins og viðar i atvinnulifi ber of
, mikið á þvi að menn vilji einlægt
hlaupa upp i fangið á stóru
mömmu, rikinu, þegar eitthvað
bjátar á og sömu menn vegsami
ella einkaframtakið i hátiðarræð-
um.
Fram undan
eru erfið verkefni
Nú vex upp á fslandi ung kyn-
slóð, sem býr við allt önnur kjör
en áður hafa verið i þessu landi.
Henni og öðrum þarf að vera
ljóst, að heilbrigðisþjónusta og
menntakerfi landsins kosta veru-
lega fjár'muni. Þessa fjármuni
leggjum við fram sameiginlega
allir landsmenn með skattpening-
um okkar. Þessa þjónustu má
ekki vanmeta né litilsvirða á
nokkurn hátt. En henni verður
ekki haldið uppi nema allir leggi
sitt af mörkum. Hún stenst ekki
kröfur um aukningu nema lands-
menn vilji greiða meira i hina
sameiginlegu sjóði.
Hér á landi þarf hver maður að
leggja á sig mikla vinnu. Hver
einstaklingur vinnur margfalt á
við það sem algengast er erlend-
is. Við gagnrýnum vissulega
vinnuþrældóm, en gerum okkur
ljóst að vinnan er uppspretta
þeirra miklu auðæfa, sem við höf-
um frá degi til dags. Islenska
þjóðin hefur með mikilli vinnu
lyft Grettistaki á liðnum árum og
áratugum. En fram undan eru
enn erfið verkefni. Frammi fyrir
þessum verkefnum þurfum við að
sameinast og mestu skiptir að við
gefum yngstu kynslóðinni trú á
landið, sjálfstæði þess og vaxtar-
lag. Hér er unnt að lifa betra lifi
en i öðrum löndum, ekki aðeins
vegna fámennis okkar þvi að hér
er tillitssemi við einstaklinginn
rikari en annars staðar, heldur
lika vegna hinna miklu náttúru-
auðlinda, sem landið á og skapar
hér forsendur fyrir góðri framtið.
Til þess að nýta þær auðlindir
skynsamlega framvegis þurfum
við að staldra við og hyggja að
hverju fótmáli. Meðbyr og með-
læti má ekki draga úr fyrirhyggju
og aðgæslu.
Sterkara Alþýðu-
bandalag gegn
leiftursóknaríhaldi
Góðir hlustendur. Fyrir dyrum
standa eftir fáeina mánuði sveit-
arstjórnarkosningar um land allt.
Þar verður tekist á um stjórn
byggðarlaganna. Þar verður
fjallað um landsmálin. Þar verða
meginátökin milli Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðubandalagsins.
Úrslit sveitarstjórnarkosning-
anna i vor munu hafa áhrif á alla
þætti þjóömálanna. Komi Al-
þýðubandalagið sterkt út úr kosn-
ingunum mun enn um sinn unnt
að veita viðnám gegn þeirri
kreppu og þvi atvinnuleysi, sem
t.d. hrjáir launafólk á Vestur-
löndum. Sterkt Alþýðubandalag
styrkir stöðu verkalýðshreyfing-
arinnar. Komi Alþýðubandalagið
sterkt út úr kosningunum i vor,
verður áfram unnt að sporna
gegn erlendri stóriðju i landinu,
en sækja fram i þágu islenskra
atvinnuvega og islensks sjálf-
stæðis. Kosningaúrslit fela ekki
aðeins i sér dóm um liðna tið. Þau
eru jafnframt ákvörðun um
stjórn landsins og sveitarfélag-
anna næstu árin. Alþýðubanda-
lagið fagnar þvi að fá þegar á
næstu mánuðum tækifæri til þess
að leggja verk sin fyrir kjósend-
ur. Við förum fram á sanngjarnt
mat og ábyrga afstöðu. Það má
ekki henda, að leiftursóknarlið
ihaldsins nái að brjótast til for-
ystu i byggðum landsins. — Eg
þakka þeim sem hlýddu.
Breylingar á lögum um
almannatryggingar
A miðvikudaginn var tekið tii
annarrar umræðu frumvarp til
laga um almannatryggingar, sem
félagsmálaráðherra mælti fyrir i
siðustu viku. Guðrún Helgadóttir
mælti fyrir nefndaráliti heilbrigð-
is ogtrygginganefndar sem mælti
með samþykkt frumvarpsins með
einni breytingu. Breytingin sem
frumvarpið felur með sér á al-
Þingsjá
mannatry ggingalögum er til
samræmingar á barnaiögum sem
tóku gildi um áramótin.
Nefndin leggur til að setningin:
„enda eigi barnið lögheimili hér á
landi” falli brott. Guðrún sagöi að
hér væri komið i veg fyrir rétt-
indamissi barna öryrkja til
barnalifeyris, séu þau búsett er-
lendis, og jafnframt sama rétt-
indamissi barna látins foreldris
við sömu aðstæður. Með breyt-
ingunni er komið.veg fyrir órétt-
læti, sagði Guðrún Helgadóttir.
Dýralæknisumdæmi
Dýralæknisembætti i landinu
skulu vera:
1) Hafnarf jarðarumdæmi:
Hafnarfjörður, Garðabær, Kópa-
vogur Gullbringusýsla, Keflavik,
Njarðvik, Grindavik, Bessa-
staðahreppur.
2) Reykjavikurumdæmi:
Reykjavik, Seltjarnarnes, Mos-
fellshreppur, Kjalarneshreppur,
Kjósarhreppur.
3) Akranesumdæmi: Akranes,
Hvalfjarðarstrandarhreppur,
Innri-Akraneshreppur, Skil-
mannahreppur, Leirár- og Mela-
hreppur.
4) Borgarf jarðarumdæmi:
Andakilshreppur, Skorradals-
hreppur, Lundarreykjadals-
hreppur, Reykholtsdalshreppur,
Hálsahreppur, Hvitársiðuhrepp-
ur.
5) Mýrasýsluumdæmi: Mýra-
sýsla nema Hvitarsiðuhreppur.
6) Snæfellsnesumdæmi: Snæ-
fellsnes- og Hnappadalssýsla,
Flateyjarhreppur.
7) Dalaumdæmi: Dalasýsla,
Austur-Barðastrandarsýsla að
undanteknum Múlahreppi og
Fla tey jarhreppi.
8) Barðastrandarumdæmi:
Vestur-Barðastrandarsýsla,
Múlahreppur i Austur-Barða-
strandarsýslu.
9) tsafjarðarumdæmi: Isa-
fjarðarkaupstaður, Bolungarvik,
Norður- og Vestur-Isafjarðar-
sýslur.
10) Strandaumdæmi: Stranda-
sýsla.
11) Vestur-Húnaþingsumdæmi:
Vestur-Húnavatnssýsla.
12) Austur-Húnaþingsumdæmi:
Austur-Húnavatnssýsla.
13) Skagafjaröarumdæmi:
Sauðárkrókur, Skarðshreppur,
Skefilsstaðahreppur, Staðar-
hreppur, Seyluhreppur, Lýtings-
staðahreppur, Ripurhreppur.
14) Hofsósumdæmi: Hofsós-
hreppur, Viðvikurhreppur, Hóla-
hreppur, Hofshreppur, Fells-
hreppur, Haganeshreppur, Holts-
hreppur, Akrahreppur, Siglu-
fjörður.
15) Dalvikurumdæmi: Ólafs-
fjörður, Dalvik, Hriseyjarhrepp-
ur, Svarfaðardalshreppur, Ar-
skógshreppur.
16) Vestur-Eyjafjarðarum-
dæmi: Akureyri, Hrafnagils-
hreppur, Glæsibæjarhreppur,
Oxnadalshreppur, Skriðuhrepp-
ur, Arnarneshreppur.
17) Austur-Eyjafjaröarum-
dæmi: Grimseyjarhreppur, Saur-
bæjarhreppur, Ongulsstaða-
hreppur, Grýtubakkahreppur,
Svalbarðsstrandahreppur.
18) Þingeyjarumdæmi vestra:
Hálshreppur, Ljósavatnshrepp-
ur, Bárðdælahreppur, Reykdæla-
hreppur vestan Fijótsheiðar.
19) Þingeyjarþingsumdæmi
eystra: Húsavik, Suður-Þingeyj-
arsýsla austanverð, Keldunes-
hreppur.
20) Norðausturlandsumdæmi:
Norður-Þingeyjarsýsla austan
Jökulsár, Skeggjastaðahreppur,
Vopnafjarðarhreppur.
21) Austurlandsumdæmi
nyrðra: Norður-Múlasýsla að
undanteknum Skeggjastaða- og
Vopnafjarðarhreppum, Skrið-
dalshreppur, Vallahreppur, Eg-
ilsstaðahreppur og Eiðahreppur i
Suður-Múlasýslu, Seyðisfjörður.
22) Austurlandsumdæmi syðra:
Búðahreppur, Fáskrúðsfjarðar-
hreppur, Stöðvarhreppur, Breið-
dalshreppur, Beruneshreppur,
Búlandshreppur, Geithellna-
hreppur.
23) Norðf jarðarumdæmi:
Norðfjarðarhreppur, Helgustaða-
hreppur, Eskifjörður, Reyðar-
fjarðarhreppur, Mjóafjarðar-
hreppur.
24) Austur-Skaftafellssýslúum-
dæmi: Austur-Skaftafellssýsla.
25) Kirkjubæjarklaustursum-
dæmi: Hörgslandshreppur,
Kirkjubæjarhreppur, Leiðvallar-
hreppur, Skaftártunguhreppur,
Alftavershreppur.
26) Skógaumdæmi: Hvamms-
hreppur, Dyrhólahreppur, Aust-
ur-Eyjafjallahreppur, Vestur-
Eyjafjallahreppur.
27) Hvolsumdæmi: Austur-
Landeyjahreppur, Vestur-Land-
eyjahreppur, Fljótshliðarhrepp-
ur, Hvolshreppur, Rangárvalla-
hreppur austan Eystri-Rangár.
28) Helluumdæmi: Rangár-
vallahreppur vestan Eystri-
Rangár, Djúpárhreppur, Asa-
hreppur, Holtahreppur, Land-
mannahreppur.
29) Hreppaumdæmi: Hruna-
mannahreppur, Gnúpverja-
hreppur.
30) Laugarásumdæmi: Skeiða-
hreppur, Biskupstungnahreppur,
Grimsneshreppur, Laugardals-
hreppur, Þingvallahreppur.
31) Selfossumdæmi: Villinga-
holtshreppur, Gaulverjabæj-
arhreppur, Stokkseyrarhreppur,
Eyrarbakkahreppur, Sandvikur-
hreppur, Selfoss, Hraungerðis-
hreppur, Olfushreppur, Selvogs-
hreppur, Hveragerðishreppur,
Grafningshreppur, Vestmanna-
eyjar.
Efnahagsráðstafanimar
T ollalækkun á
heiinilistækjum
Lagt hefur verið fram á al-
þingi frumvarp um breytingu á
tollalögum. Þetta frumvarp er i
samræmi við eitt af þeim frum-
vörpum sem tilheyra „Þorra-
bakka” rikisstjórnarinnar og
felur f sér mikla lækkun á toll-
um á heimiiistækjum.
1 athugasemdum með frum-
varpinu segir svo:
„i siðast liðnu ári var tekin
ákvörðun um það af hálfu rikis-
stjórnarinnar að lækka opinber
gjöld á ýmsum vörum, m.a.
nokkrum rafmagnsheimilis-
tækjum sem i dag eru talin
nauðsynleg i heimilishaldi
hverrar fjölskyldu. Heimilis-
tæki þau sem ákvörðun um
lækkun gjalda tók til voru kæli-
skápar, þvottavélar, hrærivélar
og ryksugur en kaup á þessum
tækjum hafa m.a. vegna hárra
aöflutningsgjalda verið umtals-
verður útjgaldaliður i heimilis-
rekstri og einkum komið hart
niður á yngra fólki við bústofn-
un.
Til þess að koma i fram-
kvæmd lækkun gjalda af nefnd-
um heimilistækjum var ákveðiö
aö fella þegar niöur 24% sér-
stakt vörugjald og tók sú
gjaldalækkun gildi frá og með 1.
ágúst s.l.
Meö frumvarpi þessu er gert
ráð fyrir enn frekari lækkun
gjalda á nefndum rafmagns-
heimilistækjum auk nokkurra
rafmagnsheimilistækja til viö-
bótar. Felur frumvarpiö i sér
lækkun tolla um 50% á kæli-
skápum frystikistum, eldhús-
viftum, uppþvottavélum,
þvottavélum, þurrkurum,
strauvélum, ryksugum, viftum,
hrærivélum og brauðristum eða
lækkun tolla úr 80% i 40% sem
felur i sér verulegar hagsbætur
fyrir heimilin i landinu.
Verði frumvarp þetta sam-
þykkt er ljóst að rikissjóður
mun verða fyrir nokkru tekju-
tapi. Má gera ráð fyrir meö
hliðsjón af innflutningi vara
þessara á undanförnum árum
að tekjutap vegna þessara
breytinga gæti numið um 22
millj. kr. á heilu ári.”
Stuttur fundur
A fundi efri deildar alþing-
is á miövikudaginn mælti
Kjartan Jóhannsson fyrir
frumvarpi sem hann flytur
um endurnýjun skipastólsins
og þegar hefur veriö frá sagt
hér i blaöinu. Umræðum var
siðan frestaö á þessum fundi
og ekki fleira tekiö fyrir.
Spurt um Þjóðskjalasafn
ILögöhefurveriö fram á ai-
þingi fyrirspurn frá Sigur-
laugu Bjarnadóttur til
menntamálaráöherra um
Þjöðskjalasafn tslands. Fyr-
irspurnin er i þremur liöum:
1. Hvað er að gerast i málum
I Þjóðskjalasafns tslands?
■ 2. Hver hafa orðið viðbrögð
• menntamálaráðuneytis og
! ráðherra að fengnum niður-
stööum og tillögum skjala-
vörslunefndar, sem ráöu-
neytiö skipaði i okt. 1980 til
aögera tillögur um vörslu og
grisjun embættisgagna er
Þjóðskjalasafn á samkv.
gildandi lögum að veita við-
töku?
3. Má vænta þess, að hreyf-
ing komist á þessi mál á ný-
byrjuðu ári, sem er 100 ára
afmælisár Þjóðskjalasafns
Islands?