Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVII..IINN Helgin 6.— 7. febrúar 1982.
Hungrið í heiminum
Um það bil 1.000 milljónir manna i heiminum búa
við lífskjör, sem við hér á Vesturlöndum myndum
ekki kalla mannsæmandi. Það er fjórðungur mann-
kyns. Fyrir þetta fólk er matur, atvinna, heilbrigði,
húsaskjól, menntun o.s.frv. ekki sjálfsagður hlutur.
Fyrir þetta fólk er lifið dagleg barátta við hungur-
vofuna.
Þér blöskrar
að heyra
Erfitt er-að finna itarlegar út-
tektir á islensku um svo umfangs-
mikið fyrirbæri sem matvæla-
skorturinn i heiminum er. Á
Hungurvöku samtaka Lifs og
lands sem efnt var til i október
árið 1980, voru flutt mörg stór-
merk erindi. Þau eru einhver
skort að staðaldri. Laufey segir:
„Fæst þeirra sýna þess ef til vill
augljós merki, þau eru fyrst og
fremst lægri vexti og smávaxnari
en jafnaldrar þeirra og þvi oft
talin yngri en þau eru i rauninni,
en heilbrigð að sjá að öðru leyti.
Stöðugur skortur kemur þannig i
veg fyrir að börn nái þroska og
vexti i fullu samræmi við
meðfædda eiginleika þeirra. En
skortur á góðu viðurværi veikir
einnig varnir likamans gegn sýk-
ingum.ogá þvi ekki hvað minnst-
Hversu
má úr
bæta?
aðgengilegast heimild um efnið,
sem finna má á islensku. Við
skulum glugga dálitið i þau.
„Þér blöskrar aö heyra
þaðbrauðleysisóp,
til blágrárra, ómálgra vara,
og sjá þennan skjögrandi
horgrinda hóp
með hungruöum kýraugum
stara.”
Þannig orti Tryggvi Emilsson á
Hungurvökunni.
í erindi Laufeyjar Steingrims-
dóttur kom fram, að 20% barna
þróunarlanda, eða 230 milljónir
barna búiviö verulegan næringar-
an þátt i að ungbarnadauði i
Afriku er líklega um fimmtán
sinnum hærri en hér á landi, og
barnadauði eins til fjögurra ára
er um þrjátiu og fimm sinnum
hærri að jafnaði i löndum Afriku
en i Evrópu. Fimmta hvert barn
sem fæðisti Afriku nærekki fimm
ára aldri, og helmingur þessara
dauðsfalla er talinn eiga rót sina
að rekja, beint eða óbeint til
næringarskorts.”
Þess má geta, að samkvæmt
tölum FAO um aðstoð rikja
heimsins við þróunarlönd nam
þessi hjálp vestrænna þjóða árið
1979 um 0,3% af þjóöarfram-
leiðslu þeirra. FAO hafði sett
markið viö 0,7%. Aðeins Dan-
mörk, Holland, Noregur og
Sviþjóö náðu þessu marki. Ég
þori ekki að setja á blað hvað
Islendingar létu af mörkum til
handa aöstoðinni við þróunar-
löndin.
Hjálparstarf
Fræg er sagan af hjálparstarf-
inu I Bangladesh fyrir nokkrum
árum, en Björn Friðfinnsson
rakti þá sögu á hungurvökunni:
„Fleiri farmar af hjálpargögnum
reyndust innihalda háhælaða skó
og brjóstahaldara sem einhver
fyrirtæki i Evrópu höfðu gefið til
hjálparstarfsins og hlotið I stað-
inn frádrátt frá skatti. Búnaður
þessi þótti allnýstárlegur á flóða-
svæöum Bangladesh”. Þvi skal
ég trúa.
önnur saga: „1 jarðskjálft-
unum I Manaqua tókst valdhöfum
að stela talsverðu magni af lyfj-
um frá hjálparstofnunum og
hugöust þeir hagnast á sölu
þeirra á svörtum markaði. Lyfin
reyndustþá til komin á sama hátt
og brjóstahaldararnir i sögunni
hér að framan og engin not fyrir
þau I þeim heimshluta, sem
hjálparstarfiö fór fram i. Reynd-
ist stuldur stjórnvaldanna þvi
spara hjálparstofnunum fyrir-
höfn við að flokka lyfin frá gagn-
legum lyfjum og fleygja þeim”.
A siöasta ári og árinu á undan
var mikið skrifað um herferö þá,
sem ýmis vestræn fyrirtæki ráku
í þróunarlöndunum fyrir þvi að fá
konur til að hætta brjóstagjöf og
nota þess i staö mjólkurduft. Ar-
angurinn lét ekki á sér standa:
börnin hrundu niður. Ef mjólkur-
duftá að koma aö gagni má þekk-
inguna eöa aöstööuna á meðferð
þess ekki skorta. Hvort tveggja
skorti i þróunarlöndunum.
Alþjóða neytendasamtökin skáru
upp herör gegn fjölþjóöafyrir-
tækjunum og varð vel ágegnt.
Alþjóða neytendasamtökin
i eru nú mjög uggandi
^egna vaxandi ásælni fjöl-
þjóÖafyrirtækja i þróunarlönd-
unum á sviöi lyfjaiðnaðar.
Hver veit með hvaða
skelfingum sú ásælni kann
að enda?